Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jól í Bolungarvík

Hanhóll - JólatréðÉg fékk í tölvupósti myndir frá systur minni af jólahaldi þeirra á Hanhóli við Bolungarvík og bætti þeim í jólaalbúmið. Það er auðvelt að setja margar myndir í einu inn í albúmið. Ég er mjög ánægð með hve einfalt er að setja inn myndir og myndbönd á moggabloggið og svo tengja í þetta í bloggum. Fæstir bloggarar  virðist þó nota þetta, eins og er þá virðast flest blogg eingöngu vera texti og svo tengingar í myndir sem fólk finnur annars staðar á vefnum.

Það er sniðugt ef ættfólk er víða um land að senda svona myndir til að fylgjast með börnum. Ég sakna þess mikið að hitta ekki litlu frænkur mínar oftar. Elsta systirin er nú komin í nám í Reykjavík þannig að ég sé hana oft.

Hér eru nokkrar myndir af heimasætunum frænkum mínum á Hanhóli í Bolungarvík. 

 

 

Hanhóll - Magnea Gná með jólagjafir

Hanhóll - systur

 


Jólamyndir - pakkaupptaka

Hvað er í pakkanumÉg skrásetti pakkaupptöku dætra minna í myndum og setti í þetta jólamyndaalbúm. Yngri dóttirin stýrði að vanda pakkaupptöku. Hér er mynd af henni við þau skyldustörf. Upp úr pökkum komu borvélar og bækur, geisladiskar og dvd diskar,  dúkahnífar, náttföt, skartgripir, olíulitir og strigi, heimagerð spil, farsími og  dvd spilari. Ásta með rafhálsmenHér er eldri dóttirin með rafhálsmen sem ég gaf henni. Það keypti ég út í Póllandi í sumar. 

 


Móðuharðindi bernskunnar

Bernska mín er sveipuð móðu  úr filterlausum kamelsígarettum. Bernskuminningin úr eldhúsinu á Laugarnesvegi 100 er konur í Hagkaupssloppum, drekkandi kaffi, reykjandi kamel og ræðandi fréttir dagsins. Sunnudagsbíltúrar í sveitina voru martröð, foreldrar mínir keðjureyktu og úti fyrir þyrlaðist upp moldarský af ómalbikuðum vegum. Ég hét því að reykja aldrei. Ég stóð ekki við það. Ég byrjaði að reykja 14 ára  og reykti meira en pakka á dag í mörg ár.

Margir af kynslóð foreldra minni væru ennþá á lífi ef þeir hefðu ekki reykt, þeir hafa dáið úr reykingatengdum sjúkdómum, úr lungnakrabbameini og öðrum krabbameinum tengdum öndunarvegi. 

Ég hef aldrei skilið hvers vegna fólk getur talið það hluta af frelsi að hafa frelsi til að fara sér að voða, hvaða frelsi er það að fá að eyðileggja heilsuna og  menga fyrir öðrum með stórhættulegum eiturefnum?  


mbl.is 10% unglinga í tíunda bekk reykja daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi ljóska

kristin-brunhaerdDóttirin er núna komin með dökkt hár. Ljóskutímabilinu er lokið. Hér pósar hún með stærðfræðibók og svo er hér mynd af ljóskunni á 17 ára afmælisdeginum. kristin-17ara

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband