7.12.2006 | 18:41
Guđrún Halldórs opnar dyr
Ég fór á laugardaginn í Vinabć en ţar var fagnađ útkomu á bók um ćvi Guđrúnar Halldórsdóttur sem var lengi skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur. Guđrúnu hef ég ţekkt frá ţví ég byrjađi ađ kenna, hún kom oft í heimsókn í Ármúlaskóla ţví hún var vinkona margra kennara ţar, ţau höfđu unniđ saman í Lindagötuskólanum. Svo kynntist ég Guđrúnu betur í Kvennalistanum. Ég fór međ Guđrúnu í vinnustađaheimsókn í ţvottahús ríkisspítalanna fyrir einar kosningar. Allir ţekktu Guđrúnu og tóku henni eins og vini og velgjörđarmanni og glöddust yfir komu okkar og sýndu okkur vinnuferliđ. Guđrún flutti stutta tölu í matsalnum, ég man ađ hún talađi um ólćsi, hún talađi um námsörđugleika og hún sagđi frá fólki sem alltaf hefđi týnt gleraugunum sínum ţegar til stćđi ađ lesa eitthvađ.
Guđrún var alla sína tíđ međ púlsinn á ţví hvar ţörfin var mest og hverjir ţyrftu mest á menntun ađ halda. Einu sinni voru ţađ konur í láglaunastörfum og atvinnulausar konur en seinustu árin hafa ţađ veriđ útlendingar sem koma til landsins til ađ vinna láglaunastörf og störf ţar sem ekki ţarf ađ tala máliđ. Guđrún er ein af mestu kvenskörungum á Íslandi.
Myndin er af Guđrúnu ţegar hún áritađi bók sína og Myako Ţórđarson sem er prestur heyrnalausra. Myako er ćttuđ frá Japan.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.