Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
3.12.2006 | 11:56
Lífsýni og pabbi hans Lúðvíks
Ég var að lesa grein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Þetta er áhugavert mál bæði vegna þess að það vekur til umhugsunar um hvernig fara má með lífssýni og svo vegna þess að sú fjölskylda sem um ræðir var um langt skeið í valdaaðstöðu á Íslandi. Lúðvík telur sig son fyrrum forsætisráðherra og hálfbróður fyrrum forsætisráðherra. Þetta er ekki spurning um peninga, það kemur fram í grein Agnesar að erfðakröfur eru löngu fyrndar. Þetta er spurning um að aldraður maður vill fá viðurkenningu á faðerni sínu. Lúðvík er einnig lögfræðingur og hefur aðstöðu til að sækja mál sitt fyrir dómstólum.
Þetta minnir mig á annað mál sem fór fyrir héraðsdóm fyrir nokkrum árum. Ég þekki mann sem þá var sviptur faðerni sínu. Ég held hann hafi ekki mætt þegar málið var tekið fyrir. Hann var ekki í þannig aðstöðu í lífinu að kunna á lagaflækjur eða geta kostað lögfræðinga til að verja rétt sinn. Í því tilviki var höfðað mál til ógildingar á nokkurra áratuga faðernisúrskurði. Þetta hafði mikil áhrif á manninn sem nú er einskísson. Sennilegt er að það mál hafi verið höfðað vegna erfðamála, til að tryggja að væntanlegur arfur úr útgerðarfyrirtæki rynni ekki til utanhjónabandsbarns. Baráttan um fiskveiðikvótann birtist á ýmsa vegu.
Ég var að blaða í bókinni Öldinni okkar í kringum siðskiptin. Þá voru endalaust málaferli í gangi þar sem reynt var að komast yfir eignir með því að reyna að finna meinbugi á hjónaböndum t.d. að hjónaband hefði verið ógilt og hjónabandsbörnin því arflaus vegna þess að hjónin hefðu verið fjórmenningar. Allt gekk út á að hjónin sýndu fram að að þau væru ekki fjórmenningar. Ég velti fyrir mér hvort svona lífsýnamálaferli muni þykja jafnfurðuleg eftir einhverjar aldir eins og þessi fjórmenningmálaferli. Sem í ljósi sögunnar var klárlega sjónarspil gert til að geistleg yfirvöld gætu komist yfir eignir og beygt fólk til hlýðni og tryggt völd sín.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 00:41
Fínir kandidatar hjá Vinstri Grænum
Mér líst bara vel á úrslitin hjá Vinstri grænum. Það verður fínt fólk í efstu sætunum. Verst að ég gat ekki kosið því ég er ekki í Vinstri Grænum og gæti nú samvisku minnar ekki gengið í þann flokk bara til að kjósa inn félaga mína úr Femínistafélaginu. Ég læt mér nægja að vera samviska Framsóknarflokksins.
Ég hefði kosið Kolbrúnu, Andreu og Kristínu og Guðfríði Lilju og Ögmund, Katrínu og Árna Þór. Ég hef fylgst með störfum þeirra allra og treysti þeim vel í stjórnmálastarfi. Andrea og Kristín voru nú ekki í baráttunni um toppsætin en þær eiga framtíðina fyrir sér í stjórnmálum. Það kom mér reyndar á óvart að Árna Þór skuli ekki hafa gengið betur. En ætla vinstri grænir ekki að vera með fléttulista, þá myndi hann komast ofar út af kynjakvóta. Það myndi reyndar vera dáldið skemmtilegt í ljósi þess hvernig Vinstri Grænir skipuðu sinn lista í borgarstjórn. Það var virkilega flott að vera þá einir með konu í fyrsta sæti og átti Árni Þór sinn þátt í að stuðla að því.
Ég hef nú ekki gert formlega könnun en ég held að Vinstri Grænir séu meiri bloggarar en aðrir. Reyndar held ég að því fjær sem stjórnmálaöfl séu valdinu þeim mun líklegri eru þau til að nota nýjar aðferðir í miðlun. Nafnarnir Björn Ingi og Björn Bjarnason eru nú undantekningar í stjórnmálaflokkum við stjórnvölinn en ég held að það stafi út af því að þeir eru báðir með bakgrunn úr blaðamennsku og átta sig því betur á þessum nýja miðli sem bloggið er. Blogg þeirra er partur af stjórmálaumræðu. Siv áttar sig líka vel á hve öflugur miðill bloggið er en hún notað það á annan hátt til að miðla upplýsingum um störf sín til fólks sem ekki er líklegt til að lesa pólitíska langhunda. Sá hópur er nú meirihlutinn af kjósendum. Siv notar markvisst myndir til að miðla upplýsingum um störf sín og ná til fólks. Fáir stjórnmálamenn hafa ennþá skilning á því hve mikilvægt það er. Ég var að skoða vefsíðu Katrínar Jakobs áðan. Ég nennti ekkert að lesa langhunda um pólitík, smellti bara beint á tengill þar sem stóð Myndir og varð fyrir vonbrigðum þegar bara birtist ein pínkulítil óskýr og óspennandi mynd. Katrín á langt í land með að ná Siv í þessu.
![]() |
Ögmundur, Katrín og Kolbrún efst í prófkjöri VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2006 | 00:01
Rósu Park dagurinn
í dag 1. desember hélt ég upp á Rósu Park daginn. Ég hélt þann dag hátíðlegan í fyrsta skipti í fyrra með því að skrifa pistilinn um Rósu Park inn á íslensku Wikipedia.
Rosa Parks var fátæk bandarísk blökkukona sem barðist fyri mannréttindum og afnámi aðskilnaðar milli hvítra og svartra. Hún er þekkt fyrir að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í bænum mMontgomery í Alabama fimmtudaginn 1. desember árið 1955. Á þeim tíma voru fremstu bekkirnir í strætisvögnum í Montgomery ætlaðir hvítum og ef þeir fylltust þá urðu svartir farþegar að færa sig aftar. Rosa Parks var handtekin og ákærð fyrir tiltækið og dæmd til að greiða sekt, en þessi borgaralega óhlýðnihratt af stað mótmælaöldu þar sem blökkumenn sniðgengu strætisvagna í Montgomery. Mótmælin báru árangur og í þeim reis Martin Luther King, einn af skipuleggjendum þeirra til forustu í mannréttindabaráttu blökkumanna.
Dagurinn fór í fundarhöld. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég fór á í dag. Í lok síðasta fundarins komu upp aðstæður sem minntu mig á Rósu Parks og baráttu hennar. Baráttan stendur ekki um pláss í strætisvögnum í dag, baráttan stendur um pláss í því rými sem samskipti okkar fara fram í, hvort sem það er á fundum eða í samskiptarýmum í fjölmiðlum eða netheimum. Við eigum ekki að þurfa að þola yfirgang og rustaskap vegna litarháttar, kynferðis eða þjóðernis.
![]() |
Stúdentar héldu upp á fullveldisdaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2006 | 09:22
Árásin á Second Life og netárás al-Qaeda
Nú er búist við netárás á fjármálastofnanir og banka. Sennilega er ógnin nú fyrst og fremst að lama um stundarsakir viðskipti þó al-Qaeda hafi hótað því að eyðileggja gagnabanka bandarískra fjármálafyrirtækja. Gagnagrunnar banka hljóta að vera betur varðir en að það sé hægt og öryggisafrit til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Það má nú líka alveg rifja upp úr hvaða farvegi Internetið er upprunnið, það er úr hernaði og einmitt til að mæta þannig aðstæðum að ekki væri einhver ein miðlæg stöð þar sem öll gögn flæddu um heldur gætu gagnapakkar borist ýmsar leiðir og þó einn tengipunktur yrði fyrir árás og væri óstarfhæfur þá lamaðist ekki kerfið heldur færu gögn aðra leið.
Fyrir nokkru skráði ég mig í netleikinn Second Life. Það þurfti að gefa upp vísanúmer og ýmsar persónulegar upplýsingar. Skömmu seinna var ráðist á gagnagrunn fyrirtækisins sem rekur leikinn og tölvuþrjótar komust yfir gagnagrunn 600 þúsund notenda með upplýsingum um lykilorð og væntanlega líka visanúmer. Ef hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda hafa þá færni sem þarf til valda usla í fjármálastofnunum með tölvuglæpum þá hafa þau samtök örugglega æft sig í svona árásum t.d. eins og þessari á Second Life. Ég var að fletta upp frétt um Second Life árásina á BBC og sé að fréttin hefur verið síðast uppfærð 11. september síðastliðinn. Það er nú kannski táknrænt.
![]() |
Bandarískar fjármálastofnanir varaðar við hugsanlegri netárás al-Qaeda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |