Mér blöskrar líka

Mér blöskrar að Baldur Guðlaugsson hafi ekki verið sendur í leyfi strax þegar upp komst um hvernig hann lék tveimur skjöldum, annars vegar sem embættismaður sem bjó yfir viðkvæmum trúnaðarupplýsingum og hins vegar sem stór spilari sjálfur í hlutabréfaheiminum. Það er mikil hneisa fyrir íslenskt stjórnarfar.

Þá vil ég líka biðja fólk að taka ekki allt of vel trúanlega þá söguskoðun sem nú er oft slegin fram að allt hafi verið í lagi með starfsemi og stjórnun stórra íslenskra fyrirtækja áður en tími einkavæðingar- og útrásar hófst.  Það má vel beina kastljósinu að Eimskip, fyrrum óskabarni þjóðarinnar og því hvernig innherjar þar sem bjuggu yfir upplýsingum um raunverulegt verðmæti  keyptu upp hlutabréf af fákunnandi almenningi, fólk  sneri sér til Eimskips til koma hlutabréfum sínum í verð fyrir þá tíma er Eimskip var sett á hlutabréfamarkað en kaupandinn var ekki Eimskip sjálft eins og hefði átt að vera af allt hefði verið með felldu heldur voru kaupendurnir Hörður fyrrum forstjóri Eimskips og menn á hans vegum eins og Baldur Guðlaugsson.  Það má vel vera að þessi viðskipti hafi verið lögleg miðað við íslensk lög þeirra tíma enda lögin þá sem nú sett með hagmuni fjármagnsafnara að leiðarljósi og til að tryggja ævarandi völd Sjálfstæðismanna. Í öllum siðuðum löndum voru svona viðskipti ólögleg. Það má einnig segja að þeir sem keyptu upp  hlutabréf í Eimskip á þennan hátt á meðan þeir voru í vinnu hjá félaginu sem var almenningshlutafélag hafi ekki rækt þá skyldu sína að gæta hagsmuna hluthafa, þeir gættu bara hagsmuna sjálfs síns.

Mér virðist að Baldur Guðlaugsson hafi haft sama hátt á þegar hann kom inn í stjórnsýsluna, hann var ekki trúr umsjónarmaður yfir hagsmunum íslenskt almennings en hann vakti yfir eigin hag og var þar ekki vandur að meðölum.


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einmitt málið Salvör, að það er ekkert nýtt að Baldur Guðlaugsson flækist í svona innherjamálum. Það hefur löngum farið slæmt orð af honum í viðskiptalífinu og því alveg furðulegt hvernig í ósköpunum hann hefur komist í þessi embætti sem hann gegndi. Græðgin teymir því og miður marga fram á ystu bjargbrúnir og menn fórna hiklaust mannorðinu fyrir fé og meira fé.  

Stefán (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 11:09

2 identicon

Varðandi Eimskipafélagshlutabréfin var það virkilega skítug aðferð. Umboðsmenn voru settir út um allt land. M.a heyrði ég af mönnum innan kaupfélaganna sem sáu um að kaupa hlutabréfin af hrekklausu fólki sem síðar sá bréf sín hækka mikið í verði við eigendaskiptin.

Varðandi Baldur Guðlaugsson þá segi ég bara eitt: Peðum verður fórnað! Allir stóru hákarlarlarnir sleppa með tölu.

Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 11:15

3 identicon

Salvör,

gott hjá þér að rifja upp hátterni Eimskips-forkólfanna, Harðar, Indriða og Halldórs, stjórnarformann Íslands heitins.  Þessir kumpánar eru guðfeður innherjaviðskifta á Fróni og m.a. misnotuðu háskólasjóðinn ,sem Vestur-Íslendingar stofnuðu og ætluðu til að styrkja menntun á háskólastigi , til að tryggja sér völd í Eimskip og ná undir sig m.a. Flugleiðum, algjört svínarí.

Það verður að gefa Bjöggunum kredit fyrir að hafa sett 500 kúlur til Háskólans og m.a. styrkt byggingu Háskólatorgsins þar af leiðandi, en það voru kannski ekki beint þeirra peningar sem þeir voru í rauninni að skila, heldur  Vestur-Íslendinganna.  Gott mál samt og löngu tímabært! 

Mál Baldurs er bara lítið brot af sukkinu innan stjórnkerfisins!  Græðgin og siðleysið er víða útbreitt.

Halli (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kallir er mjög svo grár -

hann er á mjög svo gráu svæði þessi Baldur, fara af honum tvennar sögurnar - held við ættum að halda ró okkar og leyfa þessum sérstökum ríkissaksóknara að vinna í friði

saklaus uns sekt er sönnuð segir máltækið

Jón Snæbjörnsson, 24.11.2009 kl. 12:58

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það eru augljóst hver veldur stýrir penna í hádegismóum.

Allt er þetta hluti af dauðastríði Klíkunnar.  Þetta er allt eftir bókinni. Men á borð við Baldur eru ekki vanir því að yfirvöld taki þá sömu tökum og almenning. Þvert á móti, þeir hafa hingað til notið sérstakrar góðvildar og verndar kerfisins. Það er því ekki að undra hneykslan þessarra manna á því að harkalega sé gengið fram gegn þeim. (eins og öðurm sem grunaðir eru um glæpi)

Sævar Finnbogason, 24.11.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Já viðkvæðið var eiginlega. ´´Nú ha er Baldur að gera þetta.. Nú þá hlýtur það að vera löglegt´´ ´´ Nú er Hörður að kaupa bréfin sjálfur, ha nú þá hlýtur það að vera

löglegt´´. Það má segja að þeir hafi ráðið lögskýringunni en þetta var engu að síður ólöglegt þá eins og nú. 

Einar Guðjónsson, 24.11.2009 kl. 14:55

7 identicon

Þó allt sé meira og minna í óvissu, þá er þó eitt alveg öruggt, að spilling og óstjórn hefur verið allsráðandi í íslensku samfélagi a.m.k. frá lýðveldisstofnun. Eimskip er eitt og Sambandið annað. Sjálfstæðisflokkurinn er eitt og Framsóknarflokkurinn annað. Síðan skulum við hafa það í huga að krónuhagkerfið hefur verið til þess eins notað að millifæra peninga frá einni stétt til annarrar, ef svo má segja. Það er löngu kominn tími til að skera íslenskt þjóðfélag upp með það í huga að fjarlægja meinin. Flest eru þau geymd í helmingaskipta og hermangsflokkunum tveimur þannig að það ætti að gera aðgerðina auðveldari.

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst merkilegust þessi söguskýring sem menn hafa sett fram bæði um Baldur og eins hana þarna í Vestmannaeyjum, að þar sem bréfin losnuðu á tilteknum tíma, þá hafi allt verið í lagi.  Einstaklingur er innherji, ef aðstæður eru slíkar að hann býr yfir upplýsingum, sem aðrir búa ekki yfir.  Um hann gilda þá reglur um innherja, sem takmarka möguleika viðkomandi á að versla með hlutabréf viðkomandi fyrirtækis.  Þá skiptir engu máli hvort salan hafi verið ákveðin með löngum fyrirvara.  Hafi hún verið tilkynnt með sama fyrirvara, þá er hún einfaldlega óheimil, ef seljandi/kaupandi búa yfir upplýsingum vegna stöðu sinnar.

Marinó G. Njálsson, 25.11.2009 kl. 00:34

9 identicon

Viltu segja okkur söguna um Framsókn, Kögun, VIS, GIFT og einkavinavæðingu Framsókarflokkskins  á fiskikvóta og fyrirtækjum landsmanna.  Hvernig Framsóknarflokkurinn og hans forusta rændi sjóðum samvinnumanna. 

Rúnar (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband