Dalai Lama og Tíbet 2009, Falun gong 2002

Dalai Lama andlegur leiđtogi Tíbetbúa kom til Íslands og hélt hér samkomur. Ţetta var ekki opinber heimsókn ţjóđhöfđingja en ţetta var heimsókn ţekks friđarsinna og leiđtoga stórs hóps búddatrúarfólks og ţađ var sjálfsagt hjá stjórnvöldum ađ sýna heimsókn hans áhuga og virđingu. Ţađ hefđi auđvitađ veriđ viđeigandi ađ hann hefđi hitt forseta Íslands. Satt ađ segja hefur forsetinn tekiđ á móti mörgum minni spámönnum en Dalai Lama.

Ég fór nú ekki á samkomurnar en ég hef áhuga á ţví sem Dalai Lama segir og búddismi er heillandi trúarbrögđ. Ţađ er stór hópur Íslendinga sem er búddatrúar, bćđi fólk sem er fćtt erlendis og aliđ upp í búddatrú en svo hafa líka margir heillast af lífsýn og kenningum búddismans.  

Ţessi heimsókn Dalai Lama til Íslands rifjar upp fyrir mér ađra heimsókn fyrir sjö árum. Ţá heiđruđu kínversk stjórnvöld okkur ţannig ađ varaforseti ţeirra kom í opinbera heimsókn til Íslands.  Ţá ćtluđu Falun Gong liđar ađ nota tćkifćriđ ađ vekja athygli á málstađ sínum og broti á mannréttindum í Kína og gera ţađ á friđsaman hátt međ einhvers konar leikfimi.  Ţá brá svo viđ ađ fólk sem ađhylltist ţessa trú var handsamađ viđ komuna til landsins og var haft í haldi í Njarđvíkurskóla. 

Aldrei hef ég veriđ minna stolt af ađgerđum íslenskra stjórnvalda  en ţá. Ég fór ađ  Njarđvíkurskóla međ hópi Íslendinga sem krafđist ţess ađ fólkiđ vćri látiđ laust og tók myndir, hér eru myndirnar frá ţessum tíma:

Falun Gong í Njarđvíkurskóla 11. júní 2002

Ţađ er sjálfsagt ađ hafa í huga ađ viđskiptahagsmunir Íslendinga eru ađ móđga ekki og styggja ekki kínversk stjórnvöld. Ţađ er sjálfsagt ađ sýna ţeim fullan sóma og virđingu og reyna ađ skilja sjónarmiđ ţeirra. Viđ eigum friđsamleg og góđ samskipti viđ Kína og vonandi munu ţau samskipti vaxa og dafna. En mannréttindi eru mannréttindi og ţau eru ofar viđskiptahagsmunum.  Ţađ er óţolandi ađ íslensk stjórnvöld  gangi á svig viđ almenn mannréttindi og tjáningarfrelsi til ađ ţóknast valdhöfum erlends ríkis. 

Fólkiđ sem var í haldi í Njarđvíkurskóla var látiđ laust en í kjölfariđ urđu mikil mótmćli. Ég var ţá stödd á Vestfjörđum, inn í Syđridal hjá systur minni.  Ţađ var gott veđur fólkiđ fór í fjallgöngu á milli Bolungarvíkur og Súgandafjarđar. Á međan ţá var ég út í garđinum í Syđridal og bjó til mótmćlaskilti međ ýmis konar brýningarorđum um mannréttindi. Svo fór ég međ systur minni til móts viđ fjallgöngufólkiđ í Súgandafirđi og ţar hófust mótmćli mín. Ég hélt ţar skiltum á lofti og svo mótmćlti ég líka inn í göngunum  og á Flateyri og í Bolungarvík.  Mér fannst ţetta flott, ţađ er alveg hćgt ađ mótmćla mannréttindabrotum ţó mađur sé inn í miđju fjalli og upp á fjalli og út viđ sjó og ţó ađ enginn annar sjái mótmćlaspjöldin.  Einhvers stađar á ég nú myndir af ţessum gjörningi mínu en finn ţćr ekki núna. Ég man samt ađ á einu spjaldinu stóđ "Frá Tíbet til Tálknafjarđar - Mannréttindi alls stađar!".

 

 


mbl.is Óljósar fregnir af sendiherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiđrétting: Dalai Lama er andlegur leiđtogi ţeirra sem ađhyllast tíbeskan búddisma. Ađ segja ađ hann sé andlegur leiđtogi Tíbeta er jafn ónákvćmt og ađ kalla Karl Sigurbjörnsson andlegan leiđtoga Íslendinga. Ţar fyrir utan eru ekki allir íbúar Tíbet af tíbesku ţjóđerni.

Bjarki (IP-tala skráđ) 3.6.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Guđmundur St Ragnarsson

Skömm Kína er mikil. Skömm íslenskra stjórnvalda og hugleysi er einnig meiri en talsverđ.

Takk fyrir ţetta Salvör.

Guđmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband