Stóri kampalampi og síđasti ţorskurinn

Gaman ađ heyra ađ ţví ađ íslenskir vísindamenn skrifi greinar í Science. Ég mátti til ađ herma eftir ţessum vísindaskrifum á minn hátt, ekki međ skrifum í vísindatímarit heldur međ ţví ađ skrifa grein um stóra kamplampa í uppsláttarrit alţýđunnar, íslensku wikipedia.  Svo sá ég mér til furđu ađ ţađ vantađi líka grein um rćkjur almennt svo ég byrjađi á grein um rćkjur.

Haeckel_AsterideaÉg dunda viđ ţađ svona ţegar ég get ađ bćta greinum um lífríki sjávar inn á íslensku wikipedíu, ţađ er langtímaverkefni hjá mér, ég ćtla ađ nota ţetta seinna til ađ búa til wikibók sem tengir í wikipedia greinarnar, ţađ er hins vegar ekki hćgt ađ gera ţađ ef ţađ eru engar greinar til ađ tengja í. Ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á lífríki sjávar, ég gerđi lokaverkefni í meistaranámi mínu í Bandaríkjunum sem var kennsluforrit um lífríki sjávar, ţađ hét "Life in the Open Ocean" ef ég man rétt. Ég ćtlađi fyrst ađ skrifa bara um íslenska nytjastofna og veiđar en ég varđ svo heilluđ af veröld hafsins, af ţví hvernig hafiđ blómstrar á hverju ári (vorblómi plöntusvifsins) og hvernig ţessar lífrćnu hreyfingar í hafinu og straumamótin ţegar kaldir og heitir straumar mćtast eru undirstađa ţessara fengsćlu fiskimiđa viđ Ísland.  Ţannig ađ kennsluforritiđ mitt byrjađi međ lexíu um plöntusvifiđ. Svo hafđi ég sérstakan kafla um hafdjúpin dimmu ţar sem fiskarnir eru rauđir af myrkri.


Ţađ eru ekki miklir skógar á Íslandi, hér eru ekki frumskógar, ekki fílahjarđir, ekki gíraffar, ekki ljón og hlébarđar. En hér viđ landiđ er undraveröld, veröld sem ennţá hefur ekki veriđ könnuđ ađ fullu og ţessi veröld spannar mörg svćđi, grunnsćviđ, botninn á landgrunninu og líka úthafssvćđin og svo hafdjúpin köldu og dimmu. Ţađ getur líka leynst líf á hafsbotni sem ekki er eins og annađ líf, ekki líf sem sćkir orku sína til sólar heldur orku úr iđrum jarđar. 

En ţađ er kannski ástćđa til ađ gleđjast yfir lífinu í hafinu og huga ađ ţví ađ ef ekkert verđur ađgert ţá gćti fariđ svo ađ dćtur mínar lifđu ţađ   ţegar síđasti fiskurinn dći út í sjónum. Ţađ gerist eftir fimmtíu ár ef ekki verđur breytt fiskveiđistefnu heimsins. Sjá ţessa grein á BBC. 

Nokkrar greinar sem ég hef skrifađ um sjávarlíffrćđi á wikipedia (sjá nánar)


mbl.is Íslendingur međhöfundur ađ grein í Science
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held ađ ţessi fćrsla ţín Salvör eigi eftir ađ gera mig orđlausan til langframa.

Má fara ţess á leit viđ ţig ađ ţú gefir kost á ţér til starfa í ráđuneytum sjávarútvegs og umhverfis svona til ađ byrja međ?

Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Komdu sćl Salvör. Ég sá ađ ţú nefnir, í tilvísunartengli, ađ rćkjuveiđar hafi byrjađ viđ Ísafjarđardjúp áriđ 1939. Áriđ 1990 gaf Skákprent út bók sem heitir Stóri kampalampi eftir föđur minn og segir ţar ađ rćkjuveiđar hefjist áriđ 1935. Ţessi bók hefur ekki fariđ hátt en er líklega yfirgripsmesta rit um rćkjuveiđar á Íslandi hingađ til og fróđleg lestrar.

Yngvi Högnason, 27.5.2009 kl. 10:03

3 Smámynd: Guđrún Stella Gissurardóttir

Ţú ert ótrúlega ötul í frćđiskrifum Wikipedia - eitthvađ rifjađi myndin úr lífríkinu viđ stöndina upp minningar úr kennslu hjá ţér. Kv. G. Stella

Guđrún Stella Gissurardóttir, 27.5.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Mér sýnist ţetta nú ekki vera nokkrar greinar, hreinlega alveg hellingur frekar. :)

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 28.5.2009 kl. 08:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband