Hátíđisdagur mannréttinda í dag - opinn fundur Mannréttindaráđs

Fundur mannréttindaráđs

Í morgun fór ég á morgunverđarfund hjá Mannréttindaráđi Reykjavíkurborgar. Ţetta var fundur sem er opinn öllum borgarbúum og vel til fundiđ ađ hafa hann sérstakan hátíđafund ţví einmitt í dag  er 60 ára afmćli mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna. Mannréttindaskrifstofa Íslands verđur svo međ athöfn síđar í dag og Amnesty međ tónleika í kvöld.

Ţetta var mjög skemmtilegur og frćđandi fundur, siđfrćđingarnir Vilhjálmur Árnason og Salvör Nordal fluttu erindi og svöruđu fyrirspurnum og Marta Guđjónsdóttir formađur Mannréttindaráđs stýrđi fundinum og hún og  Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri sögđu frá starfi Mannréttindaskrifstofu og Mannréttindanefndar í Reykjavík. 

Ég er varaformađur Mannréttindaráđs og ţó mér finnist alltaf mjög gaman og gefandi ađ vinna međ ráđinu ţá fannst mér ţó ţessi fundur sérlega skemmtilegur  ţví áherslan hjá okkur vanalega er meira á praktísk viđfangsefni sem snúa ađ mannréttindum íbúa í Reykjavík en í morgun var fjallađ um mannréttindi út frá heimspekilegu og siđfrćđilegu sjónarhorni. 

Ég er ekki búin ađ vera lengi í Mannréttindaráđi, ég kom inn ţegar síđustu stjórnarskipti voru í Reykjavík og Óskar Bergson fulltrúi okkar Framsóknarmanna og Hanna  Birna mynduđu meirihluta. Ég hafđi ţví enga reynslu af nefndastarfi í borginni en nú sit ég í tveimur nefndum, Mannréttindaráđi og barnaverndarnefnd. Ţó ađ hver höndin sé upp á móti annarri í ţjóđmálunum á Íslandi í dag ţá virđist mér ađ ţađ sé allt öđru vísi unniđ núna í Reykjavíkurborg. Mér virđist ţar unniđ í sátt og heilindum af bćđi meirihluta og minnihluta ađ mćta ţessari nýju gjörbreyttu stöđu sem viđ erum í núna í Reykjavík.

Fundur mannréttindaráđs

Annars eru hér hugleiđingar mínar úr fyrirlestrum siđfrćđinganna um mannréttindi. Vilhjálmur sagđi ađ ţađ reyndi oft mest á mannréttindi ţegar úrhrök eiga í hlut.

Hér fór ég ađ hugsa um  ađ ef til vill ćttum viđ ađ skođa núna hver viđ teljum mestu úrhrök samfélagsins og hvađa líf viđ teljum ađ ţeim ćtti ađ bjóđast. Hvernig mannréttindi viljum viđ ađ útrásarvíkingarnir hafi? Hvađ međ ţá sem hafa framiđ viđurstyggileg brot og sitja fangađir inn á Litla-Hrauni? Hvernig sjáum viđ mannréttindi ţekktra barnaníđinga?  Finnst okkur ţađ eđlilegt ađ veikir menn séu hundeltir í fjölmiđlum og af íbúum, finnst okkur ađ ţađ megi réttlćta af ţví ađ viđkomandi hefur framiđ afbrot sem okkur finnast viđurstyggileg og ţjáist af veiki sem okkur finnst viđbjóđsleg og  okkur grunar ađ viđkomandi gćti í framtíđinni framiđ önnur afbrot? Vissulega er ţađ prófraun á okkur hvort viđ viljum ađ ţessir ađilar njóti mannréttinda eđa hvort viđ segjum - ţeir gerđu ţetta og ţetta af sér, viđ skulum grilla ţá á teini.

Vilhjálmur talađi um mannhelgi sem ímyndađ rými - tjáningarrými  eđa griđland ţar sem einstaklingurinn hefur til umráđa og stjórnvöld geta ekki seilst í. Hann talađi líka um mannréttindi sem gćđarétt - ţađ verđa ađ vera til stađar efnislegar forsendur, fólk verđur ađ vita hvađa valkosti ţađ hefur og mannréttindi eru réttur til afskiptaleysis en byggjast líka á efnislegum bjargráđum ţ.e. ađ fólk geti séđ fyrir sér. Hann talađi líka um rétt mannréttinda viđ skyldur m.a. um griđarétt í tengslum viđ taumhaldsskyldur annarra (tók dćmi um líknarmorđ), réttur til lífs kallar á ađhlynningu, frelsisréttur kallar á menntun. Vilhjálmur nefndi ađ sjónarhorn frjálshyggju vćri ţannig ađ einstaklingurinn vćri í varnarađstöđu gagnvart ríkisvaldi m.a. horft á skattheimtu ţannig. Sjónarhorniđ vćri ţannig ekki á samtryggingu og jöfnun í gegnum skattheimtu.

Hann rćddi um forsendur samrćđusamfélags, samrćđan mćtti ekki vera ţannig ađ sumir gćtu ekki tekiđ ţátt af ţví ţeir vćru niđurlćgđir. Siđfrćđingarnir rćddu báđir um hlutverk tungumálsins hvernig ţađ er notađ í umrćđunni. Salvör líkti mannréttindum viđ tromp á hendi (hmmm... spilamennsku og lottókassasamfélagiđ íslenska er svo gegnsýrt í umrćđuna ađ myndlíkingar siđfrćđinga koma úr spilamennsku - ţađ er áhugavert ađ skođa hvernig ţessi myndlíking hefur áhrif á umrćđuna), hún talađi líka um hvernig réttindi kallast á viđ skyldur og útskýrđi neikvćđ réttindi eđa griđaréttindi en ţađ eru t.d. kröfur á ađra ađ láta okkur afskiptalaus. Hún fór líka yfir grundvallarréttindi sem vćru forsenda ţess ađ viđ gćtum notiđ annarra mannréttinda - viđ yrđu ađ hafa rétt til líkamlegs öryggis, lágmarks lífsviđurvćri og sum frelsisréttindi. Salvör nefndi skyldur sem kallast á viđ réttindi s.a. skylda til ađ vernda fólk viđ réttindabrotum, skylda til ađ ađstoađ ţá sem brotiđ er á. Hún rćddi um mannréttindi sem hugsjón eđa kröfu um hegđun og hún rćddi um tjáningarfrelsi - bćđi frelsi til ađ afla upplýsinga og frelsi til ađ birta upplýsingar. Salvör rćddi einnig um ţöggun og rök fyrir tjáningarfrelsi. Hún tók sem dćmi tvö sviđ klám og kynţáttahatursumrćđu og varpađi fram spurningum um hvernig og hvort ritskođun og höft á slíkri umrćđu vćru höft á tjáningarfrelsi.

Hér er svo til upprifjunar Mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna. Allir ćttu ađ lesa hana vel ţví hún er eins og stjórnarskrá okkar í samfélagi ţjóđanna.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna

Samţykkt á Allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna hinn 10. desember 1948.

Mannréttindayfirlýsingin er ekki ţjóđréttarsamningur og ţví ekki bindandi ađ lögum fyrir ađildarríki Sameinuđu ţjóđanna. Sumir frćđimenn telja ţó Mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna bindandi ađ ţjóđarétti ţví svo títt hafi veriđ til hennar vísađ af leiđtogum ţjóđa heimsins ađ hún hafi öđlast vćgi réttarvenju.


Inngangsorđ

Ţađ ber ađ viđurkenna, ađ hver mađur sé jafnborinn til virđingar og réttinda, er eigi verđi af honum tekin, og er ţetta undirstađa frelsis, réttlćtis og friđar í heiminum.

Hafi mannréttindi veriđ fyrir borđ borin og lítilsvirt, hefur slíkt í för međ sér siđlausar athafnir, er ofbođiđ hafa samvisku mannkynsins, enda hefur ţví veriđ yfir lýst, ađ ćđsta markmiđ almennings um heim allan sé ađ skapa veröld, ţar sem menn fái notiđ málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.

Mannréttindi á ađ vernda međ lögum. Ađ öđrum kosti hljóta menn ađ grípa til ţess örţrifaráđs ađ rísa upp gegn kúgun og ofbeldi.

Ţađ er mikilsvert ađ efla vinsamleg samskipti ţjóđa í milli.

Í stofnskrá sinni hafa Sameinuđu ţjóđirnar lýst yfir trú sinni á grundvallaratriđi mannréttinda, á göfgi og gildi mannsins og jafnrétti karla og kvenna, enda munu ţćr beita sér fyrir félagslegum framförum og betri lífsafkomu međ auknu frelsi manna.

Ađildarríkin hafa bundist samtökum um ađ efla almenna virđingu fyrir og gćslu hinna mikilsverđustu mannréttinda í samráđi viđ Sameinuđu ţjóđirnar.

Til ţess ađ slík samtök megi sem best takast, er ţađ ákaflega mikilvćgt, ađ almennur skilningur verđi vakinn á eđli slíkra réttinda og frjálsrćđis.

Fyrir ţví hefur allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna fallist á mannréttindayfirlýsingu ţá, sem hér međ er birt öllum ţjóđum og ríkjum til fyrirmyndar. Skulu einstaklingar og yfirvöld jafnan hafa yfirlýsingu ţessa í huga og kappkosta međ frćđslu og uppeldi ađ efla virđingu fyrir réttindum ţeim og frjálsrćđi, sem hér er ađ stefnt. Ber og hverjum einum ađ stuđla ađ ţeim framförum, innan ríkis og ríkja í milli, er ađ markmiđum yfirlýsingarinnar stefna, tryggja almenna og virka viđurkenningu á grundvallaratriđum hennar og sjá um, ađ ţau verđi í heiđri höfđ, bćđi međal ţjóđa ađildarríkjanna sjálfra og međal ţjóđa á landsvćđum ţeim, er hlíta lögsögu ađildarríkja.


1. grein

Hver mađur er borinn frjáls og jafn öđrum ađ virđingu og réttindum. Menn eru gćddir vitsmunum og samvisku, og ber ţeim ađ breyta bróđurlega hverjum viđ annan.

2. grein

1.Hver mađur skal eiga kröfu á réttindum ţeim og ţví frjálsrćđi, sem fólgin eru í yfirlýsingu ţessari, og skal ţar engan greinarmun gera vegna kynţáttar, litarháttar, kynferđis, tungu, trúar, stjórnmálaskođana eđa annarra skođana, ţjóđernis, uppruna, eigna, ćtternis eđa annarra ađstćđna.

2.Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands ţeirra eđa landsvćđis, ţjóđréttarstöđu ţess eđa lögsögu yfir ţví, hvort sem landiđ er sjálfstćtt ríki, umráđasvćđi, sjálfstjórnarlaust eđa á annan hátt háđ takmörkunum á fullveldi sínu.

3. grein

Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.

4. grein

Engan mann skal hneppa í ţrćldóm né nauđungarvinnu. Ţrćlahald og ţrćlaverslun, hverju nafni sem nefnist, skulu bönnuđ.

5. grein

Enginn mađur skal sćta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu.

6. grein

Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á ađ vera viđurkenndir ađilar ađ lögum.

7. grein

Allir menn skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd ţeirra, án manngreinarálits. Ber öllum mönnum réttur til verndar gegn hvers konar misrétti, sem í bága brýtur viđ yfirlýsingu ţessa, svo og gagnvart hvers konar áróđri til ţess ađ skapa slíkt misrétti.

8. grein

Nú sćtir einhver mađur međferđ, er brýtur í bága viđ grundvallarréttindi ţau, sem tryggđ eru í stjórnarskrá og lögum, og skal hann ţá eiga athvarf hjá dómstólum landsins til ţess ađ fá hlut sinn réttan.

9. grein

Ekki má eftir geđţótta taka menn fasta, hneppa ţá í fangelsi eđa varđhald né gera ţá útlćga.

10. grein

Nú leikur vafi á um réttindi ţegns og skyldur, eđa hann er borinn sökum um glćpsamlegt athćfi, og skal hann ţá njóta fulls jafnréttis viđ ađra menn um réttláta opinbera rannsókn fyrir óháđum og óhlutdrćgum dómstóli.

11. grein

1.Hvern ţann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athćfi, skal telja saklausan, uns sök hans er sönnuđ lögfullri sönnun fyrir opinberum dómstóli, enda hafi tryggilega veriđ búiđ um vörn sakbornings.

2.Engan skal telja sekan til refsingar, nema verknađur sá eđa ađgerđarleysi, sem hann er borinn, varđi refsingu ađ landslögum eđa ţjóđarétti á ţeim tíma, er máli skiptir. Eigi má heldur dćma hann til ţyngri refsingar en ţeirrar, sem ađ lögum var leyfđ, ţegar
verknađurinn var framinn.

12. grein

Eigi má eftir geđţótta raska heimilisfriđi nokkurs manns, hnýsast í einkamál hans eđa bréf, vanvirđa hann eđa spilla mannorđi hans. Ber hverjum manni lagavernd gagnvart slíkum afskiptum eđa árásum.

13. grein

1.Frjálsir skulu menn vera ferđa sinna og dvalar innan landamćra hvers ríkis.

2.Rétt skal mönnum vera ađ fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eđa öđru, og eiga afturkvćmt til heimalands síns.

14. grein

1.Rétt skal mönnum vera ađ leita og njóta griđlands erlendis gegn ofsóknum.

2.Enginn má ţó skírskota til slíkra réttinda, sem lögsóttur er međ réttu fyrir ópólitísk afbrot eđa atferli, er brýtur í bága viđ markmiđ og grundvallarreglur Sameinuđu ţjóđanna.

15. grein

1.Allir menn hafa rétt til ríkisfangs.

2.Engan mann má eftir geđţótta svipta ríkisfangi né rétti til ţess ađ skipta um ríkisfang.

16. grein

1.Konum og körlum, sem hafa aldur til ţess ađ lögum, skal heimilt ađ stofna til hjúskapar og fjölskyldu, án tillits til kynţáttar, ţjóđernis eđa trúarbragđa. Ţau skulu njóta jafnréttis um stofnun og slit hjúskapar, svo og í hjónabandinu.

2.Eigi má hjúskap binda, nema bćđi hjónaefnin samţykki fúsum vilja.

3.Fjölskyldan er í eđli sínu frumeining ţjóđfélagsins, og ber ţjóđfélagi og ríki ađ vernda hana.

17. grein

1.Hverjum manni skal heimilt ađ eiga eignir, einum sér eđa í félagi viđ ađra.

2.Engan má eftir geđţótta svipta eign sinni.

18. grein

Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfćringar og trúar. Í ţessu felst frjálsrćđi til ađ skipta um trú eđa játningu og enn fremur til ađ láta í ljós trú sína eđa játningu, einir sér eđa í félagi viđ ađra, opinberlega eđa einslega, međ kennslu, tilbeiđslu, guđsţjónustum og helgihaldi.

19. grein

Hver mađur skal vera frjáls skođana sinna og ađ ţví ađ láta ţćr í ljós. Felur slíkt frjálsrćđi í sér réttindi til ţess ađ leita, taka viđ og dreifa vitneskju og hugmyndum međ hverjum hćtti sem vera skal og án tillits til landamćra.

20. grein

1.Hverjum manni skal frjálst ađ eiga ţátt í friđsamlegum fundahöldum og félagsskap.

2.Engan mann má neyđa til ađ vera í félagi.

21. grein

1.Hverjum manni er heimilt ađ taka ţátt í stjórn lands síns, beinlínis eđa međ ţví ađ kjósa til ţess fulltrúa frjálsum kosningum.

2.Hver mađur á jafnan rétt til ţess ađ gegna opinberum störfum í landi sínu.

3.Vilji ţjóđarinnar skal vera grundvöllur ađ valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós međ reglubundnum, óháđum og almennum kosningum, enda sé kosningarréttur jafn og leynileg atkvćđagreiđsla viđhöfđ eđa jafngildi hennar ađ frjálsrćđi.

22. grein

Hver ţjóđfélagsţegn skal fyrir atbeina hins opinbera eđa alţjóđasamtaka og í samrćmi viđ skipulag og efnahag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og ţeim efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, sem honum eru nauđsynleg til ţess ađ virđing hans og ţroski fái notiđ sín.

23. grein

1.Hver mađur á rétt á atvinnu ađ frjálsu vali, á réttlátum og hagkvćmum vinnuskilyrđum og á vernd gegn atvinnuleysi.

2.Hverjum manni ber sama greiđsla fyrir sama verk, án manngreinarálits.

3.Allir menn, sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum réttlátt og hagstćtt endurgjald, er tryggi ţeim og fjölskyldum ţeirra mannsćmandi lífskjör. Ţeim ber og önnur félagsleg vernd, ef
ţörf krefur.

4.Hver mađur má stofna til stéttarsamtaka og ganga í ţau til verndar hagsmunum sínum.

24. grein

Hverjum manni ber réttur til hvíldar og tómstunda, og telst ţar til hćfileg takmörkun vinnutíma og reglubundiđ orlof ađ óskertum launum.

25. grein

1.Hver mađur á kröfu til lífskjara, sem nauđsynleg eru til verndar heilsu og vellíđan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst ţar til matur, klćđnađur, húsnćđi, lćknishjálp og nauđsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eđa öđrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki viđ gert.

2.Mćđrum og börnum ber sérstök vernd og ađstođ. Öll börn, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu félagsverndar.

26. grein

1.Hver mađur á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, ađ minnsta kosti barnafrćđsla og undirstöđumenntun. Börn skulu vera skólaskyld. Iđnađar- og verknám skal öllum standa til bođa og ćđri menntun vera öllum jafnfrjáls, ţeim er hćfileika hafa til ađ njóta hennar.

2.Menntun skal beina í ţá átt ađ ţroska persónuleika einstaklinganna og innrćta ţeim virđingu fyrir mannréttindum og mannhelgi. Hún skal miđa ađ ţví ađ efla skilning, umburđarlyndi og vináttu međal allra ţjóđa, kynţátta og trúarflokka og ađ efla starf Sameinuđu ţjóđanna í ţágu friđarins.

3.Foreldrar skulu fremur öđrum ráđa, hverrar menntunar börn ţeirra skuli njóta.

27. grein

1.Hverjum manni ber réttur til ţess ađ taka frjálsan ţátt í menningarlífi ţjóđfélagsins, njóta lista, eiga ţátt í framförum á sviđi vísinda og verđa ađnjótandi ţeirra gćđa, er af ţeim leiđir.

2.Hver mađur skal njóta lögverndar ţeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiđir af vísindaverki, ritverki eđa listaverki, sem hann er höfundur ađ, hverju nafni sem nefnist.

28. grein

Hverjum manni ber réttur til ţess ţjóđfélags- og milliţjóđaskipulags, er virđi og framkvćmi ađ fullu mannréttindi ţau, sem í yfirlýsingu ţessari eru upp talin.

29. grein

1.Hver mađur hefur skyldur viđ ţjóđfélagiđ, enda getur ţađ eitt tryggt fullan og frjálsan persónuţroska einstaklingsins.

2.Ţjóđfélagsţegnar skulu um réttindi og frjálsrćđi háđir ţeim takmörkunum einum, sem settar eru međ lögum í ţví skyni ađ tryggja viđurkenningu á og virđingu fyrir frelsi og réttindum annarra og til ţess ađ fullnćgja réttlátum kröfum um siđgćđi, reglu og velferđ almennings í lýđfrjálsu ţjóđfélagi.

3.Ţessi mannréttindi má aldrei framkvćma svo, ađ í bága fari viđ markmiđ og grundvallarreglur Sameinuđu ţjóđanna.

30. grein

Ekkert atriđi ţessarar yfirlýsingar má túlka á ţann veg, ađ nokkru ríki, flokki manna eđa einstaklingi sé heimilt ađ ađhafast nokkuđ ţađ, er stefni ađ ţví ađ gera ađ engu nokkur ţeirra mannréttinda, sem hér hafa veriđ upp talin

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

 Til hamingju međ daginn!

Ţetta eru allt áhugaverđ mál sem ţú skrifar um.  Mannréttindi eiga ađ vera algild, segja menn, en stjórnvöld margra landa t.d. Íslands ţykjast ţurfa ađ beita sértćkum leiđum til ađ brjóta mannréttindi (sbr. úrskurđ mannréttindanefndarinnar). Ţó góđur vilji sé hjá ykkur eigiđ ţiđ ekki annars kost en ađ beina sjónum í ađrar áttir, ţar sem pólitískir samherjar eiga hlut ađ máli. En takk samt fyrir allt hitt og margar áleitnar spurningar. 

Sigurđur Ţórđarson, 10.12.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Methúsalem Ţórisson

Ég tek undir hamingjuóskir međ daginn. Takk fyrir ađ birta Mannréttindayfirlýsinguna hérna.  Ţótt ekki sé fariđ mikiđ eftir henni er hún dýrmćt sem stefnuyfirlýsing og til leiđbeiningar viđ ađ skapa betra samfélag. Ein áhugaverđ nálgun er ađ hugsa um mannréttindi út frá "úrhrökunum".  Svo er ţađ rétturinn til fćđis og klćđis, menntunar og heilbrigđi. 

Methúsalem Ţórisson, 10.12.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Góđur pistill og ţakka ţér fyrir hann, Salvör!

Vilhjálmur er alltaf vandađur siđfrćđingur. Og ţetta er ţörf umrćđa, ćtlum viđ virkilega ađ lifa í "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn"? Ţó ég haldi mikiđ upp á Biblíuna og vilji hafa hana sem vegvísi ţá vil ég ekki ţessa hefnigirni, hún leysir ekkert. Umrćđan er eins og ţađ eigi ađ stinga öllum auđmönnum í fangelsi, ţeir hljóti ađ vera sekir, dćma fyrst og skođa seinna.

Ánćgjulegt líka hvernig andinn í borgarstjórn hefur batnađ. Eins og fólk var fariđ ađ halda ađ í borgarstjórn vćru upp til hópa einstaklingar sem hefđu ekkert í ţessa pólitík ađ gera, ekki síst borgarstjórnarflokkur Sjálfstćđismanna. Ţađ hefur greinilega gert ţeim gott ađ skipta um leiđtoga. Og neyđarástandiđ nú herđir góđa menn og dregur fram ţađ besta í ţeim.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 05:02

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvađ ćtla Íslendingar og Framsókn ađ gera viđ óskum ţeirra sem eyđileggja vilja Mannréttindasáttmálann á "Durban II" ráđstefnunni í Genfarborg á nćsta ári.

Kanada og Ísrael hafa sagt sig úr lögum viđ ţá ráđstefnu.  Kanada telur hćttu á ferđ. Hvađ telur litla Ísland?

Ţú manst hvađ margir voru myrtir áđur en Mannréttindayfirlýsingin varđ til og hvađ varđ helst til ţess ađ sáttmálinn varđ til. Ţjóđir, sem afneita Helförinni, ráđa ferđinni í Genf á nćsta ári.

Halldór Ásgrímsson, heiđursfélagi í The International Raoul Wallenberg Foundation, myndi örugglega ekki sćtta sig viđ ţađ sem er ađ gerast.

Mér finnst persónulega of langt gengiđ, ţegar forsvarsmenn mannréttindanefndar á Íslandi eru ađ velta fyrir sér mannréttindum kvalara og óyndismanna í skjóli Mannréttindasáttmálans. Ţjóđarmorđingjar og ađrir morđingjar og ađrir ópólitískir glćpamenn svara fyrir ţau lög sem ţeir eru sóttir eftir. Ţú virđist hafa gleymt 14. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Gleymdu henni ekki.

Og svo eitt lítiđ dćmi um tvískinnung. 

2.Engan mann má neyđa til ađ vera í félagi. Síđast ţegar ég bjó á Íslandi, var mér skipađ ađ vera í Félagi Íslenskra Frćđa. Ég vildi vera í Félagi Náttúrfrćđinga, sem vildu hafa mig í sínu félagi. Ég vann í rúm 3 ár og Menntamálaráđuneytiđ lét ţađ viđgangast. Ég fékk ekki ađ vera í Félagi Náttúrufrćđinga og neyddist ţví ađ standa utan félaga.

Í Félagi Íslenskra Frćđa sitja margir af helstu "friđar- og mannréttinda"postulum Íslands. Ţeir kunna bara ekki á 20. grein. Sú grein segir líka til um friđsamleg mótmćli. Menn telja ađ brotiđ hafi veriđ á sér ţegar ţeir voru stöđvađir í ófriđlegri árás á Alţingishúsiđ.

Tvískinnungur er hćttulegasta kennd ţeirra réttlátu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.12.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Vilhjámur: Mannréttindi kvalara eru líka mannréttindi. Ég biđ ţig ađ lesa pistilinn sem ég skrifađi um dauđa Saddam og hugleiđa hvernig alţjóđlegar reglur um međferđ fanga voru brotnar á honum og svo ţegar lík sona hans voru til sýnis. Sjá hérna Fanginn Saddam tekinn af lífi

Ég biđ ţig líka ađ gćta ađ ţví ađ sama ríki og fór svona međ fangann Saddam og syni hans rak og rekur umfangsmikla fangabúđir ţar sem mannréttindi fólks sem er grunađ um hryđjuverk eru fótum trođin og pyntingum beitt. 

Í sögunni hefur ţetta oft veriđ gert - ţeir sem ćtla ađ útrýma einhverjum öđrum hópum byrja á ađ afmennska ţá og láta almenning kóa međ og viđurkenna og taka undir mannréttindabrot. Ţannig var ađför ađ gyđingum í Ţýskalandi og ţannig hefur ađför veriđ af mörgum hópum og einstaklingum í veraldarsögunni.

Ég hef veriđ aktívisti í áratugi og ţá ađallega međ kvenfrelsis- og femínistahreyfingum. Ţó mér detti ekki í hug ađ verja orku minni og baráttuţreki til ađ berjast fyrir réttindum ţeirra sem hafa beitt konur og börn ofbeldi og ţá mikiđ af minni baráttu snúist um ađ fá fólk til ađ opna augun og sjá ţetta ofbeldi en ţagga ţađ ekki niđur og látast ekki taka eftir ţví og jafnvel breyta ţví í skemmtiefni  ţá finnst mér mikilvćgt ađ gćta ađ mannréttindum - líka ţeirra sem ég hef ímugust á.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Einar: Ţađ er ágćtt fólk í borgarstjórn. Ég held samt ađ ástandiđ eins og ţađ er núna kalli ekki endilega fram ţađ besta í fólki, ég held ađ einmitt ţađ sé á ábyrgđ stjórnvalda ađ stuđla ađ ţví. Ţađ gera stjórnvöld ekki ef ţau leyna einhverju fyrir okkur og taka ekki tillit til almennings og leyfa almenningi ađ fylgjast međ. Svoleiđis tilfinningu hefur mađur gagnvart ríkisstjórninni. Hins vegar er allt öllur tilfinning gagnvart borgarstjórn núna, ég hef ţá tilfinningu ađ ţar sé meiri jöfnuđur, samráđ og opnari stjórnsýsla en áđur og ţó vandinn sé mikill ţá eigi ekki ađ sópa honum undir teppiđ og láta eins og hann sé ekki til. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2008 kl. 14:23

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Methúsalem: Ţađ ćttu einmitt allir ađ skođa mannréttindi út frá úrhökunum. Ţá fyrst reynir virkilega á hvort viđ séum fylgjandi ţví ađ mannréttindi séu fyrir alla. Ţađ er eins og ţú segir ekki gott ađ ţađ sé auga fyrir auga stefna. Ţá verđum viđ ađ sömu skrímslum og viđ berjumst á móti.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2008 kl. 14:25

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigurđur: Mannréttindi eru fótum trođin í dag og ţegar ég fór yfir mannréttindasáttmálann ţá fann ég ekkert atriđi sem ég mundi ekki eftir ađ hafi veriđ brotiđ annađ hvort hérlendis eđa af öđrum ţjóđum. En sáttmálinn er eins góđur í dag og hann var fyrir 60 árum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Vilhjálmur, Saddam var pólitískur fangi. Hann var líka grimmur harđstjóri sem framdi mörg ódćđisverk. En mannréttindi eru fyrir alla, líka óţokkana.

Ţađ er mjög auđvelt ađ vilja og styđja mannréttindi ţeirra sem eru eins og viđ, ţeirra sem eru góđir og líkir okkur. En ţá fyrst reynir raunverulega á okkur ţegar kemur ađ ţví hvernig viđ komur fram viđ ţá sem viđ teljum ódćđismenn. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2008 kl. 19:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband