Glærugerð í Google

Nú er Google docs komið með gasalega smartan glærufídus þannig að fólk getur farið að leggja Powerpoint glærugerðarpakkanum. Það er miklu þægilegra að vinna glærurnar beint á vefnum og vista þær líka á vefnum þá losnar maður við allt umstangið að hafa ákveðinn hugbúnað settan upp.

Þetta er nú reyndar frekar einföld glærugerð núna, nokkurs konar leikskólaútgáfa af Powerpoint. En það stefnir allt í það að svona hugbúnaður fari á Netið. Þetta hefur miklu þýðingu fyrir skólanema, það er miklu einfaldara að búa til efni til að setja á vefinn ef maður þarf ekkert að spá í að vista hann neins staðar eða hlaða niður eða hlaða upp einhverjum skrám.

Það er ekki hægt að nota Google docs nema skrá sig inn á google og fá gmail netfang.Ég bjó til skjákennslu (4 mín og 7 mín um google presentations) og gerði líka leiðbeiningar um þetta kerfi. 

Hérna eru leiðbeiningarnar mínar um Google Presentations 

hér er dæmi um hvernig glærusýningu maður getur gert í Google presentations núna.

Hér er leiðbein um hvernig hægt er að setja google glærur inn á vefsíðu (iframe sem t.d. moggabloggið leyfir ekki) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar tarf madur ekki ad hafa gmail til ad hafa google docs. Ef fólk, sem nú tegar er skrád inn á google docs,  býdur tér ad deila skjølum med sér tar, tá geturdu skrád tig inn á hvada email sem er. Tegar madur er einu sinni kominn inn á google docs, tá getur madur notad tad eins og manni lystir, á sínu upprunalegu emaili.

Krista (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 07:56

2 identicon

Það klikkar aldrei að kíkja á síðuna þína við og við Salvör . Takk kærlega fyrir allan fróðleikinn sem þú heldur að okkur um eitt og annað varðandi upplýsingatækni (og auðvitað allt hitt líka). Hef oft rekist á eitt og annað hér á síðunni sem ég hafði ekki vitað um og gaman er að þekkja og kunna. Enn og aftur: takk..takk...

Eygló (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Ég er nokkuð spenntur að sjá hvernig þetta kerfi nýtist. Hef prófað Google Docs upp á síðkastið og líst ágætlega á. Þegar búið er að tengja þetta við Google Gears og hægt er að nota kerfin án nettengingar þá er þetta í raun orðinn raunhæfur valkostur fyrir einfalda vinnslu.

Árni Svanur Daníelsson, 20.9.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband