Byrjum á gömlu steinbæjunum!!! Byrjum á Bjargarstíg!

Það er frábært að Reykjavíkurborg samþykkti einróma á fundi sínum í dag tillögu um sérstakt átak til atvinnusköpunar við uppbyggingu og endurgerð sögufrægra eldri húsa og mannvirkja í Reykjavík

Það eru ekki margir sem vita að það er til sérstök reykvísk byggingarlist og það er framlag okkar til byggingarlistar heimsins og við eigum að vera stolt af því Reykvíkingar. Þessi byggingarlist eru gömlu steinbæirnir og það er ekki nema 20 þeirra sem standa ennþá. Þeir eru skemmtilegur minnisvarði um tímann þar sem við fórum úr torfbæjunum inn í byggingarhefð timburhúsa og steinsteyptra húsa.

Steinbæir eru lág hús með steinhlöðnum langveggjum en göflum úr timbri og var þessi húsagerð byggð í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar  og voru byggjendur einkum tómthúsmenn.

Ég skrifaði pistil um steinbæina í íslensku wikipedia og mig langar til að við höfum myndir af þeim öllum og upplýsingar um hvar þeir standa. Ég er bara búin að skrifa um tvo þeirra og það eru Sigurbjargarbær   á horninu á Bergstaðastræti 21 og Bjargarstíg  og Heilmannsbær á Bjargarstíg 17.

Það væri gaman ef fólk sem þekkir til gömlu steinbæjanna bætti við listann yfir steinbæi og skrifaði um fleiri en þessa tvo.

Bjargarstígur heitir eftir Sigurbjörg sem bjó í steinbænum Sigurbjargarbær og það er ömurlegt hvernig ástand þess húss er núna. Þetta hús er friðað en það virtist hafa verið rifið alveg niður í fyrra og svo stendur grindin ber og tóm núna í allan vetur opin fyrir veðri og vindum. Þetta hús hefði Reykjavíkurborg frekar átt að kaupa en kofana við Laugarveg sem Ólafur Magnússon lét borgina kaupa fyrir milljarð. 

Myndin sýnir ástandið á Sigurbjargarbæ eins og það var síðasta sumar og það hefur bara versnað síðan þá. Í Guðs bænum, allir þeir sem einhver völd hafið í Reykjavík, bjargið þessum menningarverðmætum!


mbl.is Í átak til atvinnusköpunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég fagna þessari ákvörðun með þér, löngu kominn tími á þetta.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband