Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
7.2.2008 | 17:46
Okkar á milli - Enginn vegur fær
Ég var í útvarpsviðtali í morgun á Rás 1 í þættinum Okkar á milli
Ef viðtalið spilast ekki (verður aðgengilegt næstu tvær vikur hérna á vef Rúv) þá vistaði ég það líka hérna. Þetta var spjall m.a. um félagsnet og tölvuleiki.
Viðmælandi átti að velja tvö lög til að spila í þættinum og ég valdi þau bæði af geisladisknum Loftmynd með Megasi. Það eru lögin Enginn vegur fær og Björt ljós, borgarljós
Hér er vídeo sem ég gerði um tónleika til heiðurs Megasi árið 2005:
7.2.2008 | 14:56
Valentina frá Vilnius
Fræðimaður frá Vilnius er núna í heimsókn hjá mér á skrifstofu minni. Ég tók náttúrulega viðtal við hana og sendi út á Netinu. Hér er brot úr viðtalinu:
Athugasemd: Það er svolítið vesen að kóðinn sem kemur frá ustream.tv er þannig að vídeóið byrjar strax að spila, það er ómögulegt ef maður er með mörg vídeó á einni síðu. Eina leiðin sem ég hef fundið til að koma í veg fyrir að spilun hefjist sjálfkrafa er að setja inn
flashvars="autoplay=false" strax á eftir <embed...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 23:46
Öskudagur, hnífasett, jakkaföt, Clinton, Obama
Með hnífasett í bakinu á öskudegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2008 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2008 | 10:36
Spennandi kosningar
Ég get varla sagt að ég viti hverjir frambjóðendur Repúblikana eru og þaðan af síður hver er að vinna þar. En heimsbyggðin fylgist með Clinton og Obama. Það er sjaldan sem mér finnst eins frambærilegir kandidatar hafa tekist á í stjórnmálum í USA. Þau eru bæði frábær þó ég geti nú ekki að því gert að ég vil að Hillary Clinton vinni þetta. Hún er mikill reynslubolti í stjórnmálum. Hún er femínisti.
En mér finnst Obama vera mjög góður og Larry Lessig finnst hann bestur og hefur rökstutt það svona í þessu glærusjóvi why I am 4Barack:
Það væri kjörstaða að Clinton yrði forsetaframbjóðandi og Obama frambjóðandi í varaforseta.
Clinton vann sæta sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2008 | 03:29
Stafræn sögugerð með myndum
Það eru ýmis verkfæri sniðug til að segja sögur með stafrænum myndum. hér er yfirlit hjá cogdogroo.wikispaces.com yfir 50 verkfæri til að búa til svoleiðis sögur.
Svoleiðis sögur geta verið úr teikningum eða ljósmyndum. Stundum eru þetta eins og teiknimyndasögur t.d. er http://www.makebeliefscomix.com skemmtilegt kerfi.
Ég prófaði að gera myndasögu með tveimur römmum þar:
Ég prófaði líka að gera myndasögu með 5 myndum í bubbleshare.com, það er ákaflega einfalt og sniðugt kerfi. Það er hægt að líma myndasögurnar inn í blogg eins og moggabloggið á mismunandi vegu, það virkaði reyndar ekki hjá mér áðan.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 13:23
Kona sem kann varla að kveikja á tölvu
Það er sniðugt fyrir þá þjóðfélagshópa sem eru við völd og vilja halda völdunum áfram að fá hina valdalausu í lið með sér. Fá þá til að vinna sjálfa að því að viðhalda valdaleysi sínu. Í gegnum aldirnar hefur aðgengi að þekkingu og námi og tækni verið forréttindi hinna ríku og valdamiklu og virkar sem öflugt samtryggingarkerfi til að tryggja þeim áframhaldandi völd.
Í flestum samfélögum er einhvers konar verkaskipting við lýði. Sú verkaskipting fer gjarnan eftir kyni og sums staðar er hún svo fastnjörvuð að óhugsandi er að konur vinni sum störf eða karlar önnur.
Það þarf að vera blindur til að sjá ekki að oftast eru störfin sem bjóða mesta möguleika til að stjórna og safna auð að mestu mönnuð karlmönnum. Þegar tæknibreytingar verða sem auka framleiðni þá sjáum við líka breytingu á hverjir vinna verkin, í landbúnaði sjáum við konur yrkja jörðina með handverkfærum á ökrum þriðja heimsins en það eru karlar sem stjórna vélunum í tæknivæddri framleiðslu nútíma vestræns landbúnaðar.
Það er líka sú verkaskipting víða um heim að það eru eingöngu karlmenn sem fara með stríð á heldur öðrum þjóðum. Þannig var það í heimstyrjöldinni síðari. En þá varð líka þörf á konum til að vinna þau störf sem karlmenn höfðu unnið í atvinnulífinu og tækniframleiðslunni. Mikill áróður var þá til að ná til kvenna og hvetja þær til dáða við slíka framleiðslustörf. Margir femínistar halda mikið upp á plakötin sem eru áróðursplaköt bandarískra hermálayfirvalda á stríðstímum, það er ekki oft í sögunni sem konur eru sýndar sterkar og öflugar og hvattar áfram.
Ein af þeim konum sem lagði sitt af mörkum var stúlkan Norma Jeane Dougherty. Hún birtist fyrst opinberlega á mynd 2. ágúst 1945 (sjá myndina hér til hliðar) sem sýndi konur leggja sitt af mörkum til stríðsrekstursins í hergagnaframleiðslu. Þessi stúlka breytti seinna nafninu sínu í Marilyn Monroe og varð táknmynd ekki um sterku konuna sem vinnur á vélunum heldur um ljóskuna sem sækist eftir peningum og skartgripum og speglar sjálfsmynd sína í augum karlmanna, konuna sem er kynlífsleikfang karlmanna.
Marilyn Monroe er eitt af íkonum menningar okkar og hún birtist okkur eins og menning okkar vill birta okkur konuna og hamra á hver staða hennar er og þroskakostir. Marilyn Monroe varð ekki verkfræðingur eða hugvitsmaður. Hún varð sýningardýr og leikfang. Hún lærði ekki að nota verkfæri. Hún varð verkfæri sjálf.
Marilyn Monroe var íkon í iðnaðarsamfélagi síðustu aldar. Ég hugsa að íkon þekkingarsamfélagins verði öðruvísi en ég held ekki að konur verði þar sýndar sterkar og öflugar og lögð áhersla á tækniafrek og hugvit kvenna.
Ennþá virðast margar konur telja að það sé vert að lýsa því yfir að þær séu ekkert að fylgjast með í heiminum og kunni ekki á einföldustu tæki og séu háðar karlmönnum um aðgengi að tækninni.
Þetta segir fræg leikkona í Morgunblaðinu í dag:
Leikkonan Angelina Jolie hefur viðurkennt að vera gjörsamlega hjálparvana þegar kemur að tölvu- og tæknimálum og viðurkennir að hún þurfi oft að biðja sambýlismanninn, Brad Pitt um aðstoð þegar hún þarf að kveikja á tölvu.
Þetta kom fram í máli leikkonunnar á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara á laugardag.
Eins og Brad veit þá kann ég eiginlega ekki að kveikja á tölvu," sagði Jolie við gesti á hátíðinni.
Því miður er mörgu fólki farið eins og þessari leikkonu og þar er bæði aldur og kyn sterkar breytur. En fólk sem hefur það viðhorf að það sé allt í lagi að kunna ekki á nýja tækni og vera öðrum háðir um eins einfalda hluti og að ræsa tölvur er ekki á neinni sigurgöngu.
Kann varla að kveikja á tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2008 | 19:05
Prófa vefþjónustuna utterz.com
Gengur þetta?
Ég er að reyna að líma slóðina inn hljóðblogg og vídeóblogg í utterz.com en það er eitthvað skrýtið. En slóðin beint á þetta er hérna:
http://www.utterz.com/~u-NTAyNTkxMA/utt.php
Nú prófa ég að líma bara inn vídeó:
Nú prófa ég að líma inn hljóðskrána:
Þetta er ansi sniðugt kerfi, það er gert ráð fyrir að maður geti sent hljóð og vídeó beint úr síma en það er líka hægt að gera það á vefnum. Ég held að þetta sé dæmi um í hvaða átt bloggkerfi eru að þróast, þau verða svona. Ég sé mikla möguleika í svona í skólastarfi ef nemendur geta haldið leiðarbækur þar sem þeir geta talað inn, sent inn myndir og vídeó og líka skrifað inn texta. Svo er hægt að merkja allt með "tags" eins og vanalegt er í svona vef 2.0 verkfærum.
Gæðin virðast nú ekki vera sérstaklega góð, eiginlega ferlega léleg á vídeóinu. En þetta virkar sniðugt kerfi. Ég gat ekki límt þetta inn í wordpress en það gengur fínt á moggablogginu.
Tölvur og tækni | Breytt 5.2.2008 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 17:05
Vistmenning og rauðar íslenskar
Ég byrjaði áðan á greininni vistmenning á íslensku wikipedia. Ég tók saman núna um mánaðarmótin hvað ég hef skrifað margar greinar á íslensku wikipedia. Mér telst til að árin 2006 og 2007 hafi ég skrifað yfir 250 greinar. Hér er yfirlit yfir þær greinar. Það eru núna 19.729 greinar á íslensku wikipedia en á ensku wikipedia eru komnar 2.204.919 greinar sem er dáldið meira.
Það er sorglega lítill skilningur hérna á Íslandi á hvað lítil málsamfélög eins og hið íslenska hafa mikinn hag af því að byggja upp svona gagnasöfn eins og wikipedia. Allt starf á wikipedia er unnið í sjálfboðavinnu og enginn fær neina umbun fyrir það starf svo ég viti. Það er í engu mér eða öðrum til framdráttar að skrifa þar inn og oft heyri ég hnýtt í wikipedia og fundið að efni þar og hneykslast á því að þarna geti leikmenn skrifað um efni og þarna sé enginn áreiðanleiki upplýsinga. Það er nú eitthvað annað en þessi vísindalega þekking sem hleðst upp í ritrýndum gagnasöfnum.
Það er eiginlega furðulegt að ég og mörg þúsund aðrir í heiminum skuli skrifa inn í wikipedia, þar af nokkrir tugir á íslensku wikipedia. Hvað rekur okkur áfram að verja svona miklum tíma í svona forsmáða iðju?
Í janúar í ár skrifaði ég þessar greinar í íslensku wikipedia:
Ég hugsa að ég skrifi í íslensku wikipedia af því mér finnst miklu varða að fólk viti hvað hlutir eins og vistmenning er og viti hvaða menningarverðmæti er fólgin í rauðum íslenskum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)