Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Vonandi koma Norðurlandaþjóðir Íslandi til bjargar

Því miður er það svo að það er panikástand í Evrópu og það getur verið að það ástand sem er á Íslandi núna færist yfir á aðrar þjóðir.  En ástandið á Íslandi og samskipti Darlings og Íslendinga vekja athygli, sérstaka athygli vekur þýðing á samtali Darlings og Árna fjármálaráðherra. Telegraph er með þessa grein á forsíðu núna Darling suspected Icelandic banks weeks before failure og vekur sérstaklega athygli breskra að Darling vissi mörgum vikum áður af hve erfið staða íslensku bankanna var. 
 
En ástandið er svo slæmt núna í Evrópu að gjaldmiðlar þar eru að falla saman, sjá þessa grein

Europe on the brink of currency crisis meltdown

Það er búist við að fjármagn sogist frá Austurríki en það var einmitt sama land þar sem bankarnir hrundu fyrst árið 1931. 

Ég myndi heldur ekki binda of miklar vonir við Rússalánið mikla. Svona er staðan þar á bæ:

Russia too is in the eye of the storm, despite its energy wealth – or because of it. The cost of insuring Russian sovereign debt through credit default swaps (CDS) surged to 1,200 basis points last week, higher than Iceland’s debt before Götterdammerung struck Reykjavik.

The markets no longer believe that the spending structure of the Russian state is viable as oil threatens to plunge below $60 a barrel. The foreign debt of the oligarchs ($530bn) has surpassed the country’s foreign reserves. Some $47bn has to be repaid over the next two months.

 Talað hefur verið um að Roman Abramovich og  Oleg Deripaska séu milligöngumenn um lán til Íslands, sjá þetta blogg Rússajepparnir koma

Mikil tortryggni er í Bretlandi varðandi tengsl þarlendra ráðamanna við Deripaska. Ekki verð ég vör við mikla tortryggni hérna á Íslandi.

Í greininni Iceland turns to Russia for bailout er hugleiðing um að Rússland bjargi sjálfum sér með því að bjarga Íslandi. Það getur verið að það hafi verið satt þegar greinin var skrifuð fyrir hálfum mánuði en það getur verið að það sé of seint, Evrópa hafi þegar sogast inn og Rússland þar með. Í greininni stendur:

Most of Iceland's lenders are European banks. Should Iceland declare a default, the whole of Europe would go into a spin, and would drag Russia after it, which now has a chance to scrape its way out of the crisis the cheap way. It emerges that by saving Iceland, Russia is saving itself first.

Other considerations are less global and more pragmatic.

Crises come and go, but allies (sometimes) remain. Iceland, a rapidly developing economy and a happy hunting ground for businessmen from many European countries, is certain to remember this gesture and take more kindly to Russian investments in the future. So far, Russia-Iceland trade has been $100 million per year. And it was only shortly before the crisis that Russian business (represented by Roman Abramovich and Oleg Deripaska) began exploring the country's investment possibilities. Now the price for entering Iceland's economy could prove very low.

Besides, it makes a good staging post for flights to Latin America.

Ég held að við verðum að binda vonir okkar við að Norðurlöndin standi saman og komi Íslandi til hjálpar.Það er  því miður afar alvarleg staða í Evrópu í dag og það er ekki víst að stjórnvöld hafi burði til að þýða klakann sem kominn er í fjármálakerfið.

 


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamborgarakallinn og hagfræði hans

hamborgari.jpgHamborgarakallinn Thomas Friedman   heldur því fram að heimurinn sé flatur eins og pönnukaka og þykist geta greint vanda Íslands og vanda heimsins. Hann skrifar  greinina The Great Iceland Meltdown í New York Times.  Thomas þessi Friedman er heimsþekktur fyrir bókina sína The World Is Flat- A Brief History of The Twenty-First Century en í þeirri bók dásamar hann alþjóðavæðinguna út frá sjónarhóli kapítalismans. 

Það er auðvitað dálítil tilvistarkreppa núna hjá svoleiðis fólki, núna þegar heimsmyndin hrynur með fjármálamörkuðum. En Thomas Friedman lætur ekkert bugast og kastar ekki trúnni frekar en Geir okkar Haarde.  Geir talar um hrun kapítalismans sem tímabundna löskun á fjármálamörkuðum og kallar kreppuna mótvind en Thomas Friedman breytist í guðspjallamann og bregður fyrir sig orðfæri úr Biblíunni og tignar Alheimsvæðinguna eins og Drottinn almáttugan og notar orðfærið Drottinn gaf og Drottinn tók. Svona skrifar Friedman í þessari grein:

"Globalization giveth — it was this democratization of finance that helped to power the global growth that lifted so many in India, China and Brazil out of poverty in recent decades. Globalization now taketh away — it was this democratization of finance that enabled the U.S. to infect the rest of the world with its toxic mortgages. And now, we have to hope, that globalization will saveth."

Hinn sanntrúaði alheimsvæðingar jarðarflatneskju postuli sér ljósið framundan sem bara meiri alheimsvæðingu, hún verði núna á sterum. Hann segir:

I suspect we will soon see the same happening in industry. And, once the smoke clears, I suspect we will find ourselves living in a world of globalization on steroids — a world in which key global economies are more intimately tied together than ever before.

worldisflat.gifEn hvers vegna kalla ég Thomas Friedman hamborgarakall? Það er vegna þess að hagfræði hans er hagfræði eigenda McDonald hamborgarastaða og þeirra alþjóðlegu keðja sem starfa á svipaðan hátt. Ekki hagfræði kúnna sem slátrað er í þessa hamborgara og ekki hagfræði kúnna sem ættu kannski að borða annað annars staðar og ekki hagfræði þeirra sem fá þá vinnu að steikja hamborgara. 

Hér gríp ég niður í hamborgarafræðin í bókinni The World is Flat  þar sem Thomas Friedman lýsir því hvernig öll dýrin í skóginum verða vinir (nema náttúrulega kýrnar, þær eru étnar) ef fólk bara étur hamborgara.:

 I noticed that no two countries that both had McDonald´s had ever fought a war agianst each other since each got its McDonald´s. After confirming this with McDonald´s, I offered what I called the Golden Arches Theory of Conflict Prevention. The Golden Arches Theory stipulated that when a country reached the level of economic development when it had a middle class big enough to support a network of McDonald's, it became a McDonald´s country.  And people in McDonald´s countries did not want to fight wars anymore.  They prefered to wait in line for burgers.

Svo hefur Thomas Friedman aðeins breytt kenningu sinni um hvernig eilífur friður eigi að ríkja  og tengir hana við Dell tölvur.

The Dell Theory stipulates: No two countries that are both part of a major global supply chain, like Dell´s, will ever fight a war against each other as long as they are both part of the same global supply chain. Because people embedded in major global supply chains don´t want to fight old-time wars anymore. They want to make just-in-time deliveries of goods and sevices - and enjoy the rising standards of living tha come with that.

Víst sér Friedman þær breytingar sem eru að gerast núna en hann greinir þær út frá sjónarhóli alþjóðlegra fyrirtækja og þjóðríkja, bók hans er strásett alþjóðlegum vörumerkjum. Hann sér hins vegar ekki að það sem er að gerast er meira en að alheimsvæðing geri fólki núna kleift að gera sömu hluti og það gerði áður á ódýrari og hagkvæmari hátt. Hann sér ekki að sum risavaxin kerfi eru að gliðna í sundur og þau eru ónauðsynleg og til trafala og þau munu bara molna niður af sjálfu sér. Það er ekki bara íslenska krónan sem er að verða að dufti núna, það er margt sem bendir til að það kerfi peninga sem virkaði vel í iðnaðarsamfélagi virki ekki vel í því samfélagi sem við erum núna að fara inn í. Það er heldur ekki hægt að búast við góðu ef það sem við héldum að væri þekkingarsamfélag er í rauninni blekkingarsamfélag þar sem fjárhagskerfið snýst um sjálfan sig og bólgnar út eins og pýramídaviðskipti vegna þess að það er ekki jarðtengt í það sem er raunverulegt flæði af vörum og þjónustu.

Thomas Friedman endar grein sína á að segja " We are all partners now. "

Ég er ekki viss um það.  Hagfræði hamborgarakeðjanna er ekki mín hagfræði frekar en Njála er minn menningararfur. Ég afneita hvoru tveggja.

En hér er nesti fyrir þá sem vilja kynna sér hamborgarakallinn:

 

sfjalar » Nám og skólastarf í flötum heimi

Bókadómar - The World is Flat – the globalized world...


mbl.is Dollari og jen eflast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hús hvalfangarans og stuttmyndin Flott tölva

Mótmæli eða skrílslæti. Eða listrænn gjörningur. Ég mætti við Ráðherrabústaðinn í dag.Mér fannst skemmtilegt að vera fyrir framan þetta hús sem er í mínum huga tákngervingur fyrir hvernig stjórnvöld tóku á mesta arðráni sem um getur í Íslandssögunni. Stjórnvöld þökkuðu pent fyrir arðránið og gerðu hús arðræningjans að sínum veislu- og móttökustað. Mesti arðræningi Íslandssögunnar alveg til ársins 2008 var hvalfangarinn á Sólbakka í Önundarfirði sem framdi arðránið árin 1889-1901. Fjármálastarfsemi var stór og mannfrek atvinnugrein á Íslandi árið 2008 en árin sem hvalveiðistöðin starfaði þá var hún stærsta atvinnufyrirtæki á Íslandi, þar störfuðu 200 manns. 

Hvalveiðarnar á Vestfjörðum eru blóðugasta arðrán á náttúru Íslands sem um getur, hvölum var útrýmt á mörgum stöðum.  Svo þegar hvalfangarinn var búinn að ryksuga upp íslensku hvalamiðin þá pakkaði hann saman og fór að stunda sams konar iðju á öðrum stöðum, fyrst á Austfjörðum og svo annars staðar í heiminum og gaf (reyndar seldi fyrir eina krónu)  vini sínum Hannesi Hafstein húsið sitt sem var tekið niður og flutt til Reykjavíkur. Fyrir þetta er honum þakkað. 

Hannes Hafstein mun á sinni tíð oft hafa þegið skutl með hvalbátum vinar síns milli staða á Íslandi. Á þeim tíma var skutl í einkaþotum á milli landa ekki algengt.

Dóttir mín vildi ekki koma með mér að Ráðherrabústaðnum, sagðist ekki styðja þessar aðgerðir, þetta væri lýðskrum. Ég held hún hafi rétt fyrir sér að sumu leyti, það eru sumir sem hátt  heyrist í núna lýðskrumarar sem eru að reyna að fljúga framan við gæsahóp á oddaflugi og láta sem þeir stýri fluginu.

En mér sýndist fólkið sem saman var komið vera flest alvörugefið fólk sem kallaði á breytingar. Og það sem ég heyrði af samkomunni fór vel fram, ég heyrði Ómar Ragnarsson syngja og ég heyrði Jón Baldvin hrópa á fyrirgefningabeiðni sökudólga.  Ég hef reyndar ekki heyrt margar fyrirgefningarbeiðnir ennþá, man ekki eftir neinni nema frá Jóni Trausta á DV og Illugi hefur huggað hann og segir "Þetta er ekki þér að kenna, Jón Trausti!"

Þegar samkomunni var slitið þá hófust skrílslætin. Það voru anarkistar að ég held. Það var fólk með svarta fána og skilti þar sem það bölvaði auðvaldi, bönkum og kapítalisma. Mjög myndrænt og listrænt og svo kveikti fólkið líka elda og hrópaði vígorð.  Mér heyrðist það bölva öllu, já ég heyrði ekki betur en það hrópaði í takt "Alla burt".  Svo tók ég allt í einu eftir því að einn mótmælenda sem hafði sig mikið í frammi  og hrópaði niður auðvaldið var sú sama og ég tók eftir þegar ég var í vikunni stödd í Borgarbókasafninu. Hún var þar  að kaupa mjög flotta fartölvu af fyrrum bankamanni. Það var engin krepputölva. Svo tók ég líka eftir að einn anarkistanna er hálfbróðir dóttur minnar. 

Hér fyrir ofan er 3. mínútu myndbrot af skrílslátunum. Ég kalla þessa stuttmynd Flott tölva. Tek fram að samkoman áður var alls ekki svona, hún var hins vegar ekki eins myndræn og skrílslætin. 


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttukveðjur til allra sem voru að útskrifast í dag

Þau sem voru að útskrifast í dag koma sennilega út í verstu aðstæður til að sækja um vinnu og fá sennilega ekki núna vinnu í því sem þau hafa menntað sig til. En öll él styttir upp um síðir.  Það er búið að vera svo mikil eftirspurn eftir fólki undanfarin ár að íslenskt samfélag er ekki búið undir þessar aðstæður, að margir nemendur útskrifist og geti ekki fengið vinnu vegna þess að hvergi er ráðið inn fólk.  Mágkona mín var að útskrifast í dag með BA próf. Hún er heppin að hafa vinnu, hún ber núna út póst. Hún hefur líka unnið á dvalarheimilinu Grund undanfarið ár og kunni vel við það starf. Ef til vill veldur ástandið því núnaa

Það er mikilvægt að samfélagið skapi aðstæður til að það fólk sem nú útskrifast úr skólum geti tekið þátt í að búa til ný atvinnutækifæri á Íslandi. Það er betra að búa til þróunarverkefni þar sem fólk vinnur að hönnun eða einhvers konar uppbyggingu sem endilega er ekki bein framleiðsla  heldur en að fjöldi fólks sé beint á atvinnuleysisskrá.


mbl.is Háskólinn mun svara kalli samtímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti vetrardagur

Er fyrsti vetrardagur í dag? Ég hef ekkert fylgst með veðrinu, ekki síðan ég fór í bjartsýnisgöngu í Esjuhlíðar með dóttur minni sem núna bíður eftir símtalinu frá Kaupþingsbankanum nýja. Núna horfi ég á trén út um gluggann hjá mér og sé að öll laufblöðin er farin á trjánum  og nú sé ég athafnalífið hinum megin við veginn. Reyndar hélt ég að eitthvað stórslys hefði gerst, það voru alls konar björgunarsveitabílar og sjúkrabílar og bláar sírennur sem ennþá blikka. En þetta er sennilega ekki slys, sennilega er þetta einhvers konar þing björgunaraðila þar sem einn liður í því er að sýna græjurnar.

Í dag ætla ég að fara út og skoða veðrið úti og fagna vetri, ég ætla út í hlýju íslensks vetrarveðurs  út úr lemjandi frosthríð fjármálafárviðris.  Það er sniðugt og viðeigandi að fara í sund og fara í fjölskyldugarðinn og skoða náttúruna inn í Reykjavík. Svo er kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg og samstaða á Austurvelli. Ég held að auglýst hafi verið að eitthvað um að mótmæla þögn ráðamanna, það er ekkert viðeigandi lengur því bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa mikið verið í sviðsljósinu. Ég hef heldur enga orku í neina mótmælastöður, ég vil bara fara í samstöður þessa daganna. 

Ég er þessa daganna að rifja upp hvernig ég hef hegðað lífi mínu undanfarin ár og hvaða hugmyndir ég hef haft um samtíð mína. Ég spyr mig þeirrar spurningar, átti ég einhverja sök? Spilaði ég með í þeirri spilakassamenningu og ofurtrú á markað og einkaframtak sem einkenndi íslenskt samfélag?

Hefði ég átt að vara kröftugar við? 

Ég hef skrásett líf mitt á blogg alveg frá apríl 2001 svo ég get farið yfir hvað ég hef hugsað. Ég þarf að fara yfir  allar færslur mínar sem ég get tengt við það sem nú er að gerast.

Það eru örugglega mörg hundruð blogg. Hér eru tvö þeirra þar sem ég fjalla um náttúruna kringum Reykjavík og hve mikil villuljós eru í samfélagi sem gengur út á fjárhættuspil 

 Fjárhættuspil er fátækraskattur

Hver á Heiðmörk, Esjuhlíðar og Úlfarsfell?

 


mbl.is Gerum okkur dagamun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skilvirkni fjármálamarkaða hefur skaddast, tímabundið"

Það er gott að nú hafi Íslendingar leitað til IMF. Það var eini sjáanlegi kosturinn í stöðunni. Ég er fegin að Geir Haarde er forsætisráðherra. Geir og Ingibjörg eru gott fólk í forustu núna og við sem tilheyrum öðrum flokkum eigum að skilja að það besta fyrir Ísland er að við stöndum öll  á bak við þau á meðan á mestu hremmingunum stendur.  Það þarf svo seinna að fara fram uppgjör og greina hvað  gerði þennan skell svona stóran og hverjir sem áttu að gæta hagsmuna almennings gerðu það ekki.

Geir er greindur maður og hann er hagfræðingur og skilur gangvirki fjármálamarkaðarins. Reyndar skilur hann betur hvernig hagkerfið sem hvarf  virkaði  og  hann áttar sig ekki á því að það kemur aldrei aftur. Geir kallaði kreppuna lengi vel mótvind. Hann er markaðshyggjumaður og hann telur að hrundar rústir fjármálamarkaðar se einhvers konar tímabundin löskun. Ég held að þetta sé endir ákveðins tímabils.

Geir talar um að lífskjör muni versna hérna á þessu ári og næsta. Fólk á Íslandi verði að færa fórnir á meðan við séum að vinna okkur upp úr þessum öldudal.  Þetta minnir mig á þegar ég var lítið barn þá var faðir minn trúaður sanntrúaður kommúnisti en allar fréttir  sem við höfðum frá löndunum hinu megin við járntjaldið voru þannig að þeir höfðu það miklu verra en við. Ég spurði mömmu mína Framsóknarkonuna hvernig stæði á þessi, hvernig virkaði þessi kommúnismi sem ætti að hjálpa öllum en mér virtist hann gera alla fátæka og auka eymd. Ég man ennþá það sem mamma sagði, hún sagði að þetta gengi út á að fólkið væri að færa fórnir til að hafa það betra í framtíðinni.

Svo þegar venjulegir Rússar voru búnir að færa fórnir í marga áratugi þá brotnaði kommúnistakerfið þeirra og olíarkarnir tóku yfir afraksturinn af öllum fórnunum.

En við verðum sem sagt öll að færa fórnir næstu árin.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð í skjóli kreppu

Því miður er þannig ástand núna í Bretlandi ríkisstjórnin þar virðist geta farið fram gagnvart grannþjóðum, beitt hryðjuverkalögum til að kyrrsetja eignir og beitt engum lögum til að selja eignir. Dagurinn í dag er einn svartasti dagurinn í kauphöllum heimsins. Það bendir allt til þess að heimurinn sé að fara sömu leið og Íslendingar. Sennilega verður að loka kauphöllum. Norska kauphöllin hefur farið niður 10% í dag.

Það er margt gruggugt að gerast.  Gestur rifjar upp lagagreinar um landráð, sjá hérna Til íhugunar fyrir Björgúlfana

Það er hins vegar svo að  áætlanir og yfirlýsingar Björgúlfana hafa ekki staðist.  Og það er margs skrýtið í þeirra fyrirtækjarekstri síðustu fimm árin. Þeirra fyrirtæki er Eimskip og þeir Björgólfsfeðgar voru tilbúnir að bjarga Eimskip

Það var blekking. 

Fyrir mörgum árum þá ákvað ég að ég skyldi komast yfir  einn hlut af 200.000 hlutum í kvóta íslenskra sjávarútvegsins, ég skyldi kaupa upp minn skerf af kvótanum í hlutfalli við fjölda Islendinga úr því að útgerðarmönnunum hefði verið afhentur hann. Ég setti sparifé mitt til að kaupa fyrirtæki sem áttu kvóta Reykvíkinga. Það var auðvitað fyrst gamla Bæjarútgerðin sem núna heitir HB GRandi og svo var það Eimskip. Ég stúderaði ársreikninga Eimskips og sá að það fyrirtæki átti stóran part af kvóta Íslendinga, það hafði markvisst sankað að sér sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég var því glöð að eiga minn skerf af kvótanum í gegnum Eimskip. En þá komust Björgúlfsfeðgar inn í þetta og fyrirtækjasplittengarnar hófust. Eimskip splittaðist í Burðarás og Eimskip og einhverjir (hverjir?) hrifsuðu til sín kvótann sem Eimskip átti. Ég varð allt í einu orðin eigandi að hlutabréfum í einhverju fjárfestingarfélagi, ég sem hafði einmitt keypt í Eimskip vegna þess að ég vissi að það félag átti skip og það félag átti sjávarútvegsfyrirtæki.  Eftir það langaði mig ekkert til að eiga lengur í þessum félögum og seldi bréfin í Burðarás.  Sem betur fer.

Ég á náttúrulega ekki að vorkenna neinum sem grunaður er um landráð og tilræði gegn Íslendingum en ég get ekki annað en sagt að Björgólfur eldri er eindæma seinheppinn varðandi tímasetningar þessa daganna. Þannig virkaði Hafskipsbókin sem hann lét skrifa til að útbreiða það sem honum fannst vera sannleikur ekki neitt vel þegar hún kom út á sama tíma og Ísland var slegið niður. Eins hugsa ég að kombakkið hans í Morgunblaðinu um helgina geti nú farið á ýmsa vegu. Björgólfur hefur alltaf lagt kapp á að eiga fjölmiðla og hafa hinar talandi stéttir í vinnu hjá sér.  Kannski eru einhverjir ennþá eftir sem hann greiðir kaup?


mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðlega fjármálamiðstöðin London og barátta breskra við hryðjuverkamenn

Afrit af símtali Darlings og Árna er rakið að hluta í FT, sjá hérnaTranscript challenges UK position on Iceland

Samtalið er algjörlega í samræmi við það sem ráðamenn á Íslandi hafa haldið fram og sýnir ekki annað en vilja Íslendinga til að leysa málin. Neyð okkar Íslendinga mikil og ofan á það bættist að bresk stjórnvöld fóru í stríð við okkur, stríð sem háð er í spindoktoraleik í breskum fjölmiðlum og stríð sem er háð með hryðjuverkalögum.

Það er ekki víst að breskur almenningur átti sig á  hve hroðalega ráðamenn breskir stóðu að þessu máli og hve alvarlegar afleiðingar það kann að hafa á London sem miðstöð í fjármálaviðskiptum heimsins. Ég hugsa að  fólki á Bretlandi sem fylgist ekki vel með mannréttindamálum og hvernig terroristalögum er beitt átti sig ekki á alvöru málsins heldur sjái frekar ráðherra sem er grimmur og harður í að gæta að sparifé breskra þegna. 

Þetta mál er alvarlegt fyrir Ísland en þetta er grafalvarlegt fyrir allan heiminn og öll þau lönd sem eiga einhver viðskipti við hina alþjóðlegu fjármálamiðstöð í Bretlandi. Það eru sennilega flest lönd heimsins.  Með því að beita hryðjuverkalögum til að þvinga smáríki á barmi þjóðargjaldþrots inn í ennþá hörmulegri stöðu í stað þess að leysa ágreiningsmál eftir hefðbundnum lagalegum leiðum þá sýndi breska ríkisstjórnin fádæma ofbeldi.

Gerðir breskra stjórnvalda eru stríðsyfirlýsing. Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð 21. aldar og við sjáum nú sem þátttakendur í þannig stríði hvernig andstæðingar eru teiknaðir upp af stjórnvöldum. 

Vonandi lærir heimurinn á þessum viðbrögðum Breta og áttar sig á því hvað stríðið gegn hryðjuverkum er farið að taka á sig hryllilegar myndir, orðin réttlæting fyrir gerræðisstjórn. Vonandi lærum við  Íslendingar á þessum viðbrögðum Breta, vonandi lærum við að það eru mjög margir sem hafa verið í sömu stöðu, ekki síst múslimar í London. Ég fór til London um það leyti sem seinni sprengjutilræðið voru í London og dvaldi í Austur-London í nokkrar vikur. Hvar sem ég kom þá sá ég einangrun fólks af múslimaþjóðerni, ég sá oft í kringum brautarstöðvarnar lögreglu handtaka fólk og yfirheyra og ég sá alla veitingastaði  austurlandabúa í Brick Lane tóma. Margir múslimar sem ráku  lítla veitingastaði og verslanir hafa örugglega orðið gjaldþrota. Hvar vetna mættu múslimar miklum fordómum í bresku samfélagi og gera ennþá. Samt vita allir sem það vilja kynna sér að trú þeirra er boðskapur friðar og kærleika og samhyggju milli manna alveg eins og kristin trú. Og flestir múslimar sinna trú sinni ekki af meira offorsi né pæla meira í trúmálum heldur en við Íslendingar gerum. Við vonandi getum dregið lærdóm af þessum aðförum Breta, þann lærdóm að grimm og völdug stjórnvöld með hættulega hryðjuverkalöggjöf geta búið til hryðjuverkafólk úr norrænum fiskimannaþjóðflokki sem býr á afskekktri eyju og neitar að hafa her.

Hér er um samtalið sem gerði Íslendinga að hryðjuverkamönnum:

At no point does the Icelandic finance minister state unequivocally that Iceland would not honour its obligations.

Instead, Mr Mathiesen says that Iceland plans to use its compensation scheme to try to meet obligations to British depositors.

Mr Darling told BBC Radio on October 8: “The Icelandic government, believe it or not, have told me yesterday they have no intention of honouring their obligations here.”

The Icelandic government believes that Mr Darling’s state

Iceland’s perceived refusal to honour its obligations was also instrumental in convincing the British government to use anti-terror legislation to freeze Icelandic banking assets to try to protect depositors.

Hér eru minningarbrot mín sem ég hef skráð á blogg af ferðum mínum til London, ferðum sem voru farnar áður en við Íslendingar urðum hryðjuverkaþjóð í augum breskra stjórnvalda: 

Ég skráði minningar mínar frá London 2005 hérna London ..... Strætisvagn No. 26 á Hackney Road

London minnir mig á strætisvagn  No. 26  á  Hackney Road  í  Bethnal Green  en það var sprenging í þeim vagni 21. júli 2005 einmitt á sama tíma og ég kom til London og var á leiðinni í þetta hverfi. London minnir mig á löggur og hermenn. London minnir mig á Brick Lane og karrýstaði  þar sem engir viðskiptamenn koma og moskuna í Finbury Park.

Hér er líka gamalt blogg um þegar ég kom í London 21. júlí 2005

1.7.05
      ( 10:03 PM ) Salvor  
London i dag
Vid forum til London gegnum Stansted i morgun. Vid skiptum a ibud og bil vid fjolskyldu sem byr i Austur London, nalaegt brautarstodinni Bethnal Green. Vid thurftum ad syna vegabrefin okkar alla vega fjorum sinnum a Islandi og a flugvellinum i Stansted thegar vid lentum thar rett fyrir hadegi voru vigalegir logreglumenn med alvaepni i vegabrefaskoduninni, their gengu eftir rodinni af Islendingum sem bidu med hendi a gikknum a velbyssu og their voru lika med skammbyssur og thad glytti i handjarn i rassvasanum. Vid gontudumst med thetta, Bretar vaeru ordnir paranoid eftir 7. juli og vid toldum ad thetta vaeri lika odrum thraedi syning, svona til ad syna almenningi ad thad vaeri verid ad passa obreytta borgara.

Svo tokum vid rutu fra Terravision sem for fra Stansted kl. 12.30 og atti ad fara ad Liverpoolstreet og svo a Victoria stodina. Vid satum i naestaftasta saetinu. Rett adur en rutan for tha uppgotvadi madur i aftursaetinu ad thar var bakboki sem enginn i aftasta saetinu atti. Hann spurdi okkur i naestu saetum hvort vid aettum hann en enginn kannadist vid thad. Madurinn for med bakpokann fram i rutuna og eg held ad bakpokinn hafi verid fjarlaegdur, svona farangur sem skilinn er eftir i almenningssamgongutaekjum er litinn alvarlegum augum og vid hugsudum eins og allir hugsa i London nuna ad thad vaeri gott ad folkid i saetinu fyrir aftan okkur vaeri a verdi. Madur veit aldrei.. Brostum lika yfir hvad vid erum ordin tortryggin. Rutan for um sveitirnar i nagrenni London og vid spadum i hvad vaeri verid ad raekta a okrunum og hvada trjategundir yxu a morkum akurteiganna.

Vid komum a Liverpoolstodina kl. 13.30 og akkurat tha hafdi verid tilkynnt um sprengingu i straetisvagni i Bethnal Green. "1330: Police respond to reports of an explosion on a Number 26 bus in Bethnal Green, east London. There are no injuries." Vid vissum thad ekki tha, vissum bara ad thad var undarlega erfitt ad fa leigubil. Vid vissum fyrst af sprengingunum thegar Gyda sem vid vorum ad fara til hringdi og sagdi ad Hackney Road og stor hluti af hverfinu i kring vaeri lokad en vid vorum ad fara i husid hennar sem er thar rett hja. Vid komumst tho thangad a endanum eftir ad hun hafdi gefid bilstjoranum fyrirmaeli um hvada leid hann aetti ad fara. Allan daginn hafa verid mikil laeti her i hverfinu ut af sirennum logreglubila og hopum logreglumanna sem her fara um a motorhjolum. Thad eru enntha i kvold borgarlogreglur a verdi vid Hackney road her rett hja. En nuna adan var eg ad sja i frettum ad i einhverjum af sprengingunum i dag tha var thad bakpoki sem skilinn hafdi verid eftir sem sprakk i loft upp. Eg get ekki annad en hugsad til bakpokans sem var i rutunni i morgun, a sama tima og hinar sprengingarnar, get ekki annad hugsad en hvad ef thad hefur verid sprengja i theim bakpoka..

Brautarstodin herna hja okkur Bethnal Green var vettvangur harmleiks i heimstyrjoldinni sidari, fjoldi folks hafdi leitad thar skjols vegna loftarasanna a London og margir letust thegar sprengjur fellu thar. Thessu atviki var haldid leyndu thangad til i stridslok, ad eg held til ad draga ekki kjark ur ibuum London a medan a loftarasunum stod. En nuna er onnur ogn, sprengjurnar koma innan fra og thad er talad um "the enemy within" og ovinurinn er ad vinna, nuna hafa stjornvold enginn rad til ad takmarka frettaflutning sem eydileggur barattuthrek borgarbua - ovinurinn er ad vinna fjolmidlastridid og sa otta og tortryggni i salu allra sem nota almenningssamgongur herna i borginni.

En thratt fyrir ad komu okkar her til Austur London hafi komid a thessum tima tha hofum vid thad gott herna og kunnum vel vid okkur. Vid erum i meira en hundrad ara gomlu radhusi med longum og villtum og frabaerum gardi og vid enda gardsins er siki og hinum megin vid thad er Viktoriugardurinn. Thetta er eins og ad vera ut i sveit en vera samt midsvaedis i London. Folk er a batum a sikinu og Thames ain er her stutt fra. Pete segir frabaera gonguleid ad fylgja sikinu ad Thames. Eg kann strax vel vid mig herna og hlakka til ad verda "East ender" naesta halfa manudinn. Vona samt ad thad verdi meira folgid i ad skoda mannlifid og menninguna og umhverfid en ad fylgjast med og ottast sprengjur.

Eg las i frettunum a BBC adan:"The attacks took place almost simultaneously, at about 1230 BST." Mer finnst othaegilegt ad hugsa um ad einmitt tha var eg i rutu thar sem fannst bakpoki sem enginn kannadist vid og vid oll sem vorum i oftustu saetunum i rutunni vorum ad hugsa um hrydjuverkaognina.

 


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér hryðjuverkamenn

Fjármálaorð dagsins er "stagflation". 

Kreppuorðabókin hjá BBC útskýrir stagflation svona: "The dreaded combination of inflation and stagnation - an economy that is not growing while prices continue to rise".

Það er magnað hvað ég hef lært mikið í ensku síðustu vikurnar, alls konar orð sem ég vissi ekki að væru til ... sem skiptir kannski ekki miklu því mörg hver lýstu fyrirbærum sem þurrkuðust út og hurfu í risastórri manngerðri flóðbylgju sem nú skellur yfir heim allan.

Þetta er ef til vill eitt risastórt samsæri til að velta heiminum á hliðina eins og höfundur greinarinnar the Iceland syndrome ýjar að. Það er nú samt ekki auðvelt að sjá að neinn sé að græða á ástandinu af þeim sem heimsálfu okkar byggja. Vissulega hafa herkonungar allra tíma notað peninga til að greiða sér leið og tryggja völd sín. Sagði ekki Hammúrabí hinn forni að enginn borgarmúr væri svo hár að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir?  Núna þarf ekkert að sigra þjóðir með mútufé. Það er nóg að senda inn eldsprengjur í fréttum um að einhver hlutabréf á verðbréfamarkaði standi tæpt, þá verður einhvers konar sjálfsíkveikja, þá fuðrar samfélagið upp af sjálfu sér og splundrast. Þetta sparar marga asna.

Í greininni The Iceland Syndrome þá hugleiðir höfundur:

To put it another way: If you wanted to destabilize a country, wouldn't this be an excellent time to do it? If Country X's stock market can crash after the publication of a single article in an obscure newspaper, think what might happen if someone conducted a systematic campaign against Country X. And if you can imagine this, so can others. 

 Hmmm... þegar ég hugsa þetta upp á nýtt og pússa gleraugun betur þá sé ég þetta miklu skýrar. Við erum fórnarlömb, við höfum orðið fyrir hryðjuverkaárás inn á fjármálamarkaðinn hérna og það hefur velt öllu á hvolft. Nú þarf bara að bíða eftir að einhver lýsi verknaðinum á hendur sér. Það getur verið löng bið en mér líður alla vega betur eftir þetta nýuppgötvaða píslarvætti. Það er betra að vera fórnarlamb heldur en gerandi, heldur en sjóræningaútrásarÍslendingur sem rænir og ruplar alls staðar í útlöndum. 

Mér líður eins og þegar ég prófaði Hljómskálann hennar Þórunnar Valdimarsdóttur, sjá þessa frásögn af vitrun minni þar.  Í bók Þórunnar á bersyndugt fólk athvarf og gestgjafar í hljómskálanum eru Samtök sannleikans en um þau segir:

"Þessi ameríska hreyfing byggir á þeirri sálfræðilegu staðreynd að fólk bætir líðan sína með því að opna sig. Það hefur reynst mörgum vel að koma í ræðustól í Hljómskálanum, en ekki síður að setjast síðar í ró og næði heima við tölvuna og halda áfram að ræða um sín mál á Netinu. Allir hafa aðgengi að heimasíðunni okkar en sumir kjósa að skrifa þar undir dulnefni, meðan að fleiri og fleiri horfast í augu við heiminn með allt sitt. Í þeim hópi er að sumra dómi afbrotafólk, sem kýs að hafa syndir sínar öllum opnar á Netinu, með eigin apologiu. Æ fleiri viðurkenna að gott og illt hafi óljós mörk."

Eða er ég ennþá hryðjuverkamaður (hér fer betur á að segja hryðjuverkakona)? 

Hvenær byrja réttarhöldin?

Er ég orðin að  bjöllu?


mbl.is Svíþjóð hikandi um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveðurskýin hrannast upp

ovedursky Það er enginn huggun fyrir okkur Íslendinga að allt bendir til að heimskreppan skelli líka á aðrar þjóðir með miklum þunga. Financial Times birti í fyrradag þetta efnahagslega veðurkort fyrir Evrópu.

Það eru mörg lönd sem eru í þrumuveðri, þar eru Ísland, Ungverjaland, Írland og Eystrasaltsþjóðir. Svo er alls staðar spáð miklu meira atvinnuleysi. Það kemur auðvitað langverst niður þar sem atvinnuleysi var mikið fyrir eins og á Spáni. Heildaratvinnuleysistölur eru líka villandi, atvinnuleysi er  miklu meira meðal ungs fólks. 


mbl.is Mikil lækkun á Asíumörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband