Eignarhald á sæstrengjum

DaniceFarice, Cantat-3 og Greenland Connect  eru þær brautir sem núna tengja Ísland við umheiminn. Þetta eru þjóðbrautir og vegakerfi nútímans. Þetta er samskiptakerfi Íslands við umheiminnn en líka framleiðslukerfi.  Það bendir allt til þess að slíkar háhraðanetbrautir verði sífellt mikilvægari í samtengdu alþjóðlegu vinnuumhverfi og við munum í framtíðinni eiga mikið undir því að hér sér hratt og aðgengilegt, öruggt og ódýrt netsamband. Bara hugmyndin um gagnaver á Íslandi byggir á því.

Í seinni heimsstyrjöldinni þá fóru skipalestir frá Íslandi yfir hafið með vistir, skipin fylgdust að og herskip gættu lestarinnar því alltaf var hætta á óvinaárás og skipalestir voru skotmark þeirra sem vildu hindra aðflutning vista. Ef einhvern tíma kemur aftur til ófriðar á Atlantshafi þá munu sæstrengirnir eða einhverjar samgönguæðar Internetsins verða skotmark þeirra sem vilja lama og eyðileggja samfélag. Eftir því sem samfélagið verður samtengdara og tæknivæddara þeim mun viðkvæmara er það fyrir skakkaföllum sem trufla samskiptin. Ég skrifaði blogg um það  fyrir tveimur árum , sjá hérna Google Earth, óþokkar og þjóðaröryggi 

Það er  mikilvægt að skoða núna hversu varðir eða óvarðir sæstrengirnir eru en það er líka mikilvægt að skoða  hver ræður yfir þeim og hvernig er háttað aðgangi og verðlagningu á sendingum eftir þessum strengjum.  Hver á þessa strengi, hver notar þá og hvernig er þjónustan verðlögð? 

Ein söguskýring á niðurlægingu og eymd Íslendinga fyrr á öldum er sú að fólkið sem hér bjó hafi misst forræðið yfir flutningum til og frá landinu. Skógar hafi hér ekki verið svo miklir að hafgeng skip mætti smíða og Íslendingar því orðið háðir erlendum mönnum  um aðdrætti.  Í Gamla-Sáttmála hversu ábyggilegur sem hann nú er mun hafa verið ákvæði um að sex hafskip komi til landsins á  hverju ári.

Núna er gámaöld og skip sigla frá og til lands hlaðin gámum.  Margar flugvélar fara til og frá landsins á hverjum degi.  

Það getur verið að tækninni fleygi þannig fram að það verði meira en stafræn gögn sem flytjast með sæstrengjum í næstu framtíð. Einu sinni voru uppi hugmyndir um orkusæstreng til Bretlands eða/og Hollands.  

 

 


mbl.is Bandbreiddin tvöfölduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband