26.5.2009 | 12:04
Stóri kampalampi og síðasti þorskurinn
Gaman að heyra að því að íslenskir vísindamenn skrifi greinar í Science. Ég mátti til að herma eftir þessum vísindaskrifum á minn hátt, ekki með skrifum í vísindatímarit heldur með því að skrifa grein um stóra kamplampa í uppsláttarrit alþýðunnar, íslensku wikipedia. Svo sá ég mér til furðu að það vantaði líka grein um rækjur almennt svo ég byrjaði á grein um rækjur.
Ég dunda við það svona þegar ég get að bæta greinum um lífríki sjávar inn á íslensku wikipedíu, það er langtímaverkefni hjá mér, ég ætla að nota þetta seinna til að búa til wikibók sem tengir í wikipedia greinarnar, það er hins vegar ekki hægt að gera það ef það eru engar greinar til að tengja í. Ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á lífríki sjávar, ég gerði lokaverkefni í meistaranámi mínu í Bandaríkjunum sem var kennsluforrit um lífríki sjávar, það hét "Life in the Open Ocean" ef ég man rétt. Ég ætlaði fyrst að skrifa bara um íslenska nytjastofna og veiðar en ég varð svo heilluð af veröld hafsins, af því hvernig hafið blómstrar á hverju ári (vorblómi plöntusvifsins) og hvernig þessar lífrænu hreyfingar í hafinu og straumamótin þegar kaldir og heitir straumar mætast eru undirstaða þessara fengsælu fiskimiða við Ísland. Þannig að kennsluforritið mitt byrjaði með lexíu um plöntusvifið. Svo hafði ég sérstakan kafla um hafdjúpin dimmu þar sem fiskarnir eru rauðir af myrkri.
Það eru ekki miklir skógar á Íslandi, hér eru ekki frumskógar, ekki fílahjarðir, ekki gíraffar, ekki ljón og hlébarðar. En hér við landið er undraveröld, veröld sem ennþá hefur ekki verið könnuð að fullu og þessi veröld spannar mörg svæði, grunnsævið, botninn á landgrunninu og líka úthafssvæðin og svo hafdjúpin köldu og dimmu. Það getur líka leynst líf á hafsbotni sem ekki er eins og annað líf, ekki líf sem sækir orku sína til sólar heldur orku úr iðrum jarðar.
En það er kannski ástæða til að gleðjast yfir lífinu í hafinu og huga að því að ef ekkert verður aðgert þá gæti farið svo að dætur mínar lifðu það þegar síðasti fiskurinn dæi út í sjónum. Það gerist eftir fimmtíu ár ef ekki verður breytt fiskveiðistefnu heimsins. Sjá þessa grein á BBC.
Nokkrar greinar sem ég hef skrifað um sjávarlíffræði á wikipedia (sjá nánar)
- Grindhvalaveiðar
- Grindadráp
- Krossfiskur
- Stórkrossi
- Hnýðingur
- Kúfskel
- Gljásilfri
- Síld
- Þörungablómi
- Kalksvifþörungar
- Háhyrningur
- Hrefna (hvalur)
- Áll
- Keila (fiskur)
- Eiturþörungar
- Síld
- Grálúða
- Loðna
- Sandkoli
- Skarkoli
- Lúða
- Ofauðgun
- Hrefna (hvalur)
- Þorskur
- Þanghafið
- Ígulker
- Maurildi
- Árabátaöld
- Verbúð
- Ósvör
- Skeri
- Útræði
- Verstöð
- Þurrabúð
Íslendingur meðhöfundur að grein í Science | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þessi færsla þín Salvör eigi eftir að gera mig orðlausan til langframa.
Má fara þess á leit við þig að þú gefir kost á þér til starfa í ráðuneytum sjávarútvegs og umhverfis svona til að byrja með?
Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 08:57
Komdu sæl Salvör. Ég sá að þú nefnir, í tilvísunartengli, að rækjuveiðar hafi byrjað við Ísafjarðardjúp árið 1939. Árið 1990 gaf Skákprent út bók sem heitir Stóri kampalampi eftir föður minn og segir þar að rækjuveiðar hefjist árið 1935. Þessi bók hefur ekki farið hátt en er líklega yfirgripsmesta rit um rækjuveiðar á Íslandi hingað til og fróðleg lestrar.
Yngvi Högnason, 27.5.2009 kl. 10:03
Þú ert ótrúlega ötul í fræðiskrifum Wikipedia - eitthvað rifjaði myndin úr lífríkinu við stöndina upp minningar úr kennslu hjá þér. Kv. G. Stella
Guðrún Stella Gissurardóttir, 27.5.2009 kl. 22:52
Mér sýnist þetta nú ekki vera nokkrar greinar, hreinlega alveg hellingur frekar. :)
Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 28.5.2009 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.