Hafnar Borgarahreyfingin ríkisframlögum til stjórnmálaflokka?

Eftir ţví sem mér skilst ţá fá stjórnmálaflokkarnir framlög frá ríkinu til starfsemi sinnar. Ţar ađ auki fá náttúrulega ţingmenn kaup og svo hafa sumir  ţingmenn haft ađstođarmenn (landsbyggđarţingmenn?) og ţingmenn sem eru líka ráđherrar fá alls konar fríđindi, ráđherrauppbót, einkabíl og bílstjóra og geta ráđiđ sér ađstođarmenn. Ţetta er komiđ út fyrir allan ţjófabálk ţetta styrkjakerfi til stjórnmálaflokka og ţađ er ekkert ađ sjá ađ ţetta skili sér í lýđrćđislegu starfi á Íslandi.

Ţessu verđur ađ breyta og ţetta verđur ađ endurskođa. Ţađ er ekki gott ađ ţingheimur hafi sjálfdćmi í ađ skammta sér fé til eigin nota og viđ almenningur skiptum okkur ekkert af ţví. 

Ţessi ríkisframlög til stjórnmálaflokka virđast heldur alls ekki hafa skilađ sér til ţess ađ bćta fjárhag stjórnmálaflokka, ţeir virđast bara eyđa meira og meira. Nú er ţannig tími á Íslandi ađ ţađ stefnir í kosningar eftir kosningar og ef stjórnmálaflokkar ćtla ađ hegđa sér eins og ţeir gera núna, ađ birta heilsíđuauglýsingar í glanstímaritum og prentmiđlum ţá stefnir allt í eina óstjórnlega skuldahít og eyđslu sem engir grćđa á nema auglýsingaskrifstofur og prentiđnađur.  Er einhver hemja ađ stjórnmálaflokkar skuli gefa út bćklinga eftir bćklinga og dekorera síđur dagblađa og tímarita međ andlitsmyndum af frambjóđendum ţannig ađ mađur veit ekki hvort ţetta eru snyrtivöruauglýsingar eđa stjórnmálabarátta sem byggir á málefnum?

Stjórnmálaflokkar berjast held ég allir í bökkum fjárhagslega og ţađ hefur margt hrikalegt komiđ upp á yfirborđiđ varđandi fjármál fólks sem starfar í stjórnmálum svo sem framlög í kosningasjóđi vegna prófkjöra. Ţetta gerist í kerfi sem er samt ţannig ađ stjórnmálaflokkar fá fúlgur fjár til sinna starfa. 

Ţađ er kominn tími til ađ endurskođa framlag til stjórnmálaflokka. Fyrir hvađ fá flokkarnir framlög? Vćri ekki réttara ađ skilyrđa ţessi framlög og láta ţau vera ekki endilega í formi fjárstyrkja. Núna ţegar ríkiđ á hvort sem er allt međ einum og öđrum hćtti ţá má vel nýta ţađ. Ţessi framlög geta t.d. vel veriđ ákveđinn fjöldi af útsendingartímum á RÚV, ţađ er virkilega hćttulegt ađ láta RÚV stjórnendur eina ráđa ţví hvernig stjórnmálaumrćđa er. Viđ ţurfum samfélag ţar sem ţađ er ekki bara Kastljós og Silfur Egils sem sést í ljósvakamiđlum.

Ţađ er sérstaklega mikilvćgt ađ skilyrđa styrki til stjórnmálastarfs ţannig ađ reynt sé ađ ná til sem flestra t.d. međ ţví ađ nota tćknimiđla sem gefa fólki á landsbyggđinni, hvar sem fólk býr tćkifćri til ađ taka ţátt í stjórnmálaumrćđu og fólki sem býr viđ einhvers konar skert ađgengi. Ef viđ ćtlum ađ hafa hérna upplýsta alţýđu sem getur og vill hafa áhrif á hvernig landinu er stjórnađ ţá verđum viđ ađ gera eitthvađ til ađ upplýsa fólk, ekki bara einn Silfur Egils á sunnudögum yfir vetrarmánuđina. Ţađ er ekki fjölbreytt stjórnmálaumrćđa.

En ţađ er áhugavert ađ heyra ađ Borgarahreyfingin hafi ekkert af peningum. Ţýđir ţađ ađ Borgarahreyfingin afsalar sér ríkisstyrk nćsta ár? Ţađ er sniđugt, mađur á náttúrulega ekkert ađ hrósa öđrum flokkum en ég var hrifin af kosningabaráttu Borgarahreyfingarinnar, hún var ódýr og náđi samt vel til fólks. Mér finnst ađ ađrir flokkar t.d. viđ Framsóknarmenn gćtum vel lćrt af Borgarahreyfingunni ráđdeild og sparnađ í kosningum.  Hins vegar held ég ađ margir flokkar gćtu lćrt mikiđ af Framsóknarmönnum varđandi kosningabaráttu. Ţađ var mjög samstilltur hópur Framsóknarmannahér í Reykjavík sem vann sleitulaust ađ frambođinu og margir voru virkjađir til, t.d. voru átthagakvöld, kvennakvöld, fjölmenningarhátíđ, fjölskylduhátíđir o.s.frv. og ţingmannsefni eins og Vigdís Hauksdóttir lagđi mikinn metnađ í kynna sig sem flestum á ţeim stöđum sem fólk kom, ţađ skilađi líka ţingmönnum í báđum kjördćmum í Reykjavík. Ţađ var líka skemmtilegt ađ margir gamlir Framsóknarmenn komu aftur inn í flokksstarfiđ og fundu ađ andinn í flokknum ţeirra var ađ breytast, núna var sterkasta tákniđ ađ Framsóknarflokkurinn er flokkur félagshyggju og samvinnu.

Framsókn er á réttri leiđ. En ekki komin alla leiđ. Ţađ var of mikill glans á sumu í síđustu kosningum fyrir minn smekk, kosningakerran sem stóđ fyrir utan kosningamiđstöđina var ekki Hummer heldur vistvćnir Smartcars smábílar en satt ađ segja ţá höfđađi ţađ ekki nógu vel til mín. Máliđ er ađ svoleiđis bílar eru snobbbílar ennţá og rándýrir. Vonandi kemur sá dagur ađ rafknúin reiđhjól og léttlestir verđi einkennistákn  fyrir ferđamáta Framsóknarmanna. 

Svo ég taki nú ađra flokka ţá fannst mér mörg af upplýsingaritum Samfylkingarinnar vera vel heppnuđ. Ekkert var nú velheppnađ sem ég man hjá Sjálfstćđismönnum enda ţeir í sárum núna og drungalegir og helbláir og ég vona ađ ţeir geti tekiđ sig saman í andlitinu fljótlega. En talandi um andlit ţá er ég ennţá ađ reyna ađ fatta ţessar andlitsauglýsingar Vinstri Grćnna af foringjum sínum, hvađa nýja lína er ţetta? Er ţetta botnlaus foringjadýrkun, er veriđ ađ reyna ađ búa til hetjur úr ákveđnu fólki, hvađ táknar ţessar rosalegu nćrmyndir? Fyrir mér leit ţetta út eins og snyrtivöruauglýsingar.  Og mér finnst afleitt ađ ríkisstyrkur fari í snyrtivöruauglýsingar.


mbl.is Lítiđ um völd og ekkert af peningum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband