Spennandi kosningar

Ég get varla sagt að ég viti hverjir frambjóðendur Repúblikana eru og þaðan af síður hver er að vinna þar. En heimsbyggðin fylgist með Clinton og Obama. Það er sjaldan sem mér finnst eins frambærilegir kandidatar hafa tekist á í stjórnmálum í USA. Þau eru bæði frábær þó ég geti nú ekki að því gert að ég vil að Hillary Clinton vinni þetta. Hún er mikill reynslubolti í stjórnmálum. Hún er femínisti.

En mér finnst Obama vera mjög góður og Larry Lessig finnst hann bestur og hefur rökstutt það svona í þessu glærusjóvi why I am 4Barack:

Það væri kjörstaða að Clinton yrði forsetaframbjóðandi og Obama frambjóðandi í varaforseta. 


mbl.is Clinton vann sæta sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sem betur fer er nafli heimsins ekki uppá Íslandi - heimsbyggðin fylgist nú með fleirum en frambjóðendum Demókrata, þó svo að margir vonist eftir sigri þeirra. Óskir Íslendinga í þessum efnum verður nú vart hlustað á vestur í amríkunni og mikil flónska að halda að Demókratar séu búnir að landa sigri. Sem dæmi hefur verið á það bent að McCain er talinn síður íhaldssamur í mörgum málaflokkum en t.d. Clinton og hefur þekkt íhaldskona og Repúblikani, Ann Coulter, sagst styðja Hillary Clinton fremur en John McCain, verði þau í framboði fyrir stóru flokkana.

Ólafur Als, 6.2.2008 kl. 11:13

2 identicon

Ég er alveg sammála en ég tel það mun líklegra að Obama muni bjóða sig framm einhver tíman seinna eða færa sig yfir í eitthvað annað. Gaman að sjá að þú sást líka rökstuðning Lessig, en ég er alveg sammála honum fyrir utan að ég finnst mikilvægara að kona verði forseti.

Ólafur Arason (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband