Hryðjuverk og vasaþjófar

Núna er viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu eins hátt og það getur verið í London. Ég var nýlent í London þegar seinni hryðjuverkahrinan reið yfir 21. júlí 2005. Það ríkti skrýtið ástand í borginni næstu vikur á eftir. Það greip um sig mikil hræðsla og tortryggni gagnvart ungum karlmönnum af austrænum uppruna. Ég bjó í Austur London og þar var áberandi að fólk forðaðist verslanir og matsölustaði sem reknir voru af múslimum. Veitingahúsin við Brick Lane voru auð. Ég sá oft á götunum lögreglumenn handtaka og/eða yfirheyra menn og alls staðar voru löggæslumenn og hermenn áberandi. Það var mikil löggæsla við neðanjarðarstöðvar. Það var samt uggur í flestum en fólk hefur ekkert val í London, það verða allir að nota samgöngukerfin.

ég man eftir einu atviki þar sem ég var augnabliksstund skelfd, ég var að koma út úr neðanjarðarlestinni við Finsbury Park moskuna og þar semm strætisvagnarnir stoppa kom fólk hlaupandi á móti okkur, ég man eftir að sá fyrsti sem ég sá var ungur maður og ég man ennþá hræðsluna og örvæntinguna í svip hans. Það var eins og um líf og dauða væri að tefla. Á hæla honum hlupu aðrir.  

En rétt eftir að hann hleypur beint á móti okkur þá hendir hann tösku í jörðina og svo átta ég mig á því að hann var vasaþjófur sem hafði rænt handtösku af konu og einhverjir voru að hlaupa hann upp svona eins og "stöðvið þjófinn" sena í gamalli Oliver tvist mynd. 

En Finsbury Park moskan gengdi stóru hlutverki í hryðjuverkunum í London og margir hryðjuverkamannanna höfðu tengsl við þá mosku.


mbl.is Fjórir í haldi vegna árása í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband