Saga Class í bankakerfi og íslensku þjóðfélagi

peningathvaetti3Fyrir um ári síðan var umræða um sérafgreiðslu ríka fólksins sem færi úr landi, það fengi sérmeðferð við vopnaleit og öryggiseftirlit. Ég skrifaði þá þetta blogg  Röð ríka fólksins - einkavædd löggæsla á flugvöllum

 Eins og allir vita þá hefur orðið miklu erfiðara fyrir okkur almenna borgara að ferðast milli landa vegna ofsaótta við hryðjuverkamenn. Sérstaklega á það við Bretland. Eins og allir vita líka þá er staðan þannig að stjórnvöld í sumum ríkjum fá sjálfdæmi í því sem þau telja hryðjuverkamenn og bresk stjórnvöld nýttu það þannig að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga og setja þannig alla Íslendinga í hóp hryðjuverkamanna.

En hverjir eru raunverulegir hryðjuverkamenn í heiminum í dag og hver eru vopn þeirra? Varðandi Ísland þá er því auðsvarað. Hryðjuverkjamennirnir eru þeir sem tóku fjöregg íslensku þjóðarinnar og léku sér að því í einhverjum kasínókapítalistaleik, menn sem settu verðmiða á það sem ekki er falt og kokkuðu upp með peningagerðarvélum sínum bönkunum einhvers konar kerfi sem réttlætti sjálftöku þeirra á öllu því sem þeir töldu verðmætt á Íslandi.

Þessir menn voru svo sannarlega í sérinnritun við öryggiseftirlit og þeir fengu saga class meðferð í öllu íslensku samfélagi, þeir fengu sérafgreiðslu í bankakerfinu, sérafgreiðslu í stjórnmálakerfinu og sérafgreiðslu í fjölmiðlum.  Þegar stefndi í hrunið fengu þeir líka sérafgreiðslu hjá peningagerðarvélum sínum bönkunum og margt bendir til að þeir fái líka sérafgreiðslu í nýju bönkunum þó þeir hafi verið þjóðnýttir. Alla vega eru margir þeim handgengnir núna að ráðskast þar, menn sem fengu brauðmola eða réttara sagt mikla brauðhleifa af borðum eigenda bankanna í formi kaupréttarsamninga og lána sem ekki þurfti að borga. 

Svo er líka viðbúið að sama saga class sérafgreiðslan fari fram í rannsókninni á hruninu. Það eru gríðarleg tengsl á allra leikenda sem nú spila um Ísland og við almenningur eru ekki að sjá nein teikn á lofti á því að eitthvað batni.  Það eru engin teikn á lofti um að ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins geti breytt kúrsinum og lagt niður saga class farrýmið.  Þvert á móti bendir allt til að þar á bæ horfist menn ekki í augu við að kerfið brast vegna þess að það var fúið og það verður ekki endurreist.

Um eignatengslin: 

Vísir - Eigendur fengu 275 milljarða

Eyjan » Fyrrverandi eigendur bankanna þriggja: Skulduðu bönkunum ...

 Í greininni í Eyjunni stendur:

"Tengd félög skulduðu Glitni tæplega 31 milljarð króna. Forstjórinn svo og lykilstjórnendur skulduðu bankanum níu milljarða króna um mitt árið, en það fé mun hafa verið til  hlutabréfakaupa.

Í Kaupþingi skulduðu eigendur og aðrir beintengdir aðilar bankanum 146 milljarða króna.
Aðal eigendur Kaupþings voru Exista, sem átti fjórðung, og Egla, skráð í Hollandi, sem átti tíund. Á bak við þessi félög eru Bakkavararbræður og Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip.

36,8 milljarðar króna af þessum lánum voru til stjórnarmanna í Kaupþingi, annarra stjórnenda og þeirra fjölskyldna.

Í Landsbankanum skulduðu eigendur og aðrir tengdir aðilar rúma  64,2 milljarða króna um mitt árið. Af því voru tæplega 50 milljarðar lánaðir til stjórnarmanna og fyrirtækja þeirra."


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband