Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Skírn á Jónsmessu

274Litla frænka mín var skírð heima hjá sér á Hanhóli í Syðridal í Bolungarvík á Jónsmessu 2007. Hún heitir hér eftir ekki litla frænka heldur Salvör Sól. Ég var skírnarvottur og Magnea Gná systir hennar hélt henni undir skírn. Séra Agnes prestur Bolvíkinga skírði og Ásta Björg spilaði á píanó. Þetta var hátíðleg stund og það þarf náttúrulega ekki að taka fram að ég er ákaflega ánægð með nafnið. Hún er núna fimm vikna gömul og fimm kíló. Grin

Hér er mynd af henni með elstu systur sinni Ástu Björgu

Hér eru líka nokkrar myndir af henni mánudaginn eftir skírnina. 

Fleiri nýjar myndir af Salvöru Sól má sjá í myndasyrpu frá skírnardeginum og deginum eftir.
salvorsol4 salvorsol3 salvorsol1 salvorsol5 


Elsku frænka

litlafrænka 1

 

 

 

 

 

 

 


Hér er litla frænka fyrsta daginn í lífi sínu. Í gær var hún veik. Hún er núna á vökudeild.

Ég get ekkert gert nema beðið.

 


Litla frænka, lýðræðið, tjáningarfrelsi og ritskoðun

Litla frænka mín fæddist á fæðingardeildinni í Reykjavík eitthvað að ganga tvö í nótt. Hún var tekin með keisaraskurði og hún er 17 merkur og 53 sentimetrar, hárprúð og gullfalleg.  Hér er mynd sem ég tók af henni í fangi föður síns um klukkustundar gamalli. Móðurinni heilsast vel.

031 Ef allt gengur vel þá mun litla frænka mín fara vestur á Bolungarvík eftir nokkra daga því þar á hún heima á bóndabæ stutt fyrir utan Bolungarvík.

Það er gaman að rifja upp hvað gerist í heiminum og á Íslandi þegar börn fæðast. Litla frænka fæðist á tíma þar sem allra augu eru á lýðræðinu og stjórnarskipti verða á Íslandi. Helstu málin í fjölmiðlum eru stjórnarmyndunarviðræður og svo ganga yfirlýsingar á víxl milli dómsmálaráðherra og eigenda og stjórnenda stórfyrirtækja um íhlutun þeirra í kosningar með auglýsingum - þetta endurspeglar hvernig völdin eru að færast til í samfélaginu, færast til stórfyrirtækja í útrás sem reyna að hlutast til um hvernig stjórn er á Íslandi.

Ég skoðaði líka til gamans fréttavef BBC til að sjá hvað væri helst í fréttum daginn sem litla frænka mín fæddist. Hún fæðist á tímum þar sem er stríð í miðausturlöndum og það er frétt um árás á bandaríska herstöð í Írak. En það var ein lítil tæknifrétt á BBC vefnum í dag sem vakti sérstaklega athygli mína vegna þess að hún tengist íslenskri stúlku og tjáningarfrelsi og ritskoðun. Það var fréttin Yahoo censored Flickr comments 

Ég hef áður skrifað um þetta mál en ég átti ekki von á að það vekti svo mikla athygli að það yrði frétt á BBC.  Hér eru mín fyrri skrif: Ritskoðun hjá Rebekku gerir allt vitlaust á digg og flickr

Mér finnst þetta góðs viti, fólk er að átta sig á hvað tjáningarfrelsi okkar á mikið undir því að stórfyrirtæki sem eiga fjölmiðlana eða vefrýmið sem tjáningin fer fram í noti ekki vald sitt til að þagga niður í einum og leyfa bara sumum röddum að hljóma. Ég er stolt af því að Íslendingur nær svona athygli heimsbyggðarinnar á hvað illa er farið með tjáningarfrelsið og ég hvet alla til að lesa bloggið hennar Rebekku Freedom of expression.


Barnshafandi konur á landsbyggðinni

Ég sótti systur mína út á flugvöll í gær. Hún er barnshafandi og var að koma frá Vestfjörðum þar sem hún býr og kemur til Reykjavíkur gagngert til að leggjast hér inn á fæðingardeild samkvæmt fyrirmælum læknis því þetta er svokölluð áhættufæðing og fæðingin verður framkölluð í dag því hættulegt er að hún gangi með fulla meðgöngu. Sem betur fer hefur læknavísindum fleygt svo fram síðan hún átti sín eldri börn að með lyfjagjöf hefur tekist  að halda niðri einkennum á meðgöngunni.

Hún átti ekki að fá að fara með flugvélinni að vestan í gær. Það tókst þó eftir að hún hafði samband við lækninn sinn í Bolungarvík og hann lofaði að faxa læknisvottorð til flugfélagsins.Systur minni var ekki kunnugt um að hún mætti ekki fljúga í innanlandsflugi enda er flugtíminn ekki nema 40 mínútur til Reykjavíkur. Ég fletti upp á vefsíðu flugfélagsins áðan og fann þá þessar reglur djúpt grafnar í skilmálum félagsins:

Barnshafandi konur

Barnshafandi konur sem komnar eru 8 mánuði á leið eða lengra sem og þær sem fætt hafa barn fyrir tímann, geta einungis ferðast með okkur hafi þær lagt fram læknisvottorð, gefið út innan 72 klukkustunda frá brottför, þar sem staðfest er að þeim stafi engin hætta af fluginu. Barnshafandi konur mega undir engum kringumstæðum fljúga tvær síðustu vikur meðgöngunnar.

Mér finnst þessi staða vera dæmigerð fyrir það andstreymi og vesen sem fólk sem býr í hinum dreifðu byggðum Íslands þarf að búa við varðandi heilbrigðisþjónustu.  Reyndar skil ég ekki í hvers vegna læknirinn hennar hafði ekki frumkvæði að því að láta hana fá læknisvottorð með sér í flugið og/eða panta sjúkraflug því heilbrigðisstarfsfólki hlýtur að vera kunnugt um þær reglur og þær takmarkanir sem eru á ferðamöguleikum fólks sem þarf að komast á spítala á höfuðborgarsvæðinu. Það er skrýtið að fólk sé sent af landbyggðinni á spítala í Reykjavík og svo lendi það í stappi með að koma sér í bæinn.  


Til hamingju með afmælið ég

Salvör febrúar 2007Óska sjálfri mér til hamingju með að í dag er ég einu ári eldri. Í tilefni hækkandi aldurs og breytts útlits þá skipti ég hér með út myndinni sem ég hef haft sem auðkenni hér á moggablogginu og set inn nýja mynd. Þessa mynd er ég búin að föndra þannig að ég hef tekið út allar hrukkur og undirhökur og sett í bakgrunn fjöruna í Staðahverfi. 

Það tók nú reyndar lítinn tíma  þessi stafræna hrukkuspörslun því þessi mynd var tekin eftir að Didda mágkona mín sem er snyrtifræðingur hafði málað mig mjög vandlega.

didda-malun Það er ótrúlegt hvað  fótósjoppun og föðrun getur breytt fólki, hér eru nokkur sýnidæmi 

 Það er reyndar gaman að spá í hvernig fólk lýsir sér sjálft í stafrænum rýmum og hvernig sjónarhorn og umhverfi það vill birtast í. Sumir ungir karlmenn hér á moggablogginu birta mynd af sér með barninu sínu, ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þeir vilja gefa þá ímynd að föðurhlutverkin sé það mikilvægasta í lífi þeirra. 

Sumir hafa glamúrmyndir af sér þar sem þeir eru sem sætastir en sumir velja einhverja hryllingsmynd sem augsýnilega er ekki af þeim. Í vefrýmum eins og bloggi og Myspace skapar fólk sína eigin ímynd og það hefur meira að segja þróast upp ákveðin tegund af ljósmyndun, það er talað um "Myspace angles" en það eru sjálfsmyndir ungmenna. Það eru raunverulegar sjálfsmyndir, unglingar taka mynd af sjálfum sér - eða einhverjum líkamsparti sínum  með því að halda stafrænni myndavél á lofti og pósa. Hér er vídeóið Myspace The movie sem gerir grín að þessu.

Myspace sjálfsmyndir

Sjá nánar Identity Production in a Networked Culture Why Youth Heart MySpace og síðuna mína um Myspace.  

 


Hesturinn Önnu

Ég hringdi á Víðivelli og talaði við Lindu. Það var hesturinn Önnu sem keyrt var á. 

"Bíll lenti á hrossi skammt frá bænum Víðivöllum í Akrahreppi í Skagafirði um klukkan fjögur í nótt. Engan í bílnum sakaði en hrossið drapst og bíllinn var óökufær á eftir og var hann fjarlægður með kranabíl. Hrossið var ómarkað og leitar nú lögreglan eiganda þess."

 


mbl.is Ekið á hross í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótamyndir

Nokkur vídeóklipp og myndaalbúm frá áramótunum. Vídeóklippin eru um 60 sekúndur að lengd.


Hér er yngsta frænka mín, Una Borg sem er bara tveggja mánaða. 

Kvöldverður 31. desember 

Við mæðgurnar.

Hér er líka vídeóklipp frá Hallgrímskirkju:

Tónlistin sem heyrist í vídeóklippunum er Season of Love og svo gelískt vögguvísa. 


Afmælisveisla

Ásta Lilja hélt upp á afmælið sitt í kvöld. Ég tók myndir. Set þær hér inn á eftir.

xIMG_0001



Upp á hól stend ég og kanna

Litla stafræna myndavélin mín býður upp á það að ég get tekið lítil vídeó með tali. Ég tók nokkrar æsispennandi senur í jólaboðinu og setti saman í þessa stuttmynd sem ég frumsýni nú hér á Netinu. Þetta er seiðmögnuð samfélagssaga,  heimildarmynd um jólahald fjölskyldu á Íslandi. Myndir er um 100 sekúndur að lengd.

Söguþráður:

Fyrst er röð stillimynda af afkvæmi mínu með jólapakka, svo færist sögusviðið í hangikjötsveislu í eldhúsi mínu. Allt er þetta umvafið  snjókornum sem falla til jarðar og jólatónlist dunar. Hríðinni slotar svo þegar líður á matarveisluna og við skyggnumst inn í stofu  þar sem fullorðnir ræða nýjar og gamlar túlkanir á kvæðinu "Upp á stól stendur mín kanna". Unglingsstúlka er spurð af því hvað hún fékk í jólagjöf. Börnin spila. Hríðarveðrið skellur aftur á í lok myndarinnar. 

Ég íhuga nú að gera  heimildarmynd um gerð þessarar heimildarmyndar. Margar tæknibrellur eru í myndinni. Það sniðugasta er að láta snjóa í eldhúsinu hjá mér, það kalla ég fram með sérstökum effect "snowflakes" sem er inn í MovierMaker hjá mér. Ég reyni að nota bara ókeypis og opinn hugbúnað við alla vídeóvinnslu.  Moviemaker er eitt einfaldasta forritið til að klippa til eigin vídeó og það hentar mjög vel fyrir börn og unglinga. Tónlistin sem heyrist í útvarpinu í bakgrunni er að ég held Gunni og Felix og Ellý Vilhjálms.

Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja setja lítil vídeóklipp á Netið:

* Hér eru leiðbeiningar  (10. mín vídeó) sem ég tók saman um Moviemaker  

* Reyndu að nota bara tónlist sem þú hefur leyfi til að nota og endurblanda. Þú getur fundið þannig tónlist á  Creative Commons Christmas Songs

Ég vistaði myndina  hjá mér í Moviemaker í High Quality Broadband og var hún 37 mb. Síðan þegar ég flutti hana yfir í Moggabloggið þá varð hún 5 mb. Moggabloggið virkar sennilega eins og Youtube þ.e. breytir vídeóklippi í svokallað flash video. 

Vonandi get ég öðru hverju komið með hérna á blogginu ábendingar hérna til þeirra sem vilja gera eigin vídeó. Þetta er skemmtilegt tómstundagaman og skapandi iðja. 


Jólaboð 2. í jólum - myndir

Gestir komu í jólahangikjöt til okkar frá Hvanneyri og Kópavogi, fimm börn og sjö fullorðnir. Ég bætti myndunum í jólaalbúmið.

jólaboð 1jólaboð 2

jólaboð 6jólaboð 3

jólaboð 4jólaboð 5

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband