Samstarfsþjóðir lána og World bank hæðist að neyð Íslendinga

Það er vissulega gleðilegt að Pólverjar hafi núna bæst í hóp þeirra þjóða sem veita Íslandi lán.  Nú er sagt að auk IMF verði það Norðurlönd, England, Holland og Pólland sem lána Íslandi. Ekki má gleyma láninu frá Færeyingum sem sýndu svo sannarlega mikla samstöðu með Íslendingum á þessum tímum.

Hins vegar getum við almenningur ekki skilið hve mikið klúður er í gangi varðandi lán. Fyrst er talað um Rússalánið eins og það sé komið í höfn en það virðist hafa gufað upp og ekkert heyrist lengur af því. 

Svo núna þá hvorki vissi forsætisráðherra né ríkisstjórn af því fyrr í dag að Pólverjar myndu lána Íslendingum. Það er skrýtið.

Það verður áhugavert að sjá hvort IMF muni reyna lengur að pína Íslendinga til saminga um Icesave. 

Það er niðurlægjandi og ömurleg staða fyrir Ísland að ganga með betlistaf í hendi um heiminn og leita lána. Í Hávamálum stendur: "Blóðugt er hjarta, þess er biðja skal, sér í mál hvert matar". En þetta hafa aðrar þjóðir þurft að þola og það er lexía að finna hvernig það er að vera fátækur og valdalaus í heiminum, ofurseldur aðstoð frá umheiminum.  

Það er samt frekar nöturlegt að sjá að á vefsíðum World bank sem er alþjóðastofnun sem ætlað er að berjast gegn fátækt í heiminum og sem vinnur í tengslum við IMF þá skuli vera hæðst að erfiðleikum Íslendinga og þeir settir upp sem aðhlátursefni.

Hér er skjámynd af brandara um Ísland á vef wordbank.org, hér er vefslóðin:

brandari-word-bank.jpg

Það að World bank hafi á vef sínum svona brandara um skuldsett ríki sem í örvæntingu leita að láni er  álíka og Félagsmálastofnun Reykjavíkur hefði sérstaka brandara á vef sínum þar sem hlegið væri að fátækum skjólstæðingum sem leita eftir aðstoð. Ég veit ekki hversu mikinn smekk fjármálaráðherra vor hefur fyrir svona bröndurum, hann hefur annan brandarasmekk en ég. Um brandarasmekk hans hef ég  áður fjallað m.a. í þessu bloggi Dvergakast og femínisk fyndni

En úr því ég er að tala um brandara, þá er ágætt að enda föstudaginn með þessari skopmynd um mælingar á bilinu milli ríkra og fátækra, mælingu sem sýnir að bilið er að minnka. 

 


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru allt lán veitt fyrir og í gegnum IMF og verða aðeins afgreidd ef IMF kemur að málunum hér. Það er einnig ástæðan fyrir að Geir hafði enga vitneskju um pólska lánið. Það er IMF sem stjórnar þessu. Ísland með núverandi ráðamenn við stýrið fá engin lán.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Stjórnar IMF Íslandi? Ég segi nú bara eins og Geir þegar hann flutti ávarpið fyrsta. Guð blessi Ísland.

p.s. bæti nú kannski við ákalli á allar landvættir að verja okkur fyrir IMF

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.11.2008 kl. 17:04

3 identicon

Ekki ennþá, en það mun þeir gera þegar þeir koma að þessu hér. Yrði það nú svo slæmt? Yrði ástandið verra við það?

Ég hef kannski ekki orðað mig nógu skýrt. IMF aflar þessara lána, ekki íslenska ríkið eða seðlabankinn. Þeir eru á þeytingi sjálf/ir að reyna að fá lán hingað og þangað í von um að losna undan IMF.

Ef IMF kemur ekki að þessu, þá eru engin lán. Þá verðum við að bjarga okkur sjálf. Það getur aðeins farið á einn veg.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

þetta er auðvelt rikistjornin nytur einskins traust eða virðingar á alþjóða vettvangi fyrir þaug ófyrirgefanlegu mistök sem hun hefur gert auk þess að taka ekki abyrgð á þeim og það breitist ekki fyrr en þetta fólk fer.

Johann Trast Palmason, 7.11.2008 kl. 17:46

5 identicon

Maður á varla orð! Ótrúlega ósmekklegt af World Bank (sem er systurstofnun IMF og er handan sömu götu í Washington) að vera með grín af þessu tagi á vef sínum. Skyldu þeir líka skjóta inn léttu hungursneyðargríni um löndin sem þeir eru að lána í Afríku?

Barton (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er vert að kynna sér Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafa í hagfræði og efnahagsráðgjafa WB og IMF, sem var rekinn fyrir að ofbjóða vinnubrögð þessarar glóbalistamafíu og gerðist wisthle blower. Minnist hann á hann í kommentum á minni síðu.  Kannski ætu Geir og Davíð að leita álits hans í dag.

Hann samdi skýrslu fyrir Seðlabankann árið 2000, sem menn hefðu betur ígrundað. Þá var hann enn innan raða IMF, WB, og alþjóða viðskiptastofnunarinnar. (sama tóbak)

Hann er einn af höfundum heimskapítalismans, sem var göfug hugsjón en tekin í gíslingu af ameríkönum og corporate kapítalískum öflum, eins og er í dag.

Honum líður sennilega eins og Oppenheimer eftir Hiroshima eða Frankenstein, þegar hann uppgötvaði að hann hafi skapað skrímsli.

Þetta verða menn að kynna sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þess má geta einnig að Evrópubandalagshugsjónin hefur einnig verið tekin í gíslingu af corporate kapítalismanum, sem raunar er í fáu ólíkur Fasismahugsjón Mussolini, enda hét sú hugsjón Corporativism í upphafi.  Við eigum því að hundsa allar þreifingar þar um. Algerlega!

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 19:59

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað er kjafræði Jón? Að Evrópubandalagið sé í gíslingu græðgisafla? Ertu svona ósáttur við orð mín af því að ég er ekki sammála þér í algerlega rakalausu þvaðri þínu um ágæti evrópubandalagsinngöngu til lausnar þessum vanda eða ém fyrirbyggjandi aðgerð gegn endurtekningu hans?

Veistu það Jón, ég held að þú ættir að leggjast í smá rannsóknarvinnu sjálfur og leggja þessa slagorðapólitík þína á hilluna í bili. Ef þú heldur að eignir og völd í erópu séu ekki að færast á færri og færri hendur í evrópu eins og annarstaðar, þá ertu illa úti að aka.

Það sem mig skortir hjá þér og hef leitað eftir eru rök þín fyrir aðkallandi Evrópubandalagsinngöngu´og hvernig þú sér það sem lausn á vandanum og hvernig yfirleitt draumsýn þín er? Gerðu það hér og nú og komum upp skoðanaskiptum byggðum á rökum í stað slíkra ignoramusar upphrópana, eins og þú viðhefur.

Þú getur byrjað núna.

Hafðu í huga í byrjun að höfuðrök stjórnmálamanna hér fyrir aðgerðarleysi gagnvart bönkunum er reglugerð, sem samþykkt var í EES pakkanum, sem hreinlega meinar ríkisafskipti og þurrkar út 40 grein stjórnarskrárinnar hér.

Rök, sem eru óhrekjanleg. Raunar má rekja ósköpin að þessum punkti og þar getur þú þakkað átrúnaðargoði þínu Jóni Baldvin?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 21:27

9 identicon

Óhrekjanleg? Bretland og mörg önnur ESB-ríki banna bönkum að taka innlán í öðrum löndum nema í gegn um dótturfélög. Íslandi var í lófa lagið að gera slíkt hið sama.

Barton (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón hefurðu lesið þessi lög?  Var ekki ingrip FME bundið því að bankar gætu ekki sýnt nægilegt eigið fé eða tryggingar?  Þeir gátu það. En þetta fé var að miklu bundið í goodwill eða eignum, sem urðu verðlausar um leið og undan hallaði. FME gat því ekki gert neitt á þeim grunni af því að menn fullnægðu skilyrðunum. Einfalt mál. Þegar menn urðu varir við hömlur á gjaldeyrisstreymi og lánalínum, þá reyndu þeir að redda þessu fyrir horn eins og Björgúlfur segir, en fyrir því var spillt.  Ég er ekki að draga dám af neinum í þessari umræðu. Það fer af stað fómínóferli, sem menn voru sofandi fyrir og ekki er hægt að benda á einhvern einn einstakling í því. Grunnurinn liggur þó alltaf í EES samningnum. Það er staðreynd.

Ég biðst svo undan þessum gýfuryrðum og nafnaköllum.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 00:38

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má svo deila um hvort bankarnir voru alveg siðlegir í að búa sér til eiginfjárstöðuna en ekkert ólöglegt hefur komið fram í því. Þar má einna helst segja að FME hafi brugðist. Í því að skoða hvað lá að baki meintum eignum og hvort það var nægilega tryggur grunnur.  Þeir höfðu áhyggjur og gerðu athugasemdir þegar Icesave þótti vera að vaxa mönnum yfir höfuð og ráðstafanir voru í gangi eins og ég segi.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 00:43

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem mér finnst einnig ámælisvert við FME er að engin athugasemd hafi nokkru sinni verið gerð við það að Landsbankinn kallaði sig "The National Bank of Iceland" eða Icelandic National Bank." Sem bjó til falskt traust og var villandi fyrir viðskiptavini í alla staði. Það setur ákveðinn svikabrag á þetta og hefur einnig gert útaf við mannorð Íslendinga erlendis almennt. Meira að segja Brown vissi ekki betur en ríkið bakkaði þetta upp, eða svo virðist allavega á viðbrögðum hans.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 00:47

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er þessi klásúla ykkar:

"Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun útibús skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum frá móttöku fullnægjandi upplýsinga skv. 2. mgr."

Hér er talað um stofnskilmála. Engin leið var að sjá í hvaða hæðir þetta flygi við stofnun.  Þetta er greinin semþið státið af. Hvað var til fyrirstöðu þarna?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 00:59

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér er ekkert illa við þig persónulega nafni. Mér finnst þú bara hafa tekið EU lausninni eins og trúarbrögðum og við vitum báðir hvað það þýðir. Það eru kostir en gríðarlegir grundvallargallar á því að ganga inn í þetta bandalag, sem víst er að við munum ekki þola sem þjóð ef þetta gerist ekki án umræðu og verulegra undanþága. Þú talar um að henda sér inn í þetta í óðagoti og veist ekki hvað hangir á spýtunni frekar en meirihluti þjóðarinnar og jafnvel stjórnmálamenn. Slík er búrókrasían að það er nánast ómögulegt að gera slíkt í fljótheitum og því eru þessi hróp og köll þín alveg út úr kú, þegar við ættum að vera að leggja til bráðalausnir.

Það sem nú er þrungið þögn og spennu er t.d. fyrirspurn ESA, sem virðist ætla að sjá til þess að engum innan bandalagsins sé mismunað og það þýðir endanlegt hrun. Þannig lítur myndin út. Hér erum við ekki að berjast við að hljóta ekki niðurlægingu í að hafa ekki rangt fyrir okkur eða rétt fyrir okkur, heldur að reyna að ræða af skynsemi þá kosti sem fyrir okkur liggja.

Það má vera kostur að stofna þverpólitíska nefnd til að ræða og meta inngöngu eða höfnun á henni. Nefnd sem myndi leita til færustu sérfræðinga og meta málið út frá stærð okkar og sérstöðu í samhenginu.  Það hefur ekki verið gert og er miður.  Þess vegna eru sjórnmálamenn meira og minna að tala út í loftið um þessa hluti, sem og bloggarar og aðrir. 

Ef einhver sveigjanleiki væri hjá ykkur til að ræða þetta vitrænt, þá væri ég feginn. En ef þetta á að vera í upphrópunum og blammeringum, auk fullyrðinga án nokkurra tilvísana og túlkana, þa´er það skógarferð,sem ég nenni ekki að ganga.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 01:32

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að lokum, (og svo er ég hættur)

Grunnskilyrði fyrir evruuptöku samkvæmt Maastricht sáttmálanum:

  • Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu
  • Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu
  • Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.
  • Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.
  • Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF.

Ponder that.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 02:18

16 Smámynd: Apamaðurinn

Þetta eru einstaklingarnir sem standa að þessari umræðu á vef Alþjóðabankans:

Simeon Djankov is the creator of the Doing Business series. In his dozen years at the World Bank, he has worked on regional trade agreements in North Africa, enterprise restructuring and privatization in transition economies, corporate governance in East Asia, and regulatory reforms around the world. Simeon was a principal author of the World Development Report 2002. Simeon recently became the chief economist of the Finance and Private Sector Vice-Presidency in the World Bank and is currently working on the unfolding financial crisis.

Erik Feyen works as a Financial Economist in the World Bank's Finance and Private Sector Vice-Presidency. Since he joined the Bank in 2006, he has been involved in financial sector policy work and banking and capital market operations for client countries in the African and Middle-Eastern regions. He previously worked as a management consultant. He sympathizes with Mr. Greenspan's state of "shocked disbelief"  that a hot letter soup of RMBSs, SIVs, CDOs, and CDSs could lead to a chilling worldwide market freeze.

Graeme Littler is a senior information officer in the World Bank's Financial and Private Sector Development Vice Presidency. He manages this blog, along with the Doing Business website and a number of others. He once dreamed of being a high-powered financial advisor, but abandoned this dream within a week of tedious cold calling. After a stint in financial journalism, he ended up managing the annual IFC flagship Emerging Stock Markets Factbook (now in the hands of Standard & Poor's) for a half-dozen years. 

Facundo Martin works in the Chief Economist office of the International Finance Corporation, where he leads macroeconomic risk assessments for the internal portfolio. Facundo previously worked for the Central Bank of Argentina where he did macroeconomic and portfolio analysis for the International Reserves Management department. He has a Ph.D. in economics from University of Maryland.

Constantinos (Costas) Stephanou is a Senior Financial Economist in the Financial Policy Development Unit of the World Bank's Financial and Private Sector Development Vice Presidency. Costas used to work on the 'dark side' (banking and management consulting), but subsequently repented and joined the World Bank a few years ago. Since then, he has been working with client countries on financial sector policy issues, including banking, risk management and Basel II, access to finance, free trade agreements and financial services, and competition policy. He is currently experiencing a subprime quality of life as a result of the financial crisis.

Vijay Srinivas Tata is Chief Counsel of the Financial and Private Sector Development and Infrastructure practice group in the Legal Vice Presidency, and oversees the unit's legal advisory work on reform and modernization of the finance sector legal regimes and institutions. Vijay has advised on the legal aspects of regulation and supervision of banks, non-bank financial institutions, capital markets and investor protection in Latin America, Eastern Europe, South Asia and the Middle East.

Apamaðurinn minnist nýlegrar lofgerðarrullu Gauta B. Eggertssonar um stórfenglega hæfni og doktorsgráður starfsmanna þessarar stofnunar. Hér sjáum við svo hvað þeir gera í vinnunni sinni!

Apamaðurinn, 8.11.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband