Salvör Sól 1 árs

Litla frænka mín hún Salvör Sól var í heimsókn hjá mér á síðustu helgi ásamt systrum sínum og mömmu. Hún varð eins árs núna í maí. Hér eru myndir af henni.

IMG_4190 IMG_4207 IMG_4209

Hlerunin á Laugarnesvegi 100

Það er erfitt að hlera lagið Laugarnesvegur 100 sem Sindri Eldon syngur í, ég fæ engan botn í textann. Þetta er sennilega dulkóðað á einhverju máli sem aðeins æskulýður þessa lands skilur. En þetta er lag bernsku minnar, ég er alin upp á Laugarnesvegi 100. Á hæðinni fyrir neðan bjó Hannibal Valdimarsson og Sólveig kona hans. Sími þeirra var hleraður á þessum árum.

Það er alveg fáránlegt hvaða fólk er á þessum hlerunarlista, þetta hefur verið mikið paranoija hjá þeim sem stóðu fyrir hlerununum. Þetta virðist vera einhver konar litla watergate Íslands.  Ég held að það sé eitt sem þetta kennir og það er að þeir sem eru í aðstöðu til að hlera munu nota aðstöðu sína og búa sér til einhverja réttlætingu á gjörðum sínum. Þó ímyndunarafl manna virðist almennt ekki mikið þá virðist það nánast vera óendanlegt þegar kemur að því að finna réttlætingu á yfirgangi og vélráðum.

Núna erum við með stafræna nettækni sem gerir hleranir og ýmis konar rafræna vöktun miklu auðveldari. Það er hreinn barnaskapur ef fólk heldur að þeir aðilar sem hafa hag af slíkri vöktun og hlerun geri það ekki. Það er mikilvægt að fólk viti af því að flest sem það gerir t.d. í netheimum er skráð og það geta ýmsir  rakið sporin og fylgst með ferðalagi um Netið og ekki síst hvernig tengslin eru milli aðila. Sumir aðilar sem fylgjast með gera það vegna þess að þeir vilja fylgjast með væntanlegum kaupendahópum og vilja fá upplýsingar til að geta markaðsett vörur og þjónustu. Það er nú að ég held meinlaustasta gerðin af eftirliti. 

Það er hins vegar afar hættulegt þegar stjórnvöld fara að líta á eigin þegna sem tilvonandi eða núverandi fjandmenn sína sem þau þurfi að njósna um.  


mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnustríð og geimferðalag með Worldwidetelescope.org

RosetteSOHX Microsoft hefur gefið heiminum ókeypis aðgang að hugbúnaði til að skoða himingeiminn. Hægt er að hlaða þessum búnaði niður á http://worldwidetelescope.org

Það þarf nú reyndar dáldið öfluga vél í þetta og helst með Vista stýrikerfi. Ég hlóð þessu niður og prófaði. Wordwidetelescope er gríðalega skemmtilegt verkfæri í störnufræðikennslu. Það er hægt að ferðast um alheiminn og hægt að búa til  geimferðalög "guided tours".  Þetta er afbragðstól fyrir alla sem eru að læra að kenna stjörnufræði. Það er hægt að hlaða niður geimferðalögum sem aðrir hafa búið til, ég prófaði að fara í ferðalag til hvirfilstjörnuþokunnar Messier 81 sem er í 12 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu.  Það er hægt að súmma út og inn og sjá myndir sem hafa verið teknar með öflugum stjörnukíkjum, sams konar og bestu stjörnuathugunarstöðvar heimsins nota. 

Svo er hægt að hægrismella á fyrirbæri sem mæta manni á þeysireiðinni um geiminn og fletta upp upplýsingum. Ég var hrifin af því að það var hægt að velja um nokkur gagnasöfn og þeirra á meðan var Wikipedia. Það eru fínar upplýsingar um ýmis stjarnfræðileg fyrirbæri í ensku wikipedíu.

Google hefur áður slegið í gegn með Google Earth og mér skilst að Google Sky sé svipað og Worldwidetelescope en ekki eins gott. Það er ekki vafamál að hin mikla barátta sem nú er milli Microsoft og Google er að skila okkur notendunum  því að við höfum núna ókeypis aðgang að þessum góðu forritum.

Sjá um stjörnustríðið nýja t.d. í þessari grein: 

Digital World: Virtual universe star wars | Jerusalem Post

Takk Microsoft fyrir þennan frábæra hugbúnað! 

 


Nýja Grænland

mars-26mai2008Það er ekki mjög búsældarlegt á Mars miðað við þessar myndir sem nú eru að berast þaðan. En mér skilst að geimfarið sem hefur lent þar sé með útbúnað til að bora eftir vatni, það er haldið að fyrir  neðan yfirborðið sé frosið vatn. En yfirborðsmyndirnar sem geimfarið hefur sent til jarðar líkjast nú helst myndum frá gróðurvana heimskauta túndrusvæðum, svona eins og ég get ímyndað mér að umhorfs verði á Grænlandi þegar Grænlandsjökull er allur bráðnaður.

Það má náttúrulega ekki útiloka Mars sem dvalarstað manna ef vatn finnst og hægt verður að virkja það til að breyta umhverfinu. Þó landnámið á Mars sé nú ekki beint í augsýn þá sýnist mér á þessum hrjóstrugu myndum að það sé þörf á sams konar ímyndar- og auglýsingamennsku og íslenskir landnámsmenn beittu við Grænland eftir að þeir höfðu feilað á því að skíra eyjuna sem áður hét Garðarshólmi Ísland.

lif-a-mars2Landkostir á Mars eru þannig að það færi vel á að skíra þetta svæði sem geimfarið lenti á Nýja-Grænland. Ég teiknaði í Inkscape áróðurmynd fyrir búsetu þar, lagði græna filmu yfir auðnina á Mars og setti inn blóm og tré og dýr og fólk.

Það er gaman að fylgjast með rannsóknunum á Mars. Nasa er með vandaða vefsíðu um það hérna: Nasa: Mars Exploration Program

Hér eru upplýsingar um Mars

Mars (reikistjarna) - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN - Mars (reikistjarnan, plánetan)

Margar greinar eru á Vísindavefnum sem svara spurningum um Mars: 


 


mbl.is Fyrstu myndirnar frá Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefstríðið mikla

Google og Microsoft berjast nú um yfirráð í vefheimum. Samþjöppun valds í hinu stafræna rými getur haft mjög alvarlegar afleiðingar  fyrir netnotendur. Google og Microsoft eru mismunandi fyrirtæki, tekjur Google koma frá auglýsingum en tekjur Microsoft frá sölu á stýrikerfum. Microsoft reynir nú að kaupa upp veffyrirtæki eins og Yahoo og Facebook.

Fyrrum starfsmaður Microsoft og einn mest lesni bloggari heimsins Scobleizer varar við hvað muni gerast ef Facebook kemst í hendur Microsoft. Hann segir að þá muni Microsoft geta stjórnað leitinni  og stoppað Google í að leita í gögnum þar. Hann segir um Facebook: "This is a scary company and if it gets in the hands of Microsoft will create a scary monopoly."

Sjá nánar bloggið hans:

Scobleizer:  Why Microsoft will buy Facebook and keep it closed 

Aðrar greinar 

The War for the Web 

Microsoft vs. Google: Are all monopolies created equal? | All about Microsoft

 


mbl.is Netnotendur verða sífellt óbilgjarnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogglist

Fyrir fimm árum þá hvatti ég íslenska bloggara til að sækja um listamannalaun. Ég skrifaði þá þetta blogg:

Bloggarar athugið !!! Listamannalaun .... umsóknarfrestur að renna út!!!!


Er ekki ástæða til að minna alla orðlistamenn (eru ekki allir bloggarar orðlistamenn?) á að frestur til að sækja um listamannalaun rennur út klukkan 16 í dag. Nógur tími er samt til stefnu, bara að fylla út þetta eyðublað og senda í tvíriti. Í reitinn þar sem umsækjendur úr Listasjóði eru beðnir að tilgreina listgrein sína þá má reyna að skrifa orðið BLOGG og haka við að sótt sé um í launasjóð rithöfunda. Í stóra reitnum þar sem beðið er um "stutta og hnitmiðaða lýsingu á verkefni/verkefnum sem fyrirhugað er að vinna að á starfslaunatímanum" þá má reyna að gefa bara upp vefslóð á bloggið.
Svo þarf náttúrulega að fylgja með "Ýtarleg greinargerð um verkefnið sem liggur til grundvallar umsókninni". Hér má reyna að prenta allt blogg frá byrjun. Upplýsingar um listrænan feril, m.a. um helstu verk o.s.frv gætu verið svona setning: "Hefur bloggað í sautján mánuði. Aldrei orðið bloggfall."
#

Athugasemdir við þetta blogg voru þessar:

Frábær hugmynd en ég er ekki svo viss um að vinnuveitandi minn yrði jafn hrifinn!

Ég er ennþá sama sinnis og fyrir fimm árum. Blogg getur verið listaverk, ef til vill er það tengdast gjörningalist eða uppákomum því það er mun meira samband milli lesenda og skrifara á bloggi og lesendur taka á vissan hátt þátt í að skrifa bloggið. Bloggið er líka skrifað í samfélagi og endurómar viðhorf þar eins og bylgjur eða býr til nýja bylgjuhreyfingu sem er endurómuð af öðrum svona eins og memes. Tengingar í bloggi eru stundum eins og tengingar í bókmenntum, ég finn til skyldleika við Eliot í eyðilandinu þegar ég set tengingar í blogg.

Ég hef alltaf reynt að skrifa blogg eins og bókmenntatexta og það skiptir mig ekki miklu máli þá aðrir sjái það ekki. Þannig reyndi ég fyrstu árin að láta öll blogg hafa tvöfalda merkingu, eina sem bloggið virtist á yfirborðinu fjalla um og eina sem væri dýpri og tengdist eigin reynslu og lífi.

Ef ég lít yfir tvær síðustu bloggfærslur þá eru þær líka bókmenntatilraunir, tilraunir til að taka fréttir sem mér fannst ekki merkilegar og reyna að blása í þær einhverri merkingu og tengja saman hluti sem enginn hefur tengt saman.


mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögur af konum og körlum

Frásagnir skráðar í myndbönd höfða til okkar. Sennilega af því að við teljum þær sannari og raunverulegri en frásagnir skráðar í aðra miðla t.d. frásagnir skráðar með texta. Sennilega líka vegna þess að hið persónulega sjónarhorn fangar athygli okkar, við viljum heyra og sjá sögur af einstaklingum, ekki síst einstaklingum í tilfinningalegu umróti, við viljum heyra "Harmsögu ævi minnar" kveðna upp á nýtt í nýjum miðlum. Við viljum frásagnir af kvöl og angist, við viljum horfa á myndbönd af frægum persónum sem hafa hrapað og misst stjórn á lífi sínu, við viljum gægjast inn í líf þeirra á viðkvæmum augnablikum, við viljum close-up af líkama þeirra og sál, við viljum sjá inn í kvikuna.

Miðlunarheimurinn er líka að breytast úr heimi þar sem rýmið fyrir sögur af einstaklingum í dagsins önn er ekki bara slúðurdálkar um fræga fólkið og harma þess og sigra. Á youtube geta allir sagt sögu sína. Og margir gera það. Segja harmsögu lífsins, stundum með einföldum hætti, stundum aðeins með talandi hausum. Hér á eftir vísa ég í tvær sögur, tvö myndbönd á youtube þar sem maður og kona segja sögur með því að tala framan í vídeóvélina. Annars vegar er það saga ungs blökkumanns sem segir frá því að lögreglan hafi skotið frænda hans til bana og hins vegar er það saga kornungrar stúlku (16 ára) sem segir frá því að henni hafi verið nauðgað. Hugsanlega eru sögurnar sem þau segja sannar, það er satt að frændi mannsins var skotinn af lögreglu og það er satt að nauðgun var kærð af stúlku með sama nafni og stúlkan sem segir sögu sína. En þetta geta líka verið sögur sem búnar eru til af fólki til að vekja umtal og eftirtekt eða af fólki í tilfinningulegu umróti.

Mismunun kynþátta og ofbeldi gagnvart blökkumönnum og kynferðisleg misneyting og ofbeldi gagnvart konum og börnum hafa fengið andlit í svona sögum, þær eru sagðar í samfélagi þar sem mörgum konum er nauðgað af einhverjum í næsta umhverfi þeirra, einhverjum sem þær þekkja og umhverfi þar sem margir  blökkumenn sitja í fangelsum og ofbeldið sem þeir verða fyrir er formgert og stofnanagerð og  af hálfu stjórnvalda. Í sögunni sem blökkumaðurinn segir af frænda sínum þá er frændinn líka hluti af kerfinu, frændinn sem er drepinn er fangavörður. Og frændinn er drepinn vegna þess að lögreglan er kölluð á staðinn af konu vegna heimiliserja (heimilisofbeldis?) Í báðum þessum sögum telja sögumenn að ríkisvaldið sé að hilma yfir glæpamönnum, hilma yfir með nauðgurum og morðingjum.

Það er áhugavert að skoða hvernig fólkið segir sögurnar, karlmaðurinn byrjar á að berja sér á brjóst og segja frá sjálfum sér sem sigurvegara, sem íþróttamanni með frægu liði. Hann grætur ekki.

 

 


mbl.is Nýtt kynlífsmyndband með Britneyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danaë í svarthvítu

danaebwFanginn Elísabet Fritzl var lokuð inn í járnbendu neðarjarðarhýsi af föður sínum, þar er hún kynlífsfangi hans og elur honum börn.

Í grískri goðafræði er sagan af Danae sem var lokuð inni af föður sínum í bronsturni eða helli. Hún eignaðist í prísundinni barnið Perseif sem síðar varð Medúsu að bana og úr líkama hennar stukku Pegasus og Chrysaor

Danaë og örlög hennar hafa verið yrkisefni margra listamanna. Hér er eftirprentun af mynd Waterhouse af Danaë þegar hún bjargast úr kistu en þegar hún átti barnið þá lét faðir hennar setja hana og barnið inn kistu og fleygði kistunni í sjóinn. Mynd Waterhouse er glötuð, það var litmynd en henni var rænt. Ræningjar og skemmdarverkamenn og geðveikir menn hafa eins og listamenn dálæti á sögunni um  Danaë. Árið 19885 og 1997 var myndin af Danaë eftir Rembrandt sem varðveitt er í Hermitage listasafninu í Pétursborg skemmd.

645px-Klimt,_Dana�Sagan um kynlífsfangann Danae hefur fangað athygli heimsins í árþúsundir og margir frægustu listamenn heimsins spreytt sig á að lýsa henni. Í goðsögunni er hún vissulega ekki kynlífsfangi en túlkun listamannanna leikur sér að þessu stefi, þessu sadistíska sjónarhorni þar sem fanginn er kynvera þar sem aðdráttaraflið er einmitt fólgið í að hún er svipt frelsinu. Það er áhugavert að margt að bera þetta saman við lótusskó og reyrðar fætur.

Eða búninga kvenna í kynlífsþjónustu.

 

 

 300px-Rembrandt_Harmensz._van_Rijn_026

Danaë (Rembrandt

 

 Danaë (Klimt painting)

Danae

Danaë In Colour - John William Waterhouse


mbl.is Elisabeth Fritzl ætlar að veita sjónvarpsviðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestunarárátta og Wikipedia

Fólk hefur margar aðferðir til að koma sér undan að gera eitthvað. Það er alltaf hægt að vafra um á Netinu, hlusta endalaust á Silfur Egils á Rúv vefnum, lesa moggabloggara alveg upp til agna og fletta lon og don upp á fréttum til skiptis á mbl, cnn og bcc. En ég er búin að sálgreina sjálfa mig. Fyrir utan að gera allt þetta sem hér er upptalið þá hef ég komið mér upp einni aðferð til að fresta hlutum og koma mér undan að skrifa skýrslur og alls konar dót.  Þetta gengur út á að skrifa greinar í íslensku wikipedia. Mér sýnist beint samband milli þess hve þjáð ég er af frestunaráráttu og hve margar greinar ég skrifa á íslenku wikipedía.

Núna á sunnudaginn var ég mjög kvalin af frestunaráráttu sem fékk útrás í því að ég skrifaði átján greinastúfa á wikipedia. Það er nú held ég metið. Ég lagfærði líka ýmsar aðrar greinar og hlóð nokkrum tugum mynda úr Grasagarði Reykjavíkur inn á Commons ég afsalaði mér höfundarrétti af þeim myndum sem ég hlóð inn í dag þannig að þær eru í PD og hver sem er getur notað þær til hvers sem er.  Svo byrjaði ég þessum greinum  og greinastúfum í dag:

  1.  Elri
  2.  Mararlykill
  3.  Roðalykill
  4.  Júlíulykill
  5.  Rósalykill
  6.  Súrsmæra
  7.  Rósakirsiber
  8.  Skógarlyngrós
  9.  Brekkugullhnappur
  10.  Asíugullhnappur
  11.  Engjagullhnappur
  12.  Heiðagullhnappur
  13.  Blóðrifs
  14.  Landmannalaugar
  15.  Hófsóley
  16.  Maígull
  17.  Hjartartré
  18.  Brekkugoði

Þetta eru flest greinar með myndum sem ég tók í Grasagarðinum í dag. Þær eru nú bara byrjunin, vonandi tekur einhver við og bætir við þessar greinar. 

Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég skrifaði grein um Landmannalaugar. Jú, núna man ég. Það er vegna þess að hófsóley vex við Landmannalaugar og þegar ég tengdi úr grein um hófsóley í Landmannalaugar þá fann ég út að það var engin grein til og það er náttúrulega skandall þannig að ég fór úr blóma og trjádóti inn í Landmannalaugar.

Annars var líka markmiðið hjá mér að einbeita mér að því að skrifa greinar um fiska og eitthvað tengt lífríki sjávar á wikipedia. Það hefur riðlast mikið. Nú er ég farin að skrifa um danska konunga og norræna sögu.

Það sem af er árinu hef ég skrifað auk greinanna 18 frá því í dag þessar greinar:

  1. Hólmgarður
  2.  Sendlingur
  3.  Þrastarlundur
  4. Friðrik 6. Danakonungur
  5.  Regensen
  6.  Þrenningarkirkjan
  7.  Steingrímur Jónsson (biskup)
  8.  Sækýr
  9.  Þjórsárhraun
  10. Suðurlandsskjálfti
  11.  Þriggja gljúfra stíflan
  12.  Kardimommubærinn
  13.  Akureyrarveikin
  14.  Huldulykill
  15.  Heiðabjalla
  16.  Straujárn
  17.  Fossafélagið Títan
  18.  Urriðafoss
  19.  Gullregn
  20.  Glitrós
  21.  Hundarós
  22.  Vistmenning
  23.  Lárpera
  24.  Hvíthákarl
  25.  Rauðar íslenskar
  26.  Kartöflubjalla
  27.  Langreyður
  28.  Trójuhestur
  29.  Kassandra

MUTO eftir Blue

Listasöfn, minjasöfn, skólar, bókasöfn, óperuhús, leikhús. Allt staðir sem eru menningarmusteri. En menningin er alls staðar, listin er alls staðar. ekki bara lokuð inn í byggingum sem hýsa stofnanir, listaverkin mara líka í hálfu kafi í Tjörninni og gatan er vettvangur sumra listamanna.

Hér er stuttmyndin MUTO eftir   Blue (sjá blublu.org) Þetta er margslungin listaverk, bæði verkin sem máluð eru á götunni og svo hið stafræna verk. 


MUTO a wall-painted animation by BLU from blu on Vimeo.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband