Rafmagnaður borgarafundur á Nasa

IMG_2096

Ég var á borgarafundinum á Nasa. Það var rafmögnuð stemming á fundinum, einhver gífurlega mikil spenna sem stundum olli eldsglæringum. Ég held að þessi fundur endurspegli íslensku þjóðarsálina núna, þjóðarsál sem hrópar á blóð og vill sjá einhverja hanga í gapastokk. Það var líka í þessari spennu sem einhver kraftur leysist úr læðingi -  kraftur þeirra sem hugsa og taka sjálfir ábyrgð á samfélagi sínu og uppbyggingu þess, kraftur þeirra sem vita að það gerir enginn betur en þeir sjálfir í samvinnu við aðra. 

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum:

IMG_2088

IMG_2087

IMG_2095


mbl.is Troðfullt á fundi á Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Satt segir þú Salvör. Það var einhver heljar orka þarna sem á vonandi eftir að losna úr læðingi.

Sigurður Hrellir, 18.11.2008 kl. 01:15

2 identicon

"Ég held að þessi fundur endurspegli íslensku þjóðarsálina núna, þjóðarsál sem hrópar á blóð og vill sjá einhverja hanga í gapastokk."

Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá þér að þjóðin myndi vera ánægð með gapastokkinn. Hann væri skot yfir markið og myndi leiða til samstöðu með þeim sem þar héngi. Hinsvegar væri ég sáttur við það að fleiri færu að fordæmi Bjarna og Guðna og segðu sig frá embætti - hafa nú margir unnið þjóðinni ótrúlegt ógagn.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég skil orð þín Salvör um blóð og gapastokk ekki bókstaflega heldur svo að fólki finnist ólíðandi ef enginn verður látinn æxla raunverulega ábyrgð, ekki síst pólitíska, á því að hafa komið landinu á voinarvöl, að allt verði bara óbreytt, eins og enn er og stjórnvöld virðast vera staðráðin í að verja og vilja helst sitja með öllu sínu spillingarliði í næstu þrjú ár. Þetta vill fólk ekki þola og mun ekki þola.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Axla ábyrgð ætlaði ég að segja. En það æxlaðist svo að það varð stafavilla!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 10:17

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, ég vona sannarlega að þessi orka haldi áfram að vaxa þar til okkur hefur tekist að hreinsa til hér og skapa lífvænlegar aðstæður aftur á þessu landi.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:02

6 identicon

Fá Vinstri Graena á ting. Skipta tessari spilltu stjórn út!!

Ragga (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband