Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.6.2008 | 16:46
Ísbjörn og draumur

Það var sorglegt að ísbjörninn var drepinn. Það var mikið voðaverk. Ég ætla ekki að heimsækja það safn sem í framtíðinni státar af þessum ísbirni uppstoppuðum.
En mér finnst óþægilegt að sjá allar þessar ísbjarnarfréttir. Þær minna mig á draum sem mig dreymdi um miðjan janúar árið 1995. Þá hafði mikið snjóað og móðir mín og fleiri ættingjar voru áhyggjufullir um hvort Hellisheiðin yrði ófær því þau voru á leið norður, ætluðu í jarðarför Huldu frænku minnar á Höllustöðum.
Einum eða tveimur nóttum fyrir jarðarförina dreymdi mig draum þannig að mér fannst ég búa í sjávarþorpi. Þá sé ég að upp úr sjónum á höfninni í þessu þorpi kemur ísbjörn. Ekki svo svona ísbjörn eins og ég sé vanalega í þessum náttúrulífsþáttum, ekki svona kraftmikill og hættulegur ísbjörn með þykkan og hvítan feld heldur meira eins og einhver vera sem skreiðist örmagna á land. Ég man eftir að það fyrsta sem ég hugsaði í draumnum var að koma þyrftir fréttum sem fyrst til fjölmiðla og í draumnum flýti ég mér í símaklefa sem stóð einn sér í þorpinu til að hringja inn fréttaskot til fjölmiðla um ísbjarnarkomuna. Ég man líka eftir að ég var mjög hrædd um að ísbjörninn gæti brotist inn og brotið niður húsið sem ég bjó í, húsið var hrófatildur, sérstaklega útbygging og inngangur sem sneri í átt að sjónum, ég var hrædd um dætur mínar sem mér fannst líka búa í þessu húsi.
Einum eða tveimur dögum eftir að mig dreymdi þennan draum þá féll snjóflóðið í Súðavík þannig að ég tengdi þennan draum við þá atburði. Ég er samt ekki viss um að ég sé búin að finna þorpið í draumnum, ég hugsa alltaf um þennan draum þegar ég er í sjávarþorpi þar sem er símklefi.
![]() |
Einmana og villtur hvítabjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.5.2008 | 17:20
Um Suðurlandsskjálfta
Það eru nú bara rúmar tvær vikur síðan ég skrifaði grein á íslensku wikipedia um Suðurlandsskjálfta.
Það er þegar búið að bæta við greinina heilmiklum upplýsingum um nýjasta Suðurlandsskjálftann sem var núna rétt áðan. Það vantar hins vegar grein á ensku um Suðurlandsskjálfta. Ég skrifaði áðan grein á Wikinews um Suðurlandsskjálftann í dag Earthquake (6.1) in Iceland near Hveragerði en þá var ekkert komið um skjálftann á BBC. Núna er sú frétt komin á toppinn á en.wikinews.org
Svona wikiverkfæri eru ágæt við samtímaatburði.
Það er svo spjallsíða um greinina um Suðurlandsskjálfta hérna.
![]() |
Flokkast sem Suðurlandsskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 02:39
Fíklar og fangar, Sogn og Byrgið
Nú næðir um landlæknisembættið og margar stofnanir. Það er erfitt að skilja hvernig maður með sömu vandamál og sömu forsögu og geðlæknirinn á Sogni hefur getað stundað þá iðju að falsa lyfseða fyrir amfetamíni og methylfentidati á fanga. Það er eitthvað verulega áfátt í eftirlitskerfinu, hvar sem nú brotalamirnar eru. Það er hins vegar langt í frá viðeigandi að landlæknisembættið sé að rannsaka þetta mál. Til þess eru tengsl embættisins við málið allt of mikil. Það er eðlilegt að það sé rannsakað af einhverjum öðrum.
Ég hef áður skrifað tvö blogg um landlæknisembættið varðandi Byrgismálið
Landlæknir, skottulækningar og Byrgismálið
Þekkir landlæknir ekki lög um skyldur landlæknis?
Það var líka ekki fyrir tilstilli landlæknisembættis sem upp um málið komst, það var vegna þessa atviks:
"Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir han. aðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni." (visir.is)
Geðlæknirinn á Sogni var í stóru hlutverki í Byrgismálinu. Hann bar líka læknisfræðilega ábyrgð á þeirri stofnun og ekki hefur honum tekist þar vel upp:
Mbl.is - Frétt - Þrír menn bera faglega ábyrgð á Byrginu
Ráðherra spurði sérstaklega að því hvaða aðili hefði eftirlit með starfsemi Byrgisins. Í svörunum kemur skýrt fram að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið bæru ábyrgð á eftirliti með starfsemi Byrgisins en einnig er það nefnt að Guðmundur, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og Magnús Skúlason læknir bæru ábyrgð á faglegu starfi Byrgisins.
Ólafur segir ábyrgð hans og Magnúsar aðeins tengjast læknisfræðilegri starfsemi. Við berum læknisfræðilega ábyrgð á okkar störfum, eðli málsins samkvæmt. Við stöndum hins vegar ekki í rekstri og komum ekki að annarri starfsemi heldur en læknastörfum. Það er ekki löglegt að láta okkur bera ábyrgð á öðrum þáttum en snúa að læknastarfsemi. Því er nauðsynlegt að árétta það að okkar faglega ábyrgð snýr eingöngu að læknastörfum."
Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig líta svo á að ábyrgð hans og Ólafs sneri að læknastörfum en ekki annarri starfsemi Byrgisins.
Þrettán eru nú vistaðir í Byrginu en fjórir starfsmenn búa þar nú um stundir
186,3 milljónir króna greiddar til Byrgisins
Fyrrverandi vistmaður á Sogni (...nafn tekið út eftir að mér barst ósk þess efnis frá viðkomandi í símtali 27. febrúar 2009..) lýsir frekar fátæklegri meðferð þar. Það er nú samt góðs viti að hann sé útskrifaður og sé í standi til að kvarta. Það er nú ekki sjálfgefið að þannig ástand sé á þeim sem fara á slíkar stofnanir.
Óskar fór alltaf með lyfin til Magnúsar
Magnús geðlæknir: Segist ekki á leiðinni í meðferð
Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf
Það eru núna í hópi bloggara margar mæður sem eiga um sárt að binda vegna fíkniefnaneyslu barna sinna. Sumar eiga börn sem hafa látist af of stórum skammti eiturlyfja, í sumum tilvikum eiturlyfja sem eru lyf sem koma gegnum lyfseðla frá læknum.
Hér er ein færsla sem lýsir upplifun móður
Magnús Skúlason loksins sviptur leyfi til að skrifa lyfseðla fyrir læknadópi.
Það er afar sorglegt að svo hafi verið komið að mönnum eins og Guðmundi í Byrginu og umræddum geðlækni hafi verið treyst fyrir andlegri og líkamlegri velferð þjáðra manna.
![]() |
Yfirlæknir til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2010 kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2008 | 16:23
Síminn var hleraður í síðasta torfbænum í Reykjavík
Síðasti torfbærinn í Reykjavík sem búið var í var sennilega Litla-Brekka sem stóð þar sem núna er bílastæði Hjónagarðanna á horni Eggertsgötu og Suðurgötu. Ég bjó á stúdentagörðunum í fjögur ár á annarri hæð í íbúð sem vísaði móti Suðurgötu. Út af svölunum horfi ég niður á lágreistan torfbæ, hann var í niðurníðslu en hann var samt orðið dýrmætt tákn um þá Reykjavík sem var að hverfa. Hann var fyrir skipulaginu og það stóð til að rífa hann. Það bjó þá aldraður einsetumaður í Litlu-Brekku, það var Eðvarð Sigurðsson. Stuttu eftir að ég flutti úr Vesturbænum mun Eðvarð hafa flutt úr Litlu-Brekku og bærinn var rifinn.
Núna les ég að í hlerununum árin 1949 til 1968 þá var síminn í torfbænum á heimili Eðvarðs og Ingibjargar móður hans hleraður. Ég held að þau hafi nú ekki verið mikið misyndisfólk. Það er hérna ágætis vefsíður nemanda í Khí um bæinn Litlu-Brekku og viðtal við Sigríði systur Eðvards um hvernig var að alast upp í torfbænum, um jólahald og hvernig fjölskyldan spjaraði sig með því að rækta kartöflur og halda hænsni. Þetta er smáinnsýn inn í lífið hjá einni af fjölskyldunum sem síminn var hleraður hjá.
Þessar símahleranir eru "too close to home" til að ég geti leitt þær hjá mér. Síminn var hleraður hjá manninum í næsta húsi við mig, hjá Eðvarð í torfbænum Litlu-Brekku og síminn var hleraður hjá manninum sem bjó á hæðinni fyrir neðan mig á Laugarnesvegi 100.
Það voru 32 heimili hleruð á árunum 1949 til 1968. Best að athuga hvort ég tengist ekki einhverjum fleiri en þessum tveimur sem voru nágrannar mínir.
Ég skrifaði áðan greinina Litla-Brekka inn á íslensku wikipedia.
Hmmmm....
Eftir smátilraunir til að tengja þetta blogg við fréttina um hlerunarmálið þá komst ég að því að Moggabloggið leyfir ekki nema eina tengingu við sömu frétt frá hverjum bloggara. Það er náttúrulega ekkert við því að segja en þetta er takmarkandi fyrir listrænt frelsi mitt. Ég ætlaði að blogga eins oft um þessa frétt eins og ég gæti tengt mig og mitt líf við þessa 32 aðila sem voru hleraðir. En sem sagt vegna manngerðra takmarkanna (annað hvort út af spammsíu eða njósnaumfjöllunarparanoiju) þá verður heimurinn af þessum listræna gjörningi mínum.
Ég var að vona að þetta yrði listaverk í 32 bútum. Það finnst sennilega fáum það listrænt að tengja moggablogg við moggafréttir.
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 14:15
Hlerunin á Laugarnesvegi 100
Það er erfitt að hlera lagið Laugarnesvegur 100 sem Sindri Eldon syngur í, ég fæ engan botn í textann. Þetta er sennilega dulkóðað á einhverju máli sem aðeins æskulýður þessa lands skilur. En þetta er lag bernsku minnar, ég er alin upp á Laugarnesvegi 100. Á hæðinni fyrir neðan bjó Hannibal Valdimarsson og Sólveig kona hans. Sími þeirra var hleraður á þessum árum.
Það er alveg fáránlegt hvaða fólk er á þessum hlerunarlista, þetta hefur verið mikið paranoija hjá þeim sem stóðu fyrir hlerununum. Þetta virðist vera einhver konar litla watergate Íslands. Ég held að það sé eitt sem þetta kennir og það er að þeir sem eru í aðstöðu til að hlera munu nota aðstöðu sína og búa sér til einhverja réttlætingu á gjörðum sínum. Þó ímyndunarafl manna virðist almennt ekki mikið þá virðist það nánast vera óendanlegt þegar kemur að því að finna réttlætingu á yfirgangi og vélráðum.
Núna erum við með stafræna nettækni sem gerir hleranir og ýmis konar rafræna vöktun miklu auðveldari. Það er hreinn barnaskapur ef fólk heldur að þeir aðilar sem hafa hag af slíkri vöktun og hlerun geri það ekki. Það er mikilvægt að fólk viti af því að flest sem það gerir t.d. í netheimum er skráð og það geta ýmsir rakið sporin og fylgst með ferðalagi um Netið og ekki síst hvernig tengslin eru milli aðila. Sumir aðilar sem fylgjast með gera það vegna þess að þeir vilja fylgjast með væntanlegum kaupendahópum og vilja fá upplýsingar til að geta markaðsett vörur og þjónustu. Það er nú að ég held meinlaustasta gerðin af eftirliti.
Það er hins vegar afar hættulegt þegar stjórnvöld fara að líta á eigin þegna sem tilvonandi eða núverandi fjandmenn sína sem þau þurfi að njósna um.
![]() |
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2008 | 10:08
Sögur af konum og körlum
Frásagnir skráðar í myndbönd höfða til okkar. Sennilega af því að við teljum þær sannari og raunverulegri en frásagnir skráðar í aðra miðla t.d. frásagnir skráðar með texta. Sennilega líka vegna þess að hið persónulega sjónarhorn fangar athygli okkar, við viljum heyra og sjá sögur af einstaklingum, ekki síst einstaklingum í tilfinningalegu umróti, við viljum heyra "Harmsögu ævi minnar" kveðna upp á nýtt í nýjum miðlum. Við viljum frásagnir af kvöl og angist, við viljum horfa á myndbönd af frægum persónum sem hafa hrapað og misst stjórn á lífi sínu, við viljum gægjast inn í líf þeirra á viðkvæmum augnablikum, við viljum close-up af líkama þeirra og sál, við viljum sjá inn í kvikuna.
Miðlunarheimurinn er líka að breytast úr heimi þar sem rýmið fyrir sögur af einstaklingum í dagsins önn er ekki bara slúðurdálkar um fræga fólkið og harma þess og sigra. Á youtube geta allir sagt sögu sína. Og margir gera það. Segja harmsögu lífsins, stundum með einföldum hætti, stundum aðeins með talandi hausum. Hér á eftir vísa ég í tvær sögur, tvö myndbönd á youtube þar sem maður og kona segja sögur með því að tala framan í vídeóvélina. Annars vegar er það saga ungs blökkumanns sem segir frá því að lögreglan hafi skotið frænda hans til bana og hins vegar er það saga kornungrar stúlku (16 ára) sem segir frá því að henni hafi verið nauðgað. Hugsanlega eru sögurnar sem þau segja sannar, það er satt að frændi mannsins var skotinn af lögreglu og það er satt að nauðgun var kærð af stúlku með sama nafni og stúlkan sem segir sögu sína. En þetta geta líka verið sögur sem búnar eru til af fólki til að vekja umtal og eftirtekt eða af fólki í tilfinningulegu umróti.
Mismunun kynþátta og ofbeldi gagnvart blökkumönnum og kynferðisleg misneyting og ofbeldi gagnvart konum og börnum hafa fengið andlit í svona sögum, þær eru sagðar í samfélagi þar sem mörgum konum er nauðgað af einhverjum í næsta umhverfi þeirra, einhverjum sem þær þekkja og umhverfi þar sem margir blökkumenn sitja í fangelsum og ofbeldið sem þeir verða fyrir er formgert og stofnanagerð og af hálfu stjórnvalda. Í sögunni sem blökkumaðurinn segir af frænda sínum þá er frændinn líka hluti af kerfinu, frændinn sem er drepinn er fangavörður. Og frændinn er drepinn vegna þess að lögreglan er kölluð á staðinn af konu vegna heimiliserja (heimilisofbeldis?) Í báðum þessum sögum telja sögumenn að ríkisvaldið sé að hilma yfir glæpamönnum, hilma yfir með nauðgurum og morðingjum.
Það er áhugavert að skoða hvernig fólkið segir sögurnar, karlmaðurinn byrjar á að berja sér á brjóst og segja frá sjálfum sér sem sigurvegara, sem íþróttamanni með frægu liði. Hann grætur ekki.
![]() |
Nýtt kynlífsmyndband með Britneyju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2008 | 11:46
Hörmungar í Beichuan
Borgin Beichuan er nálægt miðju jarðskjálftans í Sichuan . Þar bjuggu 60 þúsund manns. Öll hús skemmdust, mörg hrundu og ennþá er fjöldi fólks grafið undir rústunum og ennþá eru einhverjir lifandi. Það hefur verið unnið hörðum höndum að því að bjarga fólki og björgunarstarf verið vel skipulagt og allir hjálpast að. En núna dynja nýjar hörmungar yfir. Björgunarfólk varð að hlaupa frá björgunaraðgerðum og upp á nærliggjandi hæðir því búist er við að stífla bresti og vatn flæði yfir.
Það er ennþá fólk á lífi í rústunum en björgunarfólk hefur orðið að yfirgefa það, stundum þó að það væri stutt í björgun. Hér er lýsing frá BBC: "We were in the process of filming a man about to be pulled out after hours of digging and the rescue team had to abandon him and run."
hér eru nokkrar greinar um ástandið
China quake victims flee 'flood'
China quake victims flee 'flood'
Fear over China lake sparks more panic
En það er áberandi að þessar náttúruhamfarir og hvernig tekið er af þeim af stjórnvöldum og fjölmiðlum í Kína marka þar tímamót, sjá þessa grein China's government gives rare transparent look at disaster
Þetta er öðruvísi en fyrri fréttaflutningur af hamförum í Kína, þar var upplýsingum um stærðargráðu hamfara leynt. í greininni stendur:
Such swift reaction and extensive news coverage has not been seen in previous disasters. When the Great Tangshan earthquake struck 32 years ago, the Chinese media kept the information secret for a long time, even though over 240,000 people were killed. In the early stages of the 2003 SARS outbreak, domestic media downplayed reports on the deadly epidemic, even as it spiraled out of control and spread globally.
Hugur heimsins er með hinu þjáða fólki í Beichuan og við verðum að vona að allt fari ekki á versta veg. Það er þó gott til þess að vita að stjórnvöld í Kína virðast ráða vel við aðstæður og skipuleggja hjálparstarf og björgunarstarf vel og leyfa umheiminum að fylgjast með hvernig gengur og hjálpa til.
Það er átakanlega öðruvísi ástand í Búrma þar sem sennilega hafa yfir 100 þúsund farist í kjölfar fellibylsins. þar magnar ráðleysi og illska stjórnarinnar upp hörmungarnar. Sjá hér um ástandið:
Official Myanmar death toll increases to 78,000
Náttúruhamfarir eru hluti af því að búa hér á jörðu og við verðum að vera undir þær búin. í báðum þessum hörmungum hefur eyðilegging magnast vegna mannlegra framkvæmda sem áttu sér stað löngu áður en hamfarirnar gengu yfir. þannig hefur skógareyðing fenjaskóga (mangroves) skilið strendur Búrma eftir varnarlausar og skjóllausar fyrir fellibyljum og þannig hafa skólabyggingar hrunið vegna þess að þær voru byggðar af vanefnum og hlaðnar úr múrsteinum. Það er algengt að þær séu flísalagðar og frásagnir fólks sem bjargaðist segja frá því hvernig flísarnar hrundu yfir það á flóttanum.
Ef stíflan við Beichuan brestur þá verður það ennþá eitt dæmi um mannanna verk sem ekki eru gerð til þola ofurkraft náttúruaflanna.
![]() |
Flúðu vegna ótta við flóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 20:44
Resistence of the Monkeys
Þetta er erfið staða og þetta er ófremdarástand. Margar vinsælustu netveitur heimsins s.s. Youtube miðla meira og minna efni sem er sem er brot á höfundarlögum t.d. efni frá tónlistarfólki sem er ekki sett þar inn með leyfi viðkomandi. Það er ein leið í sjónmáli fyrir okkur sem viljum fara að lögum. Hún er sú að taka upp sömu vinnubrögð og tíðkast í samfélögum um opinn hugbúnað, að taka upp svoleiðis vinnubrögð líka fyrir inntakið. Sem betur fer er ríkisstjórnin núna búin að samþykkja stefnu um opinn hugbúnað, stefnu sem vekur athygli erlendis, sjá hérna. The Saga of Open Source in Government
Barátta torrent.is vekur líka mikla athygli í töölvunördaheiminum utan Íslands og sigri þeirra yfir Skáis var ákaft fagnað. Það næðir um margar svipaðar þjónustur, sjá þessa frétt í dag í sænska daglblaðinu: Pirate Bay stäms på 600 miljoner
Það er ein leið möguleg fyrir okkur sem viljum fara að lögum. Það er ekki sú leið að nota bara höfundarréttarvarið efni og passa bara að við höfum leyfi til þess. Sú leið er svo torfær og grýtt í dag að hún er nánast alveg lokuð. Miklu skynsamlegra er að fara í hina áttina - að sniðganga eins og maður getur efni sem er með hefðbundu höfundarleyfi. Hlusta ekki á þannig tónlist, horfa ekki á þannig kvikmyndir, lesa ekki þannig bækur, nota ekki þannig myndefni og það sem er allra mikilvægast og það er að notast eingöngu við efni sem er með opnu höfundarleyfi í verk sem við erum að endurblanda og setja saman á nýjan leik.
Það samfélag þar sem er höfundur og svo margir lesendur eða hlustendur er á undanhaldi, við viljum ekki vera óvirkir hlustendur sem bara hlustum á miðlun einhverra annarra, við viljum taka inn efnivið frá umhverfi okkar og senda svo út okkar eigin verk - verk sem byggir meira minna á verkum annarra eins og öll tjáning og sköpun og hugsun í mannlegu samfélagi.
Sumir tala um youtube kynslóðina. En youtubevæðing sem gengur bara upp á að hlusta á vídeóklipp þar og skeyta inn í bloggin sín og kannski hlaða stöku sinnum inn eigin vídeóklippi er vinnulag gærdagsins. Það er miklu lærdómsríkara og meira skapandi að kynna sér hvernig kerfi eins og Kaltura vinna, kerfi þar sem margir geta skapað saman vídeó og klippingin og samsetningin fer fram í opnu vefrými og styðst bara við efni með frjálsu höfundarleyfi (cc-by-sa)
Ég fór á opnunina á listahátíð í Reykjavík í gær, ég tók nokkur vídeóklipp á litlu stafrænu myndavélina mína. Svo hlóð ég þeim inn í Kaltúra, klippti til og setti saman eins og ég vildi og svo leitaði ég með leitarorði að hljóði, Kaltura leitar í Jamenco og CCMixter sem eru söfn með opnu tónlistarefni. Mér fannst viðeigandi að setja undir tónlistina "Resistence of the Monkeys frá Digital Wonderland. Allir geta bætt við og breytt þessu vídeó mínu (verða að vera notendur á kaltura.com).
Það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla listamenn sem ætla að vinna í stafrænum miðlum og netmiðlum að átta sig hve nauðsynlegt tjáningarfrelsi - og þá ekki síst tjáningarfrelsi til að skapa úr efnivið annarra/remix er í dag. Þetta lagaumhverfi sem við búum við núna er ekki að hjálpa meirihlutanum af listamönnum heimsins. Það er sár þörf á umbótum. Á meðan þær koma ekki þá ráðlegg ég öllum að halda sig bara inn í heimi þar sem allt er með opnum höfundarleyfum og sniðganga eins og hægt er það efni sem er með þröngum höfundarrétti sem tekur mið af prentsamfélagi gærdagsins.
![]() |
Höfða nýtt lögbannsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.5.2008 | 09:36
(Mogga) bloggarar og teljararnir þeirra
Mér finnst asnalegt að hrópa á þingpöllum. Sko, nú er ég búin að tengja það sem ég ætla að segja við frétt á moggablogginu.
Þetta blogg fjallar hins vegar ekkert um hvað það eru margir á þingpöllum og hve hátt þeir góluðu heldur um eftirlætisiðju bloggara, iðju sem hefur þróast og náð nokkurri fullkomnun. Það eru teljarabloggin. Það er bloggpistlar sem lýsa innhverfi íhugun bloggara, svona þeirra leit að sannleikanum og frægð og frama (lesist:að verða lesnir af mörgum) og eins og við alla leit eftir fullkomnun þá er best að mæna til þeirra sem hafa öðlast færnina sem mann dreymir um, færnina til að verða bloggfrægur (lesist:mikið lesinn) á moggablogginu. Allra augu hljóta hér að mæna til Stebbafr, hefur hann ekki náð því að halda sér á toppnum síðan elstu menn muna (lesist:í nokkra mánuði). Hvern er trixið, hvers vegna að endurskrifa fréttir þannig að þær séu eins og útþynntur hafragrautur, hver nennir að lesa svoleiðis?
Blogganalýsa dagsins er hjá Friðriki sem hefur krufið moggabloggið og skrifar bloggfélagsfræðistúdíu í mörgum liðum. Tveir pistlar eru þegar birtir af athugunum hans:
(Mogga)bloggarar I: Um súper-bloggara, kynlíf, trúmál og ofbeldi
(Mogga)bloggarar II: Nokkur ráð til að fjölga innlitum
En í svona greiningu á moggabloggsvinsældum og meðfylgjandi tékklista yfir hvernig á að koma sér á framfæri þá sakna ég þess Friðrik hefur tröllatrú á áreiðanleika þeirra gagna sem hann leggur út á og treystir þeim. Ég skráði þessa athugasemd í bloggið hans:
Friðrik, Þú gengur út frá því að birtar vinsældatölur endurspegli raunverulegar vinsældir. Athugaðu að allar upplýsingar eru frá mbl.is og það er engin trygging fyrir því að það séu réttar upplýsingar. Satt að segja er frekar líklegt að þessi vinsældatalning sé mjög bjöguð, sérstaklega á hátt sem mbl.is kemur vel. þetta er vettvangur í einkaeigu sem byggir á auglýsingatekjur og því að fólk lesi efni blaðsins. Bloggumræða sem fjallar um efni blaðins er lyft hærra. Það getur verið að vinsældatölur séu ekki beinlínis falsaðar en það er afar sennilegt að þær séu verulega bjagaðar. Það er ekki víst að það sé bara frá hendi mbl.is heldur er hugsanlegt að notendur sem hafa til þess nóga tækniþekkingu og aðstöðu búi til sjálfvirkni sem skoðar blogg þeirra oft. Það eru mýmörg dæmi um að netkosningar hafi verið falsaðar, bara núna nýlegt dæmi var þessi húsainnréttingaþáttur hjá Stöð 2.
Það er furðulegt hvað fólk treystir svona teljaraupplýsingum
Til gamans set ég mína eigin teljara hér fyrir neðan til að sannreyna moggabloggstalninguna. Eins og sjá má þá er þetta blogg mikið skoðað og teljarinn snýst hratt. Af því má draga þá ályktun að þeir sem lesa moggabloggin lesi sérstaklega mikið teljarablogg um teljarablogg annarra moggabloggara. Það kemur líka fram hversu margir hafi skoðað þetta blogg í dag (rauða boxið)
![]() |
Hrópað af þingpöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2008 | 00:00
Frásögn um margboðað morð
Hótanir á alltaf að taka alvarlega. Fólk sem hótar framkvæmir oft ekki hótanir sínar, kannski af því það hefur ekki aðstöðu til þess eða hefur mælt fram hótanir í reiði eða augnabliksgeðshræringu. En fólk sem hefur hótað einhverju skemmdarverki eða líkamsárás er miklu líklegra til að framkvæma slíkt heldur en þeir sem aldrei hafa orðað slíkar hótanir.
Það á alltaf að taka alvarlega þegar sinnisveikt fólk leggur fæð á einhverja og grípur til aðgerða. Ég vil hérna segja frá því að árið 1992 þá notaði ég mikið Internetið. Þá var enginn WWW vefur heldur fóru samskiptin fram í gegnum svona tölvupóstlistakerfi sem kallast Usenet. Ég var áskrifandi að nokkrum spjallhópum m.a. spjallhópum ungra vísindamanna. Þá brá svo við að á þessa hópa komu nokkur bréf, það voru alvarlegar ásakanir stærðfræðings, rússneskættaðs vísindamanns á vinnufélaga sína og yfirmenn við háskóla í Kanada, hann sakaði þá um ritstuld og að eigna sér verk hans og ýmis konar óheiðarleg vinnubrögð. Bréfin voru mjög nákvæm og ég man að ég hafði mikla samúð með þessum manni Fabrikant, hann var augsýnilega á barmi örvæntingar og það sem hann sagði af svikamyllu vinnufélaga og ömurlegum starfsaðstæðum sínum virtist vera satt. Ég held að hann hafi póstað þetta á póstlistann vegna þess að honum var sagt upp starfi.
Aðeins einum eða tveimur dögum seinna þá bárust á póstlistann þær fréttir að Valery Fabrikant en það hét þessi vísindamaður væri fjöldamorðingi, hann hefði þann dag verið handtekinn fyrir mörg morð. Fabrikant hafði farið í háskólann með skotvopn og skotið til bana þá sem hann bar þungum sökum í þeim póstum sem birtust á póstlistunum.
Fabrikant er afar truflaður maður og hann situr ennþá í fangelsi fyrir morðin og mun gera það miklu lengur. En sennilega eru ásakanir hans réttar.
![]() |
Bloggarinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |