Hjörtu Samfylkingar og Framsóknar slá ekki í takt

Það er áhugavert að spá í hvernig fylgi stjórnmálaflokkar rokkar upp og niður.  Framsókn toppaði í janúar, flokksþingið þar sem var algjör endurnýjun á flokksforustu þótti tímamót og sýndi ferska vinda. Stjórnarflokkarnir í vanhæfu ríkistjórninni eru með sama fólkið nema bara oddvitarnir Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde helltust úr lestinni vegna veikinda sinna.

Það er tvennt sem vekur athygli. Annars vegar virðist það ekki hamla Sjálfstæðisflokknum neitt að vera talinn mesta spillingarfen landsins og hafa klúðrað öllu og hvert hneyksismálið á fætur öðru komi upp sem rakið er til áhrifafólks í þeim flokki. Í öðru lagi virðist það ekki há Samfylkingunni neitt að hafa borið ábyrgð og verið gerandi í stjórninni sem stefndi okkur í hrunið og varaði okkur ekki við fyrr en allt var hrunið.

Það er skondið að stjörnur Samfylkingar eru núna t.d. Helgi Hjörvar sem blákalt hélt því fram í sjónvarpsþætti í gær að hann hefði bara verið 90 daga í stjórn, hann sem kom sem í þáttinn sem staðgengill forsætisráðherra sem hefur verið límdur við ráðherrastól síðan þessi vanhæfa ríkisstjórn var stofnuð, hún færði sig bara milli stóla.  Svo eru stjörnur Samfylkingarinnar Björgvin fyrrum bankamálaráðherra sem sagði af sér sem bankamálaráðherra þegar hann heyrði að fólk var farið að slá í potta og pönnur á Austurvelli og Sigríður Ingibjörg fyrrum stjórnarmaður í bankaráði Seðlabanka Íslands sem sagði af sér á meðan spjótin stóðu á Davíð seðlabankastjóra.

Bankaráðherra Samfylkingarinnar og seðlabankaráðsmaðurinn skutust upp sem skærar stjörnur á Samfylkingarhimninum núna í prófkjörum og næstum yfirskyggðu sól Helga Hjörvars. Annars vekur líka athygli í DV í dag hve gríðarlegur prófkjörskostnaður Helga Hjörvars er, það er alveg út úr kú miðað við aðra. Skrýtið að enginn í Samfylkingunni setji spurningamerki við það. Sérstaklega vegna þess að Helgi Hjörvar skrifaði rétt fyrir Hrunið langlokur miklar í blöðum  þar sem hann reyndi að selja íslenskum almenningi hugmyndina um að selja virkjanir og nýtingarrétt og búa til "sjóð handa komandi kynslóðum". Já takk, sjóð handa komandi kynslóðum. Sjóð sem settur væri saman  úr sams konar efni og hátæknispítalinn sem átti að byggja fyrir símaeinkavæðinguna og ofinn úr sama efni og nýju fötin keisarans og genabankapeningar Bubba kóngs.

En það er ströggl framundan hjá Framsókn og lítið fast í hendi. Gaman samt að klofningsframboðið út úr Framsókn sem nú hefur fengið listabókstafinn O virðist á fullri ferð. Leiðinlegt að hitt klofningsframboðið úr Framsókn þetta L-lista framboð skildi hætta við. Skynjuðu að sinn vitjunartími var ekki kominn og öllum sama um þetta Evrópumál. Engum meira sam um Evrópumálin en Samfylkingunni en af gömlum vana þá hrópa Samfylkingarmenn alltaf "Evra, evra" þegar þeir hittast. Þetta er nokkurs konar kveðja sem þeir kasta á fólk. Þjónar held ég engum öðrum tilgangi hjá þeim. Allir upplýstir og skynsamir Samfylkingarmenn vita að það er engin skyndilausn til á gjaldeyrisvanda þjóðarinnar, evruupptaka er eitthvað sem tæki mörg ár og það skiptir miklu máli hvernig Evrópubandalagið kemur undan þeim þunga vetri og gjörningaveðri sem kreppan í heiminum hefur skapað - um hversu eða allmennt hvort fýsilegt sé fyrir smáþjóð eins og Ísland að leita þar skjóls og bandamanna.

Gaman að sjá hvernig línur Framsóknar og Samfylkingar skerast í toppum og lægðum á þessu línuriti yfir fylgi flokkanna.


mbl.is MMR: Fylgi VG eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þegar að fylgi D lista lítur ekki nógu vel út lengur, þá já, þá grípa þeir til könnunar sem er gerð FYRIR mútu umræðuna til þess að þetta líti nú allt betur út.

Að vitna til að verða 10 daga gamallar könnunar á þvílíkum umbrota tímum sem nú ganga yfir, er einfaldlega algerlega ómarktækt

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Er Borgarahreyfingin klofningsframboð´úr Framsókn? Og varð bara endurnýjun á oddvita hjá samfó?

Tek nú bara þessa tvo punkta út úr greininni, sem alveg augljóslega eru rangir og allir vita sem eru áhugamenn um stjórnmál og fylgjast vel með.Svo er nú vægast sagt kaldhæðnislegt ef DV er nú orðið haldreipi B liða í áróðurskyni, sama blað og var úthrópað sem hið versta rit og jafnvel veifað sem slíku af fv. ráðherra flokksins úr ræðustól alþingis!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég ætlaði nú ekki að láta Salvöru eftir að svara þeim yfirlætis ummælum.

Hún veit mun betur sjálf og skammast sín eflaust eitthvað fyrir þessi skrif. Framsókn er einmitt sá flokkur sem á fæsta fulltrúa innan okkar raða, eða aðeins EINN.

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 15:40

4 identicon

Svo mörg voru þau orð um frekar lítið og ekki nærri allt satt.  Þetta er eins og nýi formaður Framsóknarflokksins; frekar leiðinlegt. Og núna er ráðist á Helga Hjörvar blindan manninn.  Heggur sá er hlífa skildi.  Ég veit að Frammarar  iða í skinninu eftir að komast í fang Sjálfgræðismanna eftir kosningar. Þeirra vegna vona ég að þeim takist það ekki. 

 Það er ekkert stórmannlegt af Framsóknarkonu að ausa eigin skít yfir aðra.

ssgg (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband