Óveðurskýin hrannast upp

ovedursky Það er enginn huggun fyrir okkur Íslendinga að allt bendir til að heimskreppan skelli líka á aðrar þjóðir með miklum þunga. Financial Times birti í fyrradag þetta efnahagslega veðurkort fyrir Evrópu.

Það eru mörg lönd sem eru í þrumuveðri, þar eru Ísland, Ungverjaland, Írland og Eystrasaltsþjóðir. Svo er alls staðar spáð miklu meira atvinnuleysi. Það kemur auðvitað langverst niður þar sem atvinnuleysi var mikið fyrir eins og á Spáni. Heildaratvinnuleysistölur eru líka villandi, atvinnuleysi er  miklu meira meðal ungs fólks. 


mbl.is Mikil lækkun á Asíumörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Það hefði verið fróðlegt ef Ameríkurnar væru með á veðurkortinu ásamt eyjaálfu - en þetta er samt fróðlegt. Spurning hvort úrræðin eru færri eða fleiri að við lendum í þrotum/nær þrotum í heimskreppu.

Því er kannski ómögulegt að spá fyrr en eftir fund 20 helstu iðnríkja heims þann 15 nóvember næstkomandi.

Anna Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

ég fæ ekki betur séð en að tölum beri ekki alveg saman í þessu korti Financial Times og gögnum alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem má sjá á slóðinni.

http://www.imf.org/external/datamapper/index.php

Það breytir þó í sjálfu sér litlu fyrir okkur. Samkvæmt yfirlitskorti IMF verða það Íslendingar og Lettlendingar sem munu upplifa mestan efnahagssamdrátt á komandi misserum.

Anna Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:21

3 identicon

Hér kemur tilvísun á vef saenska sjónvarpsins og fréttaskýrendatháttinn "Agenda"
frá sídastlidnum sunnudegi. Fyrir thá sem skilja saensku er thetta mjög fródlegur tháttur um orsakir fjármálakreppunnar.

http://www.svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=96001&lid=puff_1251130&lpos=lasMer 

 Smellid sídan á tháttinn til haegri vid myndina. M.a er vidtal vid Paul Krûgman thar sem hann kemur inn á erfidleika Íslands ef ég man rétt.

S.H. (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband