Hvað er hægt að gera í ástandi sem er verra en þjóðargjaldþrot?

Það er of snemmt að  stilla upp hverjar þær skuldir eru sem Íslendingar þurfa nú að greiða vegna lögbundinna ábyrgða, það á eftir að selja þær eignir sem bankarnir áttu. Það hins vegar er engin ástæða til bjartsýni, sérstaklega ekki þegar við sjáum hvernig gráðuðir fésýslumenn eru eins og hrægammar að kaupa núna upp eignirnar fyrir aðeins brot af því sem þær hefðu farið fyrir ella. Eigur bankanna eru á brunaútsölu og það getur líka verið að stór hluti þessarra eigna séu einhvers konar bankapappírar sem misst hafa verðgildi sitt þegar bankaspilaborg heimsins hrundi.

Í  versta falli verða skuldirnar kannski þjóðarframleiðsla nokkurra ára á Íslandi. Það eru óheyrilega miklar skuldir og ef svo fer þá má hugleiða hvort hér sé ekki alveg brostinn grundvöllur til að halda uppi sjálfstæðu ríki. Svona stórskuldugt ríki hefur enga möguleika að standa vörð um hagsmuni þegna sinna og við getum ekki greitt þessar skuldir nema með stórkostlegum skattahækkunum eða með því að selja frá okkur allt sem gæti tryggt framtíð okkar. 

Sumir horfa á Evrópusambandið og það er nú örugglega þannig að við getum ekki verið hér innimúruð í krónufangelsi. Það virðist allt benda til þess að við séum á þeirri leið. Hins vegar er stefna Evrópusambandsins varðandi auðlindir okkar ekki góð. 

Það kann að vera miklu betra fyrir okkur að gangast aftur Noregskonungi á hönd.  Við höfum sömu hagsmuni og Norðmenn varðandi auðlindir hafsins og stórt ríki á Norðurslóðum hefur meiri slagkraft en lítil og dreifð þegar baráttan hefst fyrir alvöru um Íshafið.


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að rithöfundurinn Erich Maria Remarque hafi svarað spurningu þinni um það hvernig ástand sem er verra en þjóðargjaldþrot lítur út í bók sinni "Fallandi gengi". Þýskaland millistríðsáranna þurfti að gjalda óheyrilegar stríðsskaðabætur = fé út úr landi fyrir ekkert á móti.

Með þessu hef ég ekkert svartsýnisraus, heldur dreg ég upp einn möguleika sem getur komið upp hjá okkur, ef við þurfum að standa skil á kröfum erlendis frá fyrir yfirsjónir og gjaldþrot á okkar vakt og okkar ábyrgð. Spurning hvort við eigum kröfur á móti sem verða í heiðri hafðar. Þann möguleika hafði Þýskaland millistriðsáranna aldrei, því þeir voru gerðir einir ábyrgir fyrir fyrra stríðið.

Áhugavert verður að gera upp gjörninga Bush stjórnar og annara stórveldastjórna í þessu samhengi - þeir sem mest höfðu sig í frammi hljóta að bera mesta ábyrgð, þótt það geri okkar útrásarvíkinga og stjórnarherra ekki "stikkfrí".

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:52

2 identicon

Ég las þessa mbl-frétt eins og margir og varð svartsýnn. Enda er fyrirsögnin ein sú hrikalegasta sem hefur verið sett sem fyrirsögn fréttar í sögu Íslands held ég.

En svo las ég þessa færslu og varð bjartsýnni

http://www.teamxslow.net/news.php?id=92&action=full

Ari (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband