Eignarhald á sćstrengjum

DaniceFarice, Cantat-3 og Greenland Connect  eru ţćr brautir sem núna tengja Ísland viđ umheiminn. Ţetta eru ţjóđbrautir og vegakerfi nútímans. Ţetta er samskiptakerfi Íslands viđ umheiminnn en líka framleiđslukerfi.  Ţađ bendir allt til ţess ađ slíkar háhrađanetbrautir verđi sífellt mikilvćgari í samtengdu alţjóđlegu vinnuumhverfi og viđ munum í framtíđinni eiga mikiđ undir ţví ađ hér sér hratt og ađgengilegt, öruggt og ódýrt netsamband. Bara hugmyndin um gagnaver á Íslandi byggir á ţví.

Í seinni heimsstyrjöldinni ţá fóru skipalestir frá Íslandi yfir hafiđ međ vistir, skipin fylgdust ađ og herskip gćttu lestarinnar ţví alltaf var hćtta á óvinaárás og skipalestir voru skotmark ţeirra sem vildu hindra ađflutning vista. Ef einhvern tíma kemur aftur til ófriđar á Atlantshafi ţá munu sćstrengirnir eđa einhverjar samgöngućđar Internetsins verđa skotmark ţeirra sem vilja lama og eyđileggja samfélag. Eftir ţví sem samfélagiđ verđur samtengdara og tćknivćddara ţeim mun viđkvćmara er ţađ fyrir skakkaföllum sem trufla samskiptin. Ég skrifađi blogg um ţađ  fyrir tveimur árum , sjá hérna Google Earth, óţokkar og ţjóđaröryggi 

Ţađ er  mikilvćgt ađ skođa núna hversu varđir eđa óvarđir sćstrengirnir eru en ţađ er líka mikilvćgt ađ skođa  hver rćđur yfir ţeim og hvernig er háttađ ađgangi og verđlagningu á sendingum eftir ţessum strengjum.  Hver á ţessa strengi, hver notar ţá og hvernig er ţjónustan verđlögđ? 

Ein söguskýring á niđurlćgingu og eymd Íslendinga fyrr á öldum er sú ađ fólkiđ sem hér bjó hafi misst forrćđiđ yfir flutningum til og frá landinu. Skógar hafi hér ekki veriđ svo miklir ađ hafgeng skip mćtti smíđa og Íslendingar ţví orđiđ háđir erlendum mönnum  um ađdrćtti.  Í Gamla-Sáttmála hversu ábyggilegur sem hann nú er mun hafa veriđ ákvćđi um ađ sex hafskip komi til landsins á  hverju ári.

Núna er gámaöld og skip sigla frá og til lands hlađin gámum.  Margar flugvélar fara til og frá landsins á hverjum degi.  

Ţađ getur veriđ ađ tćkninni fleygi ţannig fram ađ ţađ verđi meira en stafrćn gögn sem flytjast međ sćstrengjum í nćstu framtíđ. Einu sinni voru uppi hugmyndir um orkusćstreng til Bretlands eđa/og Hollands.  

 

 


mbl.is Bandbreiddin tvöfölduđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband