Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 15:54
Byltingartækni - veraldarvefur og opin miðlun á neti
Ég kynntist veraldarvefnum fyrst á námskeiði í Edinborg í ágúst 1993. Það var þá vafri sem kallaður var Mosaic. Áður hafði ég reyndar kynnst Lynx sem var svona textavafri og Gopher og árum saman hangið á Usenet ráðstefnum. Ég var strax hugfangin að þessu nýja verkfæri, þetta var mikil framför. Gaman að rifja upp sögu veraldarvefsins og sjá hvernig hann spratt upp sem byltingartækni, það skipti t.d. miklu máli að þetta var ókeypis tækni, margir notendur svissuðu frá Gopher yfir í www tækni þegar háskólinn í Minnesota tilkynnti að þeir ætluðu að innheimta leyfisgjald fyrir notkun á Gopher.
Það sá enginn fyrir hversu útbreidd þessi tækni yrði, alla vega ekki ég. Ég fór á 4. WWW ráðstefnuna sem haldin var í Santa Clara í Californíu árið 1996 að mig minnir og ég man að ég skrifaði nemendum mínum heim í tölvupósti frá öllum þeim kynjum sem ég sá, að hugsa sér að við helstu umferðargöturnar sá ég vegaskilti þar sem vefslóðir voru auglýstar. Það var fáheyrt hérna á Íslandi, fáir vissu þá hvað vefslóðir væru. Þegar ég sá fyrstu auglýsinguna um vefslóð á bíl á Íslandi þá mátti ég til að taka ljósmynd af því. Alveg eins og ég tók ljósmynd af fyrstu rúlluböggunum sem ég sá á Íslandi. Það var eitthvað í kringum 1986 sem ég sá rúllubagga á túni á Hvanneyri.
Núna er veraldarvefurinn orðinn ómissandi tæki hjá mörgum. Allt bendir til að þau tölvuverkfæri sem við notum vanalega verði vefþjónustur, sennilega munum við nota ritvinnslukerfi og tölvureikna og allan office vöndulinn sem vefþjónustur innan tíðar. Google býður þegar upp á svoleiðis þjónustu. Það opnast nýir möguleikar þegar unnið er á vefnum, það er þá hægt að vinna saman með öðru fólki og maður er ekki háður einhverjum fýsískum vinnustað þegar gögnin og allt vinnuumhverfið er komið inn í Netheima. Sennilega verður þetta til að vinna breytist meira en okkur órar fyrir. Þetta skapar möguleika á samvinnu sem hafa ekki áður verið fyrir hendi. Núna geta margir unnið samtímis í sama skjali eða sama stafræna verki. Besta leiðin til að skilja hvað er að gerast og sjá vísbendingar um hvernig framtíðin verður er að gefa sér tíma til að skoða hvernig Wikipedia vinnur og skoða hvers vegna eða hvort svona wikivinnubrögð virka betur en eldri vinnubrögð. Ég held að það sé óumflýjanlegt að við færumst inn í heim opinna vinnubragða og ýmis konar stafrænna samvinnuverkfæra en það mun riðla mörgum kerfum sem við höfum núna til að safna saman og miðla þekkingu. Þessi kerfi miða við bókasamfélagið eða samfélag lesmenningar og hafa virkað vel og virka ennþá þó það sé alltaf að molna meira og meira úr þeim. Einhvern tímann kemur að því að þau verða alveg gagnlaus og passa ekki við þá farvegi sem fljót þekkingar og mannlegrar sköpunar heimsins er að renna í núna. Það er nú reyndar skynsamlegra að breyta strúktúrnum í samfélaginu hægfara þannig að hann virki eins og áveitukerfi frekar en tjasla upp á einhverjar stíflur sem munu ekki gera annað en brotna með brambolti í fyllingu tímans.
Vefurinn á byrjunarstigi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 10:49
Morð á konum í herþjónustu
í stríðsátökum eru konur og börn oft mestu þolendurnir og mannfallið mest meðal þeirra þó að heimspressan flytji okkur fréttir af stríði eins og þetta séu bardagar milli hermannafylkinga sem séu að skjóta hver á aðra. Sannleikurinn er öðruvísi. Það eru miklu fleiri óbreyttir borgarar sem deyja af völdum stríðs í heiminum í dag heldur en hermenn.
En ef konur eru sjálfar hermenn?
Ef það er allt rétt í þessari grein Is There an Army Cover Up of Rape and Murder of Women Soldiers? þá er ástandið skelfilegt varðandi konur í bandaríska hernum. Greinarhöfundur rekur mörg tilvik þar sem kvenhermönnum var nauðgað og þær deyja en dauði þeirra er skilgreindur sem non-combat related injuries og í skýrslum er sagt að þær hafi framið sjálfsmorð. Svona byrjar þessi grein:
The Department of Defense statistics are alarming one in three women who join the US military will be sexually assaulted or raped by men in the military. The warnings to women should begin above the doors of the military recruiting stations, as that is where assaults on women in the military begins before they are even recruited.
But, now, even more alarming, are deaths of women soldiers in Iraq, and in the United States, following rape. The military has characterized each of the deaths of women who were first sexually assaulted as deaths from non-combat related injuries, and then added suicide.
Ég skrifa þetta blogg til að minnast hermannsins Ashley Turner og minna á hve einkennilega var staðið að rannsókn á morði hennar. Ashley var hermaður í herstöðinni í Keflavík og hún var myrt 14. ágúst 2005. Ég skrifaði á sínum tíma eftirfarandi um það mál Kona myrt í Keflavík - morðinginn gengur ennþá laus
29.4.2008 | 11:12
Fólk í gíslingu og fólk sem vill ekki sjá og heyra
Ódæðisverk Josef Fritzl hafa nú komið upp á yfirborðið. Það gerðist ekki vegna ákafrar leitar lögreglu að horfinni stúlku, það gerðist ekki vegna eftirgrennslan fjölskyldu um hvernig gengi hjá stúlku sem þó var talið að væri á lífi því af henni bárust fréttir en allar þær fréttir komu í gegnum faðirinn Josef Fritzl sem þrisvar sinnum bar inn í húsið börn sem hann sagði að hefðu verið skilin eftir af dóttur sinni, dóttur sem enginn hafði séð eða verið í sambandi við nema hann. Það hefur komið fram í fréttum(sjá hérna) að hann var dæmdur kynferðisafbrotamaður og hafði setið í fangelsi og margir virðast hafa vitað af því í umhverfi hans. Það hefur líka komið fram í fréttum að leigjendur sem bjuggu í íbúðinni fyrir ofan kjallarann heyrðu oft í börnum og ýmis skrýtin hljóð úr kjallaranum. "Þetta var venjuleg fjölskylda" er orðalag sem sést oft þegar talað er við nágranna. En það eru margar vísbendingar komnar fram um að eitthvað hafi verið skrýtið og það eiga örugglega eftir að koma fram fleiri.
Það var fanginn Elísabet í kjallaranum sem fékk Josel Fritzl til að fara með dótturina Kerstin fárveika á spítala og það var fanginn Elísabet sem sá auglýst eftir sjálfri sér í sjónvarpinu sem hún hafði í prísundinni. Ráðþrota læknar vissu ekki hvað gekk að stúlkunni og þurftu sjúkdómssögu hennar frá móðurinni og því var brugðið á það ráð setja boð í sjónvarpsfréttir og biðja móður hennar að gefa sig fram. Elísabet tókst í framhaldinu að fá Josef Fritzl til að fara með sig á spítalann. Þar vaknaði grunur hjá lækni um að eitthvað hroðalegt væri að og hann kallaði til lögreglu og fólkið var kyrrsett og ódæðisverkin komust upp.
Það er margt fólk í gíslingu í heiminum í dag. Það eru margar konur og börn sem búa við ömurlegar aðstæður og er ofurselt kúgurum sínum og háð þeim um alla aðdrætti. Það er margt fólk bæði karlar og konur sem eru í nokkurs konar þrælahaldi og vinnubúðum. Sumar af þeim vörum sem við kaupum mjög ódýrt eru framleiddar af fólki sem hefur yfirgefið heimili sín og er hrúgað saman í vinnubúðir þar sem það vinnur við aðstæður sem líkjast fangavist. Það er margt fólk sem hefur hrakist frá heimilum sínum og hefst við í flóttamannabúðum. Það eru margir karlmenn í fangelsum í heiminum í dag. Sumir eru í fangelsum vegna stjórnmálaskoðana sinna og stjórnmálastarfs og viðhorfa, sumir eru í fangelsum vegna uppruna síns og lýðræðisríki á Vesturlöndum hafa orðið uppvís að því að planta fangelsum í ríki þar sem réttarkerfi þeirra nær ekki yfir og flytja þangað fanga sem sæta pyntingum og harðræði. Hinir illræmdu fangaflutningar eru dæmi um það.
Fangarnir eru margir en það er hins vegar mörgum sinnum fleira fólk sem vill ekki sjá það sem er í kringum sig, vill ekki sjá hvernig mannréttindi eru brotin á öðru fólki þó margs konar ummerki séu um að eitthvað verulega mikið sé að. Þannig er erfitt að fá fólk til að trúa og horfast í augu við hvað kvennakúgun og ýmis konar kynferðisleg misbeiting er hrikalega algeng. Það er líka erfitt að fá fólk til að sjá hvað sum börn búa við kröpp kjör.
Það er erfitt að fá fólk til að trúa einhverju slæmu upp á "fólk eins og okkur", upp á þá sem eru í sams konar þjóðfélagstöðu og við, búa við sams konar siði og menningu og aðhyllast sams konar trú. Það er hins vegar lítið umburðarlyndi og auðvelt að fá fólk til að trúa öllu slæmu upp á þá sem lifa öðruvísi. Það virðist auðvelt fyrir þorra fólks að loka augunum fyrir og jafnvel réttlæta mannréttindabrot gagnvart hópum sem eru öðruvísi.
Stundum er eins og heimsbyggðin og heil samfélög séu sofandi og vilji ekki sjá að það er kerfisbundið verið að murka lífið úr fólki, pynta það, halda því í ánauð og vinnuþrælkun. Þegar mál ódæðismannsins Josef Fritzl kom upp á yfirborðið þá fletti ég upp á Wikipedia þessum stað Amstetten sem ég hafði aldrei heyrt um. Ég vildi vita eitthvað um það samfélag sem ól af sér svona ófreskjur. Það stóð ekki mikið um þetta samfélag. Ekki nema það að í síðari heimstyrjöldinni voru í Amstetten tvær bækistöðvar í Mauthausen-Gusen útrýmingarbúðunum
Hótaði börnum sínum dauða í kjallaranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2008 | 10:26
Konur og börn í kjallarafangelsum
Hvað ætli það séu margar konur og mörg börn á Vesturlöndum núna lokuð inn í heimasmíðuðum kjallarafangelsum? Við fáum sennilega aldrei að vita það en það eru örugglega fleiri en þessi tvö dæmi sem núna hafa komið upp á yfirborðið í Austurríki.
Myndin hér að ofan er af meintum geranda í nýjasta málinu, tekin á sólarströnd í Tælandi. Hin myndin er af húsinu þar sem talið er að hann hafi haldið dóttur sinni og börnum þeirra fanginni í aldarfjórðung. Hmmm... hver skyldi hafa komið með mat til fanganna í kjallaranum á meðan hann var í þessu sólarlandafríi?
Maðurinn er ekki lengur meintur gerandi, hann hefur játað, sjá þessa frétt á CNN. Dóttir hans virðist vera alvarleg veik á geði. Hugsanlega er það afleiðing af þeim hryllilegum aðstæðum sem hún bjó við sem innilokaður kynlífsfangi í aldafjórðung.
Hér er vefefni með myndum af fólkinu og umhverfinu í þessu síðasta máli sem komst upp á yfirborðið.
Vater hält Tochter 24 Jahre im Keller-Verlies
'Man Held Daughter Captive In Cellar'
Austrian 'admits daughter abuse'
Hér eru Wikipediagrein um austurísku konuna Natascha Kampusch
Hér er wikipediagrein um konuna Elisabeth_Fritzl
Beitti dóttur sína kynferðislegu ofbeldi áratugum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2008 | 11:34
Að strauja flatkökur - Orð dagsins er "Modding"
Njósnavél eða leitarvél? Verkfæri eru ekki alltaf notuð í einum ákveðnum tilgangi þó þeir sem styrktu framleiðsluna hafi haft þann eina tilgang í huga. Þannig getur "hugbúnaður sem stöðvar niðurhal á netinu" líka verið öflug leitarvél og hjálpartæki fyrir þá sem eru að leita að og skipuleggja efni. Ef til vill hentar slíkur hugbúnaður best fyrir þann sem er að leita að efni til að endurblanda með sínu efni.
Í iðnaðarsamfélagi gærdagsins voru vörur framleiddar í fjöldaframleiðslu og það voru skörp skil milli framleiðanda og neytanda og vöru átti að nota á einhvern fyrirfram ákveðinn máta. En auðvitað hugkvæmdist fólki að nota vörur líka í öðrum tilgangi, ekki síst til að spara og endurnýta það sem varð ónýtt. Umbúðasamfélagið fór að sjá verðmæti í umbúðum, gamlir skipagámar tóku land og urðu ágætis vistarverur.Umrenningar í stórborgum Vesturheims þekkjast á tvennu, innkaupakörfum sem þeir nota sem einhvers konar færanlegt heimili fyrir eigur sínar og pappakössum sem þeir nota til að sofa í og á. Eitt skemmtilegasta íslenska dæmið sem ég man eftir um hvernig verkfæri eru notuð fyrir annað en þau eru hugsuð fyrir af framleiðanda er þegar gömul og útjöskuð straujárn eru notuð til að steikja flatkökur.
Þessi upplausn og breyting á sambandinu milli framleiðanda og neytanda og þessi þátttaka neytandans í að umbreyta afurðinni er einkenni á því stafræna samfélagi sem við erum núna að fara inn í. Það er sérstaklega í samfélagi opins hugbúnaðar og tölvuleikja sem hefð er að skapast fyrir því að taka stafræna hlutina og breyta þeim og búa til eitthvað nýtt og breytt sem síðan er settaftur út á Netið. sérstakt slanguryrði er notað um þegar stafrænum hlutum og verkfærum er breytt til að gera eitthvað sem sá sem upphaflega smíðaði eða framleiddi hlutinn eða verkfærið sá ekki fyrir. Það er orðið "modding" sem dregið er af enska orðinu "modify". Hérna er stutt lýsing á modding:
Mod is a term used to describe the modification of an object, system, or media. Modding alters the function or appearance of an item, remaking it in a form it is not generally intended to have. Modding is generally carried out by 'consumers' and takes place after the manufacturing process is complete. The act of modding confuses the distinctions we make between 'consumers' and 'producers'; through modding the consumer becomes actively involved in the production of an object or system. Typical modding practices include computer case mods, car customisation, game character mods, and console mods, but modding is not restricted to these areas. There are modders and modding communities involved in modding things as diverse as mobile phones, movies, and the human body.
While producers use the system of modding to entice existing and or potential consumers to purchase a re-modelled version of a product that is already or no longer available, one can quite often overlook the fact that this cycle is most often based upon consumer affordability. If the product, both original and modded, is relatively affordable and available to the consumer then, for example, there is no foreseeable harm in purchasing the latest version of your now outdated mobile phone. This use of modding by producers fails when a customer becomes attatched to an existing product and decides not to update. To combat this consumer disfunction, producers use advertising as an unrelenting reminder that there is a new and better product on the market. Whether it be the mod of an existing make or a rival company's version it's almost impossible for the consumer to go on unaware (sjá Modmania)
Sjá líka ágæta grein á wikipedia um modding
Það er dæmi um modding að yfirklukka skjákort en það er líka dæmi um modding að vilja breyta hinu lokaða stafræna samfélagi, samfélag sem núna er eins og lokað fangelsi hinnar samanlögðu hugarorku mannkyns. Eða eins og Andy Oram segir:
The greatest thing about modding is that it breaks open closed systems. The effects of it may roll over into techniques that social activists can use. I've presented modding as escapism, but it's a good thing nevertheless. It presents new angles to view, a trait we sorely need in these tight times--tight in resources, tight in thought.
Social activists, too, are modders. We want to change the government into something that supports a productive society. We want institutions to stop hiding facts and to pay attention to science. We want to change corporations, change people's day-to-day behavior, and change our own social relationships.
At the very least, modders can be an inspiration. Their refusal to take no for an answer can motivate the rest of us to do the same. And their creativity can be a model for us to take new looks at the data we have available, and to push new solutions.
Mynd af straukalli er frá extremeironing
Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 22:01
Bréf til ráðherra eru ekki ætluð til opinberrar birtingar
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er lögfræðingur og eflaust miklu skólaðri í lögum og góðum stjórnsýsluhefðum heldur en ég. En er löglegt og siðlegt að birta tölvupósta frá nafngreindum mönnum á bloggsíðu dómsmálaráðherra? Þetta eru tölvupóstar sem hann hefur klárlega fengið sem æðsti embættismaður dómsmála á Íslandi. Ef þeir tölvupóstar sem Björn birtir eru birtir þar með samþykki og vitund þeirra sem þá sendu þá er auðvitað ekkert við það að athuga. Ef þetta væru færslur í opið athugasemdakerfi í bloggi þar sem notendum ætti að vera ljóst að athugasemdir eru opinberar þá er heldur ekkert við það að athuga.
En einkabréf sem ætla má að séu send frá einstaklingum til stjórnvalds, hversu ruddaleg og ógeðsleg sem þau eru hljóta að kalla á einhvers konar afgreiðslu og það er ekki eðlilegt að sú afgreiðsla sé fólgin í því að hengja bréfin upp á almannafæri bréfriturum til háðungar.
Nú er ég ekki að mæla bót svona skrifum og hótun í bréfum á alltaf að taka alvarlega. Fólk sem hefur orðað einhvers konar hótun er miklu líklegra til að framkvæma hana heldur er það fólk sem aldrei hefur klætt hótanir í búnað orðanna. Það er örugglega til einhvers konar verklagsreglur innan stjórnsýslu um hvernig fara eigi með svona rustaleg skrif.
Það er alveg ljóst að fólk sem skrifar svona eins og þessi dæmi sem tekin eru úr bréfunum er eitthvað á jaðrinum, þroskahamlað eða tæpt á geði og ekki fært um að setja sér nein mörk í skrifum og sennilega ekki heldur í breytni sinni í lífinu. Hamagangur í stjórnmálum virkar eins og segull á fólk sem eitthvað er að hjá og það er þekkt að fólk með geðraskanir eltir stjórnmálamenn og aðra sem eru áberandi á röndum með ofsóknum.
Ég hef alltaf talið að meginreglan sé sú að tölvupóstur sé ekki eitthvað sem er til opinberrar birtingar amk ef það er bréfritara til háðungar og vanvirðu. Ég held að þetta sé ein af siðareglum í Netheimum. Hins vegar getur komið upp sú staða að það verður að birta efni tölvubréfa til að færa sönnur á mál sitt.
þegar ég birti tölvubréf á bloggi og viðbrögð við því
Hér fylgir á eftir frásögn frá árinu 2002 en þá birti ég brot úr tveimur tölvubréfum á blogginu mínu og varð af því logandi umræða í bloggheimum. Annað bréfið var svær var bréfi sem ég fékk frá Brynjólfi Ægi Sævarssyni framkvæmdastjóra Stúdentaráðs. Hér er það blogg:
Lágmarkskröfur sem Brynjólfur Ægir gerir á bloggið mitt
Það er soldið gaman að lesa svarhala (athugasemdir) með því bloggi núna. Svanson sjálfur sem er núna öflugur og ráðsettur eyjabloggari skrifar þar þessi orð:
"Hvaða djöfuls rugl er þetta? Að birta tölvupóst opinberlega. Algjörlega á forsendum sem þú gefur þér sjálf. Póst sem var greinilega ekki ætlað að koma fyrir almenningssjónir!
Auk get ég ekki séð að blogg þitt komi málefnalegum umræðum og rökstuðningi nokkurn skapaðan hlut við. Nafn Brynjólfs er miðpunktur í fyrirsögninni. Það kemur fram í nánast hverri einustu málsgrein. Lokaorðin snúa eingöngu að honum.
Auk þess er bætt við sleggjudómum um kvenfyrirlitningu og kvenhatur? Þessar fullyrðingar eru hvergi rökstuddar á nokkurn hátt, heldur bara slengt fram.
Þú ert að taka tölvupóst, sem er einkabréf, en ekki blogg, og birta úr því valdar málsgreinar. Og tilgangurinn virðist eingöngu sá að koma höggi á nafngreindan einstakling.
Þetta blogg er þér engan veginn til sóma. Og því síður innlegg í málefnalegar umræður"
Ætli Svanson tapi sér ekki í æsingi núna þegar dómsmálaráðherra er farinn að birta tölvupóstinn sinn.
Annrs rifjaði ég nú upp aftur aftur svar mitt til Svanson á sínum tíma en ég segi.
Svar til Guðmundar:
Þetta blogg mitt er ekki partur af málefnalegri umræðu og snýst ekki um kvenréttindamál almennt eða hvaða afstöðu Stúdentaráð hefur heldur um það hvernig viðbrögð ákveðins einstaklings sem mér barst í tölvupósti komu mér fyrir sjónir.
Ég hugleiddi mjög gaumgæfilega hvort þetta væri einkabréf og hvort ég væri að brjóta einhverjar siðareglur með að vitna orðrétt í það. Mitt mat var að svo væri ekki. Þetta var nokkurs konar svarbréf við erindi sem ég sendi til stofnunar á vegum stúdenta (reyndar á einstaklinga sem voru í forsvari fyrir þær stofnanir) daginn áður.
Ég reyndi eins og ég gat að snúa ekki út úr orðum sem voru í bréfinu og gætti þess að oftúlka ekki eða rangherma hluti upp á viðkomandi. Mér þykir miður ef það virkar þannig.
Ástæðan fyrir að nafn viðkomandi kemur svona oft fram í blogginu er að mér er mjög umfram um að það sjáist að ég er bara að tala um þennan Brynjólf Ægi og þetta bréf, mér þótti miður að hafa óvart ruglast á honum og öðrum Brynjólfi í fyrradag.
Orðalag mitt um kvenfyrirlitningu og kvenhatur vísar ekki eingöngu til þeirra málsgreina sem ég tek úr bréfinu.
Ég nota bloggið til að hugsa upphátt og þetta blogg endurspeglar hugsanir mínar og hverjir mér fannst áherslupunktarnir vera í bréfi Brynjólfs Ægis.
Ég er líka að prófa hvernig blogg virkar í umræðu um þjóðfélagsmál og þessi athugasemd mín við athugasemd við blogg sem fjallar um tölvupóst sem fjallar um blogg sem fjallar um... er þáttur í þeirri tilraun.
Blogg virkar bara nokkuð vel.
Arnór skrifari orðar hlutina:
Góðan dagin björn gerðu þjóðini greiða og skjótu þig svo við hin getum lifað lifinu þu ert ein stæðst hálfiti Islands
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.4.2008 | 08:58
Urriðafoss er náttúruperla
Um síðustu helgi þá fór ég upp að Urriðafossi. Ég man ekki eftir að hafa séð fossinn áður en ég varð mjög hugfanginn af honum og umhverfi hans. Svona til að leggja mitt lóð á vogarskálina í náttúruvernd á Íslandi þá skrifaði ég pistil á íslensku wikipedia um Urriðafoss og gaf heiminum tvær myndir af fossinum. Myndunum hlóð ég inn á Wikimedia Commons og skilgreindi höfundarrétt af þeim sem "Public domain" þannig að hver sem er má taka þessar myndir og gera hvað sem er við þær, þar með talið að nota búta úr þeim í önnur verk. Ekki þarf neitt að geta myndhöfundar. Önnur myndin er samsett úr þremur ljósmyndum sem ég saumaði saman með Photostich, hin myndin er bara falleg mynd af fossinum og íshrönninni við hann.
Hér er 1 mínútu vídeó sem ég tók af fossinum og umhverfi hans. Það er núna hægt að setja vídeó inn á Flickr myndakerfið. Ég setti CC höfundarrétt á vídeóið.
Best að ég skrifi líka pistil á ensku wikipedia um Urriðafoss.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2008 | 00:06
Sannleikurinn um FLDS og föngnu börnin 416
Skrýtni ofsatrúarsöfnuðurinn í Texas hefur opnað vefsíðu þar sem þeir segja sína hlið á málinu, um þegar lögreglan í Texas ruddist inn á heimili þeirra og flutti á burtu 416 börn en það voru öll börn yfir fimm ára sem bjuggu í þessari kommúnu. Vefsíðan þeirra heitir sannleikurinn um FLDS og þar er nú ekkert efni komið ennþá nema þessi mynd sem segir nú kannski mestan sannleika um hvers konar samfélag þetta er og af hverjum því er stjórnað. Svo er líka vefsíða með myndum af því hvernig því þegar lögreglan kom og þær myndir sýna glöggt hverjir eru þolendur í þessu máli. Ég hreifst mest af þessari mynd sem ég tengi í hérna, ég skynja örvæntingu rosknu konunnar og ég skilja úrræðaleysi litlu stelpnanna.
Ég hugsa að sannleikurinn sé ekki kominn í ljós í þessu máli. Yfirvöld í Texas hljóta að skýra fljótlega gjörðir sínar, það getur ekki verið að Texas sé orðið svona mikið lögregluríki... nú eða getur það verið... Stór hluti barnanna hefur verið settur á fósturheimili skv. CNN Dozens of polygamy sect children moved to care
Ég held ekki að þessi grunur um kynferðismisnotkun barna hafi verið aðalástæða fyrir innrás lögreglu, ég hugsa að það hafi verið notað sem yfirskin. En það getur verið að allir í samfélaginu hafi verið í hættu ef þau fylgja í blindni einhverjum sturluðum leiðtoga.
Ég held að þessi Warren sé frekar tæpur á geði, honum er svo mikið í nöp við rauðan lit að hann bannaði allt rautt:
"It was around this time when Warren banned the color red. He announced that it was inappropriate to wear the color red or have red items in our home because it was reserved for our Lord and Savior Jesus Christ. He preached that when Jesus Christ returns hell do so in a red robe and wearing that color prior to the second coming is unholy."
Svo var hann mikið fyrir algjöra hlýðni frá konum. þar sker hann sig nú ekkert úr mörgum öðrum samfélögum. Auðveldasta leiðin til að kúga alla er að kúga konurnar og passa að þær komist ekkert:
The obedience Warren preached was a womans complete submission to her husband. He said women should not work outside the home and should not even leave home unless allowed to do so by her husband.
Þessar aðfarir Texaslögregluyfirvalda eru þó vægast sagt mjög undarlegar, eiginlega óskiljanlegar nema því aðeins að haldið sé að börnin sé í bráðri hættu og myndu hafa verið myrt ef öðruvísi hefði verið staðið að rannsókn. Svona út á við þá lítur þetta ekki út eins og rannsókn, þetta lítur frekar út eins og uppræting eða útrýming á fólki með ákveðin viðhorf og trú. Trú sem mér hugnast ekki og trú sem fæstum Texasbúum hugnast. Það er kannski ekki hægt að tala um kynfrelsi fullorðinna kvenna í svona samfélögum til að búa í einhvers konar fjölkvænissamböndum, ekki frekar er hægt er að tala um kynfrelsi kynlífsþræla til að selja aðgang að líkama sínum, það er ekkert val. En það er ekki hægt að banna fullorðnu fólki að lifa í svona sambúð og það er ekkert samasem merki milli fjölkvæmis og illrar meðferðar á börnum. Fjölkvæmi er reyndar leyft og þykir eðlilegt í mörgum samfélögum heimsins. Ég veit ekki hvort konur og börn í þessum söfnuði eru að upplifa eitthvað frelsi undir handarjaðri löggæslu í Texas sem stíar börnum og mæðrum hvort frá öðru og virðist kerfisbundið vera að reyna að uppræta samfélag þeirra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 09:50
Mín stafræna bókahilla
Í tilefni af viku bókarinnar kom ég mér upp bókahillu á shelfari. Slóðin á mína hillu er shelfari.com/salvor og svona lítur hillan út núna: Það er auðvelt að skrá sig inn og setja bækur í bókahillur,það er feiknaöflug leit, það þarf aðeins og slá inn höfund eða titil bókar eða IBSN númer og hægt er að merkkja bækurnar í hillunni eftir því hvort það eru bækur sem maður er búinn að lesa eða ætlar að lesa. Það er svo hægt að líma bókahilluna inn á blogg eða tengja beint við facebook og fleiri kerfi.
Þetta er sniðugt fyrir bókaklúbba og lestrarfélög og leshringi. Ég hef í gegnum tíðina öðru hverju verið í einhvers konar bókmenntaleshringjum og þá væri svona verkfæri alveg tilvalið. Eina sem ég er óánægð með er hvað hin stafræna forsíða á sumum íslensku bókunum sem ég fletti upp er fátækleg. Það vita allir bókaunnendur að það er hluti af gleðinni að hafa bækurnar í vönduðu og fallegu bandi upp í bókahillu, það gildir nú líka þegar bækurnar eru komnar í stafrænar hillur.
Í tilefni af viku bókarinnar er hægt að prenta út ávísanir sem gilda sem afsláttur fyrir prentaðar bækur. Ég held nú að smán saman muni bæði prentaðir peningar og prentaðar bækur hverfa og bókahillurnar færast inn í netheima. Reyndar mun bókaformð þá ef til vill leysast upp en við munum nú eftir sem áður segja sögur sem lýsa upp tilveru okkar og búa til skynfæri okkar.
Hvetja fólk til að prenta peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 08:13
Upplausn í Bolungarvík
Vonandi kemur ekki olíuhreinsunarstöð á Vestfirði. Ég fylgist með stjórnmálum í tveimur sveitafélögum á landinu, í Reykjavík og í Bolungarvík. Á báðum stöðum hefur meirihlutinn verið tæpur og getað fallið á einum manni. Það gerðist. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.
Ég hugsa að Anna Guðrún gangi til liðs við Sjálfstæðismenn. Ég held að hún sé upprunalega úr Sjálfstæðisflokknum og ég hugsa að Sjálfstæðismenn hefðu verið við völd strax eftir kosningar ef þeir hefðu gefið bæjarstjórastólinn eftir til Önnu. Í Bolungarvík er mikið ættarveldi. Þar voru áður öflugir og valdamiklir niðjar Einars ríka. Einar sjávarútvegsráðherra er barnabarn hans. Síðustu misseri hefur Soffía Vagnsdóttir ráðið miklu, hún er forseti bæjarstjórnar og mörg systkini hennar búa á Bolungarvík og eru áberandi í lista og menningarlífi.
Jói mágur minn er í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Hann er sem sagt kominn í minnihluta núna.
Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)