Snjóflóð á Vestfjörðum, skothríð í Palestínu

 

Kristín Helga faldi sig í dýragarði í borginni Qalqilya á meðan skothríð Ísraelsmanna stóð þar yfir í dag. Ég fylgist með blogginu palestinufarar.blog.is og þar er þessi frásögn nýjust:
Innrás og skotárás í Qalqilya

Hún heimsótti skóla í borginni. Þar voru engin börn. Ég átta mig ekki á hvers vegna, það kemur fram í blogginu þeirra að núna eru kennarar þarna í verkfalli, ekki til að berjast fyrir hærri launum, heldur til að mótmæla því að þeir fá engin laun.  Menntamálaráðuneytið hefur enga peninga til að greiða kennurum laun.

Krakkarnir taka myndir af ferðalagi sínu og þeim sem þau hitta. Hér fyrir ofan er mynd af Kristínu Helgu (í rauða jakkanum) með krökkum sem sækja stuðningshópana sem Rauði krossinn býður upp á. Gaman að sjá litla sprelligosann á myndinni, minnir á að börn eru eins í austri og vestri og þó það sé stríð þá er hægt að bregða á leik.

Ég er ekki mjög hrædd um Kristínu Helgu þó þarna sé skothríð og stríð. Ég held að Rauði krossinn passi vel upp á krakkana, þar er fólk sem veit alveg hvernig ástandið er og er vant að vinna á átakasvæðum.

Satt að segja hef ég núna miklu meiri áhyggjur af systur minni og fjölskyldu hennar í Bolungarvík. Hún vinnur á Ísafirði og keyrir þennan hættulegasta veg landsins á hverjum degi í vinnuna, veg þar sem margir hafa látist gegnum tíðina og snjóflóðin og skriðurnar falla iðulega.

Og hann Jói mágur minn er starfsmaður Veðurstofunnar, hann er snjóflóðaeftirlitsmaður í Bolungarvík og þarf að fara og mæla snjóalög og fylgjast vel með í svona aðstæðum.

Það kom grein um ferð Kristínar Helgu og Gunnlaugs í Morgunblaðinu. Hérna er hún:

mbl

 


mbl.is Ófært víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæl Salvör, ég bið þig um að lesa athugasemd mína við lýsingar ungmennanna sem eru á ferð á Vesturbakkanum:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/819576/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú hafa ungmenninn breytt fyrirsögninni á færslu sinni um Qalqylia!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband