6.12.2006 | 02:55
Olíumálun - fyrsta myndin
Hérna er fyrsta málverkið sem ég klára í vetur. Ég er á námskeiði hjá Jóni Reykdal. Ég hef ekki snert á olíumálun í fimmtán ár og það var fyrst erfitt að opna túpurnar aftur. Það tók líka tíma að læra á miðilinn og ég mála margoft ofan í sömu myndirnar. En hér er semsagt fyrsta myndin sem ég ætla ekki að mála ofan í einu sinni enn. Alla vega ekki í bili.
Ég er ekki búin að velja titil á myndina og veit reyndar ekki af hverju hún er. Bara tvær manneskjur sem horfa út í bláinn.
Athugasemdir
Mjög skemmtileg mynd. Er einhver ákveðin hugmynd í bakgrunninum, eða kom þetta bara svona?
gerður rósa gunnarsdóttir, 6.12.2006 kl. 06:53
Má til með að kommenta hjá þér! Rosa skemmtileg mynd, hún kallar á mann! Horft út í bláinn er flott heiti! Gaman væri að sjá fleiri myndir frá þér .....
www.zordis.com, 6.12.2006 kl. 09:29
myndin kom bara, engin hugmynd, takk fyrir hrósið. Jú, kannski svona draugafólk, kona með bláar varir. Reyni einhvern tíma seinna að plana fyrirfram hvað ég geri en er núna bara á því stigi að myndin bara málast.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.12.2006 kl. 23:24
Wow .... margur myndlistarmaðurinn berst fyrir því að fá það innað myndin málist! Ótrúlega skemmtileg mynd enn og aftur! Má ég setja þig í bloggvinahópinn minn. Sé að þú ert með svo skemmtilegt blogg? SEndi þér allavega boð!
www.zordis.com, 7.12.2006 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.