Jórsalaför Kristínar Helgu

Kristín Helga hefur náđ til borgarinnar helgu og ferđast nú ţađan til Palestínu. Hún er núna í borginni Ramallah. Kristín Helga fćddist 15. október 1989 í borginni Iowa City  í Bandaríkjunum en ég var ţar viđ nám.  Um ţađ leyti fylgdist ég og öll heimsbyggđin međ ţví ţegar járntjaldiđ féll í Evrópu, ţegar Berlínarmúrinn var brotinn niđur.

Í ágúst 1989 opnuđu Ungverjar landamćri sín fyrir Austur-Ţjóđverjum sem voru ađ flýja úr landi. Í maí 1989 byrjuđu Ungverjar ađ brjóta niđur girđingar viđ austurísku landamćrin, ţá opnađist flóttaleiđ fyrir Austur-Ţjóđverja sem fóru fyrst til Ungverjalands og ţađan til Austurríkis.Íbúar Eistlands, Lettlands og Litháen mynda 600 km keđju í ágúst, Berlínarmúrinn féll 9. nóvember og flauelsbyltingin byrjar í Tékklandi litlu seinna. Hér á Íslandi hafđi Sambandiđ lognast út af og fyrsta Bónusverslunin opnađi eimitt áriđ 1989. Kristín Helga fćddist áriđ sem mótmćlin voru á Torgi hins himneska friđar í Kína og á árinu sem Bush eldri komst til valda í USA og hún fćddist áriđ sem stríđiđ í Afganistan endađi. 

Endađi? Afganistan.  Jú, víst yfirgáfu Sovétmenn Afganistan í febrúar 1989  en stríđiđ ţar endađi ekki. Ţađ magnađist.  Berlínarmúrinn hefur veriđ brotinn niđur en ţar sem Kristín Helga ferđast um núna hefur annar múr risiđ, múrinn milli Ísraels og Vesturbakkans.

Ţetta er múr reistur til ađ vernda Ísraelsmenn frá hryđjuverkamönnum.  En hverjir eru hryđjuverkamenn? Do I look like a terrorist?

Eru allir Íslendingar mögulegir hryđjuverkamenn? Eru allir međ arabískt nafn eđa af arabískum ćttum mögulegir hryđjuverkamenn? Kristín Helga er í hópi međ krökkum frá mörgum löndum, frönsku krökkunum var haldiđ í 7 tíma á flugvellinum, ţađ mun hafa veriđ út af ţví ađ einn ţeirra heitir arabísku nafni og er af arabískum ćttum.

Ţessi múr er hugsanlega verndarmúr fyrir einhverja. En hann er líka víggirđing sem lokar inni mikiđ af fólki sem á ţarna heima. Ţađ eru brotin niđur hús fólks, hér er mynd af konu daginn eftir ađ heimili hennar var lagt í rúst. (frá flickr notanda farfuglinn)

Ţađ er ekki annađ ađ sjá og heyra á fréttum sem okkur berast frá Palestínu ađ Ísraelsmenn fari ţar međ miklu offorsi og grimmd gagnvart almenningi af palestínskum uppruna.

Palestínumenn eru undirrokuđ ţjóđ, hnepptir í fjötra og lokađir inni. 

Vonandi opnar ţetta verkefni Rauđa krossins augu Kristínar Helgu og annarra ungmenna fyrir ţví hve mikilvćgt er ađ sinna börnum og unglingum og almenningi  á hernumdum svćđum og halda á lofti rétti ţeirra sem eru í ţannig ađstöđu ađ ţeir geta ţađ ekki sjálfir. Hér er fínt viđtal viđ ferđafélaga Kristínar Helgu í Fréttablađinu:  Augu opnuđ og víđsýni aukin fyrir landi fyrir ţjóđ í ánauđ

Ég held ekki ađ allir séu móttćkilegir til ađ sjá hve mjög kreppir ađ Palestínumönnum og hve illa er komiđ fram viđ ţá ţjóđ sem ţarna býr. Ég skrifađi bróđur mínum sem núna er í Suđur - Ameríku og sagđi honum frá ađ Kristín Helga vćri ađ fara til Palestínu. "Ţađ er ekkert ríki til sem heitir Palestína" svarađi hann. Mér skilst ađ í vegabréfum Palestínumanna gefnum út af Ísraelsmönnum sé eyđa fyrir ţjóđerni. 

En Kristín Helga er núna á stađ sem sumir segja ađ sé ekki til ađ kynna sér líđan barna í stríđsátökum, barna af ţjóđ sem sumir segja ađ sé ekki til. En hver ákveđur hvađa ţjóđir eru til og í hvađa umbođi taka ţjóđir sér vald til ađ fara međ stríđ á hendur öđrum? 

heridos - wounded Matapatra


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ţakka ţér innilega fyrir ţessa samantekt og hugleiđingar Salvör

Birgitta Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 14:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband