Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hrægammar tína upp mulninginn úr peningavélinni

Það er óhugnanlegt að lesa lýsingar á því sem gerst hefur í íslensku athafnalífi undanfarin ár, lesa hve gersamlega helstu gerendur í fjármálalífi  misstu alla fótfestu og jarðsamband við raunverulega verðmætasköpun, lesa hvernig íslenskir athafnamenn og stjórnendur banka opinbera sig sem sjúka spilafíkla sem einu sinni voru að vinna góð og uppbyggileg störf en hafa undanfarin misseri látið dáleiðast af og blindast af spilafíkn og peningahringekjum og hrifsað til sín verðmæti sem þeir hafa ekkert unnið fyrir og hafa haldið að peningamaskínuvél bankanna myndi mala þeim gull um aldur og ævi eins og kvörnin Grótta.  En þessi peningagerðarvél lét ekki að stjórn enda er henni  stýrt af öflum sem enginn Íslendingur ræður vil og hún breyttist í ófreskju sem  malaði flesta athafnamenn  og flestalla Íslendinga mélinu smærra og núna koma hrægammar úr þeim heimi sem býr til svona peningavélar og tína upp mulninginn og íslensk stjórnvöld og frammámenn í atvinnulíf tala eins og þetta sé spurning um að endurreisa sams konar peningavélar og byrja sams konar mölun.

Fólk verður að skilja að þetta er stórhættulegt kerfi, kasínókapítalismi sem gengur út á að búa til skuldaviðurkenningar úr verðmætum, skuldir sem geta dreifst um alla jörðina og sogast á ákveðna staði er kerfi sem býr til skuldaþræla úr íbúum heimsbyggðarinnar, þræla sem búa og vinna í hjálendum þar sem verðmæti vinnunnar getur sogast á aðra staði.

Gunnar Smári skrifar ágætan pistil í Morgunblaðið í dag.
Pistillinn er ágætur að því leyti að hann setur íslenskar aðstæður í samband við heiminn.  Það fer mikill tími núna á Íslandi í að finna sökudólga og vissulega eru þeir margir sem hefðu átt að standa vaktina en flutu sofandi að feigðarósi. Vissulega eru það líka margir sem léku hetjur og skapandi athafnamenn en hafa nú afhjúpast sem spilafíklar sem var hleypt of nálægt peningaprentunarvélum. Það er samt hollt að hafa í huga að þær aðstæður sem ullu brotlendingu á Íslandi eru ekki aðrar en aðstæður sem núna valda sams konar eymd annars staðar þó það sé ekki eins sýnilegt og við höfum þá (fölsku?) trú að stórveldi muni frekar geta afstýrt tjóni og varið almenna borgara í sínum ríkjum fyrir þessu fjármálafárviðri.

Gunnar Smári segir í greininni m.a.:

Undir hinu marglofaða íslenska efnahagsundri kraumaði öflug vél. Með nýrri uppfinningu hins alþjóðlega bankakerfis, skuldabréfavafningum, höfðu íslensku bankarnir skyndilega aðgang að ótakmörkuðu lánsfé. Kannski ekki ótakmörkuðu, en samt þó í þeim skilningiað það var vitavonlaust fyrir rúmlega 300 þúsund Íslendinga að ætla sér að koma öllu þessu fé í lóg. Þetta var mikil breyting fyrir íslensku bankana. Fyrir skuldabréfavafninga voru aðeins örfáir bankar í heiminum sem lánuðu hóflega til Íslands. Að þessu leyti voru Íslendingar eins og fátæklingar í Bandaríkjunum; skyndilega stóðu allir bankar opinir fyrir fólki með lítið sem ekkert lánstraust. Strókurinn af þessu fé stóð út úr íslensku bönkunum og bjó til ýtka mynd - hálfgerða skrípamynd - af lána- og eignabólunni sem herjaði á vestræn lönd. Oframboð af lánsfé sprengdi upp verð á öllum eignum en alltfa var til enn meira lánsfé til að standa undir kaupum á enn verðmeiri eignum. Þegar bólan í Ameríku og Evrópu sprakk hrikti í innviðum kerfisins. Þegar bólan á Íslandi sprakk varð ekkert eftir.

Ástæður eyðileggingarinnar á Íslandi er að peningavél bankanna var svo gríðarlega öflug. Á skömmum tíma varð efnahagur bankanna 12 sinnum verðmeiri en landsframleiðsla Íslands. Ef sambærilegt hefði gerst í Bandaríkjunum hefðu þarlendir bankar á sama tíma náð að innbyrða allt hagkerfi heimsins. Með þessu ógnarafli urðu bankarnir eins og þrír svelgir sem soguðu til sín allt kvikt. Landið skiptis mili þeirra: fjölmiðlarnir, tryggingafélögin, fasteignafélögin os.s.frv. Einnig listin og meningin. Háskólarnir. Maraþonhlaupin. Leikin innlend dagskrárgerð. Eiginlega hugmyndaheimurin allur.

Það kemur að því að reisa þarf Ísland úr öskustónni.  En rétta leiðin til þess er ekki að endurreisa sams konar peningagerðarvéla- og spilavítishugsunarsamfélag.


mbl.is Baugur selur í Moss Bros
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Axarsköft og öxlun ábyrðar hjá Fjármálaeftirlitinu

Það er skrýtið að það batterí í stjórnsýslunni  fyrir utan Seðlabankann sem virðist hafa klúðrað einna mestu var svo gert einrátt í yfirstjórn íslensks fjármálalífs. Með neyðarlögunum var Fjármálaeftirlitið sett yfir allt kerfið. Það var einmitt þetta sama fjármálaeftirlit sem heimiliaði Landsbankanum að starfrækja Icesave reikninga  gegnum móðurfélagið á Íslandi í stað erlends dótturfélags. Þetta er íslenska útgáfan af öxlun ábyrgðar: "yfir litlu ertu ótrúr, yfir allt skaltu settur".

Nú hefur verið upplýst að fjármálaeftirlitið hefur ekki einu sinni gætt að því að halda ráðherra upplýstum um vandræði. Viðskiptaráðherra hefur sagt í fréttum að hann hafi ekki vitað um vanda Icesave fyrr en seinast í  ágúst og það hefur Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME einnig staðfest.

Í þessu fróðlega riti Velheppnuð markaðssetning verður martröð heillar þjóðar er eftirfarandi  um Fjármálaeftiritið (FME):

 Jákvæð þróun sagði FME
Fjármálaeftirlitið (FME) vakti athygli á því í frétt 23. nóvember 2007 að meirihluti innlána bankanna væri í eigu erlendra aðila. Taldi FME þetta jákvæða þróun. Aðeins 7% innlána voru í eigu erlendra aðila árið 2005 og eða alls um 52 milljarðar króna. Í ágúst 2007 var þetta hlutfall, samkvæmt upplýsingum FME, komið upp í 51% og áttu erlendir aðilar 1.080 milljarða króna á innlánsreikningum íslenskra innlánsstofnana.

Guðmundur Jónsson, sviðstjóri á Lánasviði Fjármálaeftirlitsins, sagði þessa þróun jákvæða. Fjármögnun bankanna væri orðin fjölbreyttari og þeir ekki eins háðir alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það verður þó að hafa í huga að innlán eru ekki algerlega áhættulaus fjármögnun”, sagði Guðmundur í áðurnefndri frétt FME en að öðru leyti virðist ekki sem eftirlitið hafi haft miklar áhyggjur af Icesavereikningum eða öðrum innlánsreikningum íslenskra banka í öðrum löndum. 

Þetta eru alveg forkastanleg vinnubrögð hjá FME að skipta sér ekki meira af Icesave og átta sig ekki á í tíma hvers konar púðurtunna Icesave reikningarnir væru. Þessir reikningar virðast hafa verið mjög vinsælir á Bretlandi. Það er hins vegar líka forkastanleg vinnubrögð hjá breska fjármálaeftirlitinu að hafa ekki tekið á Icesave og gætt betur hagsmuna breskra innlánseigenda. 

Ég hugsa að engin hafi séð fyrir sér  umfang fjármálaóveðursins, það var sannkallað hamfaraveður sem velti öllu um koll því sem var lausast bundið.  En þær hamfarir leiddu svo til neyðarlaga stjórnvalda á Íslandi og að hryðjuverkalögum var beitt á Íslendinga af breskum yfirvöldum. 

Þegar sagan er lesin þá virðist fyrst hafa komið fram gagnrýni á Icesave í Sunday Times í febrúar.

Hvernig á almenningur á Íslandi að geta sætt sig við svona stjórnsýslu?  

Af hverju tóku ekki fjármálaeftirlit beggja landa á þessu og vöruðu við og kröfðust aðgerða? Það getur verið að hlutverk Fjármálaeftirlita sé þröngt skilgreint í lögum en ef það er einhver aðili sem hefði átt að hafa eftirlitsskyldu með bönkum þá hlýtur það að vera opinberar fjármálaeftirlitsstofnanir. En FME virðist túlka eftirlitshlutverk einkar frjálslega. Hvað hefur Fjármálaeftirlitið verið að gera undanfarin ár? Hefur FME kóað með fjármálatryllingnum íslenska, tryllingi sem rak sig eins og fjárhættuspil og pýramídaviðskipti? 

Ítarefni

Orðið á götunni » FME og Icesave

M5: FME gat ekki komið í veg fyrir Icesave vanda

Icesave á ábyrgð Fjármálaeftirlitsins? - helgasigrun.blog.is


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðugur götubardagi, brotnar rúður og sprengdir múrar

kristallnacht2.jpgÞað er rafmagnaður dagur í dag 9. nóvember. Gúttóslagur, Kristalsnótt, fall Berlínarmúrsins.  Dagurinn sem Berlínarmúrinn féll og er  táknrænt fyrir hið ósýnilega járntjald sem skipti Evrópu. Þetta er líka dagurinn þegar lögregla og verkamenn börðust í fyrsta skipti í Reykjavík og þetta er dagurinn þegar Nasistar hófu skipulagðar ofsóknir á Gyðinga.

 

kristallnacht6.jpgguttoslagur.jpg

Þann 9. nóvember  árið 1932 var blóðugur götubardagi í Reykjavík. Hann er kallaður Gúttóslagurinn. 

Þann  9. nóvember árið 1938 þá þusti mannfjöldi inn í bænhús, verslanir og íbúðir Gyðinga í Þýskalandi og færði marga þeirra í fangabúðir. Þessi atburður er kallaður kristalsnótt út af öllu glerinu sem mölvað var. Kristalsnóttin var upphaf skipulagðra Gyðingaofsókna Nazista en í þeim ofsóknum voru margar milljónir manns myrtar. Þann 9. nóvember  árið 1989 hrundi Berlínamúrinn þannig að engin gæsla var á  landamærastöðvum og  fólk gat komist óhindrað milli Austur- og Vestur-Þýskalands og markar sá atburður byrjun á sameiningu Þýskalands.

Kristalsnótt 70 ára

 1932 - Gúttóslagurinn í Reykjavík

1938 - Kristalsnótt: Fyrstu skipulögðu gyði

1989 - Berlínarmúrinn féll endanlega og Austurþjóðverjar þyrptust yfir. Þessi atburður markar upphaf þess að Austur-Þýskaland og Vestur-Þýskaland sameinast

Tíminn í dag er að sumu leyti svipaður og tíminn var 1932. Þá var líka heimskreppa og bæjarstjórnin í Reykjavík reyndi að lækka kaupin í atvinnubótavinnu úr 151 eyri í 100 aura á klukkustund. 

Það var líka allt í sukki og svínarí og spillingu. Þennan sama dag var dómsmálaráðherrann dæmdur af lögreglustjóranum (sem var Hermann Jónasson verðandi forsætisráðherra) í fangelsi fyrir sviksamlega meðferð á gjaldþroti.

Svona grein birtist í Mbl. daginn fyrir Gúttóslaginn

Svona er frásögn á fregnmiða í Verkamanninum af atburðinum:

 gutto-frasogn-verkamadurinn.jpg

Svona er frásögnin í Morgunblaðinu daginn eftir af Gúttóslagnum. Það má ekki á milli sjá hvort Mogginn skammast meira út í "bolsanna" eða Hermann Jónasson sem þá var lögreglustjóri.

 

Mogginn er fullur meðaumkunar yfir löggunum meiddu en afgreiðir bolsana nafnlaust í nokkrum orðum.

guttoslagur1932-moggafrasogn-endir.jpg

Svona var stemmingin í den, það var sumt öðruvísi. Nú er ekki kynt undir með kolum. Heldur er Orkuveitan djásn okkar og stolt. Hér er auglýsing um kol daginn sem Gúttóslagurinn var:

gutto-kreppukol.jpg


Stríð við Bretland. Látum þá finna til tevatnsins!

 

Nú þegar búið er að svínbeygja Ísland undir IMF og hækka hér stýrivexti og beita hér aðgerðum sem eru þvert á það sem er gert í öðrum löndum þá bætist við að hollensk og bresk stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir lán til Íslendinga hjá IMF. Við eigum í stríði við Bretland og það er nú ekki í fyrsta skipti. Í síðasta stríði sem við háðum við þá þjóð þá voru vopnin klippur á varðskipunum sem klipptu á togvíra breskra togara. 

Núna hafa stríðstólin breyst og stríð eru meira háð innan frá og skuldaviðurkenningar eru notaðar sem þumalskrúfur og pyntingartæki í kasínókapítaliskum samfélögum. Svo hafa stjórnvöld allra vestrænna landa notað síðustu misseri til að koma sér upp einkar þægilegum lögum til að hafa heimil á þeim sem þau telja ógna hagsmunum sínum og svipta þá aðila öllum mannréttindum. Fyrsta skrefið sem stjórnvöld nota er að skilgreina þá sem eru þeim ekki þóknalegir sem hryðjuverkafólk. 

Ég fór vopnuð niður í bæ í dag. Í vasanum var ég með leynivopn. Það var tepoki.

Kl. 14:40 söfnuðust félagar í Reykjavík Tea Party saman og frömdu táknræna athöfn við hafnarpakkann í Reykjavík. Þeir helltu te í hafið. 

Fleiri myndir af tehellingu dagsins

Hér eru upplýsingar um félagsskapinn sem stendur að þessum aðgerðum: Reykjavík Tea Party

Ég hugsa að bresk stjórnvöld séu nú mjög uggandi um framvinduna þegar þau sjá hversu harkaleg mótspyrna er veitt hér á landi. Þau sjá sennilega að það borgar sig að semja strax.

Hér er fróðleikur um sögu svipaðra félagsskapa Boston Tea Party

Annars verð ég að kvarta yfir þessum þvoglukennda fréttastíl hjá mbl.is. Hvað merkir "styðja illa" og "eigi erfitt með að styðja" annað er að bæði Bretar og Hollendingar hreinlega neiti að Ísland fái neyðarlán hjá IMF.  Hvers vegna í ósköpunum á ég og aðrir Íslendingar að þurfa að greiða lán út af einhverjum netbanka sem við vissum ekki að væri til þaðan af síður að við værum eitthvað ábyrg fyrir innistæðum þar?  Hvernig í ósköpunum á almenningur á Íslandi að geta greitt slík lán, hvaða stríð höfum við háð sem gerir okkur skulduga til að greiða óhemjuháar stríðskaðabætur? Hvert fóru þessir peningar? Af hverju leyfði breskt fjármálaeftirlit svona starfsemi?

Íslendingar þurfa skjól og verndara í heimi þar sem Bandaríkjamenn hafa hörfað.  Þeir þurfa skjól fyrir Bretlandi. Þetta mál snýst um margt meira en Icesave reikninga. 

 


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af hættulega fólkinu á Austurvelli - ennþá eitt mótmæla hi-jackið!

IMG_1933

 Ég var á byrjun fundarins á Austurvelli. Upphaflega ætlaði ég ekki að vera á fundinum einmitt vegna þess að ég vil ekki taka þátt í neinu sem tengist skrílslátum og múgæsingu. Við erum mörg sem erum reið og örvingluð yfir ástandinu í íslensku samfélagi og traust okkar á stjórnvöldum er núna afar lítið. Við erum líka mörg sem vituð að rétta leiðin er ekki að skapa algjöran glundroða. Það eina sem það gerir er að búa til aðstæður fyrir ógnarstjórn, ennþá verri stjórn en við höfum núna. IMG_1926 Það sem ég sá á fundinum á Austurvelli í dag voru friðsamleg mótmæli og  það voru fínir frummælendur og Hörður Torfason sem ávarpaði fundinn í byrjun brýndi fyrir fólki hve mikilvægt væri  að mótmæli væru friðsamleg og hve mikilvægt væri að láta svona mótmæli ekki fara í upplausnarástand. Þess vegna er ég nokkur viss um að það eggjakast og stympingar sem talað er um að hafi verið á Austurvelli áðan eru hvorki að undirlagi né með samþykki þeirra sem boðuðu til fundarins.  

IMG_1923

IMG_1934 IMG_1930

Það var bara venjulegt fólk á Austurvelli,  ekki fólk sem er líklegt til að ráðast á lögreglu og Alþingishúsið. Mótmælafundurinn fór friðsamlega fram amk það sem ég heyrði af honum. Hins vegar eru það skrílslætin sem vekja mesta eftirtekt fjölmiðla.

Það vilja margir mótmæla ástandinu á Íslandi í dag. Það eru líka margir sem vilja stela mótmælendum og þykjast vera í forsvari fyrir þá og stela senunni þegar fólki hefur verið stefnt niður í bæ til friðsamlegra mótmæla. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem reynt var að stela mótmælendum frá Herði Torfasyni og co. í dag.

Fjölmiðlar eins og t.d. mbl.is  flytja ekki trúverðugar og réttar fréttir af mótmælunum á Austurvelli.Tala þeirra sem mótmæla er ekki rétt í blöðum og núna er fréttaflutningur þannig að lögð er áhersla á hvað það sé hættulegt og eldfimt ástand. Er þessi fréttaflutningu til þess að réttlæta að næst verði einhvers konar óeirðalögregla á staðnum? Ég bið fólk að skoða þessar myndir sem ég tók af mótmælendum og spá í hvort þetta sé hættulegt fólk sem þurfi sérstakan viðbúnað gegn.

Sjá fleiri myndir sem ég tók af friðsamlegum mótmælum á Kreppan - Austurvöllur 8. nóv 2008

 


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarfsþjóðir lána og World bank hæðist að neyð Íslendinga

Það er vissulega gleðilegt að Pólverjar hafi núna bæst í hóp þeirra þjóða sem veita Íslandi lán.  Nú er sagt að auk IMF verði það Norðurlönd, England, Holland og Pólland sem lána Íslandi. Ekki má gleyma láninu frá Færeyingum sem sýndu svo sannarlega mikla samstöðu með Íslendingum á þessum tímum.

Hins vegar getum við almenningur ekki skilið hve mikið klúður er í gangi varðandi lán. Fyrst er talað um Rússalánið eins og það sé komið í höfn en það virðist hafa gufað upp og ekkert heyrist lengur af því. 

Svo núna þá hvorki vissi forsætisráðherra né ríkisstjórn af því fyrr í dag að Pólverjar myndu lána Íslendingum. Það er skrýtið.

Það verður áhugavert að sjá hvort IMF muni reyna lengur að pína Íslendinga til saminga um Icesave. 

Það er niðurlægjandi og ömurleg staða fyrir Ísland að ganga með betlistaf í hendi um heiminn og leita lána. Í Hávamálum stendur: "Blóðugt er hjarta, þess er biðja skal, sér í mál hvert matar". En þetta hafa aðrar þjóðir þurft að þola og það er lexía að finna hvernig það er að vera fátækur og valdalaus í heiminum, ofurseldur aðstoð frá umheiminum.  

Það er samt frekar nöturlegt að sjá að á vefsíðum World bank sem er alþjóðastofnun sem ætlað er að berjast gegn fátækt í heiminum og sem vinnur í tengslum við IMF þá skuli vera hæðst að erfiðleikum Íslendinga og þeir settir upp sem aðhlátursefni.

Hér er skjámynd af brandara um Ísland á vef wordbank.org, hér er vefslóðin:

brandari-word-bank.jpg

Það að World bank hafi á vef sínum svona brandara um skuldsett ríki sem í örvæntingu leita að láni er  álíka og Félagsmálastofnun Reykjavíkur hefði sérstaka brandara á vef sínum þar sem hlegið væri að fátækum skjólstæðingum sem leita eftir aðstoð. Ég veit ekki hversu mikinn smekk fjármálaráðherra vor hefur fyrir svona bröndurum, hann hefur annan brandarasmekk en ég. Um brandarasmekk hans hef ég  áður fjallað m.a. í þessu bloggi Dvergakast og femínisk fyndni

En úr því ég er að tala um brandara, þá er ágætt að enda föstudaginn með þessari skopmynd um mælingar á bilinu milli ríkra og fátækra, mælingu sem sýnir að bilið er að minnka. 

 


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt landslag fjölmiðla í netheimum - Barist við Murdoch og Belusconi

Það er upplausnarástand í íslensku samfélagi og það er engin rödd fjölmiðla sem almenningur treystir. Fjölmiðlar í einkaeigu voru flestir í eigu þeirra fjárglæframanna sem núna hafa rústað efnahag og æru Íslands og fjölmiðlum í ríkiseigu var stjórnað af fólki með sams konar hugmyndir, þar voru ofurtök Sjálfstæðisflokks og markaðshyggju. Sú tök eru þó núna tekist að linast og reyndar er afar óljóst hverjir stýra fjölmiðlum á Íslandi í dag en það er samt augljóst að einhver plott fara fram bak við tjöldin og einkafjölmiðlar og sú rödd rödd Íslendinga sem þar hljómar er föl þeim sem hæst býður.

Víst eru fjölmiðlar auglýsingapappír og umbúðir fyrir vörur, hugmyndir eða lífssýn sem eigendur fjölmiðla vilja selja almenningi. Það má vera hverjum manni ljóst að áhugi á fjölmiðlum á Íslandi er að miklu leyti tilkominn vegna þess að ýmsir vilja vera í þeirri stöðu að  móta hugsmyndir þeirra 300 þúsunda sem búa á Íslandi og fá fólk hérna til að sætta sig við aðstæður og  að fylkja sér um stjórnmálaleiðtoga sem eigendur fjölmiðla hafa velþóknun á.  Það getur því miður verið að aðalmarkmið sumra fjölmiðla sé að fá fólk til að sætta sig við að yfirráðum yfir  auðlindum Íslendinga og afrakstri af vinnu fólks hérna sé skákað til þeirra sem eiga fjölmiðlana og búa til þann veruleika eða öllu heldur þá blekkingu að raunverulegir eigendur fjölmiðla séu bjargvættir sem hafi hag almennings að leiðarljósi. 

Undanfarin ár hafa margir fjölmiðlar speglað athafnalíf á Íslandi þannig að stærstu og gráðugustu gerendur hafa búið til spegill ú fjölmiðlum sem þeir spegluðu sig í og spurðu hver fegurst væri á landi hér. Þeir fengu það svar sem þeir vildu úr speglinum í sínum eigin fjölmiðlum. Nú hefur sá spegill hins vegar brotnað og sú mynd sem við fáum af þessum gerendum er afskræmd, það er mynd sem er óhugnanlegri en af verstu stjúpum ævintýranna. Ef til vill er spegilmyndin núna of afskræmd, ef til vill er spegillinn svo margbrotinn, rákaður og beyglaður að það sem við núna sjáum sem grimmar og hvæsandi  ófreskjur með stingandi augu eru ekki annað en beygðir menn með  sama sársauka í augum og sést í augnaráði okkar allra Íslendinga núna.

Það var svo sannarlega ekki opin og heiðarleg umræða í fjölmiðlum sem náði til almennings um hvað væri að gerast í heimi kasínókapítalismans sem nú kreppir kalda skuldahönd um Ísland. Ástæður þess eru margar. Ein er sú að þeir sem helst hefðu verið líklegastir til að halda uppi andófi voru uppteknir í andófi gegn mörgu öðru og gættu ekki að því að gera t.d. kröfur um gagnsæi í fyrirtækjum og bönkum og að þeim væri vel stýrt. Í mörgum félögum á almenningur aðgang m.a. í gegnum lífeyrissjóðina sem eru einir stærstu fjárfestar á Íslandi.  Hvers vegna gera líka ekki almennir hluthafar kröfur um rekstur hlutafélaga og spyrja spurninga? Ég er reyndar byrjuð sjálf á aktívisma á þessu fyrirtækjasviði og hef rekið áróður fyrir því innan Femínistafélagsins að konur þurfi að skipta sér meira af atvinnulífi og seilast þar til áhrifa, ég  mætti m.a. á aðalfund HB Granda (gamla bæjarútgerð okkar Reykvíkinga) síðast og bauð mig fram í stjórnina og vakti athygli allra þeirra sem voru á aðalfundinum á því hve hroðalegt væri að engin kona kemur að stjórn þessa  félags sem á stóran hluta af fiskveiðikvóta Íslendinga.

Fjölmiðlar hafa ekki staðið sig vel á vaktinni undanfarin ár. Ef til vill höfðum við heldur ekki áhuga á fjármálafréttum, þær eru flóknar og snúnar og fjármálavafningarnir og fyrirtækjaflækjurnar í kasínókapítalismanum eru fáránlegar.

En ég hef nú samt sem einstaklingur háð mín fjölmiðlastríð og barist fyrir frelsi í netheimum. Það hefur reyndar ekki vakið mikla athygli hérlendis en ég átti um tíma í stríði við sjálfan Murdoch í desember 2005 og það var félagsnetið Myspace og vídeókerfið Youtube sem voru miðjan í því stríði. Hér er grein um það stríð í New York Times:

 Lesson for Murdoch: Keep the Bloggers Happy - New York Times

Hér eru mín blogg um það mál

Í vesturvíking - barist við Murdoch

Murdoch á núna bæði Wall Street Journal og Myspace

Myspace censorship continues

Misunderstanding??? MySpace swallows and silences YouTube
http://samkoma.net/videoblog/?p=19

Flushing Myspace Down the Tubes
http://samkoma.net/videoblog/?p=18

Mypspace in the Brave New world
http://samkoma.net/videoblog/?p=17

 Annað

Get out of Myspace, bloggers rage at Murdoch 8. January 2006

Breytingar í fjölmiðlaheimi og flutningur þeirra inn í netheima telur miklu skemmri tíma en ég áætlaði. Fjölmiðlakóngurinn Murdoch hefur reyndar spáð svona þróun lengi. Hann er framsýnn maður og hann hefur undirbúið fjölmiðlaveldi sitt undir þann heim. En það verður líka sú breyting að fjölmiðill þarf að spila með í web 2.0 umhverfi þar sem í kringum fjölmiðil þarf að vera félagsnet - eins og moggabloggið - eins og netsamfélögin myspace og facebook og umræða um fréttir. Þá þurfa vefmiðlar líka að geta tekið inn efni úr öðrum áttum t.d. spilað vídeó. Það sem Murdoch ætlaði að gera var að einoka allan pakkann og beita mjög lágkúrulegum aðferðum til að loka notendur í félagsneti inn í heimi sem væri algjörlega stjórnað af Murdoch samsteypunni. Þegar ég háði mitt stríð við Murdoch þá var Youtube lítið og óþekktur vefmiðill og ekki hefði mér grunað að velgengni þeirra yrði svona mikil. Ef til vill er Youtube og Google núna orðnir risar sem við eigum líka að vera á varðbergi gagnvart en Microsoft orðinn risi sem er  lítið hættulegur lengur.

Ég fagna því að Smuga komist í gagnið og hlakka til að sjá það vefrit. Vonandi gengur það ekki erinda manna með annarlega hagsmuni heldur túlkar meira sjónarmið almennings á Íslandi.

Ég ætla að halda áfram að vara við sömu aðferðum og Murdoch beitti og ég ætla líka að halda áfram að vara við ríkisstjórnum sem koma sér upp öflugum hryðjuverkavörnum. Mesta hættan er sú að sú barátta sem upphaflega beindist gegn hryðjuverkum beinist gegn almennum borgurum.

Annars er fjandvinur minn Murdoch ennþá að brasa í stríði þó stríðinu við mig sé lokið, hér er grein umnýjasta stríðið hans:

Mr. Murdoch Goes to War - The Atlantic (July/August 2008)


mbl.is Smuga á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg röksemdafærsla hjá formanni VR

Gunnar Páll Pálsson formaður VR og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi notar afar einkennileg rök þegar hann réttlætir hvers vegna hann tók þátt í að fella niður skuldir starfsmanna bankans vegna hlutabréfakaupa. Hann viðurkennir að hafa fellt niður skuldir starfsmanna bankans í því augnamiði að hafa áhrif á verðmyndun hlutabréfa Kaupþings á verðbréfamarkaði og segir : ".... Sala lykilstjórnenda á hlutabréfum er tilkynningarskyld til Kauphallarinnar og því hefði sala bréfanna væntanlega leitt til ofsaótta á markaðinum og að öllum líkindum verulegs söluþrýstings frá öðrum aðilum."

Ég er alveg gáttuð á þessu.

Núna hlusta ég á þennan mann í Kastljósi og ég gersamlega skil ekki hugsunarhátt mannsins eða viðskiptasiðferði. Þetta stangast á við allar leikreglur sem ég hélt að giltu um heiðarleg bankaviðskipti. 

Ég get ekki annað séð en það þetta sé tvöfalt afbrot. Annars vegar að fella niður útistandandi kröfur bankans og hins vegar að gera það í því augnamiði að blöffa á verðbréfamarkaði.

Stjórn gamla Kaupþings mismunar hluthöfum.
Stjórn gamla Kaupþings mismunar lántakendum.
Stjórn gamla Kaupþings reynir að hafa áhrif á verðmyndum á hlutabréfum með því að mismuna hluthöfum og lántakendum.

Formaður stéttarfélags tekur þátt í þessu.
Svona er Ísland í dag.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarstjórn kvenna starfar af krafti

Hugarflæðisfundur

Um eitt hundrað konur komu saman í gærkvöldi á fyrsta hugarflæðisfundinum í Neyðarstjórn kvenna. Hér eru myndir sem ég tók á  fundinum og setti inn á Facebook myndasafn.

Það eru komnar 1391 konur í hópinn Neyðarstjórn kvenna á facebook en hann var stofnaður á fimmtudaginn var.

Um hópinn segir:

Hópur kvenna sem hefur ákveðið, með almannaheill í fyrirrúmi, að mynda neyðarstjórn yfir landinu enda hafa valdhafar sýnt fram á ótvírætt vanhæfi.

Hópurinn er opinn öllum konum sem langar að leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélag þar sem jafnræði kvenna og karla ríkir á öllum sviðum.

mbl.is Reykjavík á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldurum mismunað hjá bönkum

Það hefur komið á daginn að lykilstjórnendur hjá gamla Kaupþingi fengu einhvers konar skuldaaflausn frá stjórn bankans  þannig að þeir þurfa ekki að borga fyrir hlutabréf sem þeir fengu keypt í gegnum skuld.  Fátt sýnir betur hve bankastjórnum á Íslandi var orðin feyskin en þessi gjörningur. Það hlýtur að vera krafa okkar almennings að reynt sé að rifta þessum samningi og innheimta þessar útistandandi skuldir bankanna sem og aðrar bankaskuldir.  Viðskiptaráðherra hefur einnig lýst því yfir að stjórnvöld muni óska eftir riftun.

Hópur lykilstjórnenda hjá Kaupþingi virðist virðist hafa fengið mjög óeðlilega fyrirgreiðslu, þetta er meðferð sem skuldugum Íslendingum býðst ekki, að skuldir séu felldar niður með einu bréfi og viðkomandi bjargað frá gjaldþroti. Þetta er afar vont mál, sumir lykilstjórnendur hjá Kaupþingi eru tengdir starfandi stjórnmálamönnum og á meðan ekki hefur verið birtur listi yfir þá sem fengu þessi kjör eða þessum samningum rift þá hlýtur trúverðugleiki stjórnvalda að vera dreginn í efa. 

Það er að auki afar undarlegt ef þetta er löglegur gjörningur hjá stjórn gamla Kaupþings. 


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband