Fyrsti vetrardagur

Er fyrsti vetrardagur í dag? Ég hef ekkert fylgst međ veđrinu, ekki síđan ég fór í bjartsýnisgöngu í Esjuhlíđar međ dóttur minni sem núna bíđur eftir símtalinu frá Kaupţingsbankanum nýja. Núna horfi ég á trén út um gluggann hjá mér og sé ađ öll laufblöđin er farin á trjánum  og nú sé ég athafnalífiđ hinum megin viđ veginn. Reyndar hélt ég ađ eitthvađ stórslys hefđi gerst, ţađ voru alls konar björgunarsveitabílar og sjúkrabílar og bláar sírennur sem ennţá blikka. En ţetta er sennilega ekki slys, sennilega er ţetta einhvers konar ţing björgunarađila ţar sem einn liđur í ţví er ađ sýna grćjurnar.

Í dag ćtla ég ađ fara út og skođa veđriđ úti og fagna vetri, ég ćtla út í hlýju íslensks vetrarveđurs  út úr lemjandi frosthríđ fjármálafárviđris.  Ţađ er sniđugt og viđeigandi ađ fara í sund og fara í fjölskyldugarđinn og skođa náttúruna inn í Reykjavík. Svo er kjötsúpudagurinn á Skólavörđustíg og samstađa á Austurvelli. Ég held ađ auglýst hafi veriđ ađ eitthvađ um ađ mótmćla ţögn ráđamanna, ţađ er ekkert viđeigandi lengur ţví bćđi forsćtisráđherra og utanríkisráđherra hafa mikiđ veriđ í sviđsljósinu. Ég hef heldur enga orku í neina mótmćlastöđur, ég vil bara fara í samstöđur ţessa daganna. 

Ég er ţessa daganna ađ rifja upp hvernig ég hef hegđađ lífi mínu undanfarin ár og hvađa hugmyndir ég hef haft um samtíđ mína. Ég spyr mig ţeirrar spurningar, átti ég einhverja sök? Spilađi ég međ í ţeirri spilakassamenningu og ofurtrú á markađ og einkaframtak sem einkenndi íslenskt samfélag?

Hefđi ég átt ađ vara kröftugar viđ? 

Ég hef skrásett líf mitt á blogg alveg frá apríl 2001 svo ég get fariđ yfir hvađ ég hef hugsađ. Ég ţarf ađ fara yfir  allar fćrslur mínar sem ég get tengt viđ ţađ sem nú er ađ gerast.

Ţađ eru örugglega mörg hundruđ blogg. Hér eru tvö ţeirra ţar sem ég fjalla um náttúruna kringum Reykjavík og hve mikil villuljós eru í samfélagi sem gengur út á fjárhćttuspil 

 Fjárhćttuspil er fátćkraskattur

Hver á Heiđmörk, Esjuhlíđar og Úlfarsfell?

 


mbl.is Gerum okkur dagamun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband