Fangar og frelsiđ

Hvađ er besta leiđin í fangelsismálum? Er ţađ ađ byggja sem mest  viđ Litla-Hraun af rammgerđum, víggirtum fangageymslum einangruđum frá umheiminum  međ tvöföldum rafmagnsgirđingum  og alls konar vöktunartćkjum og afruglunartćkjum? Er ţađ ađ passa ađ engin fjarskipti og tjáskipti geti fariđ fram milli fangelsismúra og umhverfis? 

Ég las tvćr greinar um fangelsismál í blöđum áđan. Annars vegar grein um ađ blokkera eigi ađgang fanga ađ Netinu og hins  vegar grein um ađ frestađ hafi veriđ ađ byggja nýja viđbyggingu á Litla-Hrauni. Sú frétt var skrifuđ frá sjónarhóli fangelsisyfirvalda og stjórnenda Litla-Hrauns. 

Nú veit ég vel ađ Litla-Hraun er stór vinnuveitandi á Eyrarbakka og nćrsveitum og ţađ er viss stćrđarhagkvćmni ađ hafa eitt stórt fangelsi. En ég held ekki ađ ţađ sé best út frá sjónarmiđum Íslendinga og ţví ađ fangelsi virki sem betrunarhús ađ hafa eitt stórt öryggisfangelsi hérna og sleppa svo föngum beint út úr ţví út í heimili eins og áfangaheimili Verndar. 

Ţađ er nóg húsnćđi á Íslandi í dag og allar líkur á ađ ţađ verđi ennţá meira af ónotuđu húsnćđi. Ţađ eru í ţví tćkifćri til ađ reka annars konar fangelsi - fangelsi sem vćru meiri  betrunarhús en Litla-Hraun er. Ţađ eru ţví miđur margar sögur um ađ fangar skaddist  mikiđ af dvöl sinni í fangelsum, fari inn sem ţjófar og smákrimmar og komi út harđsvírađir glćpamenn. Ţađ er vissulega ađaltilgangur fangelsa ađ refsa fólki og auđvitađ er ţađ engin refsing ef fólk býr glaum og gleđi í fangelsum og meiri lúxus en almenningur en ţannig er bara ekki ástandiđ í dag. 

Ţađ er mikiđ af fólki sem glímir viđ eitulyfja- og drykkjufíkn í fangelsum og ţessi fíkn er stundum líka höfuđorsakavaldur í afbrotum. 

Ţađ er ef til vill betra fyrir íslenskt samfélagiđ og tryggir meiri mannréttindi á Íslandi ađ fangelsi séu minni einingar og dreifđari og meira sé lagt upp úr ađ ţau séu betrunarhús en ekki stađur til ađ ţrauka eins dofinn og hćgt er. ţađ er nú reyndar margt gott gert á Litla-Hrauni núna undir stjórn Margrétar. Ég vildi hins vegar sjá fleiri fangelsismódel og af hverju má samkeppni bara vera um eitthvađ sem hćgt er ađ mćla í peningum.  Af hverju má ekki vera samkeppni um fangelsi ţar sem árangur er ekki mćldur í ţví hve litlu ţarf ađ kosta til gćslunnar og hve örugg hún er - heldur í ţví hvernig fangarnir koma út úr fangelsinu - hvernig plumma ţeir sig sem manneskjur, brjóta ţeir af sér aftur? 

Eitt af ţví sem mér skilst ađ sé mikilvćgast fyrir fanga er ađ ţeir hafi gott stuđningsnet af fjölskyldu sinni.  Ţađ auđvitađ helgast af ţví ađ ţeir eigi fjölskyldu og hafi ekki brotiđ svo á henni ađ allir hafi ekki snúiđ viđ ţeim baki. Ţađ er ţannig hugsanlegt ađ einhvers konar fangelsismódel ţar sem meira er langt upp úr fjölskyldutengslum sé hentugra. Ţađ kann ađ vera ađ ţessi einangrun og innilokun sé afar óheppileg leiđ til refsinga. 

hér eru greinar sem ég hef skrifađ um fangelsismál 

Mannréttindi fanga á Íslandi 

Bryggjutröllin og mannréttindi glćpamanna Metamorphoses

Fangelsiđ í nćsta húsi

Morđinginn í nćsta húsi

Hćttulegir fangar í opnu fangelsi - Fangar á Vernd hafa oft brotiđ af sér

Rasphús Ríkisins 

Fangar tjúllast

 


mbl.is Lokađ fyrir netađgang fanga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

Minn draumur er sá ađ endurhćfingin verđi meiri en nú er, sálfrćđistuđningur og ţess háttar aukiđ ađ miklum mun.

Mér hugnast ekki tilhugsun um risastóra fangelsisblokk ţar sem allt innra eftirlit verđur mun verra en nú er, nú um stundir er innra eftirlit međ velferđ fanganna ekki nćgilegt.

Ennfremur ţarf ađ ađskilja fangana ađ meiru en nú er. Ţađ gengur ekki ađ hrúga ţeim bara einhvernveginn saman.

Ţađ ţarf lifandi umsjón međ fangelsunum ef ekki á illa ađ fara.

Ragnheiđur , 13.12.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Birgirsm

Salvör ţú segir:

Ţađ kann ađ vera ađ ţessi einangrun og innilokun sé afar óheppileg leiđ til refsinga.

Hvađ ćtti ađ koma í stađinn ?

Eru ekki sjálfsagt ađ ţeir sem standa ađ glćpum og níđingshćtti missi hluta af mannréttindum sínum, ţann tíma sem sanngjörn refsing fer fram ?   

Birgirsm, 14.12.2008 kl. 11:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband