Skuldurum mismunað hjá bönkum

Það hefur komið á daginn að lykilstjórnendur hjá gamla Kaupþingi fengu einhvers konar skuldaaflausn frá stjórn bankans  þannig að þeir þurfa ekki að borga fyrir hlutabréf sem þeir fengu keypt í gegnum skuld.  Fátt sýnir betur hve bankastjórnum á Íslandi var orðin feyskin en þessi gjörningur. Það hlýtur að vera krafa okkar almennings að reynt sé að rifta þessum samningi og innheimta þessar útistandandi skuldir bankanna sem og aðrar bankaskuldir.  Viðskiptaráðherra hefur einnig lýst því yfir að stjórnvöld muni óska eftir riftun.

Hópur lykilstjórnenda hjá Kaupþingi virðist virðist hafa fengið mjög óeðlilega fyrirgreiðslu, þetta er meðferð sem skuldugum Íslendingum býðst ekki, að skuldir séu felldar niður með einu bréfi og viðkomandi bjargað frá gjaldþroti. Þetta er afar vont mál, sumir lykilstjórnendur hjá Kaupþingi eru tengdir starfandi stjórnmálamönnum og á meðan ekki hefur verið birtur listi yfir þá sem fengu þessi kjör eða þessum samningum rift þá hlýtur trúverðugleiki stjórnvalda að vera dreginn í efa. 

Það er að auki afar undarlegt ef þetta er löglegur gjörningur hjá stjórn gamla Kaupþings. 


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og manni sýnist þá voru þessir gerningar ekki samþykktir fyrir í stjórn Kaupþings og ekki samþykktir af Fjármálaeftirlitinu, þá sýnir þetta bara svart á hvítu að allar reglur og öll lög hafa verið þverbrotinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Byrtið þennan lista og ef Víkingsveit lögreglunnar fer ekki strax í það að handtaka þessa menn þá förum við alþýða þessa lands í það að koma höndum yfir þennan glæpalýð. Það var þó aldrei að það yrði ekki full þörf fyrir þessa Víkingasveit lögreglunnar. Sannarlega réttnefni við sigum henni nefnilega á burgeisanna og á ÚTRÁSARVÍKINGANA !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því fyrr sem við léttum allri afneitun, þeim mun betra. Yrði aðdragandi bankahrunsins rannsakaður niður í kjölinn slyppu fáir þeirra sem þar voru í lykilstöðum við harða dóma að minni hyggju. Hálfkák rannsókna ásamt meðfylgjandi sögusögnum og hálfsannleika mun verða kveikja að reiði og óróa í samfélagi okkar næstu mánuði. Náin tengsl fólks í þessu litla landi gerir alla rannsókn marklausa. Löglausir samningar um yfirtökur, kaup og aðrar hrókeringar náinna vina hafa sloppið við rannsókn svo lengi að einhverrar hugarfarsbyltingar er ekki að vænta í bráð.

"Viskum ekki gefa okkur að þessu lambið mitt, viskum halda áfram að tátla hrosshárið okkar."

Árni Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta kallast á góðri Íslensku skattsvik, þjófnaður og bankarán. Skattsvik fyrir að borga 10% fjármagnstekjuskatt af arði hlutabréfa sem þeir áttu ekki, þjófnaður að stinga 90% af arðinum beint í vasann og bankarán að afskrifa skuldir sín á milli. Hvaða dóm ættu þessir menn að fá og hvenær ætli þeir verði dæmdir ?

Sævar Einarsson, 4.11.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ríkisstjórnin er búin að setja Boga og Valtý í að rannsaka málið. Er það ekki nóg?

Sigurður Haukur Gíslason, 4.11.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Johann Trast Palmason

Viðskifta ráðherra talaði fáglega um þetta og kallaði það löglegt en siðlaust.

Við hin erum fangelsuð fyrir minna.

Johann Trast Palmason, 4.11.2008 kl. 14:07

6 identicon

Við búum á stjórnlausri sjóræningjaeyju. Útrásarvíkingarnir hafa kallað skömm og vanvirðingu alþjóðasamfélagsins yfir okkur og Ísland verður skólabókadæmi í hagfræði næstu áratugina. Þekktir og virtir hagfræðingar segja þetta afleiðingu slæmrar hagfræði. Trölli sem stal jólunum þykist vera með hagfræðina á hreinu og hikar ekki við að segja yfir 90% landsmanna að þegja þegar við krefjumst þess að setja þjóðníðinginn og landráðamanninn DO af sem sjálfskipaðan seðlabankastjóra. Það hefur sannast ítrekað á síðustu vikum að forsætisráðherra (með innan við 20% kjörfylgi) hefur ítrekað logið blákalt að þjóðinni. Íslenskir auðmenn, ríkisstjórn Íslands, alþingismenn, seðlabankinn og fme hafa, í sameiningu, framið svívirðilegt landráð, þannig að nýfæddir einstaklingar taka nú við 10.000.000 + skuldagreiðslu. Það er skilyrðislaus krafa íslensku þjóðarinnar að útrásargegnið verði hreinsað út úr bönkunum og látið standa skil. Að sama skapi þarf að reka toppana í seðlabankanum og fme tafarlaust og draga fyrir dóm. Síðast, en ekki síst, þarf að reka ríkisstjórn og alþingi heim og kalla til erlenda sérfræðinga til að dæma um þátt stjórnmálamanna í þessum manngerðu móðuharðindum. Íslendingar hafa búið við aumingjalýðræði (les: fulltrúalýðræði) allt of lengi þar sem makráðum atvinnulýðskrumurum hefur leyfst að bulla í þjóðinni á fjögurra ára fresti - og gera svo eitthvað allt annað. Á þessum tímamótum í sögu landsins þurfum við virkt lýðræði og stjórn hæfustu manna þjóðarinnar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:53

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jæja er hann Lúkas blessaður þá kominn í leitirnar?

Magnús Sigurðsson, 4.11.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband