Konur og börn í kjallarafangelsum

kjallarakall

Hvað ætli það séu margar konur og mörg börn á Vesturlöndum núna lokuð inn í heimasmíðuðum kjallarafangelsum?   Við fáum sennilega aldrei að vita það en það eru örugglega fleiri en þessi tvö dæmi sem núna hafa komið upp á yfirborðið í Austurríki.

 Myndin hér að ofan er af meintum geranda í nýjasta málinu, tekin á sólarströnd í Tælandi. Hin myndin er af húsinu þar sem talið er að hann hafi  haldið dóttur sinni og börnum þeirra fanginni  í aldarfjórðung. Hmmm... hver skyldi hafa komið með mat til fanganna í kjallaranum á meðan hann var í þessu sólarlandafríi? 

Maðurinn er ekki lengur meintur gerandi, hann hefur játað, sjá þessa frétt á CNN. Dóttir hans virðist vera alvarleg veik á geði. Hugsanlega er það afleiðing af þeim hryllilegum aðstæðum sem hún bjó við sem innilokaður kynlífsfangi í aldafjórðung.

Hér er vefefni með myndum af fólkinu og umhverfinu í þessu síðasta máli sem komst upp á yfirborðið.

Vater hält Tochter 24 Jahre im Keller-Verlies

'Man Held Daughter Captive In Cellar'

  Austrian 'admits daughter abuse'

Hér eru Wikipediagrein um austurísku konuna Natascha Kampusch 

Hér er wikipediagrein um konuna Elisabeth_Fritzl 


mbl.is Beitti dóttur sína kynferðislegu ofbeldi áratugum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

"Dóttir hans virðist vera alvarleg veik á geði." Hvað kemur þér til að halda

að dóttir mannsins sé geðveik?? 

Ingibjörg Magnúsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er haft eftir lögreglu að dóttirin virðist alvarlega veik á geði en frásögn hennar trúverðug ...

Guðríður Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er einhver möguleiki á öðru en að hún sé veik á geði??? En kjallaraholurnar eru örugglega fleiri.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 03:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig er hægt að lifa svona af, nema að eitthvað gefi sig ? Viðbjóður sem þetta kvikindi er.  En ég hugaði sama og þú Salvör, hver gaf þeim að eta og drekka meðan hann sólaði sig á sólarströnd ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 11:12

5 identicon

Þakka þér fyrir að skrifa um þetta vegna þess að þetta mál er svo viðurstyggilegt að sumum er jafnvel um megn að tala um það.  Það erum við konum sem fæðum börn í þennan heim án þess að ég vilji gera hlut karla minni.  Það er viðbjóðslegt að börnum sé rænt í kynlífsþrælkun í okkar upplýsta samfélagi.  Vangaveltur um að fleiri geti verið lokaðar niðrí kjallaraholum eiga fullan rétt á sér.  Í Evrópu og líka á Norðurlöndunum í allri mannmergðinni er það lenska að skipta sér ekki af nágrannanum.  Sem betur fer eru íslendingar svo fámennir og tengdir innbyrðis að svona lagað ætti ekki að geta gerst hér á landi.  Þegar svona fréttir berast þá verða öll okkar lúxusvandamál að hjómi einu.  En það er mikilvægt að reyna að ná til þessarra skrímsla og siðblindingja sem ræna börnum og fólki lífinu til að svala ónáttúrunni.  Fyrirgefið mér en svona menn ætti að taka af lífi án dóms og laga og það væri þó of gott fyrir þá.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:05

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Bryndís: Það er því miður þannig að þessi fjölmiðlaumfjöllun sem þetta mál vekur verður líklega til þess að einhver siðblindur og vitskertur ódæðismaður fær hugmyndir sem hann hrindir í framkvæmd. Það er því líklegt að hryllingur heimsins yfir þessu máli verði til þess að fleiri leiki þennan leik. Þannig hafa margir glæpir sem beinast að vernarlausu fólki t.d. fjöldamorð á börnum í skólum verið framdir af karlmönnum sem fá einhvers konar kikk út úr því að verða alræmdir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.4.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband