2.7.2007 | 22:33
Lýðheilsa og áfengisstefna
Það er skylda stjórnvalda að tryggja stöðugleika í samfélaginu, jafna lífskjör og gera lífsskilyrði þegn anna sem best með því að passa að þeir skemmi ekki og steli eigum hverra annarra og eitri ekki hver fyrir öðrum með mengandi og hættulegum efnum eða iðju. Það þarf líka stundum að hafa vit fyrir fólki svo það fari sér ekki að voða út af stundargróða og hugi ekki af afleiðingum. það er oft aðstöðumunur í samningum manna, sumir sem leita að vinnu myndu láta bjóða sér hvað sem er vegna þess að þeir hafa ekki val og hafa ekki réttar upplýsingar um afleiðingar af heilsuspillandi og hættulega iðju. Þess vegna eru settar öryggisreglur um vinnuvernd og aðstæður á vinnustöðum og þess vegna eru settar reglur um hegðun í umferðinni svo sem að skylda fólk til að vera í bílbeltum og hafa kveikt á bílljósum.
Það er því miður þannig að viðfangsefni og áherslur stjórnvalda eru ekki alltaf í takti við það sem er brýnast og þar sem þörfin á endurbótum er mest. Það er blindu auga snúið að eiturlyfja og vímuefnaneyslu ungmenna í íslensku samfélagi í dag og reyndar verður ekki séð annað en slík neysla og tilheyrandi lífsstíll sé afar þóknanlegur stjórnmálamönnum, sérstaklega þeim sem eru á hægri væng stjórnmálanna. Það eru meira segja núna á þingi Íslendinga ungir þingmenn sem hafa það sem sitt helsta og sennilega eina baráttumál að gera aðgengi að áfengi betra.
Myndin hér fyrir ofan sýnir skemmtun á karlakvöldi íslenskum framhaldsskóla. Aðalskemmtiatriðið virðist hafa verið einhvers konar keppni í að fylla sig af bjór.
Það getur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með íslensku samfélagi að hér er áfengisneysla og hvers konar vímuefnaneysla mjög upphafin. Áfengum drykkjum er haldið að ungmennum og virðist vera hömlulaust hvernig framleiðendur og eigendur vörumerkja mega halda vöru sinni að unglingum. Ein sjónvarpsrás sem höfðar til unglinga birtir í sífellu áfengisauglýsingar og á hinum ýmsu netsvæðum sem virðast gera út á unglinga á menntaskólaaldri þá er mikið gert af því að auglýsa áfenga drykki og mikið um að myndir af krökkum séu skreyttar með áfengisauglýsingum. Ferðamálayfirvöldum og þeim sem auglýsa upp ímynd Íslands virðist ekki finnast neitt að því að auglýsa "íslenskt" vodka.
Ég hef skrifað nokkra pistla á blogg um þetta mál, sjá t.d. þessa:
- Vodkasala Íslands
- Ferðamálayfirvöld á glapstigum
- Klámleikjalandið Ísland og klámtán Reykjavík
- Áfengisauglýsingar sem beint er til unglinga
- Cult Shaker kúltúr á Íslandi
Það er núna vakning hjá fólki varðandi mengun og heilbrigðan lífsstíl. En þessi vakning nær ekki ennþá til þeirra efna sem eru hvað mestu mengunarvaldarnir og verstu eiturefnin í samfélagi okkar. Sennilega veldur áfengi meiri skaða í samfélagi okkar en nokkuð annað eiturefni og fleiri heilsuvandamál, ofbeldisverk, voðaverk og slys má rekja til þannig neyslu en t.d. til mengunar af völdum stóriðju. Það birtist nýlega greinin Áfengisstefna á Íslandi í læknablaðinu og í sama blaði er greinin Þáttur áfengis í komum unglinga á slysa- og bráðadeild Landspítala
það er mikill munur gerður á löglegum og ólöglegum vímuefnum í hvernig stjórnvöld meðhöndla neytendur. Fangelsin á Íslandi eru full af fíklum og burðardýrum eiturlyfjasala en þau eru líka full af mönnum sem hafa framið voðaverk í ölæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.7.2007 kl. 08:43 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Salvör
Ég er sammála þér að það er ekki sama Jón og séra Jón í þessum efnum. Það er fátt sem drepur og örkumlar eins marga íslendinga og áfengið svo ekki sé minnst á félagslegu afleiðingarnar, heimilisofbeldi, skilnaðir, börn í sálarkreppu og fleira álíka. Góð grein.
Róbert Tómasson, 3.7.2007 kl. 07:49
Þetta er nú malt sem þeir eru að drekka á myndinni... þú ert skrítin skrúfa :)
Sigurjón Arnarson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.