Mannauður í bönkunum - Bjartsýnisganga á Esjuna

IMG_1549

Við ættum að huga að því núna að það er mikill mannauður meðal starfsmanna íslensku bankanna, bæði meðal þeirra sem núna takast á við það mikla verkefni að byggja aftur upp úr rústum íslenska bankaþjónustu og líka meðal þeirra sem ekki halda vinnunni.  Störf í fjárfestingarfyrirtækjum og bönkum hafa undanfarin ár tekið til sín margt hæfileikafólk, margir starfsmenn eru sérmenntaðir í einhvers konar viðskipta- og markaðsfræðum en margir eru líka með ýmis konar annars konar menntun. 

Það er afar sorglegt að blómlegur atvinnugrein sem veitti mörgum vinnu leggist nú á hliðina en þetta er að gerast alls staðar í markaðskerfi heimsins, það er eflaust mælt í hundruð þúsunda allir bankastarfsmenn sem eru að missa vinnuna í heiminum í dag. Vonandi mun það fara svo að samfélagið nýtir hugvit og krafta þeirra sem nú missa vinnuna við að byggja upp annars konar atvinnustarfsemi, ég er sannfærð um að einmitt í bönkunum hafi verið samankomið einmitt það hugvit sem samfélög þurfa á í dag. Það voru aðstæður sem voru ekki í valdi venjulegra bankastarfsmanna sem veltu fjármálakerfi heimsins á hliðina. Það er mjög erfitt hjá mörgum bankastarfsmönnum á Íslandi í dag og við þurfum að standa við bakið á því fólki.

esjan-salvor

 Það er ennþá éljaveður og fárvirði í samfélaginu og óvissa um hvernig lendingin verður. Ég fór á laugardaginn í bjartsýnisgöngu með Ferðafélaginu upp á Esjuna, það hjálpar til að horfa yfir þessa yndislega fallegu borg ofan af þessu fjalli sem hefur verið hluti af tilveru minni síðan ég man eftir mér. Ég hugsaði þegar ég horfi niður á Reykjavík að þessi borg með þessi miklu landgæði gæti ekki annað en staðið af sér þetta óveður og hún mundi í fyllingu tímans halda áfram að vaxa og dafna. Það hafa oft komið þrengingatímabil í sögu borgarinnar, saga hennar er lengri en saga mín. Yfir borginni gnæfir Esjan og þó allt sé á fleygiferð í veröldinni og mörg mannanna verk sem byggð eru úr efni sem ekki stenst áhlaup þá  stendur Esjan  ennþá á sínum stað.
Esjan er fjallið í Reykjavík.

Efri myndin er af dóttur minni bankastarfsmanninum í bjartsýnisgöngunni á Esjuna og neðri myndin er af mér.


mbl.is Um 300 fá ekki störf í Nýja Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband