Gilmore girls stemming á RÚV

gilmore_girls.jpgÞessi ríkisstjórn hefur ekki mikinn tíma til stefnu og ég hef ekki neinar sérstakar væntingar til hennar. Henni mun samt ekki takast að verða verri en sú ríkisstjórn sem nú fer frá. Ég er reyndar ánægt með að Ögmundur og Kolbrún séu ráðherrar og ég bind ákveðnar vonir við nýjan menntamálaráðherra. Þær vonir að hún sjái hve hörmulega RÚV og þá sérstaklega sjónvarpið hefur staðið sig eftir að ósköpin dundu á og geri eitthvað í því.

Eða er RÚV orðið svo einkavætt og hf vætt að menntamálaráðherra hefur ekki lengur yfir Páli Magnússyni að segja?

RÚV hefur verið stýrt meira og minna úr Sjálfstæðisflokknum undanfarna áratugi  til að útbreiða þá heimssýn sem þeim er velþóknanleg og sérstaklega líka til að kynna til leiks þá ungu menn sem eiga að erfa landið gegnum Sjálfstæðisflokkinn. Þannig hefur RÚV verið eins konar útungunarstöð fyrir pólitíkusa annað hvort þannig að þeir hafa byrjað hjá RÚV svo þeir yrðu þekkt andlit eða verið viðmælendur í þáttum þar.  Það má vel skoða fortíð þeirra sem hafa komist til metorða í stjórnmálum og sjá hve RÚV þ.e. sjónvarpið var sterkur þáttur í velgengni þeirra.  Reyndar er áhugavert að skoða að þrír seinustu forsetar Íslands áttu hylli sína undir RÚV og urðu landsþekktir þegar þeir birtust á skjánum. Kristján Eldjárn var með vinsæla þætti um fornminjar og hann er á "handritin heim tímanum", Vigdís Finnbogadóttir er með vinsæla tungumálakennslu þ.e. frönskukennslu og hún er á tímanum þegar Íslendingar fara taka eftir að það er líf fyrir utan eyjuna hérna og Ólafur Ragnar Grímsson var með svona hvassa og öðruvísi umræðuþætti í sjónvarpi eftir amerískri fyrirmynd, hann hafði lært það þar og hann gagnrýndi ríkjandi stjórnvöld (var ekki Vilmundur Gylfason með honum og voru þeir t.d. ekki með gagnrýni um Geirfinnsmálið?).

Núna er RÚV alveg staðnað og eins og nátttröll. Það er til marks um hversu staðnaður miðill þessi ríkisfjölmiðill er að þar eru ennþá sætar stelpur sem brosa til áhorfenda á milli atriða og lesa upp eitthvað af lesvélum. Þær eru kallaðar þulur. það er líka til marks um hve staðnað RÚV er að þegar miklar hamfarir ríða yfir íslensku þjóðina, hamfarir sem gerbreyta heimsmynd og eigin ímynd allra Íslendinga þá hefur RUV svo að segja ekkert hlutverk og þar eru dagskrárliðir eins og venjulega. Eina sem ég hef séð það gerast að að skera niður og fækka starfsfólki út af niðurskurði.  

Sama hallærislega erlenda froðan er á dagskrá eins og ekkert hafi ískorist. þegar örlagaríkir atburðir gerast í íslensku þjóðlífi þá sýnir RÚV Gilmore Girls.  Sú innlenda dagskrárgerð sem mér virðist RÚV hafa metnað í eru innantómir skemmtiþættir og svo einhverjir spurningaþættir.

Rúv svaf á verðinum sem fimmta aflið og Rúv hefur ekki uppfrætt þjóðina undanfarin ár og ekki búið hana undir það ástand sem við stöndum núna frammi fyrir.  Svo lætur Rúv eins og við almenningur á Íslandi höfum gullfiskaminni og eigum að hafa áfram gullfiskaminni og lifa í núinu þ.e. í hálfum mánuði aftur í tímann og eftir þann tíma þá lætur RÚv allt innlent efni hverfa af vef sínum, efni sem þó er gert 100% af launuðum starfsmönnum Rúv og sem það getur ekki verið neinn höfundarréttur af.

RÚV er útvarpsþjónustusta í almannaþágu.  Sján nánar um RÚV

Hér er um hlutverk RÚV samkvæmt lögum:

Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
   1. Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
   2. Að senda út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru þjónustuefni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að verkinu á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.
   3. Að framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Efnið skal fullnægja eðlilegum kröfum almennings um gæði og fjölbreytni.
   4. Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
   5. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
   6. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi.
   7. Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.
   8. Að flytja efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs.
   9. Að miða útvarpsefni við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa.
   10. Að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og útvarps utan höfuðborgarsvæðisins.
   11. Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps.
   12. Að eiga eða leigja, sem og að reka, hvers konar búnað og eignir, þar á meðal tæknibúnað og fasteignir sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi félagsins.
   13. Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.
Menntamálaráðherra og Ríkisútvarpinu ohf. ber að gera sérstakan þjónustusamning um markmið, umfang og nánari kröfur skv. 2. mgr. um útvarpsþjónustu í almannaþágu.


mbl.is Tíu ráðherrar í nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Rúf hefur lengi verið í pólitíkri spennutreyju og fjársvelti.

Hin gamalkunna aðferða að eyðilggja hlutina innan frá til að hægt sé að rétlæta að þeir verði einkavinavæddir eða lagðir niur hefur markvisst verið notuð á rúv.

Sú staðreynd að póltískir aðilat skuli hafa verið með fingurna í öllu og endalaus gagnrýni sjálfstæðismanna á rúv gerir menn hrædda um vinnuna sýna og þá vaða þeir miðjumoð og sýna ekki neitt til þess að styggja engann.

ÞVí miður hefur þetta tekist of vel og svo komið að við höfum nú engann alvöru miðil í þjóðfélaginu. Frétta og blaðamennsku á íslandi hefur og líka hrakað mikið enda mönnum hótað út og suður og ráðamenn komist upp með það að neita að tala við ákveðna aðila.

Vonandi verða breytingar þarna á líka. 

Kristján Logason, 1.2.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er rétt hjá þér með pólitísku spennitreyjuna og að það hefur sennilega markvisst verið unnið að því hjá Sjálfstæðismönnum að eyðileggja RÚV. En þetta með fjársveltið er ekki trúverðugt. Það þarf ekki annað en að koma í musteri Rúv og skoða hvernig launakjör og vinna útvarpsstjóra er til að skynja að þar er hlutum ekki vel stjórnað.

það kostar afar lítið að gera umræðuþætti, talandi hausa og það kostar tiltölulega lítið að gera upplýsingaefni. Hins vegar hefur Rúv einhverra hluta vegna kosið að skilgreina sig þannig að þar þurfi að sjónvarpa lágkúrulegri froðu og stundum mannskemmandi sb þessir ofbeldisfullu sakamálaþættir þar sem oftast gengur út á botnlausa kvenfyrirlitningu og sadisma, þar sem sýnd eru undir yfirskini sakamálaþáttar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.2.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband