Hver vaktar þitt heimili? - Ekki íslenskir fjölmiðlar

bilde?Site=XZ&Date=20070515&Category=LIFID01&ArtNo=105150074&Ref=AR&NoBorder Það er mikil óstjórn á Íslandi í dag. Forsætisráðherra gengur gersamlega fram af mér og vonandi velflestum Íslendingum, ekki síst með því að hafa í þjónustu ríkisins og treysta til trúnaðarstarfa fólki sem hefur orðið uppvíst að vægast sagt furðulegum fjármálagerningum í eigin þágu svo ekki sé talað um alla þá fjölmörgu í embættis- og stjórnmálakerfi sem brugðust og sofnuðu á verðinum.

Það eru engin teikn á lofti að nokkur breyting sé að verða á neinu kerfi. Það er engin trú á þeim sem þykjast nú vera að rannsaka hvað gerðist, nema sú trú að það sé verið að sópa undir teppin, verið að hylma yfir afglöp og vafasama fjármálagerninga. Það keyrir svo um þverbak að núna séu þeir  fjárglæframenn sem ég get ekki séð annað en hafi aðhafst glæpsamlega og sviksamlega blekkingarstarfsemi, starfsemi sem er verri en versta Nígeríusvindl að reyna að kaupa brunarústir þess kerfis sem einkavæddi hagnaðinn og peningagerðarvélarnar en ríkisvæddi ábyrgðina og skuldafjötrana og lagði þær á öll fædd og ófædd börn á Íslandi.

Ég spyr eins og fávís kona - af hverju eru þessir menn ekki á Litla-Hrauni eða eftirlýstir af Interpól og hundeltir af lögreglu heimsins? Er sekt þeirra minni en Lalla Jóns? Eru fjármálaglæpir þeirra og afbrot gagnvart íslensku þjóðinni minni en afbrot hans? 

Einu sinni var Lalli Jóns vélaður til að skreyta auglýsingu frá öryggisvörslufyrirtæki sem varaði við innbrotsþjófum.  Fólki þótti þessi auglýsing ósiðleg, það væri verið að nýta sér aumar aðstæður Lalla sem þá dvaldi á Litla-Hrauni og vantaði aur.  En væri ósiðlegt núna að vara okkur við fjárglæframönnunum og endurkomu þeirra? Af hverju eru ekki auglýsingar og fréttir í fjölmiðlum sem vara okkur við að fjárglæframenn Íslands liggi í leyni og geti brotist aftur inn í íslenskt athafnalíf og þjóðlíf þá og þegar? 

Um svipað leyti og auglýsingin með Lalla Jóns var birt þá kostaði Jóhannes í Bónus heilsíðuauglýsingu í einum af fjölmiðlum Baugs þar sem hann varaði almenning á Íslandi við íslenska dómsmálaráðherranum og löggæslu á Íslandi.  Svona var Ísland fyrir hrunið. Svona var sú fréttamennska og auglýsingamennska sem við bjuggum við þá. Þá.

En það eru einmitt svona tímar ennþá, núna hefur Hreinn Loftsson keypt DV, Hreinn var og er barón baugspressunnar og eins og alltaf þá gengur fréttamiðill fyrst og fremst erinda eigenda sinna og  s býr til þá umgjörð og lýsingu sem eigandinn þarfnast til að athafna sig við þau innbrot sem hann hyggst  fara í um íslenskt athafnalíf.  Það gerist ekki oft að tímarnir séu eins hagstæðir og núna, það þarf varla neitt að brjótast inn, allir lásar eru mölbrotnir og allt eftirlitskerfi í molum.

Núna grunar okkur að   barist um fjölmiðlana þannig að sömu blokkirnar og stýrðu þeim fyrir hrunið  vildi halda áfram að stýra þeim.  Fjölmiðlar á Íslandi voru og eru margir í eigu fjárglæframanna - fjárglæframanna sem fjötruðu heila þjóð. Það gerðist rétt eftir hrunið að  geðshræring rann á nokkra fjölmiðlamenn og þeir fundu sekt sína sb greinina Við brugðumst ykkur

eftir Jón Trausta DV ritstjórna en fjölmiðlamenn og skáld geta á undraskömmum hætti snúið spegli sinnar samtíðar þannig að hann endurkasti því sem þeir vilja sjá og  Illugi huggaði ritstjórann með greininni "Þetta er ekki þér að kenna, Jón Trausti!"

Svo kom Hreinn Loftsson og keypti DV í sínu nafni. Hvar er ritstjórinn sem einu sinni varð hrærður af geðshræringu yfir að hafa brugðist sinni þjóð? Hvaða tékk hefur hann á því hverjir eru þeir sem raunverulega ráða þeirri rödd sem hann ómar núna? Í gróðærinu vildi Jón Trausti setja alla þá Pólverja sem hingað þvældust í leit að betri lífskjörum í sérstakt  Morðingjatékk

Af hverju vilja ekki hann og aðrir ritstjórar á íslenskum fjölmiðlum í dag rýna betur í hverjir raunverulega standa á bak við þá sem reyna að tryggja sér fjölmiðla á Íslandi í dag og hvað vakir fyrir þeim?

nahird-dvHér til hliðar er dæmi um ruslfréttamennsku eins og hún er núna á forsíðu DV.is  í þættinum Sandkorn. Það er mjög slæmt ef satt er að seðlabankastjóri standi fyrir einhverju fjölmiðlaplotti, það er gersamlega ekki við hæfi af þeim sem stýrir því embætti en það er ömurlegur vitnisburður um ástandið á Íslandi í dag að það fái maður helst fréttir um úr öðrum fjölmiðlum sem sennilega eru í eigu þeirra afla sem steyptu okkur í glötun og skildu okkur eftir með skuldirnar - afla sem ætla sér að koma aftur að borðinu til að einkavæða hagnaðinn næst þegar þeir tímar koma að athafnalíf á Íslandi rís undir sér. Þessi umfjöllun í DV sýnir líka berlega hvers konar miðill DV er og hvaða hagsmuna er gætt þar.

Annars átti þetta blogg að vera gagnrýni mín á  moggafrétt um styrkingu krónunnar. Þessi efnahagsfrétt  mbl.is er ekki eins mikið ruslfréttamennska eins og  sandkornspistillinn "Náhirð leitar blárra blóma" en hún er akkúrat dæmi um þá grunnu og yfirborðslegu fréttamennsku sem hefur átt þátt í hruninu amk á þann hátt að leyna því fyrir okkur hvert stefndi. Það er þannig að það er tóm tjara að tala nú um einhverja styrkingu krónunnar, gjaldeyrismarkaður er bundinn höftum og viðskipti eru lítil en það er vitað að mikið fé mun leita úr landi og það er alls ekkert eftirsóknarvert fyrir Ísland að þegar gengi krónunnar er haldið uppi. Þannig myndu gjaldeyrisvarasjóðir þ.e. lán IMf verða fljótt uppurið. Vísa ég hér t.d. til umfjöllunar Jóns Daníelssonar hagfræðings. Þessi efnahagsfrétt um styrkingu krónunnar er eins og bara ennþá ein yfirhylmingin, að slá ryki í augu almennings - þetta sé allt að batna, gengið að styrkjast og allt að verða gott aftur, besta mál. Svona er staðan ekki. Því miður á ástandið eftir að verða verra. 


mbl.is Eftirstöðvar gengistryggðra lána minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna hefur verið í viku starfræktur lýðræðislegur fréttamiðill, Delfí (sem stendur fyrir Delfí er lýðræðisleg fréttastofa Íslendinga). Delfí er hugsuð sem fréttastofa sem ekki er rekin af neinum sægreifa eða verslunarmanni heldur af Íslendingum sjálfum. Íslenskir netverjar geta skrifað sínar eigin fréttir á Delfí og það eru svo aðrir íslenskir netverjar sem sjá um að kjósa fréttina ef þeim finnst hún fréttnæm. Frétt sem nær tilskyldum atkvæðum birtist svo (þ.e. flyst yfir á forsíðuna eða í "Birtar fréttir" en þangað til telst hún vera "Fersk frétt").

Með Delfí er fréttamennskan og ritstjórnin í höndum Íslendinga. Delfí hefur aðeins verið starfrækt í viku en það er í pípunum að bjóða upp á það að hinn íslenski borgari geti hlaðið upp heimildum (myndböndum, ljósmyndum, hljóðskrám, texta, o.s.frv.) fyrir fréttir á síðuna. Þangað til Heimildaupphalið er komið í gagn verðum við að sætta okkur við að hlaða myndum á Flickr (eða eitthvað álíka), myndböndum á Youtube (eða svipaða síðu) og texta á bloggsíður. Þannig getur Delfí fengið fréttir úr innsta hring.  Allar fréttir á Delfí verða að vera byggðar á heimildum sem núna er í formi tengils á vefsíðu. Það er einnig í pípunum að bjóða upp á nafnlausar ábendingar þannig að fólk geti látið aðra vita af fréttaefni án þess að segja hver þau séu (t.d. ljóstra upp um spillingu).

Nú er um að gera að komast hjá því að fá sérstaklega matreiddar fréttir frá ritstjórum sem beygja fréttir eftir sinni formúlu. Delfí eru fréttir fólksins fyrir fólkið!Vefslóð Delfí er http://www.delfi.is

Tryggvi Björgvinsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gaman að sjá pligg sett upp á delfi.is, ég prófaði það einmitt með nemendum mínum í fyrra, krassaði reyndar óvart hjá mér.  Ég er áhugamaður um svona opinn hugbúnað. Ég er nú sjálf búin að setja upp wikivef fyrir neyðarstjórn kvenna fyrir okkur að vinna í en opinberi vefurinn okkar er www.kvennastjorn.is

frábært líka að sjá vefinn hjá borgarfundur.is

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.12.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þið eru alveg spes þetta vinstra sinnaða fólk.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.12.2008 kl. 17:33

4 identicon

Auðvitað er frjáls og opinn hugbúnaður notaður til þess að skapa lýðræðislega fréttastofu. Aðeins með frjálsum og opnum hugbúnaði er hægt að tryggja lýðræði og frjálsan markað.

Tryggvi Björgvinsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband