Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Nettenging nánast ókeypis, tengiverkfæri nánast ókeypis

Það eru fínar fréttir fyrir skólanemendur og kennara að nú keppast menn víða um lönd við að framleiða sem ódýrastar fartölvur og markhópurinn er allir nemendur. Nú þegar er staðan þannig að sums staðar er nettenging orðin ókeypis eða kostar mjög lítið. Nú hillir undir að tengitækið þ.e. fartölvan verði það líka.

Svona ódýrar tölvur nota líka eingöngu ókeypis opinn hugbúnað. Það er ekkert vit í öðru og það er mikið til af slíkum hugbúnaði og hann verður alltaf betri og betri. 

Það sem sagt hillir undir þær aðstæður að tengibúnaður verði nánast ókeypis, hugbúnaður ókeypis og tengikostnaður við Netið hverfandi lágur? 

Hvað vantar í þessa framtíðarmynd? Er ekki blómatími í vændum í skólakerfi og námi sem hagnýtir sér þessar aðstæður?

Það er einkum þrennt sem er að.

I fyrsta lagi þá vantar að sjálft námsefnið eða inntak námsins sé líka opið, ókeypis og aðgengilegt. Það hefur verið mikil þróun í Open Source og hún hófst miklu fyrr en í sambandi  inntakið og ennþá síðar í sambandi við OET (Open Educational Resources). Þar er frekað lítið efni í boði og mest af því sem er í boði er fyrir nemendur á eldri skólastigum. Það má hér þó nefna að stór alþjóðleg verkefni eins og Wikipedia hafa lagt inn mikið efni en það er í eðli sínu alfræðirit en ekki námsefni. Margt efni er reyndar til á opnum vefsvæðum en það er efni sem er höfundaréttarvarið og við höfum ekki tryggingu fyrir að verði á vefnum áfram né er hægt að aðlaga það efni á einhvern hátt t.d. íslenska. Á þessu sviði er bjartasta vonin að CC höfundarleyfi náu útbreiðslu og stjórnvöld styðji við slíkt. Það er ekki nóg að efni sé aðgengilegt á opnum vefsvæðum, það er ekki nóg að það sé heimilt að afrita það, það þarf líka að vera heimilt að umbreyta því og endurvinna og endurblanda í önnur verk.

Í öðru lagi þá eru þau lög og þær vinnureglur sem þjóðir heims  fara eftir varðandi útbreiðslu þekkingar og þekkingarmusteri mjög andsnúnar þeim nýju vinnubrögðum sem nýtt umhverfi hins samtengda og sítengda heims kallar á. Háskólar og fjölmiðlar og bókasöfn eru þekkingarmiðstöðvar sem gegna stóru hlutverki í útbreiðslu þekkingar. Þar hafa myndast venjur og vinnureglur sem hjálpuðu til við það m.a. vinnureglur sem hjálpuðu til að rekja uppruna og sannreyna þekkingu. Hins vegar geta þekkingarkerfi sem virkuðu vel við einar aðstæður orðið eins og hliðverðir og girðingar við aðrar aðstæður. Reglur og um afritun og höfundarrétt eru ekki í takt við þá tíma sem við stefnum inn í núna.

í þriðja lagi þá kann fólk ekki nógu vel á nýja tækni og setur sig ekki nógu vel inn í hvernig hún getur og mun umbreyta vinnuaðferðum og nálgun. Fólk lærir á nýjar græjur, lærir á þær til að spara sér tíma og gera betur það sama og það gerir í dag en það verður að horfa lengra og átta sig á því að tæknin umbyltir. Það kunna líka tiltölulega fáir að hagnýta sér nýja tækni og sérstaklega kunna fáir að útbúa efni sem passar inn og ennþá færri hafa skilning á því að slíkt efni vanti. Það er til marks um skilningarleysið á öllum sviðum að stjórnvöld styðja og vilja nota séreignarhugbúnað og keypt námsefni/þekkingarefni jafnvel þó að eins góður eða betri opinn og ókeypis hugbúnaður sé aðgengilegur og miklir þekkingarbankar sem hafa að öllu eða mestu leyti verið kostaðir af opinbeur fé liggi víða ónotaðir og óaðgengilegir vegna þess að stjórnvöld trúa í blindni á gildi séreignar á stafrænum gæðum og halda að einhver ósýnileg markaðshönd muni láta þekkingu flæða. Því miður eru þær ósýnilegu hendur frekar stíflur sem hindra allt þekkingarflæði. Átakanlegt dæmi um slíkt er þegar þekkingarbankar sem eðli málsins samkvæmt ættu að vera öllum aðgengilegir t.d. dómasöfn eða orðabankar yfir íslenska tungu eru  aðgangsstýrðir með peningum.

 


mbl.is Fartölva á 1.150 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng hugmyndafræði á kyndilmessu

Það er erfitt að lifa og starfa í kerfi þar sem hugmyndafræðin er röng og kerfið er ekkert að passa. Þannig er kerfi fræða og vísinda. Þar er það forsmáð sem þó er einn  mesti frjóanginn í þekkingarsköpun í dag og er þekkingasköpun án þess að afrakstur þekkingarleitar og þekkingarsköpunar sé mældur í peningum eða sé höfundarverk einhvers eins manns sem eignar sér þekkinguna.

Eignaréttur á hugverkum og stafrænum gæðum er kyrkingartök í allri sköpun og framþróun í Netheimum. Það er bara eitt við því að gera. Að yfirgefa það kerfi og búa til og vinna í annars konar kerfi sem lítur öðrum lögmálum. Það hef ég gert árum saman. Það er hins vegar frekar erfitt vegna þess að það kerfi sem vegur og metur vinnu  mína tekur ekki eftir þeirri vinnu sem unnin er í svona kerfi. 

Ég er dáldið frústreruð, ég var að telja saman að ég hef skrifað  387 greinar í íslensku wikipedia árið 2008, 90 greinar árið 2007 og 155 greinar árið 2006. 

Ég hef líka gefið mörg hundruð myndir inn á commons.wikimedia.org og unnið mikið í að flokka þekkingu í wikikerfum, sérstaklega myndkerfum. Þau eru mjög illa skipulögð í dag, það e miklu meiri hefð fyrir skipulagi á texta. En þó ég trúi á svona vinnu, svona ólaunað sjálfboðaliðastarf að skapa þekkingu sem allir geta nýtt sér án nokkurra hindrana þá finnst mér ég búi í kerfi sem er með ónýta hugmyndafræði, ónýtt viðhorf til þekkingar.

 

Ég held að það kerfi sé að molna í sundur hraðar er fjaraði undan bankabákninu íslenska.

 

Hér er yfirlit yfir þær 287 greinar sem ég hef skrifað árið 2008 á íslensku wikipedia, svo lagaði ég og vann í mörgum öðrum greinum en ég tel bara greinar sem ég byrjaði á. .

 

HTML clipboard

Mæðrastyrksnefnd

Sparisjóður vélstjóra

BYR

Kristalsnótt

Síminn

Nesjavallavirkjun

Grasmaðkur

Mölfiðrildi

Mölfluga

Mölflugur

Grasygla

Ertuygla

Tríastímabilið

Júratímabilið

Triceratops

Nashyrningseðla

Trifolium repens

Hvítsmári

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

 

Stefán Íslandi

Lárus Ingólfsson

Þorsteinn Ö. Stephensen

Haraldur Björnsson

Þingholtsstræti 9

Þórðargleði

Sæbjúga

Sæbjúgu

Andarnefja

Finkur

Koltrefjar

 

Playstation Home

PlayStation Home

Nanna Nepsdóttir

Nanna (norræn goðafræði)

Tóvélar Eyjafjarðar

Hjaltadalur

Glerá

Klæðaverksmiðjan Gefjun

Ullarverksmiðjan Gefjun

Gefjun (verksmiðja)

 

Gefjun

Gefjun (norræn goðafræði)

Vingólf

Hörgur

Fornleifar

Vistarband

Vistarbandið

Suðuramtið

Vesturamtið

Bergur Thorberg

ASUS Eee PC

 

Borgarísjaki

Montessori

SimCity

Spore

Will Wright

Spore (tölvuleikur)

Árabátaöld

Annes (landslagsþáttur)

Annes

Verbúð

Kyndilmessa

 

Ósvör

Skeri

Útræði

Verstöð

Þurrabúð

Björn Þorleifsson (Hirðstjóri)

Plássið undir Jökli

Hellnar

Sveifluháls

Þingeyrarkirkja

Baldur (ferja)

 

Brjánslækur

Berserkjahraun

Dritvík

Keflavíkurvör

Rifsvör

Rif undir Jökli

Björn Þorleifsson

Krossavík

Björn Þorleifsson hirðstjóri

Rif

Guðmundur Einarsson

 

Gerðuberg (Snæfellsnesi)

Ólafsvíkurenni

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Het Wapen van Amsterdam

Sandur (landslagsþáttur)

Bitruvirkjun

Krukkspá

Giardia lamblia

Húsamaur

Vespinae

 

Gaddvespur

Sníkjuvespur

Broddvespur

Flokkur:Býflugur

Flokkur:Geitungar

Æðvængjur

Roðageitungur

Holugeitungur

Trjágeitungur

Húsageitungur

 

Geitungur

Geitungar

Peter Adler Alberti

Aleksandr Solzhenitsyn

Aleksandr Isaevich Solzhenitsyn

Metýlenblátt

Hjartarsalt

Vítissódi

Framhlaupsjökull

Krákustígsás

 

Flöguberg

Torfmoldarsteypa

Alzheimer

Jón Borgfirðingur

Freska

Hallgrímskirkja (Hvalfirði)

Benedikt Gröndal eldri

Norður- og austuramt

Adam Oehlenschläger

Ólafur Stefánsson stiftamtmaður

 

Ólafur Stefánsson

Hafnarháskóli

Bjarni Sívertsen

Enskunám

Dómkirkjan

Stefán Ólafsson í Vallanesi

Forngripasafnið

 Jóhann Jónsson

Norður heimskautsbaugur

ThyssenKrupp

 

Krupp

Landfógeti

Gísli Þorláksson (biskup)

Zeppelin-loftfar

Landfógeti

Gísli Þorláksson (biskup)

Zeppelin-loftfar

Bjarnarey (Svalbarða)

Náttúruréttur

 Flokkur:Hollenskir lögfræðingar

 

Hugo Grotius

 Hið íslenska lærdómslistafélag

N. F. S. Grundtvig

 Bolle Willum Luxdorph

Rentukammerið

Jón Eiríksson

Skugga-Sveinn

Grendel

Grendill

Bjólfskviða (kvæði)

 

Nikolai Frederik Severin Grundtvig

Adam Gottlob Oehlenschläger

Friðþjófs saga hins frækna

Esaias Tegnér

Friðþjófssaga

Háubakkar

Elliðaárlögin

Viðeyjarberg

Þorvaldur veili

Þangbrandur

 

Fríkirkjan í Reykjavík

Erasmus Rotterdamus

Grafreitur

Erasmus frá Rotterdam

Erasmus

Desiderius Erasmus

Hans Holbein yngri

Dauðadans

Flokkur:Danadrottningar

Alexandrine af Mecklenburg-Schwerin

 

Faldbúningur

Aðalpersóna

Söluturninn

Mæðragarðurinn

Flokkur:Verslanir á Laugavegi

Verslun Guðsteins Eyjólfssonar

Kaffibætir

Útilegumaður

Eiríks saga rauða

Guðríður Þorbjarnardóttir

 

Gamli kvennaskólinn

Brennisteinsalda

Kvenréttindadagurinn

Flokkur:Hótel í Reykjavík

Grand Hótel Reykjavík

Rafstöðin við Elliðaár

Nýklassískur stíll

Lindargötuskólinn

Lækjargata 14b

Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Gagnfræðaskóli verknáms

Lækjargata 14a

Hallargarðurinn

Alþingishúsgarðurinn

Laugarvatnshellir

Heilmannsbær

Flokkur:Steinbæir í Reykjavík

Sigurbjargarbær

Miðgrund

Bergstaðastræti 22

 

Bjargarstígur

Steinbær

Lyngdalsheiði

Laugahraun

Flokkur:Hvalfjörður

Álftavatn

Laxárvogur

Maríuhöfn á Hálsnesi

Flokkur:Hvalveiðar

Marsvínaveiðar

 

Grindhvalaveiðar

Grindadráp

Flokkur:Milljarðamæringar eftir löndum

Flokkur:Bandarískir milljarðamæringar

Kristín Steinsdóttir

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs frá Íslandi

Þrístapar

Farfuglaheimili

Sigríðarstaðavatn

Ljósgrýti

 

Rhýólít

Kleifarvatn (skáldsaga)

Þungaiðnaður

Fimm ára áætlun

Stóra stökkið fram á við

Umhverfisstofnun

Kleifarvatn

Líparít

Bjarnastaðaskriða

Prestsetur

 

Efranúpskirkja

Hvítserkur

Glaumbær (byggðasafn)

Glaumbær

Kirkjuvogskirkja

Bjarnarstaðaskriða

Ás

Nautabú

Vatnsdalsvegur

Flóðið

 

Vatnsdalshólar

Húnafjörður

Bergþórshvoll

Vatnsnes

Páll Vídalín

Friðrik 4. Danakonungur

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns

Tjörn (Vatnsnesi)

Sigurður Norland

Hindisvík

 

Stiklastaðaorusta

Bjarkamál in fornu

Bjarkamál

Piktar

Kólumkilli

Sundabraut

Svínavatn (bær í Grímsnesi)

Iða (bær)

Iða

Vörðufell

 

Bryggjuhverfi

Víkur

Spöng

Námafjall

Laufás í Eyjafirði

Laufás (Grýtubakkahreppi)

Jón Arason í Vatnsfirði

Hólmfríður Sigurðardóttir

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Norðurárdalur í Skagafirði

 

Norðurárdalur í Skagafirði

Öxnadalsheiði

Weimar lýðveldið

Einar Erlendsson húsameistari

Einar Ingibergur Erlendsson

Listasafn Einars Jónssonar

Brauðrist

Flokkur:Vatnajökulsþjóðgarður

Jökulsárgljúfur

Eitlar

 

Eitill

Sogæðakerfið

Heilsuverndarstöðin ehf

Flokkur:Félagsheimili á Íslandi

Félagsheimili

Skuldatryggingarálag

Héraðsskólinn að Laugarvatni

Aratunga

Grunnskóli Bláskógabyggðar

Vígðalaug

 

Flokkur:Laugarvatn

 

Gufubaðið á Laugarvatni

Héraðsskólinn á Laugarvatni

Þórður Sveinbjörnsson

Viðeyjarprentsmiðja

Sunnanpósturinn

Klausturpósturinn

Viðeyjarprent

Anne Frank

Pétur Halldórsson

Gleym mér ei

 

Kjarrmunablóm

Þistill

Suðurlandskjálfti

Heilsuverndarstöðin í Reykjavík

Grund

Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili

Hrafnista

Sundhöllin í Reykjavík

Barónsstígur

Torg hins himneska friðar

 

Vörðuskóli

Molta

Stýrimannaskólinn

Nicolai Eigtved

Viðeyjarkirkja

Georg David Anthon

Lakagígar

Skaftáreldar

Eldeyjarboði

Nýey

 

Félagsgarður

Laxá í Kjós

Hvammsvík

Möttulstrókurinn undir Íslandi

Gúttóslagurinn

Litla-Brekka

Basil Bernstein

Messier 81

Aspargus

Ópið

 

Elri

Mararlykill

Roðalykill

Júlíulykill

Rósulykill

Súrsmæra

Kúrileyjakirsi

Rósakirsiber

Skógarlyngrós

Brekkugullhnappur

 

Asíugullhnappur

Engjagullhnappur

Heiðagullhnappur

Blóðrifs

Laugavegurinn

Landmannalaugar

Hófsóley

Maígull

Hjartartré

Brekkugoði

 

Hólmgarður

Sendlingur

Þrastalundur

Friðrik 6. Danakonungur

Regensen

Þrenningarkirkja

Steingrímur Jónsson (biskup)

Sækýr

Suðurlandsskjálfti

Þriggja gljúfra stíflan

 

Thorbjørn Egner

Kardimommubærinn

Þjórsárhraun

Akureyrarveikin

Huldulykill

Heiðabjalla

Straujárn

Fossafélagið Títan

Urriðafoss

Gullregn

 

Glitrós

Hundarós

Vistmenning

Lárpera

Hvíthákarl

Rauðar íslenskar

Kartöflubjalla

Langreyður

Trójuhestur

Kassandra

 

 


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Being black is the least of what I am"

Þegar ég var við nám í Bandaríkjunum þá fylgdist ég með kjöri fegurðardrottningar USA. Það er hörkukeppni allra fylkja og stúlkurnar voru allar ofurkonur, með ótal háskólagráður, langan feril í ýmis konar mannúðarsamtökum og spiluðu á öll hljóðfæri milli himins og jarðar eða iðkuðu aðrar listgreinar og sumar voru fatlaðar en höfðu á yfirnáttúrulegum hæfileikum sigrast á erfiðleikum í lífi sínu. Úr öllum þessum kvennaljóma var ein stúlka valin til að verða fegurðardrottning og brosa gegnum tárin. Hún var svört og það var víst í fyrsta skipti sem svört stúlka hafði orðið fegurðardrottning Bandaríkjanna.

Strax eftir krýninguna þá þyrpust að þessari hæfileikastúlku súgur af fjölmiðlamönnum og spurðu bara að einu. Spurðu hana af því hvernig væri að vera svört og vera orðin fegurðardrottning, hvaða þýðingu það hefði. Stúlkan hæfileikaríka sem hafði sennilega ekki mikið tekið eftir hörundslit sínum út af öllu öðru sem hún hafði verið að fást við um daganna sagði í einlægni " Being black is the least of what I am" og samstundis loguðu fréttavírar um gjörvöll Bandaríkin að þarna væri blökkustúlka að reyna að afneita uppruna sínum.

 Vissulega var hún svört en krýningin dró á einhvern undarlegan hátt fram hörundslit hennar þannig að hún varð allt í einu svarta fegurðardrottningin, ekki fegurðardrottningin sem spilaði á hörpu eða fegurðardrottningin sem barðist fyrir frelsi í heiminum.

Jóhanna okkar hér á Norðurslóðum er hvít eins og snjórinn og fellur inn í táknmynd umhverfisins af Íslandi, landi hinna drifhvítu jökla. Jóhanna er líka lesbía þó það hafi aldrei verið dregið fram sem hluti af hennar opinbera lífi, hún hefur eins og margir aðrir í sviðsljósinu kosið að halda einkalífi sínu aðgreindu frá opinberu lífi. Nú er það svo að þegar fréttin er sögð af nýju ríkisstjórninni hér á Íslandi er sagan sögð af samkynhneigðrum forsætisráðherra og kynjajafnræði í ráðherralistanum.

Það er nú reyndar hvort tveggja ánægjulegt.


mbl.is Sigur kvenna og samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 2009 verður "Year of Panic" í heiminum

Ef þessi kreppa og hrun kasínókapítalismans væri bundin við Ísland og við þyrftum aðeins að byggja upp þetta land, þetta staðbundna samfélag hérna þá væri vandamálið minna og viðráðanlegra. En því miður þá er ástandið síst betra utan Íslands og enginn veit nákvæmlega hvert lendingin verður, ef hún verður þá nokkur. Í greininni 2009 will be the year of panic í SEED tímaritinu þá er ástandinu í heiminum lýst af Bruce Sterling  sjá líka greinina The True 21st Century Begins

Hér er greinin um panikástandið sem verður árið 2009 og hvers vegna:

"Once people lose faith in the institution of insurance — because insurance can't be made to pay in climate-crisis conditions — we'll find ourselves living in a Planet of Slums." Illustration: Joe Kloc

I'm always impressed by people's behavior during massive panics. They rarely believe or admit that they are panicked. Instead they assure one another that at last the wool has been lifted from their eyes. They are seeing the clear daylight of rationality after years of delusion.

But a delusion that lasts for decades is not a delusion. It's an institution. And these, our institutions, are what now fail us. People no longer know what they value. They don't know what to believe. And unfortunately, it's part of the human condition to believe and invest in things that are demonstrably not true.

As 2009 opens, our financial institutions are deep in massive, irrational panic. That's bad, but it gets worse: Many other respected institutions have rational underpinnings at least as frail as derivatives or bundled real-estate loans. Like finance, these institutions are social constructions. They are games of confidence, underpinned by people's solemn willingness to believe, to conform, to contribute. So why not panic over them, too?

Let's consider seven other massive reservoirs of potential popular dread. Any one of these could erupt, shattering the fragile social compact we maintain with one another in order to believe things contrary to fact.

1. The climate. People still behave as if it's okay. Every scientist in the world who isn't the late Michael Crichton knows that it's not. The climate is in terrible shape; something's gone wrong with the sky. The bone-chilling implications haven't soaked into the populace, even though Al Gore put together a PowerPoint about it that won him a Nobel. Al was soft-peddling the problem.

It's become an item of fundamentalist faith to maintain that the climate crisis is a weird leftist hoax. Yet, since the rain falls on the just and the unjust alike, an honest fear of the consequences will prove hard to repress. Since the fear has been methodically obscured, its emergence from the mists of superstition will be all the more powerful. Unlike mere shibboleths of finance, this is a situation that's objectively terrifying and likely to remain so indefinitely.

2. Intellectual property. More specifically, the fiat declaration that properties that are easy to reproduce shouldn't be reproduced.

Declaring that "information wants to be free" is an ideological stance. A real-world situation where information can't be anything but free, where digital information cannot be monetized, is bizarre and deeply scary. No banker or economist anywhere has the ghost of clue what to do under such conditions.


Intellectual property made sense and used to work rather well when conditions of production favored it. Now they don't. If it's simple to copy just one single movie, some gray area of fair use can be tolerated. If it becomes easy to copy a million movies with one single button-push, this vast economic superstructure is reduced to rags. Our belief in this kind of "property" becomes absurd.

To imagine that real estate is worthless is strange, though we've somehow managed to do that. But our society is also built on the supposed monetary worth of unreal estate. In fact, the planet's most advanced economies are optimized to create pretty much nothing else. The ultimate global consequences of this situation's abject failure would rank with the collapse of Communism.

3. National currencies. What do these odd numismatic relics have to do with today's roiling global economy? There is no national currency remotely strong enough to resist persecution by speculators. They're all potential bubbles — panics in the making.

If cash becomes king, what happens when market forces smash the cash? Was that inky paper really, truly supposed to be worth more than real estate, or unreal intellectual property, or shares in productive companies? Why should anyone honestly believe that local treasury departments are somehow more credible than global bankers? What on earth were people thinking? Flee for the hills!

4. Insurance and building codes. Every year, insurance rates soar from mounting "natural" catastrophes, obscuring the fact that the planet's coasts are increasingly uninsurable.

Insurance underlies the building and construction trades. If those rates skyrocket, that system must keel over. Once people lose faith in the institution of insurance — because insurance can't be made to pay in climate-crisis conditions — we'll find ourselves living in a Planet of Slums.

Most people in this world have no insurance and ignore building codes. They live in "informal architecture," i.e., slum structures. Barrios. Favelas. Squats. Overcrowded districts of this world that look like a post-Katrina situation all the time. When people are thrown out of their too-expensive, too-coded homes, this is where they will go.

Unless they're American, in which case they'll live in their cars.

But how can dispossessed Americans pay for their car insurance when they have no fixed address? Besides, car companies are coming apart with the sudden savage ease of Enron's collapse. Indeed, the year 2009 is shaping up as a planetary Enron. Enron was always the Banquo's ghost at the banquet of Bushonomics. The moguls of Enron really were the princes of contemporary business innovation, and the harbingers of the present day.

5. The elderly. There's nothing so entirely predictable as demographic change. Obviously we're facing enormous booming hordes of elderly. Yet no one is confronting that issue. People remain in denial. They're hoping a miracle will turn up, like, for instance, the sudden disinterest of a demographic majority who always vote.

Even elders who have long-garnered private nest eggs quite likely no longer have them in 2009. There is no sound way to live off the hoarded efforts of earlier labor. Inflation looms, ready to destroy fixed incomes. The elderly, supposedly the calm, serene, seasoned elements in our society, have every right to panic. They will not go gentle into that good night.

6. The Westphalian system. Why are so many great military powers losing a war in Afghanistan? Afghanistan isn't even a nation-state, yet it's defeating all comers. Why do we even pretend to have nations these days? Hollow states, failed states, non-states... The European post-state!

No flag, no currency... People no longer have to believe in these effigies. Why do they persist? The benefits of believing in nations are slim. The planetary slum-dwellers of failed states may find the rollicking life of a Somali pirate far more attractive than the hard work of state-building. The nation-state is torn from both above and below. The global guerrilla and the Davos globe-hopper are cousins.

7. Science. To be a creationist president is not a problem. A suicide cult is the most effective political actor in the world today. Clearly the millions of people embracing fundamentalism like to make up their own facts.

Standards of scientific proof and evidence no longer compel political and social allegiance. This is not a return to the bedrock of faith — it's an algorithm for ontological anarchy. By attacking empiricism, the world is discarding all of the good reasons to believe that anything is real.

If science is discredited, why should mere politics have any intellectual rigor? Just cobble together a crazy-quilt mix-and-match ideology, like Venezuelan Bolivarism or Russia's peculiar mix of spies, oil, and Orthodoxy. Go from the gut — all tactics, no strategy — making up the state of the world as you go along! Stampede wildly from one panic crisis to the next. Believe whatever is whispered. Hide and conceal whatever you can. Spy on the phone calls, emails, and web browsing of those who might actually know something.

If that leads you to a miserable end-state, huddling with the children in a fall-out shelter clutching silver bullion, then you can congratulate yourself as the vanguard of civilization.

So 2009 will be a squalid year, a planetary hostage situation surpassing any mere financial crisis, where the invisible hand of the market, a good servant turned a homicidal master, periodically wanders through a miserable set of hand-tied, blindfolded, feebly struggling institutions, corporations, bureaucracies, professions, and academies, and briskly blows one's brains out for no sane reason.

We can do better than this.


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gilmore girls stemming á RÚV

gilmore_girls.jpgÞessi ríkisstjórn hefur ekki mikinn tíma til stefnu og ég hef ekki neinar sérstakar væntingar til hennar. Henni mun samt ekki takast að verða verri en sú ríkisstjórn sem nú fer frá. Ég er reyndar ánægt með að Ögmundur og Kolbrún séu ráðherrar og ég bind ákveðnar vonir við nýjan menntamálaráðherra. Þær vonir að hún sjái hve hörmulega RÚV og þá sérstaklega sjónvarpið hefur staðið sig eftir að ósköpin dundu á og geri eitthvað í því.

Eða er RÚV orðið svo einkavætt og hf vætt að menntamálaráðherra hefur ekki lengur yfir Páli Magnússyni að segja?

RÚV hefur verið stýrt meira og minna úr Sjálfstæðisflokknum undanfarna áratugi  til að útbreiða þá heimssýn sem þeim er velþóknanleg og sérstaklega líka til að kynna til leiks þá ungu menn sem eiga að erfa landið gegnum Sjálfstæðisflokkinn. Þannig hefur RÚV verið eins konar útungunarstöð fyrir pólitíkusa annað hvort þannig að þeir hafa byrjað hjá RÚV svo þeir yrðu þekkt andlit eða verið viðmælendur í þáttum þar.  Það má vel skoða fortíð þeirra sem hafa komist til metorða í stjórnmálum og sjá hve RÚV þ.e. sjónvarpið var sterkur þáttur í velgengni þeirra.  Reyndar er áhugavert að skoða að þrír seinustu forsetar Íslands áttu hylli sína undir RÚV og urðu landsþekktir þegar þeir birtust á skjánum. Kristján Eldjárn var með vinsæla þætti um fornminjar og hann er á "handritin heim tímanum", Vigdís Finnbogadóttir er með vinsæla tungumálakennslu þ.e. frönskukennslu og hún er á tímanum þegar Íslendingar fara taka eftir að það er líf fyrir utan eyjuna hérna og Ólafur Ragnar Grímsson var með svona hvassa og öðruvísi umræðuþætti í sjónvarpi eftir amerískri fyrirmynd, hann hafði lært það þar og hann gagnrýndi ríkjandi stjórnvöld (var ekki Vilmundur Gylfason með honum og voru þeir t.d. ekki með gagnrýni um Geirfinnsmálið?).

Núna er RÚV alveg staðnað og eins og nátttröll. Það er til marks um hversu staðnaður miðill þessi ríkisfjölmiðill er að þar eru ennþá sætar stelpur sem brosa til áhorfenda á milli atriða og lesa upp eitthvað af lesvélum. Þær eru kallaðar þulur. það er líka til marks um hve staðnað RÚV er að þegar miklar hamfarir ríða yfir íslensku þjóðina, hamfarir sem gerbreyta heimsmynd og eigin ímynd allra Íslendinga þá hefur RUV svo að segja ekkert hlutverk og þar eru dagskrárliðir eins og venjulega. Eina sem ég hef séð það gerast að að skera niður og fækka starfsfólki út af niðurskurði.  

Sama hallærislega erlenda froðan er á dagskrá eins og ekkert hafi ískorist. þegar örlagaríkir atburðir gerast í íslensku þjóðlífi þá sýnir RÚV Gilmore Girls.  Sú innlenda dagskrárgerð sem mér virðist RÚV hafa metnað í eru innantómir skemmtiþættir og svo einhverjir spurningaþættir.

Rúv svaf á verðinum sem fimmta aflið og Rúv hefur ekki uppfrætt þjóðina undanfarin ár og ekki búið hana undir það ástand sem við stöndum núna frammi fyrir.  Svo lætur Rúv eins og við almenningur á Íslandi höfum gullfiskaminni og eigum að hafa áfram gullfiskaminni og lifa í núinu þ.e. í hálfum mánuði aftur í tímann og eftir þann tíma þá lætur RÚv allt innlent efni hverfa af vef sínum, efni sem þó er gert 100% af launuðum starfsmönnum Rúv og sem það getur ekki verið neinn höfundarréttur af.

RÚV er útvarpsþjónustusta í almannaþágu.  Sján nánar um RÚV

Hér er um hlutverk RÚV samkvæmt lögum:

Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
   1. Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
   2. Að senda út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru þjónustuefni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að verkinu á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.
   3. Að framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Efnið skal fullnægja eðlilegum kröfum almennings um gæði og fjölbreytni.
   4. Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
   5. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
   6. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi.
   7. Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.
   8. Að flytja efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs.
   9. Að miða útvarpsefni við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa.
   10. Að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og útvarps utan höfuðborgarsvæðisins.
   11. Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps.
   12. Að eiga eða leigja, sem og að reka, hvers konar búnað og eignir, þar á meðal tæknibúnað og fasteignir sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi félagsins.
   13. Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.
Menntamálaráðherra og Ríkisútvarpinu ohf. ber að gera sérstakan þjónustusamning um markmið, umfang og nánari kröfur skv. 2. mgr. um útvarpsþjónustu í almannaþágu.


mbl.is Tíu ráðherrar í nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum hann falla, falla

Mótmælafundurinn á Austurvelli í dag endaði á söng um staurinn sem er svo fúinn að ef allir leggjast á eitt, ungir sem gamlir og kynslóð eftir kynslóð ef með þarf þá fellur staurinn eins og Oslójólatréð. Viðlagið er "Látum hann falla, falla, falla".

Hér fyrir ofan er 8. mín upptaka af söngnum á Austurvelli í dag, fyrst ættjarðarljóð og síðan söngurinn um staurinn. Staurinn er íslensk þýðing á  L'estaca sem  ort var að katalónska skáldinu  Lluís Llach árið 1968. Hér er Youtube vídeó af katalónsku útgáfunn og texti Þorvaldar.

Ég gerði tilraun með að setja inn"annotations" þ.e. texta með lögunum sem eru sungin. Þetta er nýr fídus á youtube. Þetta getur komið sér vel í kennslu t.d. í kennslu tungumála.

STAURINN

Við Siset einn morgun sátum
saman við töluðum lágt.
Bílana greint við gátum
geysast í hver sína átt.

Sérðu ekki staurinn sagð'ann
sem allir hlekkjast nú við
Fyrr en við fáum hann lagðan
við frelsið við göngum á snið.

Ef allir toga steypist hann.
Nú innan skamms hann velta kann
látum hann falla, falla, falla.
Fúi nær gegnum staurinn þann.
Ef að þú tekur fastar í
þá mun ég taka fastar í.
Þá skal hann falla, falla, falla
og loks við verðum frjáls og frí

Við erfiði ævin líður.
Ekki er tíminn kyrr.
í sárum á höndum svíður.
En samur er staurinn sem fyrr.

Staurinn er staður og þungur
og stendur þó fast togum við.
Þú sem ennþá ert ungur
ættir að leggj' okkur lið.


Ef allir toga steypist hann o.s.frv.


Nú rödd hans er hætt að hljóma
og heyrist ei lengur hans mál.
Við finnum það enduróma
hið innra og magnast í bál.
Þann söng sem að Siset forðum
söng bæði morgun og kvöld.
ég syng með hans eigin orðum
og undir tekur nú fjöld.


Ef allir toga steypist hann o.s.frv.


Höf.: Lluís Llach

þýð.: Þorvaldur Þorvaldsson


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband