Ólafur F. var óhæfur borgarstjóri og hann er arfavondur borgarfulltrúi

Ólafur  F. Magnússon er kjörinn fulltrúi Reykvíkinga í borgarstjórn og það ber að virða það. Hann er líka viðkvæmur hugsjónamaður og áhugamaður um gömul hús og flugvelli. En hann var alltaf gjörsamlega óhæfur í að vera borgarstjóri í Reykjavík, það þurfti ekki annað  en að hafa fylgst í fjarlægð með ferli hans í stjórnmálum og hvernig honum lynti við annað fólk til að geta spáð fyrir hvernig  fara myndi. Einnig er kjörfylgi Ólafs svo lítið að það var í hæsta máta óeðlilegt að hann yrði borgarstjóri. Það getur blessast í sumum tilvikum að maður sem hefur lítinn hluta kjósenda á bak við sig sé í oddvitastöðu en þar þarf sérstaka mannkosti í það, mannkosti sem Ólafi F. Magnússyni eru ekki gefnir.

Ólafur F. er eyland, honum tekst ekki einu sinni að halda friðinn við sína nánustu samstarfsmenn og nægir hér að nefna hvernig hann hegðaði sér við varamann sinn Margréti Sverrisdóttur og aðstoðarmann sinn Ólöfu Guðný Valdimarsdóttur svo aðeins séu nefnd tvö dæmi af mörgum. Það segir sína sögu að þegar ljóst var að Ólafur F. myndi þurfa að hrökklast úr borgarstjórastóli þá komu boð frá Ólafi F.  í gegnum Þorleif hjá Vinstri grænum um að Ólafur F. væri tilbúinn að segja sig úr borgarstjórn svo varamaðurinn Margrét Sverrisdóttir kæmist að og vinstri stjórn yrði áfram þá varaði Margrét við því og tók ekki mark á þeim orðum Ólafs F.

Það var átakanlegt ástand í Reykjavík í borgarstjórnartíð Ólafs F. og það var mikill ábyrgðarhluti hjá meirihluta Sjálfstæðismanna að setja í borgarstjórastól mann með eins skerta dómgreind og mikla lyndisbresti og Ólaf F. Magnússon. Það var hlutskipti Framsóknarmanna undir forustu Óskars Bergssonar að koma þá til borginni bjargar og það með þeim eina raunhæfa valkosti sem þá var í stöðunni - að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. 

Fyrir þetta kann Ólafur F. Magnússon Framsóknarmönnum litlar þakkir og hefur hann nú umhverfst svo að hann sér púka í hornum allra herbergja þar sem hann heldur að Framsóknarmenn komi saman. Ólafur F. hefur ekki gott minni ef hann er búinn að gleyma því að það voru ekki Framsóknarmenn sem sviku hann, það voru Sjálfstæðismenn sem hæddu hann og smánuðu í eina tíð á landsfundi og það voru Sjálfstæðismenn sem studdu hann til að vera borgarstjóri í Reykjavík og það voru þeir hinir sömu sem sviku samkomulag við hann. Ekki Framsóknarmenn.

Ólafur F. var svo slæmur borgarstjóri að því lýsa engin orð sem viðeigandi er að nota hér á þessu bloggi en málið er að Ólafur F. er líka arfaslæmur borgarfulltrúi og gengur núna eins konar berserksgang í  borgarkerfinu og það skrýtið að sjá svokallaða fjölmiðla og marga stjórnmálamenn kóa með honum og leyna almenning þeim raunveruleika sem blasir við hverjum manni sem lendir í návígi við Ólaf F. Magnússon.  Eru fjölmiðlar til að segja okkur sannleikann eða eru þeir til að taka þátt í að viðhalda blekkingu?

Annars hef ég orðið fyrir barðinu á Ólafi F. eins og margir aðrir. Þannig hefur mér verið sagt að tvo síðustu borgarstjórnarfundi hafi hann gert mig að umtalsefni á fundum borgarstjórnar og það mun vera vegna þess að Ólafi F. líkaði ekki að ég tjáði mig í Kastljósi sjónvarpsins um hversu óhæfur hann hefði verið til að vera borgarstjóri. Ólafur F. lætur sér það ekki nægja heldur mætir hann sérstaklega á fund Mannréttindaráðs til að leggja fram eftirfarandi (tekið úr birtri fundargerð Mannréttindaráðs):

2. Áheyrnarfulltrúi F-lista, Ólafur F. Magnússon, leggur fram eftirfarandi fyrirspurn.

Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins um sl. áramót kom fram sem álitsgjafi Salvör Gissurardóttir sem iðkar bloggskrif á netinu og situr í mannréttindaráði Reykjavíkur. Hún er annar tveggja fulltrúa Framsóknarflokksins í ráðinu. Í Kastljósþættinum áðurnefnda fullyrti Salvör Gissurardóttir, að allir sem hefðu fylgst með „ferli mínum“ hafi vitað að ég hafi verið „gersamlega óhæfur til að vera borgarstjóri“. Því er spurt hvort það stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar og tilgang mannréttindastefnu borgarinnar að Salvör Gissurardóttir hafi uppi ærumeiðandi fullyrðingar um störf mín í borgarstjórn Reykjavíkur án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt.

 Af hverju segja fjölmiðlar ekki sannleikann um hvernig Ólafur F. hegðar sér í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar? 


mbl.is Ólafur F.: Framsóknarvæðing í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get engan dóm lagt á orð þín um Ólaf F. Ferill hans sem borgarstjóra og borgarfulltrúa er greinilega mjög umdeildur og það finnst mér í góðu lagi svo framarlega sem umræðan er málefnaleg.

Tilefni ummæla hans í frétt Morgunblaðsins virðist  vera ákveðin móttökukostnaður sem Óskar Bergsson efndi til en greiðast skildi af borginni.

Mér finnst miður hvað fjölmiðlaumfjöllunin sem ég hef hingað til séð í þessu sambandi í hefur verið yfirborðskennd því mér finnst full ástæða til að borgarbúar hafi aðgang að nokkuð ítarlegum upplýsingum um risnukostnað Reykjavíkurborgar og ég vildi gjarnan vita hvar þær er að finna.

agla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:24

2 identicon

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.

Skyldu afglöp og siðblinda Óskars Bergssonar batna við  þessar ábendingar?

Sverrir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:35

3 identicon

Ekki er ég hrifin af Ólafi en hann er í fullum rétti með að vekja athygli á spillingarmálum og þetta hljómar nú satt að segja meira eins og Ólafur hafi ekki síður orðið fyrir barðinu á þér.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:55

4 identicon

Er þessi viðkvæmni og skítkast á Ólaf ekki bara vegna þess að hann kemur við viðkvæmar taugar með þessum athugasemdum og fyrirspurnum sínum??

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta er náttúrulega mjög slæmt ábyrgðarleysi af  Villa Vinyltopp að hafa klúðrað málunum svona illa og ekki bætti stöðuna að setja mann sem virðist ósammála öllum  og þá er ég ekkert endilega að segja að hann hafi ekki rétt á því að vera ósammála en nú eru svo margir að svíða hann fyrir það eins og maður les hér að ég skil hann Ólaf F að vissu leyti, hann er eitthvað svo mikið fórnarlamb að ég vorkenni honum.

Jónas Jónasson, 19.2.2009 kl. 13:15

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

,,það var hlutskipti Framsóknarmanna undir forystu Óskars Bergssonar að koma borginni til bjargar" - Framsókn to the rescue !

Kanntu annan?

Smári Jökull Jónsson, 19.2.2009 kl. 13:19

7 identicon

Það er rétt Framsókn bjargaði Reykjavíkurborg úr ánauð, þegar þeir sem stjórna hefðu átt borgini samkvæmt vilja kjósenda neituðu að starfa saman Samfylkingin neitaði að starfa með Sjálfstæðismönnum og sama gerðu vinstri grænir hvernig átti þá að stjórna borginni án Ólafs sem er óhæfur? Það var þá staða framsóknar sem lætur málefnin ráða en ekki klækjapólitík neita að vinna með fólki án málefna ágreinings, þannig vilja kjósendur ekki að borgarfulltrúar vinni, það eru málefnin sem skipta máli.

Jón Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:39

8 identicon

Miðað við óskupin sem hafa dunið yfir þjóðina undanfarið og virðist ekki að linna, eru þessi risnumál  ekki beint stórmál en mér finnst þau athyglisverð og umfjöllunin,sem ég hef séð um þau hingað til, enn athyglisverðari.

Er það til í dæminu að athugun á risnukostnaði opinberra stofnana gæti varpað ljósi á viðhorf stjórnenda þeirra til þess hvaða ábyrgð þeir bera á þeim fjármunum sem þeim er trúað fyrir?

Fylgja opinberar stofnanir (og fyrirtæki) ekki reglum eða hefðum í sambandi við risnukostnað?

Hvar er hægt að fá haldgóðar upplýsingar um þessi mál svo við þurfum ekki að leita svara í pólítísku skítkasti eða yfirborðskenndum dæguri"fréttum" fjölmiðlanna?

Agla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:59

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Eva: Þú segir "Ekki er ég hrifin af Ólafi en hann er í fullum rétti með að vekja athygli á spillingarmálum og þetta hljómar nú satt að segja meira eins og Ólafur hafi ekki síður orðið fyrir barðinu á þér."

Vissulega er Ólafur í fullum rétti að koma með málefnalega gagnrýni en þannig er það bara ekki.  Hann er reyndar líka í fullum frétti á því að rugla og hann nýtir sér þann rétt ótæpilega. Það er fullkomlega löglegt og siðlegt að vera bullari og rugludallur og hann er bara einn af mörgum þúsundum þeirra. En málið er að þetta er komið út yfir allan þjófabálk og enginn tekur á því og farið er með vandamálið sem mikið tabú.  Fjölmiðlarnir pikka upp stöku setningu frá Ólafi sem einhver heil brú er í. 

Það er hins vegar mjög einkennilegt að ekki sé gerð athugasemd við að Ólafur krefjist þess að vita hvar Óskar keypti fötin sín. Hvað ef Ólafur hefði sagt um Hönnu Birnu að hún væri allt of fín í tauinu, hann heimtaði að vita hvað fötin hennar hefðu kostað og hver hefði borgað þau. Varðandi hið pínlega jakkafatamál Framsóknarframboðsins þá var það alfarið mál Framsóknarflokksins, þetta var spurning um hvernig með kosningasjóð var varið, enginn var dressaður upp í Framsókn á kostnað borgarbúa. 

Hér eru reyndar yfirlit um  skrif mín um Ólaf F.:
Ólafur fyrrum er ósáttur við bloggið mitt

Eins og sést á þeim þá er ég afar vinveitt Ólafi og kem auga á mannkosti hans. Það breytir því ekki að hann var óhæfur borgarstjóri og satt að segja þá er hann núna þannig stemmdur að hæfi hans sem borgarfulltrúa og manns sem fer með umboð þúsunda Reykvíkinga er verulega skert.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.2.2009 kl. 15:18

10 identicon

Vill bara benda þér á það að Ólafur hefur meira fylgi á bak við sig en Framsóknarflokkurinn. Svo þið ættuð ekki að höggva í þeim knérum.

Ólafur upplýsti bara að frammarar hafa engu gleymt í spillingunni. Þar sem 2 eða fleiri framsóknarmenn koma saman þar verður til spilling.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:19

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er greinilegt að Framsóknarmenn vilja fá að halda áfram með spillinguna - Ekkert stopp.

Ég gat ekki betur séð en að Óskar Bergsson hafi viðurkennt fjárdrátt í beinni útsendingu í Kastljósinu en hann lét almenning í Höfuðborginni blæða á félaga sína og fannst ekkert sjálfsagðara.

Ólafur F hefur oftar en ekki verið rödd skynseminnar í borgarstjórn Reykjavíkur s.s. í flugvallarmálum en aðrir borgarfulltrúar voru flestir ef ekki allir tilbúnir að moka vellinum á haf út en sú framkvæmd átti einungis að kosta nokkra tugi milljarða og svo átti að fá verktakana til þess að byggja upp nýjan miðbæ í Vatnsmýrinni fyrir einhverja tugi ef ekki hundraði milljarða. Það er rétt að taka það fram að sumir þessara verktaka hafa verið í nánum tengslum við borgarfulltrúa í Sjálfstæðis og Framsóknarflokki og Samfylkingunni. 

Ólafur F var ekki ginkeyptur fyrir því að verktakarnir fengju að ráða alfarið skipulagsmálum og fékk örugglega m.a. þess vegna mjög óvægna umfjöllun í fjölmiðlum sem voru tengdir auðmönnunum s.s. vegna andstöðu við því að rústa Laugaveginum og reisa Listaháskólann með tilheyrandi niðurrifi.

Það væri miklu nær að þakka Ólafi F fyrir ábyrga afstöðu í stað þess að hnýta í hann.  Hvernig væri ásýnd Reykjavíkur ef ekki hefði verið spornað við stórmennskumaníunni sem gekk yfir á síðustu árum. Þá væri verkefni næstu áratuga ekki einungis að ljúka Tónlistarhúsinu fyrir tugi milljarða heldur einnig að lagfæra stóran hluta Laugavegarins og vera með opið byggingarsvæði um áratuga skeið þar sem flugvöllurinn þjónar nú sínu hlutverki.

Það er von að Framsóknarmönnum sé það mikið eitur í beinum að könnuð séu tengsl borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við verktakafyrirtæki og útrásarvíkinga.

Hér er um mjög viðkvæmt mál fyrir flokkinn.

Sigurjón Þórðarson, 19.2.2009 kl. 17:29

12 Smámynd: Billi bilaði

Íslenska smjörið er gott.

Billi bilaði, 19.2.2009 kl. 18:02

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvað er málið með þessa flokkadýrkun?

Heiðarlegt fólk fordæmir spillingu eins og eðlilegt er - en þegar gerspilltur flokksfélagi þeirra verður uppvís að siðspillingu í pólitík þá er eins og öll heilbrigð skynsemi víki fyrir flokksdýrkuninni!

Rosalega þarfnast þessi þjóð á því að losna undan flokksræðinu!

Þór Jóhannesson, 19.2.2009 kl. 18:54

14 identicon

Ég styð Ólaf í að fara gegn spillingu.  Og flokkur skiptir þarna ekki nokkru máli.  Hann virðist heiðarlegur og í öllu eyðslubrjálæðinu og gengdarlausri spillingunni þarf mann eins og hann.  Og hann þarf ekki að lýða það.  Burt með spillta pólitíkusa. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:02

15 identicon

Afar vinveitt?

Takk fyrir að opna mér algerlega nýjan skilning á orðinu vinveitt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:03

16 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigurjón: Ólafur F. Magnússon er afar langt frá því að vera "rödd skynseminnar".  Ég hvet þig til að hlusta á orðræðu Ólafs F. í borgarstjórn. Borgarstjórnarfundum er útvarpað.  En það er ekki allt bull og vitleysa sem Ólafur F. leggur til málanna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.2.2009 kl. 23:50

17 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Eva: Ég er líka ákaflega vinveitt þér og tala fallega um þig. Vona að þú kunnir að meta það betur en Ólafur F.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.2.2009 kl. 09:14

18 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég hef fregnað að Ólafur F. hafi verið  útvarpi Sögu núna í morgunsárið og  og þar mun hann  hafa talað eitthvað um mig, þessa konu sem væri ekki í lagi. Mér skilst að samtalið hafi endað á því að Ólafur hafi talað um eigin hreysti og hvað það væri gefandi að vera í pólítíkinni og sinna læknisstörfum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.2.2009 kl. 09:19

19 identicon

Þetta lið allt saman er hvert öðru verra, maður er kominn með upp í kok af öllum þessum vanvitum sem þykjast vera að stjórna...
Manni finnst eins og maður búi á fargin vitleysingahæli.... það versta er að margur íslendingurinn virðist ætla að kjósa sama stöff yfir sig... eftir að liðið lofar bót og betrun... og setur upp aðrar grímur

DoctorE (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:01

20 Smámynd: Kolbeinn Már Guðjónsson

Ólafur fer gegn spillingu og það líkar Framsóknarflokknum illa!

Kolbeinn Már Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 17:39

21 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég hef verið að furða mig á þessum upphæðum sem Ólafur F. nefndi fyrir kostnaðinn við móttökuna eftir sveitarfélagafundinn hjá Óskari Bergssyni, haft var eftir Ólafi F. að  kostnaðurinn væri 300 þúsund.  Það slær mjög mikið úti fyrir hjá Ólafi blessuðum þarna, hann hlýtur að vera að rugla þessu saman við færeysku konuna sem hann bauð til Íslands til að syngja fyrir sig, það kostaði víst 300 þúsund að fá hana og það skildu fáir hvernig Ólafur hegðaði sér í því máli. En kostnaðurinn við móttökuna eftir sveitastjórnarfundinn hjá Óskari mun hafa verið 90 þúsund.

Þetta var of dýr móttaka hjá Óskari, það verður að fara spara í svona móttökum eins og öðru og óþarfi að hafa veitingar nema þá helst saltstengur og svona frosnar litlar vatsdeigsbollur eins og forsetinn býður upp á, þær eru hræbillegar. Það væri nú reyndar framsóknarlegast að bjóða bara upp á kleinur og kaffi en það er nú í lagi að bjóða vín ef það er svona síðdegis og fólki skammtað vín t.d. eitt glas á mann. En það ber að þakka það að Óskar fór ekkert út í að ferja til landsins færeyskar söngmeyjar og kaupa gamla húshjalla fyrir sína fundi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.2.2009 kl. 11:10

22 identicon

Kolbeinn hitti kannksi naglann á höfuðið.

Líka að ofan í minni færslu á að vera: Og hann þarf ekki að líða það. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 20:07

23 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Óskar er spilltur það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að allt sé í lagi með Ólaf. Kaupin á hjöllunum við Laugarvegin eru til dæmis um það. Ég skora líka á þá sem hafa tjáð sig hér,að hlusta á beinar útsendingar frá Borgarstjórnarfundum. Þær eru á þriðjudögum,  að mig minnir, annan hvern. Fm 98,3 mjöööög áhugavert.

Þóra Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 01:04

24 identicon

Getur Þóra nokkuð dæmt hvort ekki sé allt í lagi með Ólaf?  Kannski er Þóra þessi að fást við geðlækningar?  Og það opinberlega?

Jón (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:58

25 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er ekki að sjúkdómsgreina Ólaf. Ég bendi bara á kaupin á hjöllunum við Laugarveg, bæði verðið sem greitt var og eins hvernig staðið var að þeim kaupum. Eins bendi ég fólki á að hlusta á beinar útsendingar frá Borgarstjórnarfundum. Þá getur hver dæmt fyrir sig.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:55

26 identicon

Ef þú varst ekki að sjúkdómsgreina manninn, hvað varstu þá að gera? Fara með mannorðsmeiðingar, róg, ærumeiðingar?  Þú sagðir að hann væri ekki í lagi.  Og það er ekki í lagi að segja það opinberlega um mann.

Jón (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband