Spillingamál og þátttökulýðræði

Svo virðist vera að umræða um meinta spillingu og mútuþægni Sjálfstæðisflokksins hafi engin áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins.  Þetta mál hefur hins vegar verið á forsíðum  fjölmiðla dag eftir dag og netumræðan hefur lagst í alls konar pælingar og samsæriskenningar um hvers vegna þessi hafi styrkt þennan.

Þessi umræða er komin út fyrir allan þjófabálk og hún snýr athygli frá því sem varðar okkur öll. Hún snýr athygli frá Hruninu mikla á Íslandi og lömuðu atvinnulífi og skelfingu losnum fjölskyldum sem sumar hverjar sjá engan kost núna í stöðunni annað en flytja  burt frá Íslandi og lausnum. Þessi umræða um spillingarmál Sjálfstæðisflokksins teppir íslensku þjóðarsálina þannig að ekki kemst að málefnaleg umræða á hvaða kostir eru í þeirri afar þröngu stöðu sem við erum í, hvaða lausnir koma til greina og hvernig á að byggja hér upp úr rústunum aftur blómlegt athafnalíf og þjóðlif.

Þessi umræða fyllir mig líka vonleysi um hvort eitthvað hafi breyst í lýðræðisátt á Íslandi. Alla vega virðist mér fjölmiðlarnir ekki sýna ábyrgð með því að breyta vettvangi stjórnmála á Íslandi í skrípaleik rétt fyrir kosningar og einhver konar eðjuslag. Það kastljós sem stjórnmálaflokkar fá í svona umræðu er afar skemmandi og mjög villandi. Það er eins og mælikvarðinn og viðmiðið sé að ganga út frá því að allir sem hafa tekið þátt í því að stýra Íslandi annað hvort í ríkisstjórn eða í borgarstjórn séu sjálfkrafa spilltir pukrarar sem hafi gengið það eitt til með stjórnmálaþátttöku sinni að skara eld að köku sinni og sinna og vera leiguþý peningamanna. Eins og mælikvarði stjórnmála sé að þetta sé spurning um að vera sem minnst spilltur og besta leiðin og eina leiðin til að sýna fram á hreinleika þinn sem stjórnmálamanns er að þú hafir  sem minnst komið að ákvörðunum.  

Mál Guðlaugs Þórs minnir mig að sumu leyti á það mál sem kom upp í kosningabaráttu Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar og raunar eyðilagði þá kosningabaráttu alveg. Ég man vel þegar fjölmiðlar tóku það mál upp því að það kvöld var kvennakvöld í Framsóknarflokknum og efsti maður á lista í Reykjavík suður var Jónína Bjartmanz og hún ávarpaði okkur, þá nýkomin úr viðtali í fjölmiðlum og hún var greinilega mjög beygð og miður sín.  Næstu daga á eftir var sífellt hamrað á Jóhönnu í allri stjórmálaumræðu og hún sett upp sem einhvers konar spillingartákn.

Málið var þannig að erlend tengdadóttir Jónínu hafði fengið óvenju hraða meðferð varðandi veitingu ríkisborgararéttar. Jóhanna Bjartmanz kom ekkert að þeirri afgreiðslu. Það var alsherjarnefnd Alþingis sem sá um svona afgreiðslu. Það var Bjarni Benediktsson sem stýrði þeirri nefnd og með honum voru Guðrún Ögmundsdóttir og Guðjón Ólafur. Þessi afgreiðsla alsherjarnefndar á ríkisborgararétti var mjög umdeilanleg og eðlilegt að aðrir sem hafa beðið mjög lengi eftir ríkisborgararétti hafi furðar sig á henni og leitað réttar síns.  En í þessu máli þá var alveg ljóst að Jónína kom ekki að afgreiðslu málsins en samt var henni stillt upp af fjölmiðlum, þar á meðal ríkissjónvarpinu sem einhvers konar sakborningi. 

Það virtist ekki vera neinn vilji til þess hjá fjölmiðlamönnum að setja þetta mál fram málefnalega og vekja athygli á ýmsum geðþóttaákvörðunum stjórnvalda varðandi ríkisborgararétt m.a. til íþróttamanna sem lið vildu halda í. 

Það var ekkert kastljós þá á Bjarna Benediktssyni vegna þessa máls en hann var formaður þeirrar nefndar sem lagði til veitingu þessa ríkisborgararéttar.  

Þessi tvö mál eru lík að því leyti að kastljós fjölmiðla gerði þau að æsifrétt  í nokkra daga og bjó til sökudólga úr persónum sem voru í framlínu í kosningabaráttu þ.e. Guðlaugur Þór núna og Jónína Bjartmanz í kosningunum síðustu. Í hvoru tilvikinu þá virðist kastljósið hafa beinst að þeim sem raunverulega báru ábyrgðina þ.e. alsherjarnefnd Alþingis og forusta Sjálfstæðisflokksins og svo hefðu þessi mál átt að vera grunnur í umræðu um siðferði stjórnmálanna og styrkjamálið hefði átt að kveikja umræðu um hve alsiða er að stjórnmálabarátta sé kostuð og samantvinnuð við  hagsmunaaðila, eins konar lobbíismi fyrir ákveðna hópa eða aðila. Það geta verið fyrirtæki, það geta verið erlend ríki, það geta verið félagasamtök eða hagsmunagæsluaðilar ákveðinna stétta. 

Við þurfum að endurheimta stjórnmálin úr höndum þessarra aðila, við þurfum að búa til stjórnmál þar sem einstaklingarnir hafa áhrif, ekki stjórnmál þar sem einstaklingar eru eins og peð sem keypt eru upp og skákað fram og til baka af einhverjum huldum öflum með hulda hagsmuni.

En besta leiðin til að búa til virkt þátttökulýðræði á Íslandi er að hér verði stjórnmálabarátta heiðarleg og málefnaleg umfjöllun þar sem menn virða andstæðinga sína og skoðanir og viðhorf þeirra sem eru í minnihluta og valdalausir, stjórnmál þar sem þeir sem fara með völdin hverju sinni gera það með hagsmuni heildarinnar í huga.

Annars fann ég áðan skemmtilega ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Framsóknarfélags R

Ég skrifaði þetta um umfjöllun Rúv um ríkisborgararéttarmálið: 

Sjö mínútur af Kastljósi Helgi Seljan versus Jónína 

Rustalegt Kastljós hjá Helga Seljan - salvor.blog.is

 

 


mbl.is Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Góður pistill hjá þér, Salvör, og er það að vonum.

Mér þykir ekki verra að þú takir til umræðu þá tilhneigingu eða tísku, að tiltekin öfl tefli fram fulltrúum á löggjafarsamkomuna. Á mínu æskuárum voru þetta fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, fulltrúar bænda, fulltrúar útgerðarmanna og svo framvegis. Stjórnmálaflokkarnir eiga að tala máli fólks sem aðhyllist eina tiltekna hugmyndafræði í ríkara mæli en aðra. Á því verður munurinn á stefnuskrám flokkanna til.

Flosi Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 11:26

2 identicon

Það liggur ljóst fyrir að Framsóknarflokkurinn var lagður í einelti af ákveðnum fjölmiðlum fyir kosningarnar 2007. Bjarni Ben gerði skýra grein fyrir því í sjónvarpsviðtali hvernig meðferð þetta mál tengdadóttur Jónínu fékk í nefndinni, en ákveðnir fjölmiðlamenn kusu að gera ekkert með þær skýringar, af hverju? Jú, höggvið skildi í sömu knérum, það var dagskipunin frá höfuðandstæðingum Framsóknar og þáverandi ríkistjórnar. Sömu fjölmiðlar (og fjölmiðlafólk) hafa reynt að leggja Sjálfstæðisflokkinn og einstaklinga honum tengdum í einelti undanfarna mánuði. Sömu fjölmiðlar fengu mikinn stuðning (m.a með hundruða klukkutíma málþófi) frá Samfylkingu og VG í Fjölmiðlafrumvarps-stríðinu á sínum tíma sem síðan endaði á borði bóndans á Bessatöðum og dagaði þar uppi. Þetta ætti því að vekja upp spurningar um hver eru tengsl þessara fjölmiðla við Samfylkinguna og þá sem stóð mest ógn af fyrrgreindu fjölmiðlafrumvarpi?

Hvað skuldar Samfylkingin mikið í dag, og það sem er áhugaverðast, hverjum skuldar Samfylkingin? Hverjum var hagur að því að  ,,lána'' Samfylkingunni?

Hvar eru rannsóknarblaðamenn þessa lands?  Er fjölmiðlum á Íslandi yfir höfuð treystandi?

Í munum huga hefur þorri fjölmiðla og fjölmiðlafólks brugðist skildum sínum í veigamiklum málum.  Hvernig var fréttaflutningurinn þegar umsátrið var um Alþingi? Af hverju hefur enginn fjölmiðill (fyrir utan Viðskiptablaðið) fjallað að neinu viti um þátt einstakra þingmanna þáverandi stjórnarandstöðu í óeirðum og árásum á Alþingi og lögreglu fyrr á þessu ári? Af hverju hefur enginn fjölmiðill sagt frá því að tiltekinn þingmaður hafi fengið harðorðaðar vítur frá Forseta Alþingis fyrir framferði sitt , sem að sumra mati var klárt brot á hegningarlögum?

Hér að neðan eru tenglar inná fréttir Viðskiptablaðsins.

http://www.vb.is/frett/1/52041/logreglumenn-ihuga-stodu-sina-innan-bsrb og svo aftur hér: http://www.vb.is/frett/1/52067/ogmundur--bsrb-stydur-logregluna-til-godra-verka.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband