Óţolandi ástand - ráđuneytisstjórar grunađir um innherjasvik, Imon og Stím -leppar kaupa hlutabréf

Ţađ á ekki ađ sakfella menn af grun um afbrot eđa af rógi sem gengur um samfélagiđ. Ţeir glćpir, efnahagsbrot og svik gagnvart almenningi á Íslandi sem nú eru ađ koma upp á yfirborđiđ eru hins vegar ţanniđ ađ stjórnvöld, embćttismenn,  bankastjórnendur, athafnamenn og eftirlitsađilar eru nú rúin öllu trausti og ţađ traust verđur ekki endurheimt nema hart sé gengiđ fram í ađ upplýsa mál og greina hvađ gerđist og hvađ var óeđlilegt og siđlaust og hugsanlega ólöglegt. 

Ţađ er  óţolandi ađ ráđuneytisstjóri í fjármálaráđuneytinu sé grunađur um ađ hafa notađ upplýsingar sem hann fékk á trúnađarfundum starfa sinna vegna til ţess ađ auka verđmćti eigin eigna verulega. Til ađ einhver trúverđugleiki sé í stjórnsýslunni ţá get ég ekki annađ séđ en ađ  hann  verđi ađ víkja úr embćtti á međan rannsókn fer fram.  

Fyrrum ađstođarmađur Geirs var tengdur fjárfestingarsjóđi, margir ráđherrar Sjálfstćđismanna eru tengdir fjölskylduböndum viđ stjórnendur í bönkum og fjármálalífi og ţingmenn Sjálfstćđisflokksins eru margir í tengslum viđ ţau fyrirtćki eđa fjármálastofnanir sem núna hafa rúllađ. Ţađ er ófögur mynd sem núna blasir viđ almenningi ef allt er satt sem sterkur orđrómur er um í samfélaginu. En ég endurtek - grunur er ekki sama og sekt. Hins vegar verđa stjórnvöld ađ taka harđar á meintri spillingu. Eins og er ţá hefur almenningur ţađ á tilfinningunni ađ risastór yfirhylming sé í gangi. 

Annars er margt svo undarlegt í ţessum málum ađ nćgir til ađ ćra óstöđugan. Eitt máltćki segir ađ enginn sé grimmari en hermađur á undanhaldi, hann hefur engum völdum ađ tapa og er sama um allt og eyđileggur allt  ţví hann veit ađ hann á aldrei eftir ađ gera ţađ ríki sem hann flýr ađ skattlandi sínu. Hann reynir ađ hrifsa til sín allt sem hann getur á flóttanum. Myndin sem nú blasir viđ okkur af föllnum hetjum útrásarinnar er ófögur og sumir baráttusigrar útrásarvíkinga voru vindhögg og svikamyllur. Hinir  löskuđu víkingar útrásarinnar og gróđćrisins gćtu líka hafa unniđ myrkraverk á seinasta sprettinum á undanhaldinu fyrir hruniđ mikla.

Á síđustu dögum gróđćrisins fyrir hruniđ mikla ţá  gerđust hlutir sem ţarnast skođunar og rannsókna. Ţađ er óţolandi ađ fólk sem tengist skrýtnum gjörningum m.a. stjórnendur í bankakerfinu sem fengu niđurfelldar eigin skuldir sé ennţá í lykilstöđum í bankakerfinu. Ţađ er líka óţolandi ađ ekki sé rannsakađ hvernig eđa hvort ţeir spilafíklar sem settu Ísland í ţrot međ brölti sínu höfđu leppa sem ţeir notuđu til ađ lágmarka tap sitt fyrir hruniđ.  Ţađ er líka óţolandi ađ vita ekki hvađa öfl standa bak viđ ţá sem núna eru komnir í ţrot s.s. Jón Ásgeir en halda samt áfram ađ sölsa undir áhrif og eignir m.a. fjölmiđla.  Hver stendur á bak viđ slíkt og hvers vegna?

Ţađ er líka óţolandi ađ ekki sé upplýst og rannsakađ hvernig sumir gjörningar gerđust t.d. hvernig stóđ á ţví ađ Jakob Valgeir Flosason sem mér skilst ađ sé í útgerđ í Bolungarvík og braski í verđbréfum hafi veriđ ađ kaupa fullt af bréfum í FL Group rétt  áđur en verđ á ţeim bréfum féll niđur. Einnig ţarf ađ rannsaka kaup Magnúsar Ármann á bréfum í Landsbankanum rétt fyrir hruniđ. Báđir ţessir ađilar fengu í gegnum skrýtin hlutafélög lán í bönkum án ţess ađ leggja til ábyrgđir og notuđu ţau lán til ađ kaupa mjög áhćttusamt hlutafé en hjálpuđu auđvitađ í leiđinni öđrum ađ losa sig hlutabréf sem alls ekki var hćgt ađ selja ella á ţví verđi.

Hinir svokölluđu útrásarvíkingar virđast ţví miđur stundum hafa byggt auđ sinn á svikamyllum og pýramídaviđskiptum og selt fram og til baka sömu eignirnar til ađ láta líta svo út ađ ţćr vćru einhvers virđi og verđmćti ţeirra hefđi aukist í međförum ţeirra.

Ţegar svikamyllan féll ţá ţá auđvitađ sáu ţeir ţađ fyrr fyrir sem voru međ puttana í ţessu og ţađ sem ţeir hafa ţyrftu  ađ gera var ađ losa sínar eigur áđur en allt hryndi saman. Til ađ gera ţađ ţá ţurfti einhver ađ kaupa. En kaupendur fengust náttúrulega ekki á frjálsum markađi. Sannir útrásarvíkingar létu ţađ auđvitađ ekki hindra sig í viđskiptum heldur bjuggu til kaupendur á sama hátt og međ sömu vinnubrögđum og ţeir notuđu í sínum kasta--a-milli-sín viđskiptum.

Ţegar teikn voru á lofti um ađ hrun vćri í vćndum ţá var erfitt ađ plata fólk til ađ kaupa og allt ţađ fjármagn sem athafnamenn höfđu sölsađ undir sig m.a. úr Samvinnuhreyfingunni var löngu uppuriđ - Í svoleiđis ađstćđum var heppilegt fyrir athafnamenn ađ hafa ítök í banka og ađ hafa einhvern lepp til ađ kaupa hlutabréf. Svikamyllan gćti hafa  veriđ ţannig ađ bankinn lánađi  leppnum til ađ kaupa hlutabréf og leppurinn ţurfti ekki ađ leggja fram nemar ábyrgđir fyrir láninu. Bara ađ kaupa á háu verđi  hlutabréf sem eigendur bankans eđa ađilar ţóknanlegir eigendum og stjórnendum bankans vildu selja. 

Ég hugsa ađ stćrđargráđan á sölu bréfa ráđuneytisstjórans í fjármálaráđuneytinu sé töluvert minni en ţćr sölur sem áttu sér stađ í gegnum hlutafélögin Imon (Magnús Ármann) og Stím (Jakob Valgeir) rétt fyrir hruniđ.  

Tenglar  

Hverjir seldu í Landsbankanum? : Markađurinn

Silfur Egils » Bréf um Imon, Landsbankann, lífeyrissjóđi og alka

Keypti stóran hlut í LÍ rétt fyrir ţrot - mbl.is

 

 


mbl.is Ráđuneytisstjóri hugsanlega innherji
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ingi Jónsson

Ţađ ţarf ađ skođa vel krosseignatengsl eins og sjá má á lista yfir helstu eigendur Byrs. Ţar er ađ finna nokkra af "The usual suspects":

NafnStofnféEignarhluturEigandi
Imon ehf1.206.647.7017,717%Magnús Ármann
Sólstafir ehf299.426.2671,915%Ţorsteinn í kók
Fjárfestingafélagiđ Prímus ehf484.718.7353,100%Hannes Smárason
Fons Eignarhaldsfélag ehf211.114.4871,350%Pálmi Haralds
Hagar ehf207.475.4421,327%Baugur 70%

Sigurđur Ingi Jónsson, 19.11.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ćtli ţetta liđ fái ekki afslátt hjá firmaskrá, mér sýnist ţađ ţurfa ađ stofna svo mikiđ af alls konar ehf og hf fyrir ţessa peningaleiki sína?

Ćtli ţađ sé eitthvađ kerfi í hvađ ţessi félög sem látin eru kaupa hvert af öđru heita eđa alli ţađ sé eins handahófskennt og viđskiptamódeliđ á bak viđ ţetta "shopping spree" útrásarinnar?

ehf félagiđ sem eiginmađur menntamálaráđherra stofnađi fyrir sitt tap á glitnishlutabréfum hét ţó alla vega nafni sem hafđi eitthvađ kerfi, var ţađ ekki eitthvađ leikkerfi handboltamanna sem var í ţví nafni?

ţađ á örugglega einhver eftir ađ taka doktorspróf í bróderí og krosssauminum og zikk zakkinu í ţessum ehf og hf bransa.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.11.2008 kl. 13:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband