Þurfa sömu lög að gilda hér og í öðrum Evrópulöndum?

Það var mjög upplýsandi það sem lögreglustjóri sagði í Kastljósi og það sem dómsmálaráðherra segir um framsal sakamanna. Ég er samt ekki viss um að það þurfi endilega að gilda sömu lög í öllum Evrópulöndum. 

Það var skrýtið í dag hvað fréttaflutningur í dag var mismunandi af þessu máli eftir því hvort maður las Moggann eða DV. Íslensku lögreglunni var líka borin mjög mismunandi sagan eftir því hvor fjölmiðillinn var. Svo kom þriðja sjónarhornið í kvöld í Kastljósi. Það var sjónarhorn Przemyslaw Plank sem mér skilst að núna hafi verið handtekinn, grunaður um aðild að morði í Póllandi.

Hér er brot úr viðtalinu í Kastljós við hann:

Mér sýnist á öllu að íslenska lögreglan þurfi að búa sig undir breytt landslag.

Mér sýnist reyndar að ríkisfjölmiðillinn RÚV sé kominn með nýja línu, þá línu að taka drottningarviðtöl við dæmda og stórhættulega menn sem sannarlega hafa framið mikla og alvarlega glæpi. Ég skrifaði á sínum tíma um viðtal RÚV manna við Kalla Bjarna þetta blogg  Dópsaladýrkun sjónvarpsins - Forvarnarverðlaun til þeirra! og svo fékk bróðir minn drottingarviðtal nýlega en hann hefur eins og alþjóð  veit verið dæmdur fyrir að nota orð Halldórs Laxness þegar hann rifjar upp bernsku sína án gæsalappa í endurminningabók  um Halldór. Þetta nýjasta viðtal við Przemyslaw Plank er sama krimmadýrkunin þó hann neitar aðild að pólsku mafíunni

Það hlýtur að vera krafa okkar borgaranna að Ríkisútvarpið sé ekki hefja svona upp til skýjanna dæmda menn  sem tengjast  skipulagðri glæpastarfsemi og hrottalegum glæpum eins og Kalla Bjarna með sinn skipulagða eiturlyfjainnflutning og yfirhylmingar, Hannes með sínar umfangsmiklu gæsalappasleppingar  og Przemyslaw Plank með jafnvel ennþá alvarlegri glæpi.


mbl.is Reglur um framsal einfaldaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill hjá þér.  Ég er alveg sammála þér þarna.  Málið er að lögregla og yfirvöld geta takmarkað tjáð sig um einstök mál, meðan þeir sem grunaðir eru, geta sagt hvað sem er, þannig skekkist myndin.  Hér verður að stíga varlega til jarðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já þessi drottningaviðtöl eru sérkennileg. Viðtalið við Kalla Bjarna var svaklega viðvaningslegt og skilaði engu.

Ég sá ekki viðtalið í gær en er ekki málið að engin handtökuskipun hafði verið gefin út? Mér finnst eins og það sé stóri punkturinn í málinu - að ekkert hafi verið hægt að aðhafast hér fyrr en að slík skipun lægi fyrir.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það þarf ekki merkilegan mannþekkjara til að sjá að þessi maður í Kastljósinu í gærkveldi er mjög varhugaverður einstaklingur.  Ég hitti  mann í morgun sem ég veit að þekkir vel til og spurði hann nokkurra spurninga. Hann sagði meðal annars að lögreglan hafi sjö sinnum þurft að hafa afskipti af honum. Þá sagði hann það einkenni á forhertum glæpamönnum að þeir geta setið pollrólegir á meðan bornir eru á þá svívirðilegir glæpir - eins og sást í gærkveldi.

Atli Hermannsson., 15.4.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta blogg hjá mér var nú eiginlega meint til að skopast að dagblöðum og sjónvarpi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.4.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband