21.4.2009 | 19:58
Lobbíismi á Íslandi
Þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verða að útskýra þessa styrki, þau eru í framboði núna. Guðfinna Bjarnadóttir fyrrum þingmaður og Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi borgarfulltrúi eru horfin af vettvangi stjórnmála.
Ég hef aldrei velkst í vafa um að Guðlaugur Þór og Illugi gengu erinda fjármagnseigenda þannig að það kemur mér ekki mikið á óvart að þeir hafi riðið feitum gölti frá fundum við þá. Hins vegar hef ég hingað til ekki haldið að Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís væru þar á meðal. Ég hef aldrei heyrt Steinunni Valdísi flytja mál sem þóknanleg eru sérstaklega fjármagnseigendum eða erlendum vogunarsjóðum. Hins vegar brá mér verulega þegar Helgi Hjörvar gerðist erindreki þeirra sem vildu gera auðveldara fyrir óprúttna aðila að komast yfir auðlindir Íslands. Ég skrifaði á sínum tíma varnaðarblogg við greinum Helga Hjörvars sem þá vildi selja virkjanir, sjá hérna Sóknarfæri að selja virkjanir
Varnaðarbloggið mitt skrifaði ég 25. september 2008, það er hérna:
Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar
Ég hef margoft varað við að fara að fordæmi Raufarhafnar, það var mikið glapræði. Hér varaði ég Reykvíkinga við Raufarhafnarstemmingu 7. 10. 2007 Raufarhafnarstemming í Reykjavík
Hér er skrípó sem ég bjó til til útskýringar á hugmyndum Helga Hjörvars:
Þegar stjórnmálamenn fara að tala eins og Helgi Hjörvar um einhverja baktryggingarsjóði til að losa mikla peninga þá er voðinn vís. Það væri mjög áhugavert að lesa núna aftur greinaflokk Helga Hjörvars í ljósi efnahagshrunsins og í ljósi þess að hann var stór styrkþegi fjármálastofnana sem leyndu leynt og ljóst að komast að orkuauðlindum til að bjarga sér frá vonlausri stöðu. Helgi og Össur iðnaðarráðherra töluðu mjög undarlega á þessum tíma, eins og þeir væru í vinnu hjá Illuga við að selja orkuauðlindir Íslands. Ég hvet fólk til að rifja upp skrif þeirra.
En eftirfarandi er alvarlegt og gott að fá nánari skýringu á þessu:
"Stöð 2 sagðist einnig hafa heimildir fyrir því að margir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið í haust. Stöð 2 sagði að í sumum tilvikum hefði verið um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að lögð væru fram nein veð."
Háir styrkir frá Baugi og FL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er tæplega tímabært að halda kosningar fyrr en búið er að fara betur í saumana á klíkubandalagi stjórnmála, auðvalds og embættismannakerfis gegn fólkinu í landinu. Við höfum skelfing litla vitneskju um hvað við erum að kjósa yfir okkur komandi laugardag. Jú, við lesum um stefnumál og heyrum hvað sagt er. En hvað erum við raunverulega að kalla yfir okkur?
Við erum hænsnahópur að velja okkur rebba til að gæta okkar.
Það er kúkur í lauginni og við syndum opinmynnt í áttina að honum.
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:05
Grein Helga Hjörvar frá 24. september sl. má lesa hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2009 kl. 21:15
Fyrir allmörgum árum spurðu menn:"Hvað kostar þingmaður?" Vill Helgi Hjörvar ekki upplýsa almenning um verðmiðann, sem hann hengdi á sig. Hann er sá eini sem hefur skrifað algerlega á skjön við sín pólitísku prinsipp, eins og bent hefur verið á hér.
Gústaf Níelsson, 22.4.2009 kl. 00:02
Sammála Salvör. Það þurfa allir stjórnmálamenn sem hafa fengið styrki frá stöndugum (hvort sem þau hafa farið niður í hruninu eður ei) eða þá sem liggja undir grun, þ.m.t. fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn. Framsókn er enginn greiði gerður með að vera í þessum sama hópi og þeir einstaklingar sem þú nefnir. En eitt er víst að Samfylkingarliðið hefur sloppið vel í þessari umræðu hingað til.
Guðmundur St Ragnarsson, 22.4.2009 kl. 00:21
Lára Hanna: Bestu þekkir fyrir að vísa á þessa grein. það var afar fróðlegt að lesa hana aftur núna eftir að Ísland fór á hvolf. Reyndar var alveg ljóst í hvað stefndi þegar Helgi Hjövar skrifaði þessa grein. Þess vegna er hún þeim mun undarlegri.
"sjóður handa komandi kynslóðum" og að "flytja auðlegð frá kynslóð til kynslóðar" hljómar mjög vel en þetta eru innantóm orð. Það er það alversta sem fyrir okkur getur komið og við stöndum varnarlaus eftir ef verðmæti Íslendinga eru slitin í burtu frá því sem er raunverulega verðmæti.Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.4.2009 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.