Fangar tjúllast

Fangar tjúllast og unglingar tjúllast ţegar teknar eru af ţeim tölvurnar eins og ţessi frétt um óeirđir í öryggisfangelsi í London segir frá. Ég er reyndar ekki ađ fatta hvers vegna fangar í fangelsum geta ekki haft ađgang ađ Netinu undir eftirliti. Ţá vil ég náttúrulega undanskilja ţá sem eru líklegir til ađ fremja glćpi sem tengjast netnotkun ţ.e. fíkniefnasala og barnaperra eins og hann Ágúst sem einmitt reyndi ađ fremja afbrot ţegar hann var ađ afplána í opnu fangelsi eins og Kompásţátturinn afhjúpađi svo eftirminnilega.

En Netađgangur fanga er ekki bara verkfćri sem ţeir geta notađ til ađ fremja afbrot, leggja á ráđin um hryđjuverk, sammćlast viđ dópsala og klćmast viđ börn. Netađgangur gerir föngum líka kleift ađ stunda nám utan fangelsis og ţađ má velta ţví fyrir sér hvort ţađ ţjóđfélag er ekki mannúđlegast sem leyfir öllum ađ hafa rödd, líka ţeim sem lćgst standa í samfélagsstiganum, líka ţeim sem eru lokađir inn á stofnunum vegna afbrota sinna. Ţannig ţćtti mér hiđ besta mál ađ fangar gćtu bloggađ og lýst lífi sínu og líđan - og ekki síst sagt okkur hinum sem utan fangelsis erum hvort ţar sé allt međ felldu og mannréttindi virt. Ég hafđi gaman af ţví ađ kíkja stöku sinnum á bloggiđ hjá Bryggjutröllunum en ţađ voru nokkrir strákar á Kvíabryggju sem blogguđu saman - reyndar var ţađ bróđir eins sem setti inn á bloggiđ skrif fanganna ţegar hann kom í bćinn. Mér fannst ţetta blogg gefa innsýn í hugarheim ţeirra og hvađa ráđ ţeir höfđu til ađ umbera ţćr ađstćđur sem ţeir voru í, ţeir báru sig vel, voru kokhraustir en undir niđri fann mađur ţá kvöl sem ég held ađ sé alltaf hluti af lífi ţess sem sviptur er frelsinu. En blogginu ţeirra var lokađ.

 


mbl.is Óeirđir í fangelsi í Lundúnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú nú svolítið græn að halda að það gæti gengið upp.

H (IP-tala skráđ) 5.5.2007 kl. 02:34

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ég held ađ ţetta geti alveg gengiđ upp. ţađ er alveg örugglega ekki öllum treystandi fyrir netađgangi, ţađ munu einhverjir reyna ađ misnota ţađ. En ţađ ţurfa ţá ađ vera fangaverđir sem kunna eitthvađ á tćknina og kunna ađ hafa eftirlit međ ţessu.

Fólk ćtti ađ hugleiđa hversu illa fangagćslan virđist ráđa viđ vandamálin jafnvel ţótt fangarnir séu kyrfilega lokađir inni. ţannig er frétt í dag um ađ ţađ sé veriđ ađ reyna ađ hafa einn fíkniefnalausan gang á Litla Hrauni - HALLÓ! er ţetta eđlilegt í stofnun ţar sem á alls ekki ađ vera neinn ađgangur ađ fíkniefnum!!! og svo var bara í fréttunum í síđustu viku ađ fangavörđur ţar hefđi veriđ stađiđ ađ ţví ađ selja föngum fíkniefni.

Svona er ástandiđ í fangelsunum. Svo heldur fólk ađ ţađ sé best ađ lćsa fangana ennţá meira inni og gera ţá einangrađri. Sennilega verđur ţađ bara til ţess ađ líf ţeirra verđur óbćrilegra, ţeir fremja sjálfsmorđ og reyna međ öllum ráđum ađ dópa sig niđur til ađ halda ţetta út.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.5.2007 kl. 13:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband