Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
2.9.2008 | 00:52
Gifting hjá Sallý
Salvör Kristín frænka mín og Ingi giftu sig núna á laugardaginn. Giftingin var í Garðakirkju á Álftanesi og svo var mikil veisla fram á nótt í Auðbrekku í Kópavogi. Það var mikið að dansfólki í veislunni því margir í ættinni æfa dans. Dóttir Sallýar og dóttirdóttir sýndu dansatriði. Hér er brot af dansinum
Svo eru hérna nokkrar myndir úr kirkju og veislu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 16:39
Fiðrildi á Heklu
Nú þegar ég veit hvað Vatnajökulsþjóðgarður er stór þá er annað sem heldur fyrir mér vöku. Það eru fiðrildin á toppnum á eldfjallinu Heklu. Af hverju eru fiðrildi langt fyrir ofan öll gróðurmörk efst við Heklutinda? Á hverju lifa fiðrildi? Vakna þau bara til lífsins og flögra upp á við burtséð frá því hvort þetta upp á við er í áttina fyrrum fordyri Helvítis og virku eldfjall sem miklar líkur eru að gjósi innan tveggja ára?
Ásta og Kristín fóru um helgina í miðnæturgöngu á Heklu til að sjá sólarupprásina af Heklutindi og hlíðum Heklu. Það var víst ekki sól á tindinum en þar nálægt voru fiðrildi segir Ásta sem fór á efsta tind Heklu. Ég var á Laugarvatni og tók á móti þeim þar. Hér koma þær í hlað eftir svefnlausa göngunótt.
Við vorum á Laugarvatni um helgina og skoðuðum sveitirnar í kring. Hér er mynd af dætrum mínum við gamla gufubaðið á Laugarvatni, ég held að það sé að hverfa og nýtt komi í staðinn.
Ég gekk um í Þrastarskógi á laugardaginn á meðan þær sváfu. Það liggur afar falleg gönguleið í gegnum skóginn frá Þrastarlundi meðfram Soginu. Hér er mynd af Ingólfsfjalli (sem er móbergsstapi skv. skilti sem ég stoppaði við, varð til úr gosi undir jökli), ég sá greinileg ummerki um nýfallnar skriður í fjallinu, þær hafa væntanlega komið þegar fjallið hristist til í Suðurlandsskjálftanum.
Hér fyrir ofan er akvegur úr rauðamöl og sést yfir tjaldstæðið í Þrastaskógi. Ég las hérna hvað rauðamöl er: "Nýtt gjall er oft svart og gljáandi af glerjungi, en ef gufur leika um það litast það rautt af hematíti vegna oxunar járns og er gjallið þá kallað rauðamöl"
Lúpínan er í blóma núna á Laugarvatni og litar fjallið í ævintýraliti, lúpínubreiður verða fallegri eftir því hve miklu meiri fjarlægð maður horfir á þær, langt í burtu séð verða fjólubláu og sterkbyggðu jurtirnar eins og ævintýramistur.
Við gengum um hjólhýsahverfið á Laugarvatni, fólk hefur þar búið sér til unaðsreiti í sveitinni eftir sínum smekk. Á mörgum stöðum hefur fólk skermað af sína reiti með skjólgirðingum úr trjáviði svo þeir líkjast litlum virkjum. Svo eru sums staðar skreytingar á þessum virkjum, gjarnan líkön af blómum, fuglum eða öðrum dýrum. Þetta minnir mig á svona víkingabúðir, svona eins og Hrafn Gunnlaugsson hefur sett upp í Laugarnesi þar sem hann ræktar njóla og fordæmir lúpínu.
Við spjölluðum við fólk sem var í góðviðrinu á Laugarvatni með hundana sína, tvo litla hunda og svo þrjá stærri sem þau sögðu samt að væru hvolpar.
28.5.2008 | 11:29
Salvör Sól 1 árs
8.4.2008 | 16:48
Ferming Tinnu
2.12.2007 | 22:14
Álfadansinn
Ert þú sjálfur álfur? Ef svo er þá getur þú komið út úr álfhólnum og breytt þér og þínum í jólaálfa sem syngja og dansa. Hér er álfadansinn þar sem ég dansa í miðjunni og dætur mínar Ásta Lilja og Kristín Helga dansa með: http://www.elfyourself.com/?id=1140762129
Ég fattaði ekki alveg hvernig ég gæti sungið með, það þurfti að hringja í símanúmer í USA svo ég hætti við það. Það tekur smátíma að hlaða þessu upp áður en við byrjum að dansa.
Það er ágæt hugmynd til að gleðja börnin í fjölskyldunni að búa til svona dansandi jólaálfa með myndum af þeim.
Ljósin tendruð á Óslóartrénu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2007 | 20:56
Fruss
Litla frænka mín Salvör Sól 4 mánaða reynir mikið að tjá sig þessa daganna. Hún frussar. Hér er vídeó sem ég tók af þessum málmyndunaræfingum fyrir viku síðan:
Hér er mynd af systrunum fjórum þegar stóra systir var að passa þær allar á meðan foreldrarnir voru tepptir út í Póllandi af því að flugvél hlekktist á. Frá vinstri eru þetta Salvör Sól, Ásta Björg, Þorsteina Þöll og Magnea Gná.
Svo er hér mynd af Kristínu Helgu þegar hún kom heim frá skólaskemmtun í vikunni, það var "sixties" ball og hún var með túberað hár. Ég man nú ekki eftir að ég hafi verið svona á unglingsárunum, þetta túperaða hár var komið úr tísku en þegar ég fermdist þá voru allar stelpur með slöngulokka.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2007 | 21:53
Salvör Sól í baði
Eftirlætismyndefni mitt núna er litla frænka. Hún á marga aðdáendur hérna á Hanhóli. Hér er stutt videó sem ég tók áðan það sem hún er í hópi aðdáenda í baði.
Ég nota líka tímann á að læra um fjöllin sem blasa hérna við af bænum á Hanhóli. Hér er mjög víðsýnt, það sést út á Syðradalsvatn og þaðan út á sjó og Snæfjallaströndina langt í burtu. Vinstra megin er fjallið Ernir og hægra megin blasir Óshyrnan við. Síðan kemur Hádegisfjall sem heitir svo vegna þess að um hádegi er sólin þar þegar maður horfir á fjallið og er staddur niðri í Bolungarvík. Svo kemur næst Marðarhorn. Gilin á milli fjallanna eru kallaðar hvilftir (hvað er munur á gili og hvilft?), fyrst kemur Óshvilft og svo kemur Marðarhvilft
30.7.2007 | 12:13
Salvör Sól 10 vikna
28.7.2007 | 13:14
Landgræðslulóð við Langöldu
Ásta er búin að velja sér landgræðslulóð við Langöldu, hún gat valið úr mörgum lóðum því það var dregið um það hverjir sem sóttu um lóð fengu og svo í hvaða röð og hún lenti þriðja í röðinni. Það voru margar lóðirnar mjög spennandi, sums staðar var töluverður gróður en sums staðar var næstum bara sandur. Hún var lengi að ákveða hvort hún veldi lóð sem var tiltölulega vel gróin með sandöldum sem mynduðu skemmtilega hvamma og lautir og flatri sléttu eða lóð þar sem mesta útsýnið var til allra átta en sú lóð var lítið gróin og auðvitað meira áveðurs. Það er nú erfitt að hafa bæði mikið útsýni og mikið skjól. Útsýni er mjög fallegt á báðum lóðum, það er fjallasýn til Heklu, Tindfjallajökuls, Þríhyrnings og Vatnsdalsfjalls í norður og austur.
Ásta valdi lóðina sem var meira gróin. Hér er mynd þaðan sem sýnir hvernig gróður er sums staðar. Lóðin er 7 hektarar. Það er mjög fáir blettir í þeirri lóð sem eru gróðurlausir þannig að það er hægt að fara strax í skógrækt.
Það verður gaman að fylgjast með því hvernig landið grær þarna upp, sérstaklega á þeim svæðum sem nú eru alveg gróðurvana sandur. Svona er landið sums staðar:
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 18:08
Salvör Sól skírð - vídeó
Hér er myndskeið frá skírninni á jónsmessu í stofunni á Hanhóli í Syðridal við Bolungarvík.
Salvör Sól gefur að ég held ekkert mikið fyrir veislur. Hún var fyrir sunnan í síðustu viku og ég passaði hana meðan mamma hennar var á fundi. Daginn eftir skírnina þá kom hjúkrunarkonan heim á Hanhól til að vigta og mæla og fylgjast með hvernig Salvör Sól dafnar. Hún spurði þá litlu hvernig henni fannst í skírnarveislunni og Salvör Sól svaraði því á sinn hátt. Ég tók myndskeið af því samtali, það er hérna:
Ég setti lengra vídeó (3 mín.) af skírninni inn á Youtube. Ég tók þessi vídeóklipp á litlu stafrænu myndavélina mína en Arnar tók upp skírnina á vídeóvél en mér tókst ekki að koma því inn á tölvuna mína því ég er ekki með firewire tengi. Skírnin var hátíðleg stund og til gamans má geta þess að það voru í skírninni á Hanhóli fólk af mörgum trúarbrögðum, það var fjölskylda sem er ásatrúar og það var fjölskylda sem er kaþólsk.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)