Guð launar þeim sem barnsins gætir

Foreldrar í sumarfríi á sólarströnd í Portúgal fara út á tapasveitingastað nokkur hundruð metrum frá hótelíbúð sinni. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þau skilja börnin sín eftir sofandi í íbúðinni, þriggja ára telpu og tveggja ára tvíbura.  Þau skiptast á að fara að líta eftir börnunum, seinast sá faðirinn stelpuna kl. níu en þegar móðirin kemur kl. tíu þá er stelpan horfin. Það kemur fram í frétt á BBC að portúgalska lögreglan hefur ákveðinn aðila grunaðan um hvarf stelpunnar  og  telur hana vera á lífi og  í nágrenninu. 

Það sem manni finnst einkennilegast í þessu máli er hvernig í ósköpunum foreldrunum datt í hug að fara frá börnunum. Það var ekki eins og þau hefðu enga valkosti, það er boðið upp á barnagæslu á vegum fyrirtækisins sem rekur íbúðirnar og þau hefðu getað farið með börnin þangað. Þau eru einnig tvö og hefðu getað skipst á að vera hjá börnunum. Það er heldur ekki þannig að foreldranir séu fákunnandi og bláfátækir fíklar eða óreglufólk. Þau eru bæði læknar og sérfræðingar og þetta er þess óskiljanlegra þar sem þau hljóta að hafa fengið sérstaka þjálfun í að annast ósjálfbjarga fólk sem þarf stöðugt eftirlit.

Það er því miður svo að fólk skilur oft börn eftir við aðstæður sem geta verið hættulegar.  Fólk fer frá sofandi börnum sem eru allt of ung til að passa sig sjálf og fólk skilur börn eftir í umsjá eldri systkina sem eru allt of ung til að bera ábyrgð á yngri systkinum.  Í mörgum tilvikum kemur ekkert fyrir, það er ekki erfitt að passa sofandi barn en það getur verið að barnið vakni og taki upp á einhverju skrýtnu, það vita allir foreldrar sem hafa vaknað seinna en ung börn um helgar að það virðast lítil takmörk fyrir því hvað börnin geta tekið upp á ef þau eru ein að morgni dags t.d. eldhúsinu.

 

 


mbl.is Talið að breskri stúlku hafi verið rænt í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Dröfn

mig langar bara að benda þér á að á fréttavef sky.com og á sjónvarpsstöðinni sjálfri kemur fram að foreldrarnir hafa beðið um að koma því á framfæri að þau litu til barnanna 15-20 mín fresti, veitingastaðurinn var 40 fet (sem er um hálfur fótboltavöllur) frá herberginu og hurðin að íbúðinni þeirra var þeim sýnileg þaðan sem þau sátu á veitingastaðnum. veitingastaðurinn var partur af hótelíbúðasvæðinu, ekki nokkur hundruð metra í burtu.

held að það sé ekki góð hugmynd að kenna foreldrum um vanrækslu, þau eiga eftir að lifa við þetta það sem eftir er ævinnar. þú fyrirgefur en mér finnst þetta bara ekki rétt og alls ekki fallegt. ekki í aðstöðu sem þessari.

Jóna Dröfn, 5.5.2007 kl. 14:37

2 identicon

Þetta er sko sannarlega vanræksla foreldranna. Auðvitað á ekki að skilja börn eftir eftirlitslaus.
Kver andskotinn er eiginlega að fólki að gera þetta.
Foreldrunum er svo sem vorkunn fyrir að vera svo dofinn að skilja börnin eftir ein. Enn sú heimska.

Björg Vigfúsína Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jóna Dröfn, ég reyndi að orða bloggið þannig að það væri ekki dómur, sagði bara "það sem manni finnst einkennilegast...". og víst er þetta einkennilegt. En hugsun mín og samúð er hjá foreldrunum sem núna hljóta að vera örvæntingarfull og hrædd. Vonandi finnst barnið á lífi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.5.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband