Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hvað er fólk að gera á Netinu?

Business week birti 11.júní síðastliðinni  greinina Web Strategies that caters to customers svona til að leiðbeina fyrirtækjum um hvernig eigi að ná til fólks núna á netvæðingartímum. Það fylgdu með greininni tvær afar áhugaverðar yfirlitsmyndir um hvað fólk er að gera á vefnum. í fyrri myndinni þá má sjá hver skipting aldurshópanna er. Það er áhugavert hve fólk á menntaskólaaldri les mikið blogg og er að notað félagsnet s.s. Myspace og hve margir í eldri kynslóðum eru ekkert að fylgjast með þessum nýju samskiptaleiðum.

business-week-juni07-2

 Það er líka áhugavert að það eru mjög fáir að setja inn efni og skapa efni t.d. á youtube, flickr og wikipedia. Mér finnst þetta sérstaklega áhugavert vegna þess að ég er stórnotandi á öllum þessum kerfum, ég hef sett inn meira en 3000 myndir á flickr  og ég hef sett inn marga tugi af vídeóum sem ég hef búið til sjálf á Youtube og ég skrifa reglulega greinar á Wikipedia. Ég er greinilega í minnihluta. Hér er kortið yfir þetta:

business-week-juni07-1

 


Avatar

01_10015271912Í mörgum kerfum á Interneti þá þarf maður að búa til persónu eða avatar. Í netheimum eins og Second Life þá er fólk lengi að hanna útlitið á leikmanni sínum og breyta ímynd sínni.

Robbie Cooper hefur skrifað bókina Alter Ego - Avatar and their Creators.

Hann fær út að leikmennirnir líkist skapara sínum. 

Sjá nánar frétt á CNN Identity in a virtual world

Ég var að prófa áðan kerfi sem heitir meez.com

þar getur maður búið til sína eigin þrívíddarvélveru og ákveðið útlit og bakgrunn. Ég bjó til þessa veru hérna til hliðar, ég veit ekki hvort það segir eitthvað um mig að ég bjó til málaða gellu í anarkistabol og skæruliðabuxum og rauðbleikum skóm að taka heljarstökk afturábak í druslulegu eldhúsi. Ævintýrið um rauðu skóna sem ekki mátti dansa í hefur alltaf heillað mig, það er eitt af þeim ævintýrum sem eru ólar til að reyra fólk niður - svona kerfi þar sem ekki þarf neina alvöru fjötra heldur fjötra sem eru úr sama efni og nýju fötin keisarans. 

Þetta er sem sagt minn avatar um rauðu skóna. 


Hryðjuverk og vasaþjófar

Núna er viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu eins hátt og það getur verið í London. Ég var nýlent í London þegar seinni hryðjuverkahrinan reið yfir 21. júlí 2005. Það ríkti skrýtið ástand í borginni næstu vikur á eftir. Það greip um sig mikil hræðsla og tortryggni gagnvart ungum karlmönnum af austrænum uppruna. Ég bjó í Austur London og þar var áberandi að fólk forðaðist verslanir og matsölustaði sem reknir voru af múslimum. Veitingahúsin við Brick Lane voru auð. Ég sá oft á götunum lögreglumenn handtaka og/eða yfirheyra menn og alls staðar voru löggæslumenn og hermenn áberandi. Það var mikil löggæsla við neðanjarðarstöðvar. Það var samt uggur í flestum en fólk hefur ekkert val í London, það verða allir að nota samgöngukerfin.

ég man eftir einu atviki þar sem ég var augnabliksstund skelfd, ég var að koma út úr neðanjarðarlestinni við Finsbury Park moskuna og þar semm strætisvagnarnir stoppa kom fólk hlaupandi á móti okkur, ég man eftir að sá fyrsti sem ég sá var ungur maður og ég man ennþá hræðsluna og örvæntinguna í svip hans. Það var eins og um líf og dauða væri að tefla. Á hæla honum hlupu aðrir.  

En rétt eftir að hann hleypur beint á móti okkur þá hendir hann tösku í jörðina og svo átta ég mig á því að hann var vasaþjófur sem hafði rænt handtösku af konu og einhverjir voru að hlaupa hann upp svona eins og "stöðvið þjófinn" sena í gamalli Oliver tvist mynd. 

En Finsbury Park moskan gengdi stóru hlutverki í hryðjuverkunum í London og margir hryðjuverkamannanna höfðu tengsl við þá mosku.


mbl.is Fjórir í haldi vegna árása í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband