Fangelsið í næsta húsi

Í fangelsinu á  Litla-Hrauni þarf tvöfalda rafmagnsgirðingu, strangar öryggisreglur, fjölda  fangavarða og  lása til að halda sakamönnum þar innan dyra. Í fangelsinu á Laugarteig þarf ekkert slíkt og það þarf ekki einu sinni að aðvara nágranna í Teigahverfinu að þarna sé rekið fangelsi fyrir hættulega glæpamenn inn í friðsælli íbúagötu. Því það er ekki kallað fangelsi á opinberum pappírum, það er kallað áfangaheimili fangahjálparinnar Verndar. Samt eru sennilega allir sem þar búa ennþá að afplána fangelsisdóm en þeir fá samþykki hjá Fangelsismálastofnun að gera það á Vernd. Fyrir mörgum árum voru þarna eingöngu hvítflibbaglæpamenn en raunar höfum við íbúarnir í Teigahverfi enga vitnesku um hverjir eru vistaðir þarna nema þá vitneskju sem við fáum í gegnum fjölmiðla og það er þá aðallega fréttir um þá sem hafa brotið af sér á meðan þeir dvöldu á Vernd.

Þannig höfum við fengið að vita í blöðum að þarna á Vernd hafa verið vistaðir margir af hættulegustu glæpamönnum Íslands,  þarna var Stóragerðismorðinginn, þarna var Sólbaðsstofuræningjinn, þarna var Gústi guðsmaður, þarna var annar tvíburanna sem myrti mann upp í Heiðmörk, þarna var ofbeldismaðurinn T.  sem núna hefur verið handtekinn vegna dópverksmiðju en hann er hættulegur ofbeldismaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir morðtilraun og margar líkamsárásir. Ágúst guðsmaður er margdæmdur barnaníðingur og hann reyndi að halda áfram að níðast á börnum á meðan hann var vistaður á Verndarheimilinu eins og berað var fyrir alþjóð í frægum Kompásþætti. Annar tvíburamorðinginn strauk frá Vernd en Fangelsismálastofnun auglýsti ekki að hættulegur strokufangi hefði strokið frá fangelsinu í Teigahverfinu, það liðu margir dagar þar til auglýst var eftir honum.  Fanginn T. var dæmdur í sex ára fangelsi í Hæstarétti en var tæpt ár á Kvíabryggju og síðan sumar og vetur á Vernd. Þegar hann dvaldi á Verndarheimilinu mun hann hafa lagt stund á  efnafræðinám sem skilaði sér þannig að skömmu eftir að hann fékk reynslulausn þá var hann handtekinn og grunaður um að vera höfuðpaur í stofnsetningu amfetamínverksmiðju.

Sú afgreiðsla Fangelsismálastofnunar að hafa hættulega ofbeldismenn, morðingja, nauðgara og barnaníðinga í opnu fangelsi í venjulegu íbúðahverfi í Reykjavík er stórundarleg svo ekkert sé meira sagt.  Þetta er hættulegt staða fyrir börn og aðra íbúa hverfisins og það er ömurlegt að hættulegum föngum sé sköpuð skilyrði til að halda áfram afbrotum sínum á meðan þeir eru í opnu fangelsi eða þeir fái tækifæri til að læra að fremja stórkostleg lögbrot.

Um fangann T. sem fékk aðstöðu til að búa í opnu fangelsi í íbúðahverfi og fékk líka aðstöðu til að læra að búa til dópverksmiðju þá segir þetta í hæstaréttardómi: 

T var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að E vopnaður stórum hnífi eða sveðju og höggvið í höfuð hans og líkama. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir fjórar líkamsárásir, brot á vopnalögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Tekið var fram að T væri nú sakfelldur fyrir mörg alvarleg brot og hefði með þeim rofið skilorð þriggja mánaða fangelsisdóms vegna tveggja líkamsárása og fleiri brota. Þá var vísað til fyrirliggjandi vottorða um hegðun og hagi T eftir að brotin voru framin og til þess að T hefði greitt E bætur í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms. Að því öllu virtu var hann dæmdur til að sæta fangelsi í sex ár.

Er eðlilegt að maður með svona dóm fái að afplána refsingu sína í opnu fangelsi í kyrrlátu íbúahverfi? 

Er eðlilegt að vista hættulega glæpamenn, morðingja, nauðgara, barnaníðinga og ofstopamenn í opnu fangelsi í venjulegri íbúðargötu? Það er í meira lagi undarlegt hvernig Fangelsismálastofnun hefur unnið í þessu máli. Ég hef oft áður vakið athygli á þessu hættulega ástandi, ástandi sem ógnar öryggi íbúa sem búa nálægt heimilum Verndar. Þessir íbúar vita ekki af þessum stórundarlega fangelsisrekstri sem hefur verið smyglað inn í hverfið hjá þeim án þess að neinn íbúi væri spurður um álit. 

Ég hef oft áður vakið athygli á þessu alvarlega máli, sjá m.a. þessi blogg: 

Morðinginn í næsta húsi

Hættulegir fangar í opnu fangelsi - Fangar á Vernd hafa oft brotið af sér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ótrúleg lesning, og það er meira í þessu;

http://www.visir.is/article/20081018/FRETTIR01/983149149
Það hefur eitthvað gerst þarna sem ekki er hægt að afsaka, og verður að skoða niður í kjölinn.  Ja það hefur breyst mikið síðan minn drengur var á Litla Hrauni afplánaði dóm fyrir að nota fíkniefni, bað um að fá að fara í stutt frí til að fylgjast með fæðingu sonar síns, en var neitað um það, af því að það væri ekki dvalarfangelsi á Ísafirði, hann var nú reyndar nokkrum sinnum lokaður þar inni áður fyrr.  En ég tel að þetta hafi eingöngu verið af mannfyrirlitningu og illgirni, en hún var ansi ríkjandi meðan fyrrverandi fangelsisstjórar voru þarna, bæði Haraldur og Kristján.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Ragnheiður

Svo fá strákar eins og minn (sem sat inni fyrir umferðarlagabrot) engan afslátt, kvaldir af sér "æðri" föngum þannig að engin leið fannst út önnur en sjálfsvíg.

Fangelsismál eru að mínu viti í miklum ólestri, sálfræðiþjónusta og slíkt er í molum, eftirlitið er ekkert...

Ragnheiður , 19.10.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband