Færsluflokkur: Tölvur og tækni
2.12.2006 | 00:01
Rósu Park dagurinn
í dag 1. desember hélt ég upp á Rósu Park daginn. Ég hélt þann dag hátíðlegan í fyrsta skipti í fyrra með því að skrifa pistilinn um Rósu Park inn á íslensku Wikipedia.
Rosa Parks var fátæk bandarísk blökkukona sem barðist fyri mannréttindum og afnámi aðskilnaðar milli hvítra og svartra. Hún er þekkt fyrir að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í bænum mMontgomery í Alabama fimmtudaginn 1. desember árið 1955. Á þeim tíma voru fremstu bekkirnir í strætisvögnum í Montgomery ætlaðir hvítum og ef þeir fylltust þá urðu svartir farþegar að færa sig aftar. Rosa Parks var handtekin og ákærð fyrir tiltækið og dæmd til að greiða sekt, en þessi borgaralega óhlýðnihratt af stað mótmælaöldu þar sem blökkumenn sniðgengu strætisvagna í Montgomery. Mótmælin báru árangur og í þeim reis Martin Luther King, einn af skipuleggjendum þeirra til forustu í mannréttindabaráttu blökkumanna.
Dagurinn fór í fundarhöld. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég fór á í dag. Í lok síðasta fundarins komu upp aðstæður sem minntu mig á Rósu Parks og baráttu hennar. Baráttan stendur ekki um pláss í strætisvögnum í dag, baráttan stendur um pláss í því rými sem samskipti okkar fara fram í, hvort sem það er á fundum eða í samskiptarýmum í fjölmiðlum eða netheimum. Við eigum ekki að þurfa að þola yfirgang og rustaskap vegna litarháttar, kynferðis eða þjóðernis.
![]() |
Stúdentar héldu upp á fullveldisdaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2006 | 09:22
Árásin á Second Life og netárás al-Qaeda
Nú er búist við netárás á fjármálastofnanir og banka. Sennilega er ógnin nú fyrst og fremst að lama um stundarsakir viðskipti þó al-Qaeda hafi hótað því að eyðileggja gagnabanka bandarískra fjármálafyrirtækja. Gagnagrunnar banka hljóta að vera betur varðir en að það sé hægt og öryggisafrit til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Það má nú líka alveg rifja upp úr hvaða farvegi Internetið er upprunnið, það er úr hernaði og einmitt til að mæta þannig aðstæðum að ekki væri einhver ein miðlæg stöð þar sem öll gögn flæddu um heldur gætu gagnapakkar borist ýmsar leiðir og þó einn tengipunktur yrði fyrir árás og væri óstarfhæfur þá lamaðist ekki kerfið heldur færu gögn aðra leið.
Fyrir nokkru skráði ég mig í netleikinn Second Life. Það þurfti að gefa upp vísanúmer og ýmsar persónulegar upplýsingar. Skömmu seinna var ráðist á gagnagrunn fyrirtækisins sem rekur leikinn og tölvuþrjótar komust yfir gagnagrunn 600 þúsund notenda með upplýsingum um lykilorð og væntanlega líka visanúmer. Ef hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda hafa þá færni sem þarf til valda usla í fjármálastofnunum með tölvuglæpum þá hafa þau samtök örugglega æft sig í svona árásum t.d. eins og þessari á Second Life. Ég var að fletta upp frétt um Second Life árásina á BBC og sé að fréttin hefur verið síðast uppfærð 11. september síðastliðinn. Það er nú kannski táknrænt.
![]() |
Bandarískar fjármálastofnanir varaðar við hugsanlegri netárás al-Qaeda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2006 | 12:15
Fugl dagsins er margæs
Margæsir eru fargestir á Íslandi, fljúga hérna yfir á leið sinni til varpstöðvanna á heimskautasvæðum Kanada. Þær safna forða hérna áður en þær leggja upp í flugið yfir Grænlandsjökul. Ég skrifaði grein um margæs inn á íslensku Wikipedia í gær því þá fór ég í heimsókn í Sjálandsskóla í Garðabæ. Skólinn er staðsettur við sjóinn og einmitt þarna yfir Álftanesið og strandlengjuna við Faxaflóa fljúga margæsirnar yfir á leið sinni til og frá varpstöðvunum. Nemendur í skólanum fylgjast með margæsunum, þeir skoða líka lífríkið í sjónum og fjörunni og í skólanum er stórt fiskabúr þar sem við blasa fiskar og krabbar.
Krístín sagði okkur frá því hvernig hún notar ferðir margæsanna sem kveikju í upplýsingatækni. Það hafa verið settir sendar á nokkrar margæsir og það er hægt að fylgjast með ferðum þeirra á korti á Netinu. Krakkarnir í Sjálandsskóla geta því fylgst með hvenær margæsirnar fljúga yfir vor og haust
Ég ætla að reyna að hafa það sem venju þegar ég heimsæki skóla að skrifa grein á Wikipedia um eitthvað efni sem tengist skólanum og námsumhverfi þar.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 11:20
Hannibal hleraður
Það er minna en tveir áratugir síðan síðustu sveitasímarnir voru lagðir niður í sumum sveitum á Íslandi. Það vissu allir að öll sveitin lá á línunni ef hringt var í einhvern þó enginn viðurkenndi að hlusta. Fólkið sem bjó í sveitinni vildi ekki að ættingjarnir á mölinni ræddu um viðkvæm persónuleg mál í símann. Þessi sveitahlerun hafði nú vissan sjarma, kona sem ég þekki sagði mér frá því að hún hefði verið að ræða í síma við tengdamóður sína sem bjó í sveitinni, þær voru báðar ákafir garðyrkjumenn og hún hafði ætlað að útvega tengdamóður sinni fræ af sumarblómum en ekki tekist það og gamla konan var leið yfir að geta ekki byrjað að sá fræum og fagna sumrinu og gróandanum. Svo lauk símtalinu og stuttu seinna kom kona í sveitinni til tengdamóðurinnar og gaf henni sumarblómafræ.
Það er hins vegar dáldið mikill munur á þeirri fréttamiðlun sem sveitasímarnir voru og þeim símhlerunum sem stjórnvöld virðast hafa stundað á dögum Kalda stríðsins. Í fyrsta lagi þá voru það bara stjórnvöld sem gátu stundað þessar hleranir og þannig fylgst með þegnunum. Í öðru lagi þá vissu þegnarnir ekki að fylgst væri með þeim. Í þriðja lagi þá var annarlegur tilgangur með þessum hlerunum. Í orði kveðnu var tilgangurinn að gæta öryggis ríkisins og hugsanlega hafa þáverandi stjórnvöld trúað því sjálf, fólk hefur ótrúlega mikið og frjótt ímyndunarafl þegar kemur að því að spinna upp sögur og búa til veruleika sem réttlætir gjörðir þess. En þegar sviðið er skoðað mörgum áratugum seinna þá sést að tilgangur hlerana er sá sami og er megintilgangur allra stjórnhafa fyrr og síðar í sögunni og það er að halda völdunum og bæla sem mest niður allt sem getur orðið til þess að völd þeirra minnki.
Það að síminn hjá Hannibal Valdimarssyni forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið hleraður sýnir hvernig staðan var á tímum Kalda stríðsins. Ég vona að það verði sem mest umræða um þessi hlerunarmál, ekki af því það breyti einhverju um fortíðina heldur fyrst og fremst vegna þess að við erum í nútíma þar sem hleranir eru miklu, miklu auðveldari og stjórnvöld sem vakta þegna sína til að safna upplýsingum með leynd eru miklu skæðari ógn en var í Kalda stríðinu. Það er ekkert hættulegra en stjórnvöld sem fara að líta á þegnana í eigin ríki sem helstu óvini sína.
Halldór Baldursson gerir bráðskemmtilega mynd af ástandinu.
![]() |
Heimild veitt til að hlera síma Hannibals Valdimarssonar árið 1961 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 22:22
Fjölskyldumyndir
Það eru margar aðferðir til að setja fjölskyldumyndir á vefinn. Ég geymi myndirnar í flickr.com og borga fyrir það. Það er vegna þess að flickr virkar með mörgum kerfum og notendur þar byggja upp netsamfélag. Flickr er oft tekið sem eitt besta dæmið um "social software" eða "folksonomies" þegar fólk merkir sjálft gögnin sín.
Það er alveg óþarfi að nota flókin myndvinnslukerfi eins og photoshop. Það er núna komið fullt af myndvinnslukerfum sem eru vefþjónustur þar sem maður getur klippt til myndir og breytt þeim á ýmsa lund. Dæmi um slíkt er http://www34.lunapic.com og http://www.imagecrop.com
Hér eru myndir sem ég hlóð beint úr stafrænu myndavélinni minn inn á flickr og klippti svo til og breytti í vefþjónustum eins og lunapic.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2006 | 13:14
Virkjanir kosta meira en peninga og heiðalönd
Ég ætlaði áðan að velja mér frétt á mbl.is til að blogga um, mér finnst það svo sniðugur fídus að blogga um fréttir og það er náttúrulega sennilega einn aðaltilgangur þessa fína bloggkerfis blog.is að tengja samfélagsumræðuna við Morgunblaðsmiðlunina. En gallinn var bara sá að ég fann enga skemmtilega frétt sem ég vildi blogga um.
Það voru krassandi fyrirsagnir eins og "Gekk berserksgang á hóteli", "Vingsaði hnífi og ógnaði fólki", "Hópslagsmál í Kópavogi" en það var bara ein sorgleg frétt sem snart mig. Það var fréttin um slysin við Kárahnjúkavirkjun en þar hafa fjögur banaslys orðið frá því framkvæmdir hófust. En ég veit bara ekki hvað ég á að segja um þá frétt. Hún snertir mig meira en fréttir af því að varplönd heiðargæsa tapist. Það hafa líka orðið alvarleg slys við Hellisheiðarvirkjun.
![]() |
Rann fjörutíu til fimmtíu metra niður stífluvegginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 16:53
Orð dagsins eru hacktivism og slacktivism
Hactivism er fyrir hakkara sem íslenskir fjölmiðlar þýða með orðinu tölvuþrjótur sem náttúrulega segir meira um íslenska fjölmiðla en hakkara . Slacktivism er að slæpast bara á Netinu þegar hinir mála bæinn bleikan og kaupa ekkert í dag. Í tíð föður míns var talað um sófakomma og það var hið mesta skammaryrði. Nú eru kommarnir gufaðir upp en við commonistarnir komnir fram á völlinn og bíðum færis.
23.11.2006 | 17:45
Fyrrverandi ljóska
Dóttirin er núna komin með dökkt hár. Ljóskutímabilinu er lokið. Hér pósar hún með stærðfræðibók og svo er hér mynd af ljóskunni á 17 ára afmælisdeginum.
22.11.2006 | 13:39
Kortakvart
Pirrandi frétt um að Landmælingar séu að hætta útgáfu landakorta og sölu þeirra á almennum markaði og til standi að selja útgáfurétt af fimm helstu ferðakortunum seldur. Markmiðið mun vera að draga Landmælingar út úr samkeppni við einkafyrirtæki sem sinna kortaútgáfu.
Það eru svona fréttir sem koma mér í vont skap og fylla mig vonleysi. Er enginn þarna úti sem hefur sömu sýn og ég? Þá sýn að upplýsingar sem aflað er af almannafé eigi að vera ókeypis og svona upplýsingar eins og kort eiga að vera hverjum manni og hverri stofnun aðgengileg. Þá sýn að upplýsingar eiga almennt að vera ókeypis. Það að selja kort af Íslandi það er alveg eins og hérna fyrir nokkrum árum þegar Hæstaréttardómar voru seldir á geisladiskum og aðeins vel fjáðar lögfræðistofur gátu keypt svoleiðis diska. Á einhverjum tíma þá var svona markaðskerfi gæða það sem virkaði best en í því samfélagi sem við erum að fara inn í núna þá er þannig kerfi bara til trafala og býr til þröskulda og eykur á mismunun og kyrkir nýsköpun.
Ég hef unnið töluvert við íslensku Wikipedía orðabókina og þar meðal annars teiknað nokkur kort. Þau kort hef ég að sjálfsögðu teiknað eftir öðrum kortum vegna þess að það er nú einu sinni þannig að það er mikilvægt að kort séu frekar nákvæm. Ég hef gætt þess að geta heimilda og vona að ég sé alveg á réttu róli hvað höfundarrétt varðar. Ég hef hins vegar teiknað þessi kort til að aðrir geti tekið þau og gert hvað sem þeim þóknast við þau. Kortin teikna ég í vektorteikniforritinu Inkscape sem er ókeypis og open source hugbúnaður en ég reyni að nota svoleiðis hugbúnað ef það er mögulegt.
Hér er dæmii um síðu sem er með kort sem ég teiknaði af fjörðum á Íslandi en.wikipedia.org/wiki/Breiðafjörður
Sem dæmi um hvernig vinnubrögð hægt er að hafa þegar öll kort eru aðgengileg öllum má nefna að ég teiknaði líka kort af hverfum í Reykjavík og svo tók annar wikiverji það kort og breytti til hins betra og vann áfram í þetta hverfakort
Það myndi létta okkur mjög lífið sem erum að vinna í því í sjálfboðaliðsvinnu að setja inn upplýsingar í íslensku wikipedia ef við hefðum aðgang að vektorkortum sem við mættum setja inn í commons.wikimedia.org og breyta og nota í wikiverkefnum. Flest kort sem ég geri tengjast reyndar sjónum og hafstraumum enda reyni ég að einbeita mér að því að skrifa inn greinar sem tengjast lífríki sjávar. En það er ekki bara verkefni eins og Wikipedia sem myndi græða á því að þessi kort væru ókeypis og öllum aðgengileg, það er sennilegt hjálpa heilmikið öllum í ferðaþjónustu sem er nú sívaxandi atvinnugrein á Íslandi. Í því sambandi má benda á að Wikipedia er ein öflugasta heimildin varðandi fjarlægar slóðir og margir sem koma hingað til lands eru búnir að fletta heilmikið þar upp.
![]() |
Hætta útgáfu landakorta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 13:16
Að verja hagsmuni sína... fyrir sjálfum sér
Fyndin frétt um meint höfundarréttarbrot EJS sem Landsteinar (LS) ásaka það fyrirtæki um. Það er ekki nóg með að það séu gífurlegar málaflækjur vegna höfundarréttar núna heldur er svo komið að fyrirtæki í eigu sömu aðila eru farin að slást hvert við annað. Það kallast að verja hagsmuni sína.
"Athygli vekur að LS grípi til aðgerða af þessu tagi gagnvart EJS, en fyrirtækin eru að hluta til í eigu sömu aðila......Gunnlaugur hjá LS segir að þótt fyrirtæki séu að hluta í eiga sömu aðila séu það eðlilegir stjórnunarhættir að láta þau verja sína hagsmuni, og það sé gert í þessu tilviki."
Hvernig liti þetta mál út ef hugbúnaðurinn sem um ræðir hefði verið "open source"
Ég fann myndina hérna til hliðar með að leita í CreativeCommons.org, slá inn leitarorðið gasoline og fann þá þessa mynd og ég skar hana til í imagecrop.com
Það er sniðug leið til að finna myndir á blogg.
![]() |
Leitað vegna ætlaðra brota á höfundarrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |